Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 36
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 Ljósmynd/BS Michelle Shocked á sviðinu í Abracadabra. Viðtal við bandarísku söngkonuna Michelle Shocked sem hélt hér tvenna tónleika fyrir skemmstu Ljósmynd/BS Michelle sýndi skemmtilegat takta á fiðluna í cajun-lagi við mikla hrifningu áheyrenda. Fólk verður að hugsa og tala fyrir sig sjálft Michelle Shocked hefur notið mikillar hylli í Bretlandi hvar hún hefur dvalist síðastliðna 8 mánuði við tónleikahald og þaðan kom hún til íslands á leið sinni vestur um haf. Blaðamaður náði tali af Michelle stuttu fyrir fyrstu tón- leika hennar hér á landi og ræddi við hana um Bretlandsdvölina og þá gerð þjóðlagatónlistar sem hún leikur. Michelle kallar þá tónlist sem hún leikur „róta“tónlist, en með því á hún við tónlist sem sprettur beint af þjóðlegri hefð hvað varðar frá- sagnarmáta og hljóðfæraleik, en byggist ekki á yfirvegaðri tilgerð líkt og sú þjóðlagatónlist sem leikin var t.d. í Bandaríkjunum á sjöunda ára- tugnum og leikin er í dag m.a. hér á landi. Undir rótartónlist fellur tón- list úr öllum heimshomum, hvort sem leikið er á gítar, trommur eða harmonikkur. Michelle, nú hefur þú dvalist í Bretlandi síðan í janúar, finnst þér sem það eigi sér stað þjóðlaga- tónlistarvakning þar? Sú tónlist sem ég er að leika, rót- artónlist, er ekki samskonar tónlist og þjóðlagatónlistin. Að því leyti er ekki hægt að tala um vakningu. Ég hef aldrei getað sætt mig við form- úlutónlist sem hefur ekkert innihald, ég hef alltaf dregist að tónlist sem er að segja manni eitthvað og sá áhugi sem mín tónlist og álíka hefur fengfið bendir til þess að rótartónlist- in hafi alltaf verið til staðar, en þá neðanjarðar á meðal minnihluta. Stundum fær tónlistin athygli, stundum ekki. Er það þá hluti af rótartónlist- inni hvað það ber miklu meira á svartri tónlist og bengalitónlist en áður? Já, einmitt og frá því sjónarmiði nær orðið þjóðlagatónlist ekki yfir þá gerð tónlistar. Rótartónlist nær því aftur vel hvað er að eiga sér stað þegar einhver er að leika tón- list þess héraðs eða lands sem hann er upprunninn í líkt og ég sem er að leika tónlist úr Austur-Texas. Þar er hún upprunnin og að hluta úr svartri tónlistarhefð, úr tónlist manna eins og Leadbelly og Big Bill Broonzy. Sveitablúsinn eins og hann var, en ekki Chicagoblúsinn, ég hef engan tíma fyrir þessháttar tónlist sem er uppfull af karlrembu á meðan sveitablúsinn er upprunninn í mótmælasöng. Aðrir áhrifavaldar eru lagahöfundar eins og Guy Clarke og álíka, en ekki þó Bob Dylan. Hvað með Dylan? Einmitt, hvað með Dylan? Dylan var hluti af menntamannaviðreisn í New York á sjöunda áratugnum, en ég, og tónlistarmenn eins og ég, leita aftur til rótanna og reyni að vera í betra sambandi við alþýðu. Þannig náum við að losna við tilgerðina. í San Francisco í Kalifomíu kom upp á sínmum tíma „hardc- ore“ sveifla (bandarísk gerð pönktónlistar, ats. A.M.), sem byggðist á menntuðu millistéttar- fólki en í Bretlandi var pönk- byltingin uppreisn að neðan, uppreisn atvinnuleysingja og ut- angarðsfólks. Þú tókst þátt í hardcore-hreyfingunni. Var það ekki sambærilegt við það sem Dylan og hans menntamannaklíka var að gera á Austurströndinni, var ekki í því sama tilgerðin? Ég var á staðnum en ég lék ekki hardcore tónlist, en hvað varðar menntamannaklíkuna þá er sterk hefð fyrir því í San Francisco að vera á skjön við bandarískt sam- félag. Sem dæmi má nefna að á fjórða áratugnum var þar sterk só- síalistahreyfing, á sjötta áratugnum voru þar „beatniks", á sjöunda ára- tugnum var skynvilluhreyfing („sýkadelía") og á áttunda áratugn- um átti réttindabarátta homma þar upptök sín. Að mínu mati er hardc- ore tónlistin bara hluti af þeirri frávikshefð sem er í San Francisco. Þar er menntafólk að leita sér eins- konar hælis og reyna að beijast gegn steinrunnu þjóðfélagi í Banda- ríkjunum. Vera mín þar var næstum of ánægjuleg, í fyrsta sinn á æfinni var ég innan um fólk sem hafði sama gildismat og ég og svipaðar skoðan- ir. Það átti sinn þátt í þvi að ég fór þaðan. Hversvegna ættu allir þeir sem eru sammála að vera allir á sama stað? I textum var fjallað um ástandið í Mið-Ameríku, um kyn- þáttamisrétti í Bandaríkjunum, um kaldastríðsuppbyggingu í Banda- ríkjunum. Tónlistarmennirnir voru þó allir að syngja til sjálfra sín, af hveiju fóru þeir ekki víðar? Fyrst þeir vissu það sem þeir vissU, af hveiju leituðust þeir bara við að stað- festa það sín á milli? Fannst þér þá sem of mikið væri um naflaskoðun? Nei, en ég myndi segja það um New York menntaklíkuna, sem var marfalt tilgerðarlegri og meira í ætt við gerfígreind, en í San Fransico spratt tónlistin af raunverulegum menningarkimum og sú pólitík sem fram kom í textum var ákveðnari og krafðist meiri aðgerða. Svo við snúum aftur að sveitabl- úsnum. í einum texta þinna segir þú þar sem þú syngur um krá í Dallas: Flestir eru svartir en söngvar þeirra eru allir bláir, hvað er svört tónlist stór hluti af því sem þú ert að gera og hve stór hluti af hvitri rótartónlistaiv hefð? Hvað mig varðar, þá er svört tón- list mikill hluti, en það segir ekki alla söguna, því bandarísk menning byggist mikið á aðskilnaðarstefnu, apartheid. Það er til svört menning og það er til hvít menning og það er sjaldnast sem þessar menningar- hefðir skarast. Ég get því ekki talið mig til hinna upplýstu fijálslyndu sem fara yfir menningarlandamæri svartra og hvítra. Ég missti af allri soul og fönk hreyfíngunni á sjötta og sjöunda áratugnum, ég vissi ekki af henni. Ég er aftur á móti vel inni í blús og sveiflutónlist þriðja, fjórða og fimmta áratugarins. Að mínu mati lagði sú tónlist grunninn að réttindabaráttu svertingja á sjöunda áratugnum. Hvernig er staða svartrar menningar í Bandaríkjunum í dag? Gbtt dæmi um það hvað hefur breyst er svarti menningarkiminn í New York sem kallast Hip Hop. í honum verður til svokölluð rap- tónlist. Síðan er stórt fyrirtæki sem heitir DefJam sem hefur á sínum snærum tuttugu til þijátíu hæfileik- aríka svarta tónlistarmenn og eina hvíta hljómsveit, The Beastie Boys. Það eru The Beastie Boys sem stela frá öllum hinum og hirða gróðann. Það hefur þá ekkert breyst? Nei, það er sama staða og þegar Elvis var að stela úr svartri tónlistar- hefð og Rolling Stones einnig. Og Bob Dylan, sem tók upp svartan blús í upphafi ferils sín. Ég veit ekki, ég þekki ekki svo vel til Dylan-goðafræðinnar. Ég veit þó að hann hafði mikið af Woódy Guthrie og Guthrie ferðaðist mikið með Leadbelly sem er minn maður. Aftur á móti má líta á það að Wo- ody Guthrie var fyrst og fremst baráttumaður fyrir stofnun verka- lýðsfélaga sem lék einnig sveitatón- list og samdi baráttulög. Hvað með tónlistarlega stöðu þína? Ég reyni að vera tónlistaruppruna mínum trú, þannig að sama hvað ég sjálf eigi eftir að breytast og sama hvað ég eigi eftir að fara langt að heiman, þá muni ég alltaf geta farið með mína tónlist aftur til Te- axs og fólk þar muni skilja hana og kunna að meta hana. Því legg ég megináherslu á það að segja sögur og láta fólki eftir að draga ályktan- ir sjálft. Þannig að þó að skoðanir mínar þróist kannski í þá átt að verða mjög róttækar og frábrugðnar þeirri íhaldssemi sem ríkjandi er í dreifbýli í Texas, þá mun fólk hlusta á mig á meðan ég set þær fram í sögum sem það getur túlkað sjálft. Ég veit í raun ekki svo mikið um heiminn og pólitík, en ég sé hluti umhverfis mig og ég á mína lífsreynslu, sem ég segi frá í lögum mínum. Það er best að gera með því að segja sögur en ekki vera að predika og einfalda hluti í þriggja mínútna lag. Ég geri mér far um að komast hjá því, því með þeim tækifærum sem ég hef fengið til að segja sögur mínar, í sjónvarpi, út- varpi og á plötum, þá hefur aukist þrýstingur á mig í þá átt að taka mér meiri ábyrgð en ég kæri mig um. Hafa þær viðtökur sem þú hef- ur fengjð breytt þér mikið? Öll reynsla breytir manni. Hefur þú orðið fyrir þrýstingi frá útgefanda þínum eða öðrum í þá átt að þú breytir tónlist þinni? Ef þrýstingurinn hefur verið ein- hver þá hefur hann komið frá mér sjálfri, eftir því sem ég hef betur gert mér grein fyrir því hvert mig langar að stefna. Það sem gerðist var að ég fékk tækifæri og ég nýtti mér það. Ég hefði getað sagt nei, mig langar að halda áfram að gera það sem ég var að gera en ég sá að þetta tækifæri var gefið af ein- lægni og var einstakt í sjálfu sér. Þannig að ég tók því og ákvað síðan hvað ég ætlaði mér að gera við það. Það hefði verið hræsni hefði ég hafn- að tækifærinu. Það sem ég þarf að gera er að meta á hvem hátt ég get nýtt mér þetta tækifæri til að ná markmiðum mínum. Ég tala kannski um markmið mín líkt og þau séu eitthvað þokukennt og óvíst, en svo er ekki. Mín markmið eru ákveðin, ég er á móti öllu sem leggur lið kynþáttafordómum, kynjamisrétti, þeirri kenningu að ein stétt sé betri en aðrar og eyðileggingu umhverfis okkar. Víst eru þetta pópúlískar áhyggjur, en þetta er samt ástæðan fyrir þeirri tónlist sem ég er að leika. Finnst þér þú fá betri viðtökur við þvi sem þú ert að segja í Evr- ópu en í Bandaríkjunum? Ég held það sé ekkert sagt af viti opinberlega í Bandaríkjunum. Það er því frekar að hafir þú eitt- hvað fram að færa þá sé líklegra að einhver hlusti á þig og gagnrýni á marktækan hátt í Évrópu. I Banda- ríkjunum er peningar, veraldlegur frami, frægð og glys það eina sem skiptir máli. Um þetta snýst skemmtana- heimurinn í Evrópu líka. Já, en í Evrópu er þó að finna heilbrigða blöndu þessa og þess að hafa eitthvað fram að færa. Þú get- ur náð vinsældum en samt verið að segja hluti af viti enda útilokar það ekki hvort annað. Hin heilalausa poppmenning er mér ógeðfelld. Ertu að segja að Bandaríkja- menn vilji ekki sjá sjálfa sig eins og þeir eru í raun? Mig langar að telja mig til ein- hverskonar neðanjarðarhreyfingar, telja að ég tilheyri mjög stórum minnihluta, sem er þó kannski póp- úlískt. Ég er nær viss um að fjöldi fólks er sömu skoðunar og ég, en það hefur bara ekki komið fram í ijölmiðlum. Ég tel mig ekki geta talað fyrir hönd Bandaríkjanna og þegar farið er að draga alhæfingar af því sem fram kemur í fjölmiðlum þá myndi ég líklegast vera ósam- mála þér því ég er bandarísk og mér er ekki þannig innabijósts. Flestir þeir Bandaríkjamenn sem fólk utan Bandaríkjann hittir eru miðstéttar ferðamenn og þeir gefa ekki rétta mynd af bandarísku þjóð- félagi. Ég ferðaðist á puttanum um Evrópu og var hústökumaður í Amsterdam og lærði þá að skilja að það er kannski meira líkt með Bandaríkjamönnum og Evrópubúum en ólíkt. Hver verður framtíð Michelle Shocked? Ég hef fengið samningstilboð frá nokkrum stórfyrirtækjum um plö^". útgáfu og líklega á ég eftir að gera slíkan samning við eitthvað stórfyr- irtækjanna í Bandaríkjunum, en þó langar mig að vera samningsbundin smáfyrirtækjum hvar sem það er mögulegt. Það sem mér finnst þó mest um vert er það að ég kem til með að fá tækifæri til að ferðast sem mest og ná til sem flestra, hvort sem það er á pólitískum grundvelli eða bara á vettvangi sögunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.