Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Húsvörður Húsvörður óskast í fjölbýlishús í Reykjavík. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 28. október 1987 merktar: „A - 3645“. Barngóð manneskja óskast nokkra eftirmiðdaga í viku til að gæta 3ja mánaða barns hjá útivinnandi fjölskyldu. Upplýsingar í síma 623002. Vantar þig starfsmann? 25 ára stúlku vantar vinnu. Hef áhuga á skrif- stofustörfum en allt kemur til greina. Æskilegur vinnutími hálfan daginn. Kvöld- og helgarvinna kemur til greina. Upplýsingar í síma 78226. Tannlæknir sem starfar sem sérfræðingur í tannréttingum óskar eftir aðstoð. Starfið krefst handlagni og getu til þess að starfa sjálfstætt. Ráðningar- tími frá 2. janúar 1988. Æskileg menntun röngtentæknir, sjúkraliði eða fyrri starfsreynsla á tannlæknastofu, þó ekki skilyrði. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Tannréttingar - 5397“. Víðivellir Stuðningsfóstra. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast í 37,5% starf. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, for- stöðukona, í síma 52004. Félagsmálastjórinn íHafnarfirði. Ritari Einn af viðskiptavinum Ráðgarðs óskar að ráða ritara til fjölbreyttra ritvinnslustarfa. Viðkomandi þarf að hafa góða vélritunar- og íslenskukunnáttu. Vinnustaður er í notalegu umhverfi í ná- grenni við Hlemm. Umsóknum um starfið skal skila til Ráðgarðs fyrir 24. október nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. Verkfræðingur/ tæknifræðingur Við leitum að byggingaverkfræðingi eða tæknifræðingi fyrir verkfræðistofu á góðum stað í Reykjavík. ★ Starfið felst aðallega í burðarþolshönnun. ★ Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi 1-3ja ára reynslu á því sviði. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar, ekki í síma. Umsóknir skulu berast Ráðgarði fyrir 24. október nk. RÁÐGARÐUR RÁÐNINGAMIÐLUN Stýrimaður óskast á Ólaf GK-33 sem er á línuveiðum frá Grindavík. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 92-68268. Fiskanes hf. Aðstoð - tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu strax. Vinnutími frá kl. 10.00-18.00. Umsóknir óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „K - 2475“. Verkamenn Óskum eftir að ráða verkamenn til almennra starfa í fóðurblöndunarstöð. Frítt fæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri í síma 686835 eða á staðnum. Fóðurblöndunarstöð Sambandsins, Sundahöfn. Ritari -góð laun Þjónustufyrirtæki í miðbænum vill ráða ritara til starfa strax. Þarf að hafa almenna starfs- reynslu og stúdents- eða verslunarpróf. Góð laun í boði. Öllum svarað. Umsóknir merktar: „Ritari - 6123“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Skipulagsfræðingur - arkitekt Óskum að ráða háskólamenntaðan starfs- mann til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar frá 1. desember nk. eða eftir samkomulagi. Æskileg menntun í skipulagsfræðum, arki- tektúr eða skildum greinum. Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri eða bæjarstjóri í síma 96-21000. Umsóknar- frestur er til 10. nóvember. Bæjarstjórinn á Akureyri. Fjármálastjóri Fyrirtækið er blikksmiðja í Kópavogi. Starfið felst í yfirumsjón með fjárreiðum og bókhaldi fyrirtækisins, umsjón með innflutn- ingi og samskiptum við erlenda aðila í því sambandi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu við- skiptafræðingar eða hafi haldgóða þekkingu á bókhaldi og reynslu af hliðstæðu starfi. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur ertil og með 22. október nk. Umóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skólavörðustig la - Í0I Reyktavik - Simi 621355 Bankastarf Banki í miðbænum vill ráða starfskraft til almennra ritarastarfa strax. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Bankastarf - 2476“ fyrir miðviku- dag. Hárgreiðslunemi Óskum eftir hárgreiðslunema, einnig aðstoð- armanneskju, til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 31160. Brósi - hárgreiðslustofa, Ármúla 38, 2. hæð. Húseigendur - Húsbyggjendur Getum bætt við okkur verkefnum fyrir vetur- inn. Nýbyggingar, húsaviðgerðir og viðhald húsa. Áralöng reynsla, vandaðir fagmenn. Sími 12773 um helgina og eftir kl. 19.00 á kvöldin. jNfij a SMw Barónsstíg 2 Starfsfólk vantar Við auglýsum eftir fólki í almenn verksmiðju- störf. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum milli kl. 9.00 og 16.00. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa, til innflutnings- og þjónustu- fyrirtækis, hálfan eða allan daginn. Umsækjandi þarf að hafa vélritunar- og enskukunnáttu, ásamt einhverri þekkingu á bókhaldi. Laun eru samkvæmt samkomulagi. Umsóknum sem greini frá nafni, heimilis- fangi, síma og fyrri störfum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 22. október nk. merktum: „D - 2474“. BEYKJHIIKURBORG |gl dcuttein, Stccuii MÍ' Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Hjúkrunarfræðinga við grunnskóla borgar- innar víðs vegar um borgina. Starfið felst m.a. í heilbrigðiseftirliti/fræðslu. Hjúkrunarfæðingar við barnadeild. Starfið felst í heimilisvitjunum, móttöku á deild og fræðslu af ýmsu tagi. Bæði störfin eru sjálfstæð og þau má móta og skipuleggja á ýmsa vegu. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Semja má um starf við skóla aðeins skólaárið. Aðstoðarmenn við skólatannlækningar og við heilsugæslu í skólum til afleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkr- unarforstjóri í síma 22400. Móttökuritara við Heilsugæslustöðina í Ár- bæ í 60% stöðu. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsóknarfrestur er til 26. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.