Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Breytast unglingar í óargadýr? Fulltrúar nemenda í grunn- skólum Reykjavíkur efndu til málfundar á fimmtudaginn um unglinga og miðbæinn á föstudagskvöldum. Tilefnið ætti að vera ljóst öllum, sem fylgjast með fréttum. Eftir föstudags- og laugardagskvöld er jafnan skýrt frá þvi, að svo og svo margar rúður í gluggum versl- ana í miðbænum hafí verið brotnar. Umgengni hafí verið hörmuleg á Lækjartorgi og í Austurstræti. Raunar þurfa menn ekki annað en að ganga um helstu götur í miðborg Reykjavíkur snemma á laugar- dagsmorgnum til að sjá, að um nóttina hafí eitthvað furðulegt verið að gerast. Stundum mætti helst ætla að óargadýr hefðu leikið lausum hala á götunum. Fer ekki fram hjá neinum að sóðaskapur og skemmdarfýsn hefur ráðið ferðinni hjá ein- hverjum. Ástæðan er sú, að í lok vikunnar hópast ungmenni saman í miðborginni. Frá þessum atburðum er skýrt í fjölmiðlum. Á fundinum á fímmtudaginn mótmæltu tals- menn unglinganna þeirri ein- földu mynd, sem dregin er upp í fréttunum. Meðal ræðumanna var Sólveig Amardóttir úr Aust- urbæjarskóla. Birtist ræða hennar í heild hér í blaðinu á föstudag. Þar víkur hún að frá- sögnum fjölmiðla af miðbæjar- skemmtun skólafólksins og segir meðal annars: „Af þeirri frásögn mætti helst halda að um hveija helgi breyttust allir unglingar í einhver óargadýr, sem ekkert vissu skemmtilegra en eyðileggja og skemma. En þetta eru fordómar. Við erum skömmuð fyrir ef við heyrum óperu og grettum okkur eða ef við segjum að allir Færeyingar séu fávitar. Og það er alveg rétt að ávíta okkur og segja: Góðu, verið ekki svona fordóma- full, kynnið ykkur málin áður en þið dæmið. En það er spum- ing hvort fullorðið fólk kynni sér nokkuð málin þegar ungl- ingar eiga í hlut.“ Þetta er þörf ádrepa eins og allt, sem gert er til að andmæla þeirri tilhneigingu fjölmiðla- manna og annarra að stunda alhæfíngar. Að sjálfsögðu er það ekki tilgangur þeirra ungl- inga, sem hittast í miðbænum að ráðast á eignir annarra eða stunda slagsmál. Unga fólkið vill fara út og hitta hvert annað og í raun ætti það að vera fagn- aðarefni fyrir íbúa Reykjavíkur og borgaryfírvöld, að því fínnst ánægjulegt að leita í miðbæinn. Miðbær fullur af glæsilegu og lífsglöðu ungu fólki, sem hefur gaman af að sýna sig og sjá aðra á síðkvöldum eftir að önn- um skólavikunnar er lokið, ætti ekki að vekja reiði eða gremju. Hún á rætur að rekja til hinna fáu, sem koma óorði á allan hópinn með skrílslátum og órejglu. I ræðu sinni bendir Sólveig Amardóttir á það, að sökin á þvfysem miður fer, er ekki bara unglinganna. „Þjóðfélagið er bara orðið svo spillt og gildis- matið svo rangt. Verðmætamat- ið er orðið að engu, og þótt maður bijóti eina rúðu, þá skipt- ir það ekki svo miklu máli.“ Ef Sólveig lýsir með þessum orðum almennri afstöðu unglinga til þjóðfélagsins, er þar um miklu alvarlegra mál að ræða en mið- borgarferðir á síðkvöldum um helgar. Og tökum eftir þessum orðum í ræðu, er einkennist af meiri einlægni og tilfinningahita en við eigum að venjast hjá þeim, sem oftast kveðja sér hljóðs opinberlega: „Einhvers staðar hljótum við að hafa fyrir- myndina og þar með er ábyrgðin komin yfír á alla. Hvað haldið þið að sjónvarpið og vídeóið eigi þar stóran hlut? Mér finnst hálf óhugnanlegt að horfa upp á systkini mín horfa á mann myrt- an með köldu blóði í sjónvarpinu og kippa sér ekki upp við það frekar en þau væru að horfa á Andrés önd og félaga. Þama sjáið þið. Við ölumst upp við þetta og mér fínnst að það sé tími til kominn fyrir fullorðna fólkið að hætta að einblína á flísina í augum unglinga, en sjá ekki bjálkann í sínum.“ Þessi viðvörun á fullan rétt á sér og er tímabær. Eftir að óhugnanlegt morðæði rann á mann í enska bænum Hunger- ford fyrir skömmu, hafa sjón- varpsyfírvöld þar og þeir, sem bera umhyggju fyrir andlegri velferð borgaranna, reynt að grípa í taumana og setja skorð- ur við því, sem haft er fyrir fólki á skjánum. Það er uppörv- andi og því til staðfestingar, að ungt fólk vill veita viðnám gegn ósóma og óargadýrinu í mann- skepnunni, að kynnast viðhorf- inu í ræðu Sólveigar Amardótt- ur. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 17. október Þekking Mikið hefur verið rætt um menntun og skóla- mál undanfarið bæði í fjölmiðlum og annars staðar. Hér í Reykjavíkurbréfi var ekki alls fyrir löngu einnig fjallað um þessi mál. Margir hafa áhyggjur af því, hve þekk- ingu virðist hraka og þá ekki sízt tungunni. Málsmenningararfur Islendinga er dýrmæt- asta eign okkar. Hann eigum við að varðveita og engin er sú skólastefna nothæf hér á landi sem leggur ekki höfuðáherzlu á hann, sögu okkar, tungu og bókmenntir. En við þurfum að vita ýmislegt annað. Æskan þarf að öðlast haldgóða þekkingu á því sem snertir heimahagana og þá einnig útlönd sem nú eru óðum að færast nær túnfæti íslenzks þjóðlífs. En við höfum ekki einir áhyggjur af þró- uninni í þessum efnum eins og hún hefur verið undanfarin ár. í bandaríska vikuritinu US News and World Report birtist nýlega grein þar sem um þetta er fjallað og áherzla lögð á áhyggjur skóla- og menntamanna þar í landi af þróun mála á þekkingarsvið- inu. Við grípum niður í grein þessa í framhaldi af því sem við höfum áður sagt og hugleitt hér í þessum bréfum. Þekkingarskortur US News and World Report segir m.a.: „Margir segja það skipti ekki miklu máli, hvort Bandaríkjamenn viti, hvenær borgara- styijöldin var háð, hvort þeir hafi nokkurn tíma lesið Shakespeare, hvort þeir þekki grundvallarreglur vísinda eða kunni eitthvað eða ekki neitt í landafræði. Það geri ekkert til, þótt án slíkrar þekkingar sé erfitt að skilgreina gremju blökkumanna sem enn beijast fyrir jafnrétti, ómögulegt að skilja hið auðuga og margræða mál bókmennt- anna og erfitt að gera sér grein fýrir vandamálum á borð við kjamorku og tengsl stjórnmála við landafræði. Á síðari árum hafa sérfræðingar í fræðslumálum fallið frá þeirri trú að það séu vissir hlutir sem menn ættu almennt að vita. En nú eru þeir að komast á aðra skoðun. Víða telja menn sig greina ískyggileg merki þess, að Bandaríkin sem stðfnuð vom af mönnum sem höfðu mikla þekkingu á sögu og heimspeki, séu um það bil að verða land ómenntaðra og ólæsra manna. Flóð af met- sölubókum og skýrslur sérfræðinga gefa til kynna, að þótt Bandaríkjamenn gangi meira í skóla en áður, fari þekkingu þeirra hrak- andi. Allan Bloom, heimspekingur við Chicago-háskóla, segir: „Góðir nemendur nú á dögum eru svo miklu slakari andlega, að í samanburði við þá virðast fyrirrennarar þeirra hafa verið frábær gáfnaljós." Hvort sem um er að ræða sögu, bók- menntir, vísindagreinar eða landafræði standast Bandaríkin ekki samanburð við þær þjóðir, sem þau keppa við á heimsmark- aði. Japan, til að mynda, leggur mun meiri áherzlu á kennslu í framhaldsskólum með því að hafa þá opna í 240 daga á ári í stað tæpra 180 eins og tíðkast í flestum ríkjum Bandaríkjanna. „I Vestur-Evrópu og Japan er gengið að því vísu, að allir, sem lokið hafa námi í framhaldsskóla kunni móður- mál sitt og hafi þekkingu á sögu og menningu lands síns,“ segir dr. Steven Beer- ing, rektor Purdue-háskóla. Tvær nýjar bækur, sem fjalla um það, hvað Bandríkjamenn vita — og vita ekki — hafa beint athygli þjóðarinnar að nokkru marki að þessu vandamáli. (Þær eru „The Closing of the American Mind“ eftir Állan Bloom og „Cultural Literacy: What Every American Needs to Know“ eftir E.D. Hirsch.) Báðar skutust upp á metsölubóka- listann og hafa stuðlað mjög að umræðum um ástand fræðslumála í Bandaríkjunum. Sumir sérfræðingar í fræðslumálum segja, að Bandaríkjamenn séu engu verr upplýstir en áður fyrr, en meiri hluti þeirra telur, að bæta þurfi kennsluefni á öllum stigum. Sérfræðingar halda því fram, að megin- vandanáálið sé hin opinbera námsskrá. Hún sé svo margorð og óljós og geri svo litlar kröfur, að ekki sé lengur um neina undir- stöðuþekkingu að ræða sem flestir Banda- ríkjamenn hafí. í stað þess stafi lýðræðinu ógn af andlegum Babels-tumi. „Til að halda uppi menningu þurfa menn að hafa eitthvað af sameiginlegum minningum, erfðavenjum og reynslu," segir Emest Boyer, rektor hjá Camegie-stofnun. „Ef við höfum ekkert slíkt við að styðjast, verða andleg og félags- leg samskipti fólks næsta torveld.“ Hann segir, að þær hættur, sem geti steðjað að þjóðinni, séu „sundrun, upplausn og stjóm- leysi“.“ Menningarlegl tómarúm Og tímaritið heldur áfram: „I enn einni nýútkominni bók, Hvað vita 17 ára unglingar okkar?“ eftir Diane Rav- itch og Chester E. Finn, Jr., er sýnt fram á, hve illa skólunum gengur að miðla þjóðar- arfinum. Greinargerð þeirra, sem byggð er á könnun á kunnáttu 7.800 framhaldsskóla- nema um land allt í sögu og bókmenntum, leiðir í ljós, að: • Aðeins 1 af hveijum 5 vissi, hvaða ný- lendu John Winthrop og púrítanar stofnuðu í Nýja heiminum. • Innan við helmingur gat gert grein fyr- ir aðalefni leikrits Shakespeares, „Júlíus Cesar“. • Ekki 1 af hveijum 3 vissi, á hvaða aldar- helmingi borgarastríðið var háð. • Aðeins 31 af hundraði vissi, hvað Magna Carta var. Nemendum gekk einnig illa að svara spumingum um atburði sem gerzt hafa miklu nær þeim í tímanum. Aðeins 43 af hundraði gátu greint frá því, í hvaða deilum Joseph McCarthy átti og frægt var á sínum tíma og flestum var ókunnugt um bók sem einu sinni var kölluð bíblía unglinganna, „Catcher in the Rye“ („Bjargvætturin í gras- inu“ í íslenzkri þýðingu sem út kom fyrir nokkmm ámm). Meðaleinkunnin í þessu prófi var mjög lág (F). Unglingar sem áttu vel menntaða for- eldra stóðu sig að jafnaði bezt. Og reyndar virtist frammistaða unglinganna vera meira í tengslum við menntun foreldranna en kyn- þátt, kyn eða þá tegund skóla, sem þeir sóttu. Hvítir stóðu sig betur en þeldökkir og suður-amerískir, en Asíumönnum gekk betur en öllum hinum. Nemendur í kirkju- reknum skólum fengu hærri einkunnir en þeir, sem vom í ríkisskólum. En hvað sem öðm líður, þá vom einkunnirnar lágar. Rav- itch, sem er aðstoðarprófessor í sögu og uppeldisfræði við kennaradeild Columbia- háskóla, fannst útkoman „skelfileg". Ástandið er ekki miklu betra hjá hinum beztu og gáfuðustu í landinu. John Barth, rithöfundur, sem kennir við John Hopkins- háskóla í Baltimore, segir, að „eins og ekki er hægt að ganga að því vísu, að nemandi á síðasta ári í framhaldsskóla eða á fyrsta ári í menntaskóla viti, að Víetnam-stríðið var háð eftir síðari heimsstyijöld, eins er ekki hægt að ganga að því vísu, að nokkur bók sé öllum kunn, jafnvel þótt um sé að ræða hóp stúdenta í frjálsum menntum við góðan háskóla.““ Rætur vandamálsins Og enn: „Hvað hefur gerzt? Svörin em næstum jafnmörg og sérfræðingarnir sem em að kanna málið. Allan Bloom segir, að 7. ára- tugurinn hafí markað þáttaskil. Þá segir hann að bandarískir stúdentar hafí snúið baki við fortíðinni og fagnað heilshugar hinni „menningarlegu afstæðishyggju" — þeirri skoðun, að hugmynd eða bók sé jafn- gild hver annarri. Útkoman sé sú, að poppmenning sé talin jafngild klassískri menningu. Allan Bloom segir, að margir háskólar hafi fallizt á þetta gmnnfæmislega sjónarmið og tekið upp tízkubundið og létt- vægt námsefni í stað hinna sígildu, fijálsu mennta. Margir aðrir líta á sjöunda áratuginn sem síðasta naglann í líkkistu hinna hefðbundnu húmanísku greina, sem þegar hafí verið á hröðu undanhaldi. Emest Boyer segir, að frá miðri 19. öld, þegar Harvard-háskóli tók upp valgreinakerfí, hafí þróunin verið frá kennslugreinum, sem kröfðust náms í sögu, vísindum, bókmenntum og heimspeki í átt til námsskrár sem líktist matseðli á kaffi- húsi. Það sem flýtti fyrst og fremst fyrir þessari þróun var hin stóraukna þekking, sem olli því að sérfræðingar í fræðslumálum urðu ekki eins vissir og áður um það, hvaða efni væm nauðsynleg og mikilvæg. Þessi skyndilegi þekkingarauki leiddi einnig til meiri sérhæfíngar meðal háskóla- kennara og átaka, þar sem færri vom til vamar hinum fijálsu menntum. Þessar breytingar og jafnframt vaxandi fjölbreytni í menningarlífí þjóðarinnar gerðu það æ erfíðara, að menn gætu komið sér saman um kjarna náms. Boyer segir, að það hafí orðið óþægilegt fyrir skóla að segja: „Hér er það, sem allir ættu að vita.“ Sígildar bókmenntir urðu að víkja fyrir samtímasögum, sem taldar vom fremur við hæfí og skipta meira máli, og svo vom þær auðveldari í meðfömm, þegar átti að mata nemenduma í hinum ýmsu námsstofnunum. Út fór Charlotte Bronté, og inn kom Judy Blume. Samfélagsfræði, dauf blanda af sögu, landafræði, hagfræði og lögfræði, kom í stað beinnar sögu. Margir skólar skám nið- ur söguna til að rýma fyrir sálfræði og félagsfræði og krefjast nú aðeins eins árs náms í sögu Bandríkjanna og engrar mann- kynssögu. Útkoman er sú, að nemendur brautskrást með lítinn skilning á fortíðinni, og þeir hafa hverfandi áhuga á því að lesa bækur sem fjalla um tímann áður en þeir fæddust. Námsbækur urðu brátt í samræmi við hina nýju kennslufræði. Við samningu text- ans skipti mestu máli, að setningamar væm einfaldar. „Ef námsbækur væm gagnrýndar í blöðum eins og aðrar bækur, myndu þær allar verða rakkaðar niður,“ segir Diane Ravitch. Nýjar skýrslur sýna að sígildar bamasög- ur em aðeins um tíundi hluti þess lesefnis sem víðast er notað í grunnskólum. I álits- gerð sem þeim fylgir segir, að það sé fjarri því að lestrarbækur nú hafi að geyma beztu sýnishorn af ritsnilld, heldur sé í þeim að fínna óbundið mál, sem fullnægi uppskrift- um að auðlesnum texta. Og svo er það sjónvarpið. Margir kennar- ar segja að kassinn leiði athygli fólks frá lestri — og geri það æ erfíðara að fá ungl- inga til að fylgjast með, þegar þeir em vanir stöðugum athöfnum á skjánum. Þó er ekki víst að áhrif sjónvarps séu eingöngu neikvæð. Könnun sem próf. Michael Morgan við Massachusetts-háskóla gerði leiddi í ljós, að þeim mun meira sem börn horfðu á sjón- varp, þeim mun verr gengi þeim að jafnaði í prófum í máli. En krakkar sem hafa lága greindarvísitölu geta haft mikil not af sjón- varpi til aukins þroska. Sjónvarp hefur áhrif til jöfnunar, segir Morgan, það dregur hina gáfuðustu niður á við, en lyftir hinum treg- gáfuðu. Reyndar kann sama jöfnun að eiga sér stað í skólunum og stuðla að því, sem menn hafa nú áhyggjur af. Um aldamótin luku aðeins 6 af hundraði 17 ára unglinga prófi í framhaldsskóla í Bandaríkjunum, en nú hefur sú tala hækkað í 70 — og um 54 af hundraði þeirra, sem nú ljúka slíku prófí, halda áfram námi a.m.k. í tvö ár í mennta- skóla. Hin menntaða stétt er ekki eins mikið úrval manna og áður var, og hún er ekki eins vel menntuð. „Það eru mjög margir núna, sem vita kannski ekki það, sem fáir vissu fyrir 50 eða 100 árum,“ segir Fred- erick Rudolph, próf. í sagnfræði. „Við erum að bera saman þekkingu lítils hóps sem gekk í einkaskóla, menntaskóla og háskóla, og gífurlegan fjölda fólks sem hefur hlotið öllu formlegri menntun, en efni og eðli menntunarinnar eru mismunandi." Gjald lýðræðisins? Og loks: „Franski sagnfræðingurinn og stjómmálamaðurinn Alexis de Tocqueville ferðaðist um Bandaríkin á fjórða tug fyrri aldar og sá þá fyrir hugsanlegt gjald lýðræð- isins — miðlungsþekkingu og meðal- mennsku. Hann skrifaði bók um lýðræðið í Ameríku. Hann var 150 árum á undan bandarískum stjórnvöldum, sem gáfu út álitsgerð, sem bar heitið „Þjóð í hættu“ („Nation at Risk“), þar sem varað var við, að „alda meðalmennsku" flæddi yfír landið. En margir sérfræðingar í fræðslumálum hafna þeirri skoðun, að jafnréttisstefna hljóti óhjákvæmilega að leiða til meðal- mennsku — eða vanþekkingar. Þeir halda . því fram, að jafnrétti og verðleikar geti — og verði — að fylgjast að. Þó að myndin virðist alldökk núna, þá sjást þó sólskinsblettir á himni menntunar- innar. Námskröfur hafa víða verið hertar. Sumir framhaldsskólar krefíast þess, að nemendur lesi sögu í tvö ár í stað eins. Margir menntaskólar eru að snúa aftur að einhveiju sem líkist undirstöðunámi og krefjast þess að nemendur ljúki að minnsta kosti einhveiju námi í hugvísindum og raunvísindum. Til dæmis hefur Massachus- etts Institute of Technology nýlega gert ráðstafanir til að tryggja að verkfræðistúd- entar stundi á skipulagsbundnari hátt en áður nám í hugvísindum og félagsfræði. Þá virðist einnig sem vaxandi áhugi sé meðal nemenda að vita meira um önnur lönd og læra erlend tungumál. í fyrsta sinn á 14 árum komst tala þeirra sem mnrituð- ust í nám í erlendum málum í menntaskól- um, yfir 1 milljón árið 1986.“ Já, svo mörg eru þau orð. Háskóli íslands Fátt er mikilvægara en þekking. Og mikil- vægasta stofnun landsins er Háskóli Islands. Það vita þeir bezt sem komið hafa til eyríkja eins og Bahama-eyja þar sem er engin æðri menntun né háskóli og aðrir hljóta ekki framhaldsmenntun en þeir sem eiga nógu ríka foreldra til að senda þá í erlenda háskóla. Slíkt þjóðfélag er ekki burðugt. Tungumálið á Bahama-eyjum er einnig held- ur ókræsilegt hrognamál úr ensku. Við eigum að skoða okkur um í slíkum löndum. Við eigum að draga ályktanir af ástandinu meðal þjóða sem hafa verið upprættar eða sagt hafa skilið við rætur sínar. Þær blómstra ekki. Þær verða þjónustufólk fyrir útlendinga. Þær geta orðið fómarlömb hræ- fugla. Saga okkar er saga þjóðar í leit að þekk- ingu. íslendingar vita að þeir gátu gert tilkall til handrita sinna, 200 mflna fískveiði- lögsögu og virðingar á alþjóðavettvangi vegna þeirrar menningarlegu arfleifðar sem þeim hefur fallið í skaut. Ekkert er mikil- vægara en að varðveita þessa arfleifð. Hún er helgur dómur, dýrasta djásn íslenzkrar nútímasögu. Sú áherzla sem forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur lagt á þennan menningararf og sterka stöðu okkar fámennu þjóðar á alþjóðavettvangi vegna hans og þeirrar heitstrengingar okkar að varðveita þessa menningu, efla hana og láta hana lýsa inní framtíðina er sem betur fer ekki rödd hrópandans í eyðimörkinni, heldur er hlustað vandlega hvað sem öðru líður og við strengjum þess heit með forset- anum að bera þessa menningu, sögu okkar og tungu fram til sigurs. En það gerum við ekki án öflugs háskóla. Hann er sú lífæð þekkingarleitar og nýs landnáms, sem úrslit- um getur ráðið. Á þessu ári er hálf öld frá upphafi rann- sóknastofnana atvinnuveganna. Bygging Atvinnudeildar Háskólans markaði þessi tímamót. Hún er fyrsta stofnunin sem byggð er fyrir happdrættisfé. Síðan hafa happ- drættin verið lífæð Háskólans og uppbygg- ing skólans og stofnana hans nánast verið undir þessu ftjálsa framlagi fólksins í landinu komin. Happdrættin hafa þannig ávallt verið undirstaða æðri menntunar í landinu og verða vonandi áfram. Það hlýtur að hafa verið léttir á ijárlögum, hve lítið fjármagn hefur þurft að sækja þangað til að starfrækja HI og stofnanir hans. Betur verður fjármunum okkar þó ekki varið og er þess að vænta að ráðamenn hafí ekki síður skilning á því nú en áður. Miðað við margt annað stingur sú upphæð sem HÍ er ætluð á fjárlögum varla í augun, enda er hún aðeins 1,52% af heildarútgjöldum ríkis- sjóðs, samkv. upplýsingum Viðskiptablaðs Morgunblaðsins, einkum launagreiðslur, en fjármunir í tæki og húsnæði eru eingöngu sóttir til happdrættanna en ekki í vasa skatt- borgaranna. Það er merkileg starfsemi sem fer fram á vegum Háskóla íslands undir forystu nú- verandi rektors, Sigmundar Guðbjamason- ar. Jafnframt þvi sem húmanísk fög hafa verið efld hefur Háskólinn lagt sérstaka áherzlu á raunvísindi. Hann er ekki einung- is merk fræða- og fræðslustofnun heldur einnig mikilvæg vísindastofnun og hefur lagt atvinnuvegum landsmanna mikilsvert lið. Við kynntumst því ekki sízt á fundi um samskipti Háskóla íslands við íslenzkt at- vinnulíf sem haldinn var 30. september sl. Kynningin var haldin af því tilefni að nú verður gert átak í að kynna íslenzkum fyrir- tækjum og stofnunum þá þjónustu sem WÆ: Í Wm Æ' Prýði höfuðborgarinnar. Morgunblaðið/ÓI.K.M Háskólinn veitir. Þessi þjónusta er mikils- verð aðstoð við atvinnuvegi landsmanna. Nefnum nokkur dæmi um framlag Há- skóla íslands: Raunvísindastofnun Háskól- ans tók til starfa 1966, hún leysti af hólmi Eðlisfræðistofnun Háskólans sem þá hafði starfað í nær áratug. Auk eðlisfræði teljast efnafræði og jarðeðlisfræði svo og stærð- og reiknifræði til fræðasviða stofnunarinn- ar. Við stofnunina starfa jafnt háskólakenn- arar sem sérfræðingar og hafa rannsóknir sem aðalstarf. í heild er starfsliðið um 70 manns. Meginhlutverk Rannsóknarstofnun- arinnar er að annast undirstöðurannsóknir og veita fjölþætta ráðgjöf og þjónustu enda eru starfsmenn hennar í mörgum tilfellum hinir einu í landinu sem búa að sérþekkingu og tækni á viðkomandi sviði. Tökum dæmi: sérhæfðar efnagreiningar, smíði á mæli- tækjum og kennslutækjum, eðlisfræðileg vandamál við málmbræðslu, upplýsingar varðandi tímatal, tölvuútdráttur í happ- drættum og rannsóknir varðandi beizlun jarðhita. Rannsóknir á Raunvísindastofnun hafa til að mynda sýnt hvernig auka má verðmæti kísiljáms hjá íslenzka jámblendi- félaginu með stjóm á kælingu við storknun. Fleira mætti nefna, t.d. rannsóknir á jarð- varma sem bæði hafa nýtzt hér heima og erlendis. Hver hefði trúað því fyrir nokkmm árum að þijú rafeindafyrirtæki ættu eftir að eiga rætur að rekja til tækjasmíða í Raunvísindastofnun Háskóla íslands? Þá hefur mikilsvert starf verið unnið á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands. Hún er á vegum félagsvísindadeildar og var stofnuð 1985 og vinnur að rannsókn- um á ýmsum sviðum félagsvísinda. Lesendur Morgunblaðsins hafa getað fylgzt nokkuð með þessum rannsóknum, m.a. í fréttum, og þá ekki sízt fréttum um skoðanakannan- ir. Verkfræðistofnun Háskóla íslands tók til starfa 1977 í kjölfar þess að hafin var kennsla til lokaprófs í verkfræði við Háskól- ann. Hlutverk Verkfræðistofnunarinnar er að stunda rannsóknir á sviði tækni og verkvísinda. Þannig hefur hún annazt rann- sóknir á áhrifum umhverfisþátta eins og vinds og jarðskjálfta á mannvirki en bæði þessi öfl eru örlagavaldar fyrir íslenzka mannvirkjagerð. Af nýjum sviðum má nefna rannsóknir í kerfisverkfræði og upplýsinga- og merkjafræði. Áhættugreining brúar- mannvirkja á Suðurlandi hefur m.a. orðið til þess að brýr hafa verið styrktar og þeg- ar nýja flugstöðin var reist gerði stofnunin grundvallarkönnun á vindtæknilegum atrið- um sem máli skipta við hönnun slíkrar byggingar. Þá hefur farið fram könnun á gæðastýringu í frystihúsum á vegum þess- arar merku stofnunar og margt fleira mætti nefna sem hefur komið sér vel fyrir atvinnu- lífið. Líffræðistofnun Háskólans var komið á fót 1974. Hlutverk hennar er einkum að annast grundvallarrannsóknir í almennri líffræði og miðlun upplýsinga á því sviði. Stofnunin tekur auk þess að sér verkefni eftir samkomulagi við aðra aðila. Rannsókn- ir í vistfræði hafa að verulegu leyti komið til vegna nýstárlegra stórframkvæmda sem leiddu til fyrirsjáanlegra en lítt þekktra breytinga á umhverfinu. Þá hefur þessi stofnun kannað lyktarskyn laxfiska, rann- sakað gróðurvistfræði Þjórsárvera með sérstöku tilliti til áhrifa fyrirhugaðra virkj- unarframkvæmda á efra vatnasvæði Þjórs- ár, og loks hafa verið gerðar rannsóknir á hitaþoli ensíma eða lífhvata á íslenzku. Til- gangur þessa verkefnis er að kanna virkni, hitaþol og fleiri eiginleika nokkurra valinna ensíma sem fínnast í íslenzkum hverabakt- eríum af ættkvíslinni thermus. Kannað hefur verið hvaða ræktunaraðstæður þarf til að ná hámarksensímframleiðslu hjá ákveðnum thermus-stofni. Lífhvatar eru þegar notaðir við ýmsa iðnaðarframleiðslu. Búizt er við mikilli aukningu á notkun margvíslegra ensíma á næstu árum. Hita- þolin ensím úr hitakærum örverum eru talin mikilvæg í því sambandi. Þá hefur stofnun- in staðið fýrir rannsóknum á fuglalífí við Keflavíkurflugvöll fyrir flugmálayfirvöld, rannsóknum á bakteríum í neyzluvatni og matvælum fyrir heilbrigðisyfírvöld og sveit- arfélög, stundað rannsóknir á lífríki Leir- vogs í Mosfellssveit fyrir Mosfellshrepp og svo mætti lengi telja. En í þessari upptaln- ingu er stuðzt við upplýsingarit Háskóla íslands sem send hafa verið fjölmiðlum. Þar er margt annað að fínna svo sem upplýsing- ar um Lagastofnun Háskóla íslands og gerðardóm hennar, mikilvægt upplýsinga- og fræðslustarf Málvísindastofnunar Há- skóla íslands, en á vegum Háskólans er unnið gott starf í málvísindum og sérstök málnefnd annast lífsnauðsynlegt aðhald, sem ætti ekki sízt að koma fjölmiðlum að gagni. Ekki veitir nú af! Margt fleira mætti að sjálfsögðu nefna, ekki sízt mikilvæga starfsemi læknadeildar Háskóla íslands en hún er grundvöllur allr- ar heilbrigðisþjónustu í landinu eins og kunnugt er og í tengslum við fjölda rann- sóknarstöðva sem fylgjast með heilsu og hollustuháttum. Hér verður látið staðar numið en þetta ætti að nægja til að opna augu þeirra sem enn hafa ekki gert sér grein fyrir því mikil- væga starfí sem Háskóli íslands innir af höndum, ekki einungis til eflingar hvers kyns þekkingar og menntunar, heldur einn- ig í þágu atvinnulífsins í landinu. Starfsemi Háskólans snertir hvem einasta mann I landinu með einhveijum hætti. Á þessu ári er hálf öld frá upp- hafi rannsókna- stofnana atvinnuveganna. Bygg’ing' Atvinnu- deildar Háskólans markaði þessi tímamót. Hún er fyrsta stofnunin sem byggð er fyr- ir happdrættisfé. Síðan hafa happ- drættin verið lífæð Háskólans oguppbygging skólans og stofn- ana hans nánast verið undir þessu frjálsa framlagi fólksins í landinu komin. Happ- drættin hafa þannig ávallt ver- ið undirstaða æðri menntunar í landinu og verða vonandi áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.