Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 # eru skemmtileg en valda oft slysum í sumar og haust hafa krakkar og ungl- ingar stytt sér stundir við að renna sér á hjólabrettum niður brekkur á ýmsum heppilegum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Lítil og stór, feit og mjó hafa þau þeyttst niður bekkurnar , stundum svo hratt að hárið hefur staðið aftur af höfðinu og sum jafnvel rennt s«=r eftir nokkurs konar svigbraut scm gerð er þannig að steinum er raðað á með jöfnu millibili og svo rennt sér á milli þeirra. Það er augljóst á rjóðum og áhugasömum andlitum að þetta finnst mörgum feiknarlega mikil skemmtun. Það er raunar ekki nýtt fyrirbrigði að hjólið skemmti mönnum. Fyrir utan allt annað skapaði það alls kyns möguleika á hraða og áhættu sem kitlar menn og vekur hjá þeim spennuþrungna eftirvæntingu. Það fer ekki á milli mála að þessu gamni fylgirtölu- verð áhætta. Fljótlega eftir að hjólabrettin (skateboarding) komu fram í Bandaríkjunum snemma á sjötta áratugnum, varð Ijóst að slys af þeirra völdum gátu verið háska- leg. Þess vegna bjuggu menn til hjálma fyrir höfuð og hlífar á hné og olnboga til þess að reyna að minnka áhættuna sem notkun brettanna er samfara. Hjólabretti eru raunar smækkuð útgáfa af sjóskíðum sem rúlluskautahjól eru fest undir. Þau voru uppruna- lega gerð úr tré en seinna voru þau einnig gerð úr aluminum og plasti og eru til bæði hörð og sveigjanleg. Eftir að notkun þeirra fór að breiðast út voru byggðir sérstakir hjólabretta- garðar þar sem hólar og hæðir af ýmsum gerðum freistuðu manna til þess að reyna leikni sína á brettunum. Að sögn Gunnars Þórs Jóns- sonar yfirlæknis slysadeildar hefur að undanförnu verið tals- vert um slys af völdum hjóla- bretta. Börn og unglingar hafa handleggs og fótbrotnað við að detta af brettunum og sum jafn- vel höfuðkúpubrotnað. Að sögn Gunnar var sama daginn fyrir skemmstu komið með tvö börn sem höfðu höfuðkúpubrotnað við fall af hjólabretti. Það er greinilega mikil hætta á að fólk detti og brjóti sig bæði á höndum, fótum og höfði," sagði Gunnar. Þess vegna er naujðsyn- legt að nota hjálma og hlífar eigi að forða slysum. Hann sagði einnig algengt að krakkar sem ekki ættu bretti fengju að prófa bretti hjá félögum sínum og af því skapaðist mikil slysahætta þegar óvant fólk færi kannski á hjólabretti í brekku án þess að hafa hjálm eða annars konar hlífar. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi er það mesta mildi að ekki hefur hlotist stórslys af notkun hjólabrettanna. Ökumenn hafa að sögn lögreglunnar bæði hringt og komið til að kvarta undan þeirri hættu sem það skapaði þegar börn og unglingar eru að renna sér í brekkum, jafnvel eftir að skyggja tekur. Þau eru ekki með Ijós og oftast ekki með end- urskinsmerki og þess vegna mikil heppni að ekki hefur verið ekið yfir neinn ennþá. Notkun hjólabretta hefur breiðst mjög hratt út, við förum varla út í eftirlit án þess að sjá flokka af krökkum fara geysi hratt á brettunum á ákveðnum stöðum í bænum. Einna vinsælustu brekkurnar til aö renna sér í eru við Bræðratungu og Ástún," sagði lögreglumaðurinn í Kópa- vogi að lokum. Blaðamaður Morgunblaðsins fór á stjá í Kópavogi fyrir skömmu og ræddi við nokkra krakka sem Sigurður Orri og vinur hans Guð- laugur sem á ekki bretti en er augljóslega að komast uppá lagið með að renna sér krökkum brettið mitt og það hef- ur allt gengið vel. Stundum hef ég farið í keppni á brettinu niður Laufbrekkuna og einu sinni unnið. Ég þekki nokkra sem hafa meitt sig á hjólabrettum. í dag sögðu krakkarnir í bekknum mínum mér frá einum strák sem sem fékk gat á hausinn. Bráðum ætla ég að fara að læsa brettið mitt inni í geymslu og ekki að nota það í vetur. En þegar snjórinn verður farinn næsta vor ætla ég að ná í brettið og fara aftur að renna mér á því. Sigurður Orri Jónsson segist Brettiseigendur renna sér af miklum áhuga fram og aftur um skólalóð Kópavogsskóla. Arnar Snær hefur náð sér eftir handleggsbrotið Kristín María á brettinu sínu vinkonu minnar og frændi minn báðir bretti og ég fékk að prófa hjá þeim. Mér fannst svo gaman að ég ákvað að kaupa mér svona sjálf. Ég hef notað brettið mikið en stundum dottið. Einu sinni datt ég á hnéin og reif buxurnar mínar og rann eftir götunni en ég hélt samt áfram að renna mér. Ég fór nú samt að gráta því þetta voru einu íþróttabuxurnar mínar og svo blæddi úr mér. Ég þekki ekki margar stelpur sem eiga bretti, bara systur mína og eina vinkonu. Ég hef lánað voru að leika sér á hjólabrettum. Þetta voru fimm bekkjarsystkini úr Kópavogsskóla öll ellefu ára gömul. Þrjú þeirra eiga bretti en tveir eiga engin bretti en fá af og til að prófa hjá félögum sínum. Kristín María Birgisdóttir var eina stúlkan í hópnum. Hún kvaðst hafa keypt sér hjólabretti í júlí í sumar. Ég ar að passa í sumar og keypti mér bretti fyrir hluta af kaupinu rnínu," sagði Kristín María. Ég hafði séð krakka úti á svona brettumog svo átti bróðir Sigurður Orri Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.