Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 30 ára afmæli AFS á Islandi: Takmarkið að efla skilning og tillitssemi þjóða á milli Segir Ulric Haynes, forseti alþjóðasamtakanna AFS HÉR á landi er nú staddur Ulric Haynes yngri, sem er forseti alþjóðasamtakanna AFS. Ástæða komu hans hingað er 30 ára afmæli skiptinemasamtakanna AFS á íslandi, en í gær var hald- inn sérstakur hátíðarfundur i Norræna húsinu í gær til þess að halda upp á afmælið. Af þessu tilefni ræddi Morgunblaðið við Haynes og spurði hann fyrst um eðli samtakanna. „Við höfum nú skrifstofur í 74 löndum og það færa um 10.000 manns sér starfsemi okkar nyt á ári hverju. Séu allir þeir, sem taka þátt í starfmu, taldir með er talan hins vegar mun hærri. Samtökin hafa nú starfað í 40 ár, svo að gömlu nemendumir — gífurlegur §öldi — eru nú komnir á besta aldur og þeir hafa stutt samtökin á ýmsan hátt.“ Senda kannski eigin böm? „Það er altítt. Foreldramir muna hversu dýrmæt þessi reynsla var þeim og vilja gefa bömum sínum færi á að öðlast þroska á sama hátt. Starfsemin hefur þó aukist nokkuð frá því sem var. Fyrst vom það bara stúd- entar frá Frakklandi og Vestur- Þýskalandi sem fóm til Bandaríkjanna. Nú er mest um að menntaskólakrakkar dvelji um árs skeið erlendis og það er ekk- ert bundið við Bandaríkin." Nú er sá liður starfsins líkleg- ast best þekktur, en eru einhvetjar nýjungar á döfinni? „Vissulega. Hið nýjasta á dag- skránni er að senda fullorðna landa á milli. Við höfum sent kennara, lögfræðinga, viðskipta- menn og blaðamenn, svo nokkuð sé nefnt." Dvelja þeir einnig hjá „fóstur- fjölskyldum“? „Já. Það em tveir þættir sem öll okkar starfsemi á sameigin- lega. í fyrsta lagi dvelur okkar fólk hjá „fósturfjölskyldum“ og hins vegar nýtur það stuðnings sjálfboðaliða á okkar vegum, sem aðstoðar það á ýmsa lund." Hvert er upphaf AFS? „AFS, sem upphaflega stendur fyrir American Field Service, var fyrst stofnað í fyrra stríði, en þá fóm ungir Bandaríkjamenn til Evrópu og sinntu ýmsu hjálpar- starfí, sem ekki fól í sér vopna- burð, í herjum Bandamanna. Hið sama gerðu þeir í seinna stríði, en þegar því lauk vom þeir sann- færðir um að stríð gæti ekki og mætti ekki bijótast út að nýju. Því ákváðu þeir að gangast fyrir menningarsamskiptum, sem væm til þess fallin að efla skilning og umburðarlyndi þjóða á milli. Og það held ég hafí tekist bærilega." Þetta á við um Evrópu? „Já fyrst í stað, en fyrir um 20 ámm urðu AFS að alþjóðlegum samtökum, sem vitaskuld breytti starfsemi þeirra og skipulagi mik- ið. Hvað geturðu sagt mér um starfsemi AFS á íslandi? „Hún hefur verið talsverð frá upphafí, en hefur aukist gífurlega nú á síðastu ámm. Nú í haust fór t.a.m. þúsundasti neminn utan. Þá má ekki gleyma því að sífellt koma fleiri skiptinemar til ís- lands." „Hvert liggja straumar helst? „Bandaríkin taka ennþá við flestum, en það hlutfall hefur ver- ið að breytast á undanfömum ámm. Ekki svo að skilja að áhugi á Bandaríkjunum fari minnkandi, Morgunblaðið/Bjami Ulric Haynes, yngri. heldur hefur áhuginn á fjarlægari löndum aukist. Fjöldinn eykst ár frá ári og fólk er að uppgötva fjarlæg lönd.“ Hver er framtíð AFS? „Eins og ég sagði hefur starf- semin sífellt aukist og við farið inn á fleiri svið. Nú geta menn t.a.m. farið yfír sumarið til Braz- ilíu og taka þá knattspymu sérstaklega fyrir. Við emm síst bundin við tungumálanám eða almenna kynningu á landi og þjóð. Það fylgir með. I framtíðinni geri ég ráð fyrir að við munum leita á nýjar brautir. Ekki svo að skilja að við gemm einhveijar breyting- ar breytinganna vegna. Markmið- ið er og verður að ná til æ fleiri hópa. Þannig eflum við best skiln- ing milli þjóða. Jöfnunar- sjóður nýt- ‘isttil byggða- jöfnunar Selfossi. BÆJARSTJÓRN Selfoss vill að lögum um Jöfnunarsjóð sveitar- félaga verði breytt þannig að stærstur hluti hans fari til byggðajöfnunar en horfið verði frá gildandi reglum um höfða- tölu. Jöfnunarsjóðurinn kom til um- ræðu á bæjarstjómarfundi á miðvikudaginn. Þar var stuðningi lýst við tillögu sem kom fram á ■ aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og er svohljóðandi: „Stjóm og fulltrúaráð SASS skorar á Alþingi að breyta gildandi lögum um jöfnunarsjóð sveitarfé- laga þannig að hann verði styrktur en um leið breytt úthlutunarreglum hans á þann hátt að stærstur hluti hans fari til byggðajöfnunar en ekki úthlutað eftir höfðatölureglu eins og nú er.“ í umræðum um málið kom fram að bæjarstjórnarmenn telja óeðli- legt að stór hluti sjóðsins renni til þéttbýlisins við Faxaflóa. — Sig. Jóns. Myndir sýnd- ar frá fjall- göngu leið- angri til Bólivíu ARI Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur sýnir miðvikudaginn 21. október myndir af fjall- gönguleiðangri sem farinn var i 'sumar til Bólivíu. Myndasýningin fer fram á Hótel Borg. Leiðangursmenn í ferðinni til Bólivíu gengu á þijá rúmlega 6000 metra háa tinda í Andes^öllum, þar á meðal Nevado Sajama, sem er hæsta fjall landsins. Sýningin er á vegum íslenska Alpaklúbbsins og hefst kl. 20.30. Fyrstu snjókarlar vetrarins? Morgunblaðið/Sverrir Snjóföl þakti Reykjavíkurborg í þegar borgarbúar vöknuðu á þriðjudagsmorgun. Þessi böm við Jöfrabakka í Breiðholti létu tækifærið sér ekki úr greipum ganga og tókst að búa til þessa snjókarla, þó efniviðurinn væri af skornum skammti. Þau eru frá vinstri, Gisli Freyr, Anna Lilja, Kári, Jóhanna, Rósa, Gréta og Björa. Eyjólfur Konráð formaður utanríkis- málanefndar Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) hefur verið kjörinn for- maður utanríkismálanefndar Alþingis. Kjartan Jóhannsson (A/Rn) er varaformaður. Páll Pét- ursson (F/Nl.v) ér ritari. Sighvatur formaður fjárveitinganef ndar Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) hefur verið kjörinn form- aður fjárveitinganefndar Alþingis. Alexander Stefánsson (F/Vl) er varaformaður. Pálmi Jónsson (S/ Nl.v) ritari. Flugstöð Leifs Eiríkssonar Fyrsta dagskrármál á fundi Sameinaðs þings síðastliðinn fímmtudag var beiðni frá Guðrúnu Agnarsdóttur (Kvl/Rvk) og átia öðrum þingmönnum (konum) í stjórnarandstöðu um skýrslu um kostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Beiðninni var beint til fjármálaráðherra. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, gerði athugasemd um formsatriði. Flugstöðin heyrði undir utanríkisráðherra. Því væri rétt að beina fyrirspuminni til hans. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameins þings, frestaði þegar hér var komið afgreiðslu málsins. Ráðstafanir í ferðamálum Pétur Bjarnason (F/Vf) mælti sl. fímmtudag í Sameinuðu þingi fyrir tillögu til þingsályktunar, sem fímm þingmenn Framsóknar- flokks flytja, um ráðstafanir í ferðamálum. Tillagan gerir í fyrsta lagi ráð fyrir að stofnað verði embætti ferðamálafulltrúa í öllum landsbyggðarkjördæmum. í annan stað að 10% af sérstöku gjaldi í vörzu fríhafnar verði ráð- stafað óskertu til ferðamála. Loks að endurskoðuð verði lög um skipulag ferðamála. Ainnci Miklar umræður vóru um tillög- una. Þingmenn stjómarandstöðu lýstu stuðningi við hana en gagn- rýndu, að stjómarliðar legðu fram samtímis fmmvarp til fjárlaga og tillögu til fjárútláta, sem stönguð- ust á. Karvel Pálmason (A/Vf) talaði um sýndarmennsku í þessu sambandi. Ný þingfmál Þijú ný þingmál vóm lögð fram á fímmtudag: 1) Fmmvarp Ragnars Amalds, og fleiri þingmanna Alþýðubanda- lags, um framhaldsskóla. 2) Tillaga Friðjóns Þórðarsonar (S/Vl) um samræmda könnun á jarðvarma og fersku vatni á Vest- urlandi í samvinnu við sveitarfé- lög og hagsmunaaðila. 3) Fyrirspum Péturs Bjamason- ar (F/Vf) til menntamálaráðherra um áðgang að náms- og kennslu- gögnum í öllum fræðsluumdæm- um. Fyrirlestur um uppeldismál SIGURÐUR Pálsson forstöðu- maður námsefnisgerðar flytur fyrirlestur á þriðjudaginn á veg- um Rannsóknastofnunar uppeld- ismála. Fyrirlesturiniv nefnist Uppeldisréttur og uppeldis- skylda. I frétt frá Rannsóknastofnun uppeldismála segir að erindið fjalli um athugun og umræðu á uppeldis- rétti og uppeldisábyrgð foreldra, hvemig rétturinn sé tryggður í lög- um og alþjóðasamþykktum og á hvem hátt hann er rökstuddur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. SýningáMokka SVAVAR Ólafsson hefur opnað sýningu á verkum sínum i Mokka á Skólavörðustíg. Svavar Ólafsson er fæddur 1919 og hefur starfað sem klæðskeri í Reykjavík. Hann er unnandi íslenskrar náttúm og endurspeglast áhrifín í verkum hans. í fyrra héngu myndir hans í húsakynnum Sævars Karls Ólasonar klæðskera. Mokka er opið alla daga kl. 9.30- 11.30 en á sunnudögum kl. 14.00- 11.30. Fyrirlestur á Hótel Sögu; Sovésk verka- lýðshreyf- ing á breyt- ingartímum DAGANA 19. til 24. október verður staddur hér á landi í boði Alþýðusambands íslands, Alex- ander Vlasenki, varaformaður alþjóðadeildar sovéska alþýðu- sambandsins. Hann mun halda hér tvo fyrir- lestra um efnið „sovésk verkalýðs- hreyfíng á tímum þjóðfélagsbreyt- inga“. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn á Hótel Sögu, hliðarsal 2. hæð, þriðjudaginn 20. október kl. 17:00 og sá sfðari á Akureyri þann 21. október. Aðgangur að fyrirlestr- inum er ókeypis og öllum heimill. Bæjarstjórn Seyðis- fjarðar; Vinnubrögðiim samgönguráð- herra mótmælt BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar samþykkti eftirfarandi ályktun varðandi flugvallargerð á Egils- stöðum á fundi sínum mánudag- inn 12. október síðastliðinn: Bæjarstjóm Seyðisfjarðar sam- þykkir að mótmæla þeim vinnu- brögðum samgönguráðherra að slíta samningaumleitunum við heimamenn á Fljótsdalshéraði og nágrenni vegna fyrirhugaðra flug- vallarframkvæmda á Egiisstöðum. Um leið og bæjarstjórn Seyðis- íjarðar skorar á samgönguyfírvöld að endurskoða þessa ákvörðun og hefja að nýju samninga við heima- menn er þess fastlega vænst að frekari dráttur verði ekki í þessu máli og að framkvæmdir hefjist án tafar. Leiðrétting í frásögn Morgunblaðsins af umræðufundi grunnskólanema í Tónabæ misritaðist nafn Svein- bjargar Sveinbjömsdóttur (þar stóð Svanbjörg). Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.