Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 Afgiftingarmálum íslenskm karla og útlendm kvenna Rætt við hjónabandsmiðlara, embættismenn, konur frá Thailandi og Filippseyjum og menn þeirra Þessa dagana hefur töluvert verið rætt um giftingar íslenskra karlmanna og útlendra kvenna, sem margar hverjar eru frá Asíu. A.m.k. rúmlega tuttugu ungar konur hafa komið til íslands á þessu ári, sumar nýgiftar, aðrar gifst hér fljótlega eftir komuna og enn aðrar tekið upp sambúð með íslenskum karlmönnum. Því er ekki að neita að þetta hefur vakið umtal hérlendis, einkum furða menn sig á hvemig svo margt fólk hafí þannig getað kynnst svo vel þrátt jiyrir mikla fjarlægð að til hjónabands eða sambúðar hafí leitt eftir skamman tíma. Þykir mörgum ekki ólíklegt að hér hljóti einhver að hafa milligöngu um. Laugardaginn 10. október sl. birtust þijár auglýsingar í einkamáladálki DV sem vörðuðu slíka kynningar- starfsemi milli fólks. Fyrirtæki á Hawaii auglýsti eftir íslenskum konum til að skrifast á við ameríska karlmenn með vinskap eða giftingu í huga. í þeirri næstu sagði m.a.: 1000 stúlkur úti um allan heim vilja kynnast þér, ný skrá, aðstoð við bréfaþýðingar. I þeirri síðustu sagði m.a.: Ertu einmana? yfir 1100 stúlkur sem óska eftir að kynnast oggiftast, fl. 100 hafa fengið lausn. Rætt við hjóna- bandsmiðlara Frá því snemma í vor hefur mað- ur einn, erlendur að uppruna en íslenskur ríkisborgari í dag og heit- ir nú Ari og er Benjamínsson, haft með höndum milligöngu í hjóna- bandsmálum þannig að hann hefur gefið íslenskum mönnum upp nöfn og heimilisföng erlendra kvenna sem gjaman vilja giftast. Hann sagði blaðamanni í samtali fýrir skömmu að hann vissi fyrir víst um fimmtán hjónabönd sem komist hafi á fyrir milligöngu hans en sagði jafnframt að kannski væru þau fleiri. „Það eru margir sem ég heyri ekkert frá eftir að þeir hafa komist í samband við stúlku af listanum hjá mér.“ sagði hann. Ari kvaðst telja að höfuðástæða þess að íslenskir menn leituðu út fyrir landsteinana í leit að eiginkonu vera fyrst og fremst þá að karl- menn hér væru mun fleiri en konur á aldrinum 25 til 40 ára. Hann sagði að menn úr öllum stéttum leituðu til sín, hinir lítt menntuðu væru þó fleiri. Hinir efnaðari og betur menntuðu hefðu meiri mögu- leika á að ná í fslenska konu. „Flestir sem leita til mín vilja helst fá konu frá Póllandi," sagði Ari. „Fyrirtækið sem ég vinn hjá er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur aðsetur í Rotterdam. Listinn sem ég er með yfir konur frá ýmsum löndum kostar hér rúmlega 1800 krónur sem er heldur lægra verð en gerist úti. Ég sel að meðaltali 80 til 100 lista á mánuði. Eftir að menn hafa komist í bréfasamband við stúlkumar koma þær gjaman og dvelja hér án atvinnuleyfís í þijá mánuði. Vilji þær dvelja lengur án þess að giftast þá verða þær að sækja um atvinnuleyfí áður en þær koma hingað. Svipuð starfsemi og ég er með hefur verið í gangi hér í tæpt ár. íslendingur einn byijaði að bjóða mönnum að kaupa lista með mynd- um og nöfnum stúlkna frá Póllandi og Filippseyjum en hann dró svo úr starfsemi sinni. Á sama tíma fékk ég bréf frá fyrirtækinu í Hol- landi þar sem mér var boðið að gerast umboðsmaður þess hér á landi. Fyrirtækið hafði auglýst starfsemi sína í tímariti sem ég er með en ég ákvað að hætta svo per- sónulegum auglýsingum og það varð til þess að þeir buðu mér að vera umboðsmaður svo fyrirtækið gæti haldið áfram að kynna starf- semi sfna hér á landi. Stúlkumar sem vilja giftast burt úr sínu landi eru flestar frá Pól- landi, Filippseyjum og Thailandi. í Póllandi er erfitt að lifa í dag og þess vegna kjósa margar stúlkur að reyna að giftast til Vesturlanda. Á Filippseyjum er bæði fátækt og konur auk þess miklu fleiri en karl- ar, þess vegna leita konur þar að eiginmönnum í öðrum löndum. í Thailandi er ástandið svipað og á Filippseyjum. Stúlkumar koma flestar úr borgum og em yfírleitt á aldrinum frá 18 ára uppí 35 ára. Yfirleitt em stúlkumar frá Filipps- eyjum og Thailandi bamlausar en þær pólsku eiga sumar böm. Það em nokkrar konur frá Suður Ameríku á listanum en þær svara ekki bréfum héðan, þær vilja gift- ast til Bandaríkjanna. Ég hjálpa oft mönnunum sem hafa samband við mig til þess að skrifa bréf út til þeirrar stúlku sem þeir vilja hafa samband við og einn- ig að þýða fyrir þá svörin. Það er ekki mjög oft sem stúlkumar hafa þegar náð sér í mann. Listinn fer að vísu víða en karlmenn annars staðar hafa fleiri möguleika en þeir íslensku. Eftir að menn hafa þann- ig náð bréfasambandi við stúlkum- ar fara þeir venjulega út til þess að hitta hana í heimalandinu, sé um þær pólsku að ræða. Annað er hins vegar oft uppá teningnum þeg- ar um er að ræða stúlkur frá Filippseyjum eða Thailandi. Oft hitta mennimir þær í London. Þeir þurfa í flestum tilvikum að borga farið þeirra frá heimalandi þeirra til London. Allir sem ég veit um að hafa farið þannig út hafa enn samband við konumar og margir hafa gifst eða eru I sambúð. Kon- umar sem hafa flutst hingað frá Filippseyjum og ég þekki, eru flest- ar mjög ánægðar. Þær pólsku eru flestar ánægðar en einhveijar em þó ekki nógu sáttar við sitt hlut- skipti. Eg neita því ekki að mennimir sem hafa samband við mig eru misjafnir og hafa sumir ýmis per- sónuleg vandamál við að stríða. Ég leyni því ekki að þrátt fyrir að mér sé þetta ljóst þá sé ég mér ekki fært að neita nokkmm manni um þjónustu. Þessar stúlkur sem óska eftir að giftast eftir þessum leiðum em fullorðnar manneskjur og verða sjálfar að velja og hafna. Sama ■gildir um mennina, þeir hafa sömu möguleika á að hafna konu ef þeim líst ekki á hana við nánari kynni. Sumir gera það. Ég vil taka fram að það em ekki bara karlmenn sem hringja til mín. Það hringdi t.d. kona um daginn og var að leita að stúlku til að passa böm. Ég sendi henni listann og heimilisfang vinkonu minnar á Filippseyjum sem er blaðakona og ég bað að sjá um þetta mál fyrir fslensku konuna. Það hafa þijár eða fjórar konur hringt og viljað að ég kæmi þeim í samband við karlmenn en ég vildi það ekki af því þær vom undir áhrifum áfengis." Blaðamaður spurði Ara hvort hann neitaði einn- ig körlum sem væm undir áhrifum áfengis um aðstoð. Hann kvað svo ekki vera. Að lokum sagði Ari: „Ég fór ekki út í þetta til þess að græða á því, ég hef ekki mikið uppúr þessu. Ég fór út í þetta til þess að hjálpa fólki." Sögusagnir og hin lagalega hlið Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu er hjóna- bandsmiðlun ekki ólögleg sem slík. Hjónabandsmiðlun hefur enda við- gengist í ýmsum þjóðfélögum og hefur reyndar verið til hér á landi í öðm formi áður. Hins vegar er því ekki að leyna að ýmsir hafa áhyggjur af þessari nýju hjóna- bandsmiðlun. I samtali sem blaða- Jón Ólafsson og kona hans Helia ásamt dætrum vinafólks þeirra. Mæður telpnanna eru báðar frá Filippseyjum. Jón er í skyrtu sem notuð er við hátíðlegar athafnir á Filippseyjum. Helia er í brúðkaup- skjól frá Filippsevjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.