Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 5
Gauksi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 Úr sögu íslenskra sjóslysavama. Sjötíu manns farast á Faxaflóa, þar af 20 fyrir augum Reykvíkinga - engum vörnum við komið. Akkerið af þilskipinu \ng\ar fannst fram af Hjallaskeri við Viðey í apríl 1986. Var það sett upp í eynni til minningar um þá menn sem fórust í óveðrinu mikla þann 7. apríl 1906. ÞESSI AUGLÝSING ER STYRKT AF SKIPADEILD SAMBANDSINS. í marsmánuði árið 1906 var góðviðristíð við sundin blá og lífið gekk sinn vanagang. Um þessar mundir var mikið um skipaferðir á sundunum við Reykjavík og voru þilskipin sem farið höfðu út í vertíðarbyrjun mörg á leið inn með aflann. í öndverðum aprílmánuði urðu snögg veðrabrigði og aðfaranótt 7. apríl var augljóst að óveður var í aðsigi. Undir hádegi var komið fárviðri sem færðist í aukana og í Reykjavík veittu menn því athygli að skip átti í erfiðleik- um fyrir utan eyjar. Brátt kom í ljós að þetta var þilskipið Ingvar, eign Duus-verslunar- innar í Reykjavík, með 20 menn um borð og fóru leikar svo að skipið strandaði skammt frá landi, í Viðey. Sá harm- leikur er blasti við augum sjónarvotta í landi leið þeim aldrei úr minni. Án þess að fá vörnum við komið fylgdust Reykvíkingar með helstríði örvæntingarfullra skipbrots- manna, sáu þá klifra upp í reiða skipsins og falla þaðan hvern á fætur öðrum í hafið. Má gera sér í hugarlund hvernig bæjarbúum var innanbrjósts er þeir varnarlausir horfðu á skip- verjaná drukkna, við landsteinana, en á þessum árum hafði þjóðin ekki sameinast til átaka í sjóslysavörnum. Með Kútter Ingvari fórst öll áhöfnin - samtals 20 menn en í þessu mikla óveðri aprílmánaðar 1906 fórust einnig tvö erlend þilskip - Shophie Wheatley og Emilie - með allri áhöfn. Alls fórust 70 menn í þessu óveðri á Faxaflóa. Þessir hörmulegu atburðir urðu til þess að farið var í alvöru að huga að sjóslysavörnum. Mörgum árum síðar, í febrúar árið 1941, rak tvö skip á land í Rauðarárvík, millilanda- skipin Querem og Sonja Mærsk, skammt frá staðnum þar sem Kútter Ingvar hafði farist. Þá tókst giftusamlega að bjarga áhöfnum beggja skipanna með fluglínutækjum - alls 43 mönnum. Sýnir þetta gildi öflugra sjó- slysavarna. Þegar þetta gerðist hafði Slysa- varnafélag íslands verið starfandi frá árinu 1928. í sögu íslenskra sjóslysavarna. m mm Millilandaskipin Querem og Sonja Mærsk o slrandslað I Rauðarárvík árið 1941. Pjálfaðir menn komu límanlega á slaðinn með tækjabúnað Slysavarnafélagsins og giftusamlega tókst til við björgun 43 skipverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.