Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Fyrsta íslenska glasabamið væntanlegt FRÁ þvi reglugerð um glasa- fijóvgun var sett í vor hafa nokkur íslensk hjón haldið utan í aðgerð, að sögn Björns Önund- arsonar, tryggingayfirlæknis. Ef allt fer að óskum fæðist fyrsta islenska glasabamið fyrri hluta næsta árs. Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir aðgerðina að hluta samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar og hef- ur einnig verið greitt fyrir þær aðgerðir sem gerðar voru áður en reglugerðin var sett. „Við erum í samningagerð við erlenda stofnun um þessar aðgerðir eins og kveðið er á um í reglugerð- inni,“ sagði Bjöm. „Gert er ráð fyrir þrjátíu aðgerðum á ári en það er að vísu hrein getgáta og ekki vitað hver þörfin er.“ Ráðist á konu í Eski- hlíðinni RÁÐIST var á konu úti á götu í Eskihlíð í fyrrinótt. Var hún flutt á slysadeild, þar sem gert var að meiðslum hennar. Atvikið átti sér stað um klukkan 2 um nóttina. Lögreglan leitaði ár- ásarmannsins án árangurs um nottina. ------- . -I-- Friðsamt í ‘ miðborginni TILTÖLULEGA friðsamt var S miðbænum á föstudagskvöldið og í fyrrinótt að sögn lögreglu- manna á miðborgarstöð. Þó var brotin rúða í húsi við Lækjartorg og í pylsuvagninum S Austur- stræti. Lögreglumenn segja að talsvert af unglingum hafi verið í mið- bænum og nokkur ölvun. En hegðun þeirra hefði þó verið betri en margar undanfamar helgar. Morgunblaðið/RAX Sildarbátur að veiðum i fjöruborðinu i Seyðisfirði. Bærinn í forgrunninum er Dvergasteinn. SÍLDIN STÆRRI OG BETRIEN í FYRRA SÍLDVEIÐAR hafa gengið vel það sem af er vertíðinni. Síldin er stór og feit, og mun betri en í fyrra. Nú eru um 15-20 bátar á síldveiðum, og er aðallega veitt inni á Seyðisfirði og Loðmundarfirði. Óskar Þórormsson, fískmatsmaður á Fáskrúðsfirði, sagði að 90-95% af aflanum sem þar hefði borist á land væri stór síld, og að síldin væri mun stærri og feitari en í fyrra. Hafa sumir á orði að sfldin nú sé sannkölluð „demantssíld". Gylfí Baldvinsson, skipstjóri á Heiðrúnu frá Árskógssandi, sagði að það væri talsvert meira af sfld nú en í fyrra, en það væri stundum erfitt að ná henni, því sfldin væri stygg, og veiddist einkum á daginn. * Sjómenn telja rælgustofn- inn við Eldev hruninn Grindavik. RÆKJUVEIÐAR á Eldeyjarsvæði hafa gengið fádæma illa í sum- ar og fullyrða sjómenn i Grindavik að stofninn sé hruninn vegna ofveiði. Unnur Skúladóttir fiskifræðingur vill þó ekki taka eins djúpt í árinni en segir að verulega sjái á honum. Verður svæðinu lokað í dag, sunnudag, að tillögu fiskifræðinga vegna of lítillar rækju og mikils magns ýsuseiða á svæðinu. I upphafi vertíðar var leyft að veiða um 1.800 tonn sem síðan var skert um þriðj- ung. Nú þegar svæðinu er lokað er afli um 600 tonn svo ljóst er að rækjusjómenn á Suðurnesjum verða fyrir miklu tekjutapi. Að sögn Unnar Skúladóttur fiski- fræðings er rækjuafli Qórðungi minni á togtíma en var á síðustu vertíð. „Ég er ekki mjög svartsýn því við vissum að veila var í tveggja ára árganginum svo það kom okkur ekki á óvart að veiðin yrði minni. Það stór sér á stofr.inum og höfum við iagt til við ráðuneytið að næsta ár verði aðeins leyfð veiði á eitt þúsund tonnum. Sú tillaga er reynd- ar aðeins til bráðabirgða því endanleg ákvörðun verður ekki tek- in fyrr en að undangenginni rannsókn á svæðinu næsta vor,“ sagði Unnur. Sjómenn eru að vonum óhressir með aflabrögðin því telg'utap þeirra er mikið og finnst þeim svæðinu sjálflokað. Að sögn Sigurðar Stein- þórssonar skipstjóra á Sigurþóri GK í Grindavík hefur enginn bátur náð sínum kvóta þrátt fyrir 35% skerðinguna í sumar. „Verst er þó að bátamir eru alls- lausir þegar þessar veiðar bregðast. Það var farið mjög illa með þessa báta þegar viðmiðunarreglumar vegna kvótanna voru settar og því höfum við lítinn ýsu- og þorskkvóta til að bæta okkur upp tekjumissinn út árið. Við munum að sjálfsögðu reyna að fá einhveijar leiðréttingar á næstu dögurn." _ Kr.Ben. Fyrsti árekst- urinn í Grímsey TVEIR bílar rákust saman i Grímsey síðastliðinn þriðjudag. Er þetta fyrsti áreksturinn í eyj- unni. Bjami Magnússon hreppstjóri í Grímsey segir að lítið tjón hafí orð- ið í þessu óhappi, ónýtur skermir (frambretti) á öðmm bflnum og skemmdir á stuðara hins. Hrepp- stjórinn var kallaður til en eigendur ökutækjanna sættust á uppgjör tjónsins sín á milli. Bjami sagði að með gífurlegri fjölgun bíla í Grímsey hefði hættan á umferðaróhappi aukist. Þar væru nú 13 bflar en hefðu lengst af ekki verið nema 2—3. Þessir 13 bflar hafa um 4 km langan veg til að aka eftir og sums staðar ekki breið- an, eins og til dæmis þar sem bflamir rákust saman. SAS: Flýgnr milli Islands og Noregs SAS mun að öllum líkindum hefja áætlunarflug milli Keflavíkur og Osló næsta sumar. Jóhannes Georgsson, framkvæmdastjóri SAS á íslandi, staðfesti þetta i samtali við Morgunblaðið, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Ef af verður verður flogið einu sinni í viku, á sunnudögum. SAS hefur þegar tekið ákvörðun um áætlunarflug milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar og verður flogið á hveijum laugardegi. Listasafn íslands: Stefnt er að opnun um miðjanjanúar STEFNT er að því að Listasafn íslands flytjist i nýtt eigið hús- næði og opni um miðjan janúar- mánuð næstkomandi. Samkvæmt fyrri áætlun átti að opna safnið um miðjan næsta mán- uð, en að sögn Guðmundar G. Þórarinssonar, formanns bygging- amefndar safnsins, hefur safn- byggingin farið fram úr kostnað- aráætlun og hefði þurft fjögurra milljóna króna aukafjárveitingu til þess að upphafleg áætlun um opnun stæðist. Sú aukafjárveiting fékkst ekki. „Ég hef verið formaður bygging- amefiidar safnsins í 13 ár og samtals hefur bygging safnsins staðið í 15 ár. Við höfum öll hlakk- að til þess að ljúka þessu nú og þaJ eru vonbrigði fyrir alla aðstandend- ur safnsins að það tekst ekki, en við lifum allir af þriggja mánaða frestun og verðum þeim mun glað- ari þegar safnið opnar um miðjan janúar," sagði Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.