Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Húsvörður Húsvörður óskast í fjölbýlishús í Reykjavík. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 28. október 1987 merktar: „A - 3645“. Barngóð manneskja óskast nokkra eftirmiðdaga í viku til að gæta 3ja mánaða barns hjá útivinnandi fjölskyldu. Upplýsingar í síma 623002. Vantar þig starfsmann? 25 ára stúlku vantar vinnu. Hef áhuga á skrif- stofustörfum en allt kemur til greina. Æskilegur vinnutími hálfan daginn. Kvöld- og helgarvinna kemur til greina. Upplýsingar í síma 78226. Tannlæknir sem starfar sem sérfræðingur í tannréttingum óskar eftir aðstoð. Starfið krefst handlagni og getu til þess að starfa sjálfstætt. Ráðningar- tími frá 2. janúar 1988. Æskileg menntun röngtentæknir, sjúkraliði eða fyrri starfsreynsla á tannlæknastofu, þó ekki skilyrði. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Tannréttingar - 5397“. Víðivellir Stuðningsfóstra. Fóstra eða þroskaþjálfi óskast í 37,5% starf. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, for- stöðukona, í síma 52004. Félagsmálastjórinn íHafnarfirði. Ritari Einn af viðskiptavinum Ráðgarðs óskar að ráða ritara til fjölbreyttra ritvinnslustarfa. Viðkomandi þarf að hafa góða vélritunar- og íslenskukunnáttu. Vinnustaður er í notalegu umhverfi í ná- grenni við Hlemm. Umsóknum um starfið skal skila til Ráðgarðs fyrir 24. október nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. Verkfræðingur/ tæknifræðingur Við leitum að byggingaverkfræðingi eða tæknifræðingi fyrir verkfræðistofu á góðum stað í Reykjavík. ★ Starfið felst aðallega í burðarþolshönnun. ★ Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi 1-3ja ára reynslu á því sviði. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar, ekki í síma. Umsóknir skulu berast Ráðgarði fyrir 24. október nk. RÁÐGARÐUR RÁÐNINGAMIÐLUN Stýrimaður óskast á Ólaf GK-33 sem er á línuveiðum frá Grindavík. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 92-68268. Fiskanes hf. Aðstoð - tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu strax. Vinnutími frá kl. 10.00-18.00. Umsóknir óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „K - 2475“. Verkamenn Óskum eftir að ráða verkamenn til almennra starfa í fóðurblöndunarstöð. Frítt fæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri í síma 686835 eða á staðnum. Fóðurblöndunarstöð Sambandsins, Sundahöfn. Ritari -góð laun Þjónustufyrirtæki í miðbænum vill ráða ritara til starfa strax. Þarf að hafa almenna starfs- reynslu og stúdents- eða verslunarpróf. Góð laun í boði. Öllum svarað. Umsóknir merktar: „Ritari - 6123“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Skipulagsfræðingur - arkitekt Óskum að ráða háskólamenntaðan starfs- mann til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar frá 1. desember nk. eða eftir samkomulagi. Æskileg menntun í skipulagsfræðum, arki- tektúr eða skildum greinum. Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri eða bæjarstjóri í síma 96-21000. Umsóknar- frestur er til 10. nóvember. Bæjarstjórinn á Akureyri. Fjármálastjóri Fyrirtækið er blikksmiðja í Kópavogi. Starfið felst í yfirumsjón með fjárreiðum og bókhaldi fyrirtækisins, umsjón með innflutn- ingi og samskiptum við erlenda aðila í því sambandi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu við- skiptafræðingar eða hafi haldgóða þekkingu á bókhaldi og reynslu af hliðstæðu starfi. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur ertil og með 22. október nk. Umóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skólavörðustig la - Í0I Reyktavik - Simi 621355 Bankastarf Banki í miðbænum vill ráða starfskraft til almennra ritarastarfa strax. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Bankastarf - 2476“ fyrir miðviku- dag. Hárgreiðslunemi Óskum eftir hárgreiðslunema, einnig aðstoð- armanneskju, til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 31160. Brósi - hárgreiðslustofa, Ármúla 38, 2. hæð. Húseigendur - Húsbyggjendur Getum bætt við okkur verkefnum fyrir vetur- inn. Nýbyggingar, húsaviðgerðir og viðhald húsa. Áralöng reynsla, vandaðir fagmenn. Sími 12773 um helgina og eftir kl. 19.00 á kvöldin. jNfij a SMw Barónsstíg 2 Starfsfólk vantar Við auglýsum eftir fólki í almenn verksmiðju- störf. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum milli kl. 9.00 og 16.00. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa, til innflutnings- og þjónustu- fyrirtækis, hálfan eða allan daginn. Umsækjandi þarf að hafa vélritunar- og enskukunnáttu, ásamt einhverri þekkingu á bókhaldi. Laun eru samkvæmt samkomulagi. Umsóknum sem greini frá nafni, heimilis- fangi, síma og fyrri störfum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 22. október nk. merktum: „D - 2474“. BEYKJHIIKURBORG |gl dcuttein, Stccuii MÍ' Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Hjúkrunarfræðinga við grunnskóla borgar- innar víðs vegar um borgina. Starfið felst m.a. í heilbrigðiseftirliti/fræðslu. Hjúkrunarfæðingar við barnadeild. Starfið felst í heimilisvitjunum, móttöku á deild og fræðslu af ýmsu tagi. Bæði störfin eru sjálfstæð og þau má móta og skipuleggja á ýmsa vegu. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Semja má um starf við skóla aðeins skólaárið. Aðstoðarmenn við skólatannlækningar og við heilsugæslu í skólum til afleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkr- unarforstjóri í síma 22400. Móttökuritara við Heilsugæslustöðina í Ár- bæ í 60% stöðu. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsóknarfrestur er til 26. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.