Morgunblaðið - 18.10.1987, Side 1

Morgunblaðið - 18.10.1987, Side 1
96 SÍÐUR B/C 236. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgimblaðsins Skíptum hjarta í ungbami Loma Linda, Kalifornfu, Rcuter. HJARTA á stærð við steinvölu var grætt í lítinn dreng í Bandaríkjun- um í gær aðeins átta klukkustund- um eftir að hann hafði verið tekinn úr móðurkviði með keis- araskurði. Sagði talsmaður sjúkrahússins i Kaliforníu, þar sem aðgerðin var gerð, að hann væri yngsti hjartaþegi í heimi. „Hjartaígræðslan tókst vel. Sveinninn Páll hefur fengið nýtt og heilbrigt hjarta," sagði talsmaður læknamiðstöðvarinnar. Ljóst var að sveinninn myndi fæð- ast með alvarlegan hjartagalla. Ákveðið var að taka Pál með keis- araskurði þegar fundist hafði hjarta til að græða í hann. Að sögn lækna í Loma Linda-læknamiðstöðinni er hjartað, sem grætt var í sveininn, úr stúlkubami, sem fæddist heila- laust í Ontario í Kanada. Sovétríkin: Sjúklingar greiða fyrir umönnun Morgunblaðið/Björg Að í Paradís í Borgarfirði Linnulausir bardagar á Sri Lanka: Moskvu, Reuter, í MOSKVU hefur verið opnað fyrsta sjúkrahúsið sem tekur greiðslu af sjúklingum fyrir lækn- ishjálp segir i frétt Meditsinskaja Gaxeta. í blaðinu segir ennfremur að sjúkrahúsið sé mjög fullkomið og sjúklingum sé gert að borga sem svarar 640 krónum á dag. Læknisþjónusta hefur hingað til verið ókeypis fyrir alla íbúa Sovét- ríkjanna. Nokkuð er samt um það að sjúklingar múti stjómendum sjúkrahúsa til að fá betri þjónustu en ella. Yevgeny Chazov, heilbrigðis- málaráðherra Sovétríkjanna, sagði í viðtali fyrr á þessu ári að heilbrigðis- þjónustan í landinu væri úrelt og til skammar. Nýja sjúkrahúsið er fyrsta sjúkrahúsið í Sovétríkjunum sem ætlað er að standa undir sér sjálft. Hungurdauði vofir yf- ir íbúum Jaffna-borgar WT 11/ / 1 11« 1 1« X / X / 1 Vopnahlésákalli skæruliða vísað á bug Colombo, Reuter. INDVERJAR vísuðu í gær á bug ákalli skæruliða tamíla á Sri Lanka um að saniið yrði um vopnahlé og héldu friðargæslu- sveitir þeirra áfram sókn sinni gegn skæruliðum sem hreiðrað hafa um sig í borginni Jaffna nyrst á eyjunni. Þúsundir óbreyttra borgara hafa flúið Jaffna og er skortur á matvælum og lyfjum tekinn að þjaka ibú- ana. Tæplega 600 manns hafa fallið í bardögum skæruliða og indverskra friðargæslusveita undanfarna viku. 6.000 indverskir hermenn sækja að Jaffna og sagði indverskur emb- ættismaður að sókninni yrði hætt um leið og skæruliðar gæfust upp, afhentu vopn sín og lýstu yfir stuðn- 18 mánaða telpu bjargað úr brunni Midland, Texaa, Reuter. STÚLKUBARNINU, sem féU niður í ónotaðan brunn i Midland í Texas á miðvikudagsmorgun, var bjargað í gær og vottaði fyrir brosi á andliti hennar þegar henni var lyft upp úr holu, sem sérstaklega hafði verið boruð til að komast að henni. Jessica McLure er aðeins átján mánaða gömul og var hún að- framkomin þegar loksins tókst að bjarga henni úr prísundinni. Læknar sögðu að engin bein hefðu brotnað, en hún hefði lést mikið meðan hún dvaldist neðanjarðar. Björgunarmenn boruðu holu við hlið brunnsins og þurftu að bijót- ast gegnum klöpp til þess að komast að Jessicu, sem var á sjö metra dýpi. Heyrðist Jessica söngla og kalla á móður sína á meðan hún beið björgunar og vakti þrek hennar og þol undrun og aðdáun björgunarmanna. Þegar Jessica var hífð upp úr borholunni var hún böðuð skærum ljósum kvikmyndatökuvéla frétta- manna og skammt frá var þyrping blaðamanna úr öllum heimshom- Björgunarmaður heldur á barninu úr brunninum. Reuter um, sem fylgdust með björguninni lið fyrir lið. Þegar björgunin hafði tekist þeyttu bflstjórar flautur og viðstaddir fögnuðu ákaft. Rúm- lega hundrað menn tóku þátt í björguninni. ingi við friðaráætlun stjóma Sri Lanka og Indlands til að binda enda á bardaga á eyjunni. Embættismönnum í Colombo og íbúum sem flúið hafa Jaffna ber saman um að alvarlegur skortur á matvælum, lyfjum og vatni sé yfir- vofandi. „Haldi umsátrið áfram munu bæði fullorðnir og böm svelta í hel,“ sagði einn íbúa Jaffna, sem flúði borgina. Starfsmaður Rauða krossins á Sri Lanka hélt til Jaffna í gær til að leggja mat á ástandið. Indverskur embættismaður sagði í gær að 507 skæruliðar og 80 ind- verskir hermenn hefðu fallið í umsátrinu um Jaffna, sem staðið hefur í viku. Tamflar, sem eru minnihlutahópur á Sri Lanka, hafa undanfarin fjögur ár barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á norður- og austurhluta eyjarinnar. Indverskar hersveitir vom sendar til Sri Lanka í júlímánuði til að sinna friðargæslu eftir að „tígramir", öflugasta skæmliðahreyfing tamfla á eyjunni, höfðu fallist á friðaráætl- un stjómvalda og Indveija. Hún varð að engu er skæruliðar myrtu 200 sinhalesa, sem em í meirihluta á eyjunni, til að hefna 12 skæmliða sem frömdu sjálfsmorð er þeir kom- ust í hendur réttvísinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.