Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 27 Kristinn á ekki hjólabretti en fœr aö œfa sig á brettinu hennar Kristínu Maríu, Arnar horfir gagnrýninn á vera mikill áhugamaður um íþróttir og æfir í fimmta flokki Iþróttafélags Kópavogs. Hann er líka nýlega byrjaður að æfa blak í Kópavogsskóla. Einu sinni þegar ég var í heim- sókn í Reykjavík hjá vini mínum þá fékk ég að prófa hjólabretti sem hann á. Mig langaði rosalega í svoleiðis bretti og þegar pabbi og mamma fóru til Englands í sumar þá bað ég þau að kaupa hjólabretti fyrir mig. Þau komu með bretti og ég fór að renna mér á því í hættulegustu brek- kunni í Grænutungu. Eg var fyrst alltaf á hausnum og ég fékk eng- an stuðning hjá vinum mínum því þeir áttu ekki bretti sjálfir og kunnu ekki meira en ég. Fyrst var ég því allur í marþlettum því ég þóttist vera rosa flinkur og var alltaf að stökkva á brettinu en datt oft. Smám saman æfðist ég og fór að fara í stökkkeppni og brunkeppni. í stökkkeppni stekk- ur maður fram af háum palli og ef maður lendir ekki rétt getur verið hætta á að maður rotist eða fái heilahristing. í brunkeppni þá rennum við okkur kannski fimm eða sex niður gangstéttir eins hratt og við getum og þá er hætta á að við klessum hver á annan því það er svo þröngt um okkur. Stundum röðum við stein- um með vissu millibili og rennum okkur í svigi á milli þeirra. Það er mjög hættulegt þvi maður get- ur misst stjórn á brettinu og lent út á Hlíðarveginum sem er dálítil umferðargata. Ég á bara venjulegt bretti úr tré en einn strákur sem ég þekki á brunbretti og hann er mesti glanninn hér í kring því hann ef venjulega efst í brekkur og rennir sér á fullu niður. Hann fékk einu sinni stórt sár á hausinn af því hann var að fara niöur tröppur á brettinu. Þriðji brettiseigandinn heitir Arnar Snær Davíðsson og hann sagðist hafa eignast sitt hjóla- bretti úti í Danmörku í ágúst í sumar. Þar byrjaði hann að æfa sig. En það er ekki eins gaman að æfa sig þar og hér,“ sagði Arnar. Þar eru svo litlar brekkur en gö- turnar eru hins vegar svo sléttar að maður kemst á dálítinn hraða þó slétt sé. Ég hafði aldrei prófað hjólabretti fyrr en úti í Danmörku þegar ég keypti mitt bretti. Ég kom seint um kvöld heim frá Danmörku og varð að bíða þar til næsta dag með að prófa bret- tið hér heima. Strax um morgun- inn fór ég út í Grænutungu og byrjaði að renna mér í brekkunni þar og eftir eina viku fór ég að renna mér alveg niður brekkuna. Mér gekk mjög vel og fannst mjög gaman þartil ég handleggs- brotnaði. Ég brotnaði þannig að ég var að renna mér niður gang- stéttina hjá Grænutungu en þá kom bíll og flautaði á mig og mér brá svo mikið að ég flaug útaf gangstéttarkantinum og út á göt- una og lenti á hendinni sem brotnaði um ulnlið og það kom smásprunga í vaxtarbeinið. Ég var settur í gifs og var í því í þrjár vikur. Það var vinstri hendin sem brotnaði svo ég gat skrifað en ég missti samt þrjá daga úr skól- anum. Bíllinn keyrði aðeins yfir brettið og það kom sprunga í það en það eyðilagðist sem betur fer ekki. Ég hætti að nota brettið meðan ég var með hendina i fatla en þegar ég losnaði við hann þá byrjaði ég aftur á brettinu og nú er ég orðin miklu betri en ég var áður. Ég tek ekki mikinn þátt í keppn- um. Ég gleymi mér stundum á götunni þó ég viti að það má ég alls ekki og mamma sé búin aö banna mér það. Hinir strákarnir gleyma sér líka stundum og um daginn rotaðist einn þeirra þegar hann var á götunni og bíll kom á móti honum. Þá var hann hrædd- ur og missti stjórn á brettinu og datt. Brettið mitt er of mjótt, það er erfitt að halda jafnvægi á því. Ég er því að hugsa um að selja það á níu hundruð krónur og fá mér annað breiðara. Kannski kaupi ég annað mjótt bretti af strák sem ég þekki á níu hundruð krónur og sel þau síðan bæði og kaupi mér nýtt breitt bretti. Það eru margir að selja sín bretti og fá sér önnur. Sum brettin eru líka með leiðinlegum hjólum sem renna illa. Þetta er nú sannleikurinn um þessi mál,“ sagði Arnar Snær alvörugefinn og renndi sér burtu á mjóa brettinu sínu. Þegar blaðamaður fjarlægðist hópinn stóðu brettiseigendurnir þrír bísperrtir á brettum sínum, en félagar þeirra sem engin bretti eiga, biðu þolinmóðir eftir að fá að renna sér smáspöl á brettun- um seinna og styttu sér stundir viö að sparka fótbolta á milli sín á meðan. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir. Háir vextir Grunnvextir á Kjörbók eru nú 27% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 28,4% og í 29% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 31,1% án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þráttfyrirháa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%, en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. m L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.