Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 ÚR HCIMI KVIKMyNDANNA Sýnd á næstunni í Stjörnubíói: Fornbóka- salinn og rit- höfundurinn Helena Hanff var ungur rit- höfundur sem unni bókum. Hún haföi ekki efni á nýjum og fallega innbundnum útgáf- um á klassísku bókmenntun- um og svaraöi því auglýsingu um bœkur frá fornbókasölu viö Charing Cross Road núm- er 84 í London í The Saturday Review of Líterature. Þannig hófst 20 ára bréfasamband hennar við fornbókaverslun- ina. ' Frank Doel svaraði fyrsta brófi Helene fyrir hönd verslun- arinnar og hann sendi henni fyrstu tvö eintökin í það sem átti eftir að verða myndarlegt bókasafn höfundarins. Þær voru í leðurbandi með þykkum rjómalituðum blaðsíðum . .. Þær litu ekki út eins og sjald- gæfar eða fínar bækur, þær voru eins og vinirnir sem ég vildi að þær væru. Ég stóð um stund og fletti í gegnum þær og ég vissi að ég átti aldrei eftir að leita neitt annað eftir bókum," skrifaði Helene Hanff í endurminningar sínar, „Q’s Legacy". Bandaríska myndin 84 Char- ing Cross, sem sýnd verður í Stjörnubíói á næstunni, byggir á þessum löngu bréfaskiptum og leikur Anne Bancroft rithöf- undinn Hanff en Anthony Hopkins leikur bókasalann Frank Doel. Leikstjóri er David Jones og handritið er eftir Hugh Whitemore en hann byggir á samnefndri bók Hanff og leikriti, sem fært var upp í London og á Broadway. Leikstjórinn Jones flæktist fyrst í málið þegar Anne Ban- croft bauð honum til tedrykkju á hóteli í London. Það var Ijóst frá upphafi að þau voru ekki að leita að hliðstæðu við sviðs- verkið. „Það sem við töluðum um var leið til að kvikmynda bréfin," sagði Bancroft. Jones leist vel á verkefnið. „Mér finnst kvikmyndin snúast jafn- mikið um orð eins og myndir," sagði hann. „Ég frétti fyrst af því að gera átti mynd eftir sögunni þegar óg var í London," sagði Hanff. „Ég las um það í Daily Mail og varð að hringja í um- boðsmanninn minn til að forvitnast um hvort það væri satt. Mér finnst valið á Ban- croft og Hopkins í aðalhlut- verkin frábært." Anthony Hopklns með samstarfsmönnum f fombókaversluninni. Jullan Sands (Shelley) I erfiðri stööu í myndlnni Gothic. Sýnd á næstunni í Laugarásbíói: Hrollvekja Ken Russells, sem heitir Gothic Gabriel Byrne (Byron) handfjatlar hauskúpu og gestir hans fylgjast með. Menn voru ekkl á eitt sáttir um síðustu mynd hans, Ástríðuglæpir (Crimes of Passion), en f henni var Kat- hleen Turner eins sexí og hún getur oröið og Anthony Perk- ins bilaðri en sjálfur Norman Bates. Gothic er fyrsta breska mynd Russells í tíu ár. Hún gerist í Sviss þann 16. júní árið 1816 þegar skáldið Shel- ley og kona hans Mary Godwin koma til Villa Diodati við strendur Lac Leman. Með í för er Claire, Claire fær æðiskast. Það er stormur þetta kvöld og eldingar lýsa upp himininn og eftir því sem líður á kvöldið magnast hryllingurinn. Dr. Polidori hlustar á Byron og Claire elskast. Mary er viss um að hún sé að missa Shelley. Eftir því sem afbrýðissemin innan hópsins eykst og hann sundrast virðist hver einstakl- ingur standa frammi fyrir hræðilegri „Veru" sem þau hafa skapað úr ótta sínum; hræðsfu Byrons við litlu lifrurn- ar sem sjúga úr mönnum blóð, hræðslu Shelleys við að vera grafinn lifandi, hræðslu Mary við andvana fætt barn sitt og hræðslu Dr. Polidori við guð. Á einu andartaki sór Mary hver verða örlög þeirra hvers um sig. Það gerist ýmislegt um nótt- ina sem óþarfi er að tíunda hér en við morgunverðarborðið segist Mary ætla að skrifa sög- una Frankenstein. Og Dr. Polidori skrifar söguna Blóð- sugan (forveri Drakúla), inn- blásinn eins og Mary af draugakvöldinu hjá Byron. Með aðalhlutverkin fara Leikstjórlnn, Ken Russell. Natasha Richardson (dóttir Vanessu Redgrave), sem leikur Mary Shelley, Julian Sands leikur Shelley, Gabriel Byrne leikur Byron, Myriam Cyr er Claire og Timothy Spall er Dr. Polidori. Russell fær aldeilis að leika sér með þau og hroll- vekjandi efniviðinn. Mary hendist í gegnum glerdyr; Shelley klifrar nakinn uppi á þaki í rigningu; Byron haltrar og brosir sínu úrkynjaða, dular- fulla brosi, flugurnar komast í kjötið, maður hangir úr loftinu, stúlka hangir úr trjágrein, tré springur í eldhafi. Allt er eins og það á að vera í heimi Ken Russells. Handritshöfundurinn er Stephen Volk og að hans áliti er sagan Frankenstein merki- legasta hrollvekja sem skrifuð hefur verið. Þegar hann leitaði að uppruna sögunnar komst hann að hinu stormasama kvöldi í Sviss árið 1816 sem gat af sér nútíma þjóðsöguna um blóðsugurnar og söguna um Frankenstein. Hann er sannfærður um að Franken- stein sé byggður á Shelley og aðalsmaðurinn myrki, Byron lávarður, er þá hinn fyrsti Drak- úla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.