Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987
9
HUGVEKJA
Hjónaband
eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON
■i 18. sd. e. Trin.
Mt. 22; 34.-36.
Árlega giftast um 1200 hjón
hér á landi og árlega skilja um
500 hjón og um 600 böm bæt-
ast árlega í hóp þeirra bama sem
nefnast böm einstæðra foreldra.
Þessar staðreyndir vekja ugg.
Það virðist svo sem hjónabandið
sé að verða úrelt sambúðarform.
Ef það er rétt held ég að mein-
semdir séu svo miklu víðar en
við verðum vör við, óánægjan
sé svo miklu meiri, sorgin meiri,
einmanaleikinn meiri, heimilin
svo mörg splundmð og undir-
staða þessa samfélags, sem við
nefnum þjóðfélag og byggjum
upp með lögum og reglum, sé
að morkna.
Ég vona að þetta sé tíma-
bundið ástand, sem eigi rætur
að rekja til hins mikla valfrelsis
sem er í tízku og er alls staðar
ráðandi. Það hefur verið rætt
svo sterkt og lengi um nauðsyn
þess að við séum sjálfstæð og
'að við hefðum frelsi til að velja
okkur það sem hugurinn gimist.
Velja okkur nám með valgrein-
um, þar sem valið verður svo
oft að nema það sem er auðveld-
ast. Velja okkur starf aftur og
aftur, því ekkert virðist auðveld-
ara. Veiti yfirmenn aðhald eða
geri kröfur um bætta vinnu, þá
er svo oft auðvelt að segjast
fara. Hjónabandið er komið í
sama farveg. Þegar koma upp
erfíðleikar, sem verður í öllum
hjónaböndum, virðist svo auðvelt
að gefast upp. Þjóðskipulagið
hlúir að þessu með því að gera
einstæðum foreldrum auðveldari
lífsafkomu en hjónum. Valfrelsið
hefur náð til takmörkunar bam-
eigna þar sem meira að segja
fóstureyðing er orðin hluti af
þessu valfrelsi. Og nú er þetta
sama frelsi að ná til bameigna
og víðar og víðar í samskiptum
okkar.
Er þetta frelsið sem gerir
okkur fijáls, sjálfstæð og ham-
ingjusöm? Vafalaust emm við
ekki sammála um svar, þetta er
svo einstaklingsbundið og sitt
sýnist hveijum. Mitt svar er að
þetta frelsi sé að gera okkur að
ánauðugum þrælum eigingim-
innar. Við emm löngu hætt að
spyija, hvað sé þjóðinni okkar
fyrir beztu og við virðumst vera
hætt að spyija hvað komi öðmm
bezt. Er þessi setning gleymd:
„Allt sem þér viljið að aðrir
menn gjöri yður, það skulið þér
og þeim gjöra?“
Tvisvar er sagt frá því í Heil-
agri ritningu að menn komu til
Jesú til að, spyija hann um
hvemig þeir gætu höndlað ham-
ingjuna. Þeir spurðu með orðum
þess tíma um hvemig þeir gætu
eignast eilíft líf og um hið mikla
boðorð í lögmálinu. í bæði skipt-
in svarar Jesús: „Þú skalt elska
náunga þinn eins og sjálfan þig.“
Hvergi getum við lifað þetta
boðorð betur eða með sannari
hætti en í farsælu hjónabandi.
Það skeður ekki í einu vett-
vangi, heldur smátt og smátt á
langri ævi, með því að sigra erf-
iðleikana, breyta sjálfum sér,
læra að taka tillit til, hlusta og
umbera. Læra að biðja fyrir-
gefningar af heilum hug og ekki
síður, læra að fyrirgefa. Finna
hvemig gleðin verður sönnust
við að gleðja og skynja hvers
virði er að geta treyst á maka
sinn, treysta orðum hans,
treysta viðmóti hans.
Ástin leiðir okkur að þessum
dymm en spumingin er hvort
við bemm gæfu til að leiða ást-
ina inn fyrir dymar á veg
kærleikans, semm „breiðir yfír
allt, trúir öllu, vonar allt, umber
allt“ eða hvort ástin leiðir okkur
á veg sjálfshyggjunnar, sem
metur kynlíf mest, en þá er oft
skammt til ýmissa öfga, þar sem
afbiýðisemin getur svo hæglega
blossað upp og kynnt undir ófar-
ir eða ótrúnaður hreinlega orðið.
Jesús var spurður um hið
mikla boðorð í lögmálinu og
hann svaraði: „Þú skalt eiska
Drottin Guð þinn af öllu hjarta
þínu og af allri sálu þinni og af
öllum huga þínum. Þetta er hið
mikla og fyrsta boðorð. En hið
annað er líkt, þetta: Þú skalt
elska náunga þinn eins og sjálf-
an þig.“
Við elskum Drottin Guð með
því að elska náungann eins mik-
ið og sjálfa okkur. Þetta er
æðsta boðorðið sem gerir enda-
lausa kröfu til okkar, sem svo
erfítt er að uppfylla, nema á
heimili.
Þannig er hamingja okkar og
farsæld öll fólgin í heimilinu,
ekki húsinu eða húsgögnunum,
teppinu eða málningunni, öllu
þessu sem kostar svo mikið —
jafnvel svo a við týnum heimil-
inu.
Heimilið er makinn og bömin,
orð þeirra og viðmót, hlýja og
vænting, þetta sem kallar til
þín, andardrátturinn sem bærist,
höndin sem leitar — þetta að
þú ert ekki einn og lifír fyrir
annan. Þú þráir og hlakkar til.
Þú gleðst, þú væntir svo margs
og þú vonar. Þú drúpir höfði og
biður ef til vill fyrir öðmm. Þetta
er heimilið sem þú átt eða áttir,
heimilið sem skiptir sköpum um
heill eða óheill, heimilið sem öll
okkar þjóðfélagsskipun byggist
á.
Stöndum vörð um heimilið
okkar. Látum ekki frelsi dagsins
í dag verða aðhaldslaust. Gefum
bömunum okkar heimili þar sem
ást og kærleikur ríkir. Gefum
hjónabandinu nýjan styrk með
kristinni leiðsögn.
Gengi: 16. okt. 1987: Kjarabréf 2,341 - Tekjubréf 1,232 - Markbréf 1,190 - Fjölþjóðabréf 1,060
ÞAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS
PÚ GETUR TREYST ÞEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU:
ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR
Ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa-
markaðinum.Þeir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu.
Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Pú getur fjárfest í mörgum tegund-
um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn
leyfir.
Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að
spara og hagnast í fjármálum þínum Pað margborgar sig fyrir þig að
koma og ræða við okkur á verðbréfamarkaðinum í Hafnarstræti 7 eða
í Kringlunni.
Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin.
HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG?
Þú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til
glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar.
Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Þú
getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum.
Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt fá greiddar reglulega tekjur af
sparifé þínu.
Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega
til skamms tíma.
Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta-
bréfum.
Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta
stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Þjónustuþættir
eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta.
Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson
FJARFESriNGARFElAGIÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavík S (91) 28566
Kringlunni 123 Reykjavík S 689700
Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa ogTekjubréfa
ÖSASIA