Morgunblaðið - 18.10.1987, Page 29

Morgunblaðið - 18.10.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 29 Hauskúpa Mozarts í lok 19. aldar tók frægasti líffræðingur síns tíma, Joseph Hyrtl prófessor í Vínar- borg, að rannsaka hauskúpu af manni sem látist hafði hundrað árum áður. Það sem vakti mestan áhuga á þessari hauskúpu voru eymagöngin, því hauskúpan átti að vera af engum öðrum en tónskáldinu Wolfgang Amadeus Mozart. Ekki er vitað hvort Hyrtl komst að einhverri niðurstöðu með rannsóknum sínum eða hveijar þær þá voru. Að Hyrtl látnum komst hauskúpan í eigu Mozarts stofnunarinnar alþjóðlegu í Salzburg, og henni fylgdu ótal sögusagn- ir. Sagan um fátæklinginn sem grafinn var í fjöldagröf í St. Marx kirkjugarðinum í Vín og átti að vera snillingurinn fór marga hringi og kom jafnvel á hvíta tjald- ið. Sannleikurinn er sá að Mozart var graf- inn 1791 samkvæmt hinum ströngu siðareglum stjómvalda í Austurríki á dög- um Josephs 2. í fjöldagröf, þar sem vom 16 trékistur. Að 10 ámm liðnum vom grafimar hreinsaðar til að rýma fyrir nýj- um kistum. Vitað er að grafari að nafni Josef Rothmayer vann verkið ásamt fleir- um. Rothmayer þessi hafði frétt frá fyrirrennara sínum, Simon Preuschl sem upphaflega stóð að greftmninni, hvar kistu Motzarts hafði nákvæmlega verið komið fyrir - við endann á þriðju röð að neðan. Rothmayer var aðdáandi tónskáldsins og á að hafa laumast til að hirða hauskúpu Mozarts. Eftir að hafa farið um hendur tveggja annarra grafara, sem gættu henn- ar sem sjáaldurs auga síns, komst hún 1842 í eigu koparleturgrafarans Jakob Hyrtl og að honum látnum féll hún til bróður hans, líffræðingsins. Til þessa dags hefur ekki verið sannað hvort upphaflega var í raun um hauskúpu Mozarts að ræða, þegar Rothmayer hirti hana. Kistumar vom löngu fallnar saman þegar gröfin var opnuð og beinagrindum- ar varla aðgreinar hver frá annarri. Á undanfömum ámm hefur steingerv- ingafræðingurinn Gottfried Tichy, frófess- or við jarðfræðideild háskólans í Salzburg, gert tilraun til að upplýsa málið. Hægt er að sýna fram á að þetta sé hauskúpa af manni, sem varla nær meðalhæð og hefur látist milli þrítugs og fertugs. Hvort tveggja á við um Mozart, sem dó 36 ára gamall. Og skemmd tönn innarlega í munninum kemur heim og saman við frá- sögn föður hans, Leopolds Mozarts, af slæmri tannpínu sem sonurinn fékk á ferðalagi. Vissa líkingu má sjá milli haus- kúpunnar og samtíma málverka af Mozart, en fyrir vísindamenn dugar þetta ekki sem sönnun um að þama sé rétt hauskúpa. Samtíma málverk af Mozart og hauskúpan sem talin er vera af honum. Heyrnarleysi Beethovens Ekki hafa menn haft minni áhuga á hluta úr hauskúpu Beethovens, sem tveir austur- riskir læknar, prófessor Hans Bankl og prófessor Hans Jesserer fengu í hendur 1985 í lokuðu málmhylki með áletuminni Beethoven á lokinu. Með sérstakri tækni tóks að lesa textann á miða á botninum með tilvísun í bréf frá 1864 frá H. Welc- ker, prófessor og yfírmanni Líffræðideild- arinnar í Halle eða Saale. Við rannsókn kom í ljós að þessi vel varðveittu bein höfðu verið tekin frá við krufningu á líki Beethovens, í þeim tilgangi að koma þeim fyrir í heiðursgrafreit Vínarborgar. Af lófastórum beinfleti var þó varla hægt að fínna orsökina til heymarleysis tónskálds- ins. En ýmislegt var þó hægt að útiloka, svo sem syfílis og virussjúkdóminn kennd- an við Paget og með útilokunaraðferðinni varð niðurstaðan sú að Beethoven hefði þjáðst af svonefndu otosclerosis á innra eyra, sem venjulega byrjar hægt á þrítugs- aldri og fer smám sman vaxandi og sjúkdómseinkennin kom vel heim og sam- an við lýsingar á heym Beethovéns og beytingum á henni. Eitt af þremur brotum úr haus- kúpu Beethovens og mynd af einu af heymartækjum hans. Fjölmiðlar um allan heim hafa samt mikinn áhuga á málinu. Japanir vildu fá að láni þess hugsanlega ekta hauskúpu á stóra Mozartsýningu í Tokyo á árinu 1986-87. Mozartstofnunin neitaði að lána hana og Japanimir urðu að gera sig án- ægða með plasteftirlíkingu. Þúsundir sýningargesta litu hvort sem er varla á -hauskúpuna. í þeirra augum stafaði ódauðleiki Mozart alfarið af verkum hans. SUZUKISWIFT CTi 'SPRÆKUR SPORTBlU.jp FYRIR KTHAFNAFÓLK - ^TWWCAM 1*=T SUZUKI FRAMTlÐINNI VIÐ SKEIFUNA S: 689622 & 6851 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.