Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 23 Forsíða gamals Iista sem seldur hefur veríð íslenskum karlmönn- um Tólf konur frá Filippseyjum hafa komið hingað á þessu ári, allflestar til að giftast íslenskum mönnum. í sumum tilvikum giftast mennimir í heimalandi brúðarinnar og þá eft- ir þeirra trúreglum. Konumar frá Filippseyjum em yfírleitt kaþólskr- ar trúar en flestar konumar frá Thailandi em búddatrúar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Dóms- málaráðuneytinu þá hafa hjónabönd sem stofnað er til á erlendri gmndu lagalegt gildi á íslandi séu ekki meinbugir á þeim samkvæmt íslenskum lögum. Sé svo, er hjóna- bandið þó ekki ógilt heldur verður að ógilda það skv. íslenskum lögum. Samkvæmt upplýsingum Áma Siguijónssonar komu all flestar konumar frá Thailandi og Filipps- eyjum hingað að áliðnu sumri. Flestar em þær ungar en mennim- ir sem þær hafa gifst eða búa með __& SPECXAL OFFER A short while ago, we printed a small qoantity of very nice booklets, especially intended for those who are interested in Polish and Philippino girls. There are two different booklets: one with only Polish girls and one with only girls from the Philippines. Both booklets are printed on glossy art peper and contain the name, complete address, comprehensive personal description and a nlœ, large photo of 1ÍX) pretty girls. Each of these girls is genuinely looking for friendship, love and/or marriage. We guarantee that you will get answers to your letters! The chance that you will succeed is now very great indaed. For as long as stock last, we are offering these splendid booklets for only USS21 each. Other currencies are accepted at the following rates (Banknotes only!): USS21 - UK£14 / J50 / DM45 / Bfr.950 / FrFr.150 / SwFr.38 / ÖSh.320 / lire 33.000 Pta 3100 / P.Esc.3300 / DKr.175 / NKr.160 / SwKr.150 / FMk.110 / GrDr.3400 / lrish£16 S.Riyal 75 / Can$30 / Yen 3600 / A$30 / K.Dinar 6 / UAE-Dirham 75 / 55 IRC's Stúlkur frá Póllandi og Filippseyjum eru hér auglýstar sem sérstakt tilboð maður átti við Ólaf Walter Stefánsson skrifstofustjóra í Dóms- málaráðuneytinu kom fram að á fundi sem norrænir dómsmálaráð- herrar sátu fyrir skömmu var um það rætt að menn teldu nauðsyn- legt að gefa því gaum hvort um sé að ræða sölu á kvenfólki t.d. frá Asíu samfara slíkri hjónabands- miðlun sem fyrr var vitnað til eða önnur lagaleg vafamál. Þess skal getið að norski dómsmálaráðherr- ann hefur miklar áhyggjur af þróun þessara mála í Noregi. Ferðir karlmanna frá Norður Evrópu til Thailands og Filippseyja hafa verið hafðar í flimtingum og kallaðar manna á meðal kynlífs- ferðir. Menn sem fara til þessara landa hafa sumir hverjir að sagt er farið þangað til að kaupa sér konur og giftast þeim. Konurnar hafa svo farið með hinum nýbökuðu eiginmönnum til þeirra heimalands. Það hefur hins vegar viljað brenna við í Noregi og Danmörku að því að sagt er að þegar nýjabrumið er farið af hjónabandinu, losi mennirn- ir sig við hina útlendu eiginkonu og þær lenda þá oftar en ekki í vændisstarfsemi í hinu nýja landi. Þetta telja menn hins vegar öruggt að hafí ekki gerst hér á landi. Einn maður í opinberri þjónustu sem blaðamaður ræddi við sagði um þetta m.a.: „Það er litið til þessara mála á annan hátt meðan íslenskir karlmenn fara þessa leið til að finna sér eiginkonu sem þeir ætla sér að búa með til frambúðar, þó vissulega fínnist sumum margt einkennilegt við þessa þróun mála.“ Annar sagði: „Það er kannski ljótt að segja það en oft virðist manni um að ræða menn sem líklega eiga ekki miklu gengi að fagna á hjónabandsmark- aðinum hérlendis." í samtali við blaðamann sagði Ámi Sigutjónsson yfirmaður út- lendingaeftirlitsins að 22 thailensk- ar konur hafi komið hingað til lands á þessu ári sumar hvetjar til að giftast en aðrar í atvinnuskyni. eru á öllum aldri, sumir miklu eldri en eiginkonur þeirra. í sambandi við þessi giftingarmál hafa vaknað ýmsar spumingar í hugum fólks. Hvað snertir ríkis- borgararétt hefur verið höfð sú viðmiðunarregla að fólk sem gift er íslenskum ríkisborgurum getur sótt um íslenskt ríkisfang eftir þriggja ára búsetu í landinu. Al- þingi afgreiðir slík mál. Önnur spurning snertir böm hjóna þar sem annað er erlendur ríkisborgari. Drífa Pálsdóttir sem fer með sifja- mál hjá Dómsmálaráðuneytinu sagði í samtali við blaðamann að farið væri nákvæmlega eins með mál barna sem eiga foreldra með sitt hvort ríkisfangið, og þeirra bama, sem eiga báða foreldra með íslenskt ríkisfang. Við skilnað hjóna er jafnan reynt að meta hvað börn- unum er fyrir bestu og geta þau fylgt hvom foreldranna sem er án tillits til þess þó börnin séu íslensk- ir ríkisborgarar og fædd hér á landi. Komi til skilnaðar hjóna, sem ekki em bæði íslenskir ríkisborgar, þá gildir helmingaskiptareglan eins og við aðra hjónaskilnaði, nema að gerður hafi verið sérstakur kaup- máli sem kveði á um annað. Það hjóna, sem er erlendur ríkisborgari, hefur vitaskuld fullan ráðstöfunar- rétt yfir þeim eignum sem faila til þess við skilnaðinn og getur flutt þær úr landi samkvæmt þeim regl- um, sem gilda þar um. Heilbrigðismál hafa verið ofar- lega á baugi í allri umræðu um útlendinga, sem flytjast til landsins. Skila þarf heilbrigðisvottorði í sam- bandi við ýmsa vinnu sem fólk ræður sig í hér á landi en almennt þarf fólk ekki að skila heilbrigðis- vottorði við komu til landsins. Heilbrigðisvottorð em heldur ekki lengur skilyrði fyrir giftingu. I samtali við Olaf Olafsson land- lækni kom fram að sú regla hefur hins vegar skapast að öll börn, sem koma frá Austurlöndum og em ættleidd hér á landi em látin gang- ast undir heilsufarsrannsókn, enda oft á tíðum mjög lítið vitað um fortíð þessara bama. Rætt við Geir Borg ræðismann Svo aftur sé snúið að sögusögn- um, sem gengið hafa um meint lauslæti f Thailandi t.d. og ferðum íslendinga þangað, þá kom fram í samtali, sem blaðamaður átti við Geir Borg ræðismann Thailands hér á landi að árið 1987 hefur hann gefíð 322 íslenskum ríkisborgumm vegabréfsáritun til Thailands. Af þeim vom 40 af hundraði konur. Geir kvað þetta fólk vera á öllum aldri, stundum hjón með böm. Hann kvað það vera samdóma álit þessa fólks að thailenska þjóðin sé bæði ótrúlega gestrisin og góð heim að sækja. „Mér er kunnugt um að það em til menn, sem hafa kvænst thai- lenskum stúlkum, en mér er ekki kunnugt um menn sem hafa kvænst í fyrstu ferð sinni til Thailands. Nú em tveir menn að gifta sig úti í Bangkok og það er fjórða ferð þeirra til Thailands. Þeir hafa venjulega verið 7 til 8 vikur í hverri ferð. í þetta sinn hafa þeir nánustu ijöldskyldumeðlimi sér til fulltingis viðhjónavígsluna. Ég þekki ungan mann sem kvæntist thailenskri stúlku eftir svipuð kynni. Þau eiga nú ungan son og búa í hamingjusömu hjóna- bandi. Ég neita því ekki að það er til vændi í Thailandi en í hvaða samfélagi þrífst ekki vændi þar sem búa 55 milljónir manna. Þær sögur sem ég hef undanfarið heyrt utan að mér um thailensku stúlkumar," sagði Geir ennfremur „að þær séu tilbúnar til að þjóna íslenskum karl- mönnum eins og ambáttir í hjóna- bandi eða sambúð em hrein fjarstæða sem kemur á engan hátt heim og saman við lýsingar sem ég hef frá íslenskum ferðamönnum sem hafa gist Thailand né heldur frásagnir fólks frá Thailandi sem ég hef kynnst." Rætt við Guðmund H. Guðjónsson í Vest- mannaeyjum og Dagnýju eiginkonu hans sem er thailensk að uppruna Guðmundur H. Guðjónsson org- anisti í Landakirkju í Vestmanna- eyjum er giftur thailenskri konu sem orðin er íslenskur ríkisborgari og heitir Dagný Pétursdóttir. Þau kynntust þegar Guðmundur var að koma frá Japan úr tónlistarferð og kom við í Thailandi. Hann fór aftur til Thailands árið eftir og þá fylgdi Dagný honum til íslands. I samtali við blaðamann sagði Dagný: „Mér fannst allt heldur ömurlegt fyrst eftir að ég kom hingað. Ég fór að vinna á sjúkrahúsinu hér nokkrum mánuðum seinna og þá fór ég að aðlagast. Ég kom árið 1975 en fór heim aftur árið 1977 og átti þá von á barni. Ég kom aftur eftir mánuð og þá giftum við Guðmundur okk- ur. Við eigum tvær dætur 8 og 5 ára og hjónaband okkar hefur geng- ið vel. Ég kann hér orðið ljómandi vel við mig og fínnst fólkið hér stór- kostlegt. Ég held sambandi við fólkið mitt í Thailandi og í fyrra fórum við þangað öll í heimsókn." „Dagný er búddatrúar, en hjá okkur hafa trúarbrögðin engu máli skipt," sagði Guðmundur maður hennar. „Þetta fólk heldur fast við sína trú en er ekki áleitið í þeim efnum við aðra. Dagný talar sæmi- lega íslensku, en við tölum enn saman á ensku, sennilega mest af vana. Við höfum ekki fundið fyrir neinum fordómum hvað snertir hjónaband okkar né heldur böm okkar. Dætur okkar eru biandaðar, dökkhærðar eins og mamman en ekki þó eins dökkar. Sumir segja að þær hafí það besta frá okkur báðum. Hvað bamauppeldi snertir þá sinni ég því rétt eins og hún, enda vinnum við þannig, hún á morgnana en ég eftir hádegi." Guð- mundur sagði að thailenskar konur væm að sínu mati ósköp svipaðar íslenskum konum. Þetta fólk er mjög stolt í eðli sínu og lætur ekki troða á sér en það tekur hins vegar tillit til óska annarra og er því tillit- samt við sinn förunaut." Rætt við nýlega gift hjón, Jón Olafsson og Neliu konu hans sem er frá Filippseyjum Nelia Tumarao heitir 33 ára göm- ul kona frá eyjunni Sebu á Filipps- eyjum. Hún er gift íslenskum manni, Jóni Ólafssyni múrara, og búa þau í raðhúsi upp í Breiðholti. Blaðamaður spjallaði við þau kvöld- stund í vikunni sem leið á heimili þeirra. Að sögn Jóns kynntust þau þannig að hann sá mynd af henni heima hjá vini sínum sem giftur er konu frá Filippseyjum, en Nelía og hún em gamlar vinkonur. „Mér leist svo vel á myndina af henni að ég spurðist fyrir um hana og skrifaði henni svo. Ég er ekki sterkur í ensku, en fékk kunningja minn til þess að hjálpa mér að snara bréfinu yfír á ensku. Svörin frá henni reyndi ég svo að þýða með aðstoð orðabók- ar. Ég fékk einnig ýmsar upplýsing- ar um þessa pennavinkonu mína hjá vinkonu hennar og fannst ég því kynnast henni smám saman allvel. Þegar við höfðum skrifast á í tæpt ár þá stakk ég uppá því við hana að hún kæmi hingað í heim- sókn sem hún gerði. Hún dvaldi hér í nær þijá mánuði en þegar leið á dvöl hennar hér þá fannst okkur rétt að drífa í að gifta okkur, ann- ars hefði hún þurft að fara út aftur og sækja um atvinnuleyfi til þess að geta komið aftur.“ Nelía er kaþ- ólsk og afar trúrækin að sögn manns hennar, sem sjálfur segist ekki trúa á neitt. Það vom því nokk- ur vonbrigði fyrir Nelíu að þau gátu ekki gifst í kaþólskri kirkju vegna þess að Jón var fráskilinn maður. Þau giftu sig í Breiðholts- kirkju að viðstöddu ijölmenni og héldu myndarlega brúðkaupsveislu á heimili sínu á eftir. Fjölskyldualb- úmin á heimilinu geyma margar myndir sem sýna vel gleði þessara nýbökuðu hjóna og hamingju á þessum tímamótum í lífí þeirra. Nú er Nelía í háskólanum að læra íslensku. Á heimilinu er töluð blanda af íslensku og ensku. Nelía talar allgóða ensku en hún vann við einhverskonar ráðgjöf á vegum hins opinbera áður en hún fluttist til íslands. Hún kvaðst eiga fjóra bræður og eina systur, sem búsett séu á Filippseyjum. Aðra systur á hún, sem gift er í Noregi. Hún sagði að sér líkaði hér vel og kynni vel við fólkið. Jón á fímm böm af fyrra hjónabandi og búa tvö þeirra hjá pabba sínum og stjúpu, sextán ára dóttir og tvítugur sonur. Hin bömin sem em eldri koma oft í heimsókn að sögn Nelíu. Jón sagði að hann gæti ekki fundið neina fordóma hjá íjölskyldu og vinum gagnvart hjónabandi hans. „Hvað snertir sögusagnir um lauslæti á Filippseyjum þá tíðkast það ekki hjá því fólki sem ég þekki þaðan,“ sagði Jón. „Þar em a.m.k. §órar konur á hvem karlmann og flest er þetta fólk kaþólskrar trúar. Sannleikurinn er því sá að margar konur á Filippseyjum hafa varla verið við karlmann kenndar þó komnar séu um fertugt. Þjóðlífíð er um margt ólíkt því sem gerist hér. Þar heldur stórfjölskyldan mjög mikið saman, andstætt því sem gerist hér og samheldni þessa fólks er mikil. Fólk frá Filippseyjum sem búsett er hér hittist oft. Ég veit ekki til að það fólk sem ég þekki hafí kynnst í gegnum þessa lista sem hér em seldir, hitt veit ég að fólki frá Filippseyjum er meinilla við þessa lista. Ef menn ætla sér að fá auðmjúka og undirgefna konu þá myndi ég ráðleggja þeim að snúa sér eitthvað annað en til Filippseyja. Konur það- an em þvert á móti fremur ráðríkar og gefa a.m.k. þeim islensku ekk- ert eftir hvað það snertir.“ sagði Jón að lokum. í þeim umræðum sem blaðamað- ur hefur átt við fjölmargt fólk um hjónabönd íslenskra karla og út- lendra kvenna þá hefur oft komið fram sú skoðun manna að fólk ætti að fara sér hægt í fordómunum gagnvart slíkum hjónaböndum. Menn hafa haft á orði að hyggilegt sé að minnast allra þeirra íslensku kvenna sem giftust héðan til Bret- lands og Bandaríkjanna um og eftir seinni heimstyijöld og fjölda þýskra kvenna sem giftust hingað til lands skömmu eftir stríð. Það er líka ómaksins vert að rifja upp að það eru varla liðin hundrað ár síðan menn riðu hér um héruð til þess að biðja sér kvenna sem þeir höfðu aldrei séð og á þeim tíma var litið mjög til efnahags bæði karla og kvenna þegar hjónabönd voru ákveðin. Það eru alltaf þeir ann- markar á hjónaböndum fólks af óliku þjóðemi að annað þeirra verð- ur að hverfa frá sínu heimalandi og er það varla nokkrum manni sársaukalaust. Þessir annmarkar þurfa ekki að vera stærri í sniðum þó fjarlægðin sé meiri og varla skiptir kynferðið máli í því sam- bandi. Hitt skiptir kannski meira máli í hjónaböndum yfirleitt að þau gangi vel, heldur en hitt hvernig til þeirra er stofnað. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR ORLOfSLAND - ORLOFSHÚS ~1 & Félagasamtök í Reykjavík vilja selja 10 hektara sumarbústaða- í Kaupmannahöfn land í Biskupstungum ásamt sumarbústað. Eignin ertil sölu í einu lagi eða niðurskipt í fleiri sumarbústaðalóðir. Á svæðinu • FÆST liggur vegur og vatnslögn. Óskað er eftir tilboðum í eignina og seljandi áskilur sér rétt í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. KASTRUPFLUGVELLI Nánari upplýsingar á skrifstofu undirritaðs. OGÁRÁÐHÚSTORGI Tilboðum skal skilað í pósthólf 349,121 Reykjavík. a « fé/ag m bókagerðar- manna Hverfisgötu 21, lC —'^3?% sími 28755. rv\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.