Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 „EG SEGI ekki að gasklefarnir hafi ekki verið til. Ég sá þá ekki sjálfur. Ég hef ekki rannsakað málið sérstaklega, en ég held að þetta sé lítið atriði ísögu stríðsins. “ | Svohljóðandi ummæli Jean-Marie Le Pen, leiðtoga Þjóðfylk- ingarinnar í Frakkl- andi, um útrýmingu gyðinga í heims- styijöldinni 1939-1945 hafa sætt harðri gagnrýni franskra stjómmálaleiðtoga. Sósíalistar sök- uðu hann um að „sverta álit Frakklands" og fv. forsætisráð- herra þeirra, Laurent Fabius, kvað hann hafa afhjúpað sig sem fasista. Hægri menn voru einnig ómyrkir í máli. Pierre Messmer, fv. forsætis- ráðherra og þingleiðtogi gaullista, taldi ummælin „hneykslanleg og óþolandi" og annar fyrrverandi for- sætisráðherra, Jacques Chaban- Delmas, sagði: „Le Pen má þakka fyrir að hafa ekki verið gyðingur á hemámsárunum." Le Pen brást reiður við og hélt því fram að hann hefði orðið fyrir barðinu á herferð „þrýstihóps stuðningsmanna innflytjenda", en fullvissaði franska gyðinga um að hann hefði aldrei efazt um glæpi nazista og sagði: „Frakkland elskar alla syni sína án tillits til kynþátta eða trúarbragða." Ummæli Le Pens höfðu meiri áhrif en ella vegna þess að réttar- höldin gegn Klaus Barbie, yfir- manni Gestapo í Lyon í stríðinu, em nýafstaðin, afmæli frönsku byltingarinnar er í nánd, gyðingar eru fjölmennir í Frakklandi og virð- ing fyrir mannréttindum hefur aukizt. Á móti öllu Með hinum fleygu orðum sínum hefur Le Pen stefnt pólitískri framtíð sinni í voða og sósíalistar og íhaldsmenn vona að þau megi nota til að hrinda framrás hægri- öfgamanna. Þjóðfylking Le Pens hefur alltaf verið fordæmd og hann hefur verið kallaður fasisti, kyn- þáttahatari, hatursmaður gyðinga, lygari og rógberi. Sjálfur hefur hann sagzt vera fórnarlamb „póli- tískrar aðskilnaðarstefnu", apart- heid. Le Pen hefur margsinnis valdið hörðum deilum, sem hefðu orðið flestum öðrum stjómmálamönnum að falli, en alltaf náð sér aftur á strik, hvað sem nú verður. Hann hefur allt á hornum sér, segir að Fimmta lýðveldið sé máttlaust og stjómkerfið „alræðisstjóm skrif- stofuembættismanna", vinstrisinn- aðir menntamenn, sem hann kallar „yfirgangsseggi", séu alls ráðandi í stjómarskrifstofum og mennta- kerfíð gegnsósa af marxisma. Hann kveðst aðeins vilja að „Frakkland verði aftur Frakkland og endurheimti nokkuð af fyrra stolt og sæmd". Til að ná því marki verði að hætta að leyfa útlendingum að fiytjast til Frakklands, aðallega aröbum og Afríkumönnum, og leyfa aðkomufólki, sem þegar hefur setzt þar að, að snúa aftur til síns heima. Hann telur nánast öll vandamál Frakka stafa frá straumi innflytj- enda til landsins og segir að glæpir á götum borga muni hverfa úr sög- unni þegar þeir séu horfnir á braut. Le Pen hefur átt nokkurri vel- gengni að fagna og ein skýringin er sú að öfgakennd afstaða hans í viðkvæmum málum dylst á bak við góðlátlegt yfírbragð hans og glettni. Hann talar eins og sá sem valdið hefur og kemur mörgum þannig fyrir sjónir að hann sé ein- lægur þjóðemissinni. Hann á auðvelt með að ná til „fólksins" og það hópast að honum hvert sem hann fer, nú síðast á ferðum hans um landið í sumar. Ræður Le Pens eru langar og samhengislausar. Hann brosir hlý- lega, baðar út öllum öngum og kemur með hnyttilegar og neyðar- legar athugasemdir. Þær vekja fögnuð stuðningsmanna hans, sem hrópa, söngla nafn hans og klappa í takt. A sumum áróðursspjöldum hafa verið myndir af honum með rauðan klút bundinn fyrir munninn og slagorðinu: „Le Pen segir satt, en það er þaggað niður í honum.“ Eitt vinsælasta vígorð hans er: „Ég segi upphátt það sem allir hugsa, en láta kyrrt liggja." „Mótmælaatkvæði“ Þjóðfylkingin hefur nærzt á inni- byrgðri gremju og ótta margra illa staddra Frakka í garð innflytjenda. Flokkurinn hefur náð öflugri fót- festu á Miðjarðarhafsströndinni á nokkrum árum og sósíalistaborgin Marseille er orðin eitt helzta vígi Le Pens. Um leið hefur Þjóðfylking- in kappkostað að fá á sig „virðuleg- an“ blæ, fengið nokkra valinkunna menn í forystusveit sína, haldið virðulegar veizlur og þar fram eftir götunum. Á fundum hreyfíngarinn- ar er leikin sígild tónlist, en ekki eftir Wagner heldur Beethoven. Þótt Le Pen sé hægriöfgamaður er ekki þar með sagt að allir stuðn- ingsmenn hans séu það. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur stuðn- ingsmönnum Þjóðfylkingarinnar innan 35 ára aldurs fjölgað (úr 31% í 43% síðan 1984). Hreyfíngin hefur verið að breytast úr hægriöfgasam- tökum í flokk fólks, sem vill mótmæla stefnu fv. stjórnar sósíal- ista og núv. stjórnar Jacques Chiracs forsætisráðherra. Þetta fólk laðast því ekki að hreyfíngunni fyrst og fremst vegna öfgastefnu Le Pens, heldur vegna þess að það vill láta í ljós óánægju með stefnu andstæðinga hans. Þetta er því sannkallað „mótmælafylgi“ og margir þessara kjósenda kalla sig „vinstrisinna“. Fylgisaukning Le Pens hefur að verulegu leyti verið á kostnað kommúnista og hann hefur einkum hlotið stuðning fólks, sem hefur misst atvinnuna og er í nöp við inn- flytjendur (kommúnistar hlutu 16,1% atkvæða 1981 oghægriöfga- menn 0,3%, en í marz 1986 fékk Þjóðfylkingin 9,7% og kommúnistar 9,8%). Þjóðfylkingin hefur verið á góðri Ieið með að verða flokkur öfgafullra verkamanna í stað kommúnista. Pyntingar Oft hefur komið í ljós að Le Pen þrífst bezt á harðvítugum deilum. „Hvemig á að meðhöndla Le Pen,“ spurði blaðið Le Monde í fyrra. „Ef ráðizt er á hann virðist hann vera píslarvottur. Ef hann er hundsaður heldur hann uppteknum hætti." Le Pen er 59 ára gamall físki- mannssonur frá Bretagne-skaga. Hann var ungur kosinn á þing fyr- ir poujadista, hægriöfgamenn sem voru á móti sköttum. Hann lét af þingmennsku 26 ára gamall þegar Alsírstríðið stóð sem hæst og var í hálft ár foringi í fallhlífarliði frönsku útlendingahersveitarinnar. Blaðið Libération hélt því fram fyrir tveimur árum að Le Pen hefði stjómað og tekið þátt í pyntingum fanga 1957 og líflátið einn araba. Hann og hermenn hans voru einnig sakaðir um að bera ábyrgð á dauða marokkósks kaupmanns, sem þeir misþyrmdu við húsrannsókn á heimili hans. Haft var eftir Hollend- ingi úr útlendingahersveitinni, sem sá Le Pen misþyrma fanga: „Hann lúbarði manninn og sparkaði í hann. Ég hafði sjaldan séð annað eins.“ Le Pen hefur neitað þessum ásökunum og mörgum öðmm. Flestar þeirra komu fram á síðustu . ;" , : > í ■■ . ................................................... wm Jean-Marie Le Pen: gyðingamorðin „smáatriði'* Pierrette í „Playboy“: „Hneyksli í París“ mánuðunum fyrir kosningarnar 1986. Þá lenti hann líka í útistöðum við skattyfírvöld og fékk ekki að koma fram í útvarpi vegna móðg- andi athugasemda um fjóra blaða- menn af gyðingaættum. Dularfullur arfur Mesta athygli vakti sú ásökun sósíalistablaðsins Le Matin að hann hefði ýtt undir drykkju áfengis- sjúklings, Huberts Lambert, en hann arfleiddi hann að öllum eign- um sínum, , sem átti öflugt sementsfyrirtæki. Hann lézt 1976, 42 ára gamall, mánuði eftir að móðir hans dó og níu mánuðum eftir að hann samdi síðustu erfða- skrá sína. Frændi Lamberts, Philippe, ve- fengdi lögmæti erfðaskrárinnar á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið með réttu ráði þegar hann samdi hana. Áður en málið kom til kasta dómstóla sömdu Le Pen og frændinn um að skipta á milli sín arfínum, um 200 millj. ísl. kr. Le Pen losnaði úr þrálátum fjárhags- erfíðleikum og fluttist með Pierette konu sinni og þremur dætrum í virðulega höll í St. Cloud skammt frá París. Vinur Le Pens og einkalæknir, Jean-Marie Demarquet, stundaði Lambert áður en hann lézt og Le Pen krafðist þess að hann lýsti því yfír að Lambert hefði verið andlega heilbrigður þegar hann samdi erfða- skrána. Demarquet neitaði því og vinátta þeirra fór út um þúfur. Til að bæta gráu ofan á svart sagði Demarquet í blaðaviðtali að dauði Lamberts hefði verið „einkennileg- an“ og kvað það „fullkominn glæp“ að gefa dauðvona ofdrykkjumanni áfengi, án þess að fara nánar út í þá sálma. Um leið sakaði hann Le Pen um „sjúklegt gyðingahatur", tók undir ásakanirnar um að hann hefði staðið fyrir pyntingum í Alsír og kallaði Þjóðfylkinguna „apaplán- etuna.“ Le Pen svaraði með því að bera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.