Morgunblaðið - 18.10.1987, Page 64
SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Fyrsta
íslenska
glasabamið
væntanlegt
FRÁ þvi reglugerð um glasa-
fijóvgun var sett í vor hafa
nokkur íslensk hjón haldið utan
í aðgerð, að sögn Björns Önund-
arsonar, tryggingayfirlæknis. Ef
allt fer að óskum fæðist fyrsta
islenska glasabamið fyrri hluta
næsta árs.
Tryggingastofnun ríkisins greiðir
fyrir aðgerðina að hluta samkvæmt
ákvæðum reglugerðarinnar og hef-
ur einnig verið greitt fyrir þær
aðgerðir sem gerðar voru áður en
reglugerðin var sett.
„Við erum í samningagerð við
erlenda stofnun um þessar aðgerðir
eins og kveðið er á um í reglugerð-
inni,“ sagði Bjöm. „Gert er ráð fyrir
þrjátíu aðgerðum á ári en það er
að vísu hrein getgáta og ekki vitað
hver þörfin er.“
Ráðist á
konu í Eski-
hlíðinni
RÁÐIST var á konu úti á götu í
Eskihlíð í fyrrinótt. Var hún flutt
á slysadeild, þar sem gert var
að meiðslum hennar.
Atvikið átti sér stað um klukkan
2 um nóttina. Lögreglan leitaði ár-
ásarmannsins án árangurs um
nottina.
------- . -I--
Friðsamt í
‘ miðborginni
TILTÖLULEGA friðsamt var S
miðbænum á föstudagskvöldið
og í fyrrinótt að sögn lögreglu-
manna á miðborgarstöð. Þó var
brotin rúða í húsi við Lækjartorg
og í pylsuvagninum S Austur-
stræti.
Lögreglumenn segja að talsvert
af unglingum hafi verið í mið-
bænum og nokkur ölvun. En
hegðun þeirra hefði þó verið betri
en margar undanfamar helgar.
Morgunblaðið/RAX
Sildarbátur að veiðum i fjöruborðinu i Seyðisfirði. Bærinn í forgrunninum er Dvergasteinn.
SÍLDIN STÆRRI OG BETRIEN í FYRRA
SÍLDVEIÐAR hafa gengið vel það sem af er vertíðinni. Síldin er stór og feit, og mun betri en í fyrra. Nú eru
um 15-20 bátar á síldveiðum, og er aðallega veitt inni á Seyðisfirði og Loðmundarfirði. Óskar Þórormsson,
fískmatsmaður á Fáskrúðsfirði, sagði að 90-95% af aflanum sem þar hefði borist á land væri stór síld, og
að síldin væri mun stærri og feitari en í fyrra. Hafa sumir á orði að sfldin nú sé sannkölluð „demantssíld".
Gylfí Baldvinsson, skipstjóri á Heiðrúnu frá Árskógssandi, sagði að það væri talsvert meira af sfld nú en í
fyrra, en það væri stundum erfitt að ná henni, því sfldin væri stygg, og veiddist einkum á daginn.
*
Sjómenn telja rælgustofn-
inn við Eldev hruninn
Grindavik.
RÆKJUVEIÐAR á Eldeyjarsvæði hafa gengið fádæma illa í sum-
ar og fullyrða sjómenn i Grindavik að stofninn sé hruninn vegna
ofveiði. Unnur Skúladóttir fiskifræðingur vill þó ekki taka eins
djúpt í árinni en segir að verulega sjái á honum. Verður svæðinu
lokað í dag, sunnudag, að tillögu fiskifræðinga vegna of lítillar
rækju og mikils magns ýsuseiða á svæðinu. I upphafi vertíðar
var leyft að veiða um 1.800 tonn sem síðan var skert um þriðj-
ung. Nú þegar svæðinu er lokað er afli um 600 tonn svo ljóst er
að rækjusjómenn á Suðurnesjum verða fyrir miklu tekjutapi.
Að sögn Unnar Skúladóttur fiski-
fræðings er rækjuafli Qórðungi
minni á togtíma en var á síðustu
vertíð. „Ég er ekki mjög svartsýn
því við vissum að veila var í tveggja
ára árganginum svo það kom okkur
ekki á óvart að veiðin yrði minni.
Það stór sér á stofr.inum og höfum
við iagt til við ráðuneytið að næsta
ár verði aðeins leyfð veiði á eitt
þúsund tonnum. Sú tillaga er reynd-
ar aðeins til bráðabirgða því
endanleg ákvörðun verður ekki tek-
in fyrr en að undangenginni
rannsókn á svæðinu næsta vor,“
sagði Unnur.
Sjómenn eru að vonum óhressir
með aflabrögðin því telg'utap þeirra
er mikið og finnst þeim svæðinu
sjálflokað. Að sögn Sigurðar Stein-
þórssonar skipstjóra á Sigurþóri
GK í Grindavík hefur enginn bátur
náð sínum kvóta þrátt fyrir 35%
skerðinguna í sumar.
„Verst er þó að bátamir eru alls-
lausir þegar þessar veiðar bregðast.
Það var farið mjög illa með þessa
báta þegar viðmiðunarreglumar
vegna kvótanna voru settar og því
höfum við lítinn ýsu- og þorskkvóta
til að bæta okkur upp tekjumissinn
út árið. Við munum að sjálfsögðu
reyna að fá einhveijar leiðréttingar
á næstu dögurn." _ Kr.Ben.
Fyrsti
árekst-
urinn í
Grímsey
TVEIR bílar rákust saman i
Grímsey síðastliðinn þriðjudag.
Er þetta fyrsti áreksturinn í eyj-
unni.
Bjami Magnússon hreppstjóri í
Grímsey segir að lítið tjón hafí orð-
ið í þessu óhappi, ónýtur skermir
(frambretti) á öðmm bflnum og
skemmdir á stuðara hins. Hrepp-
stjórinn var kallaður til en eigendur
ökutækjanna sættust á uppgjör
tjónsins sín á milli.
Bjami sagði að með gífurlegri
fjölgun bíla í Grímsey hefði hættan
á umferðaróhappi aukist. Þar væru
nú 13 bflar en hefðu lengst af ekki
verið nema 2—3. Þessir 13 bflar
hafa um 4 km langan veg til að
aka eftir og sums staðar ekki breið-
an, eins og til dæmis þar sem
bflamir rákust saman.
SAS:
Flýgnr milli
Islands
og Noregs
SAS mun að öllum líkindum hefja
áætlunarflug milli Keflavíkur og
Osló næsta sumar. Jóhannes
Georgsson, framkvæmdastjóri
SAS á íslandi, staðfesti þetta i
samtali við Morgunblaðið, en
endanleg ákvörðun liggur ekki
fyrir.
Ef af verður verður flogið einu
sinni í viku, á sunnudögum. SAS
hefur þegar tekið ákvörðun um
áætlunarflug milli Keflavíkur og
Kaupmannahafnar og verður flogið
á hveijum laugardegi.
Listasafn íslands:
Stefnt er að
opnun um
miðjanjanúar
STEFNT er að því að Listasafn
íslands flytjist i nýtt eigið hús-
næði og opni um miðjan janúar-
mánuð næstkomandi.
Samkvæmt fyrri áætlun átti að
opna safnið um miðjan næsta mán-
uð, en að sögn Guðmundar G.
Þórarinssonar, formanns bygging-
amefndar safnsins, hefur safn-
byggingin farið fram úr kostnað-
aráætlun og hefði þurft fjögurra
milljóna króna aukafjárveitingu til
þess að upphafleg áætlun um opnun
stæðist. Sú aukafjárveiting fékkst
ekki.
„Ég hef verið formaður bygging-
amefiidar safnsins í 13 ár og
samtals hefur bygging safnsins
staðið í 15 ár. Við höfum öll hlakk-
að til þess að ljúka þessu nú og þaJ
eru vonbrigði fyrir alla aðstandend-
ur safnsins að það tekst ekki, en
við lifum allir af þriggja mánaða
frestun og verðum þeim mun glað-
ari þegar safnið opnar um miðjan
janúar," sagði Guðmundur.