Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 Útsvarsprósenta í staðgreiðslukerfi: Sveharfélögin vilja fá 7,5% SAMBAND íslenskra sveitarfé- laga hefur sent fjármálaráð- herra tillögu um að útsvarspró- senta í staðgreiðslukerfi skatta á næsta ári verði 7,5%, sem er leyfilegt hámark. í greinargerð með tillögunni kemur fram að með þessari prósentutölu sé gert ráð fyrir að sveitarfélög hafi sömu rauntekjur á árinu 1988 og þau befðu haft samkvæmt Bifreiðagjaldið: • • Oryrkjar verða að biðja um nið- urfellingu VEGNA annmarka á tölvu- skrá Bifreiðaeftirlits ríkisins reyndist nauðsynlegt að rukka alla bíleigendur um bif- reiðagjald þótt öryrkjar séu undanþegnir því. I fréttatil- kynningu fjármálaráðuneyt- isins segir að öryrkjar verði nú að snúa sér til innheimtu- manna og biðja þá um niður- fellingu gjaldsins. Þeim sem lagt hafa bílnúmer inn til geymslu er gert að greiða gjaldið þótt ökutækið sé'ekki í umferð. Vegna þess hversu al- gengt er að ónýtir bflar seú ekki afskráðir boðar ráðuneytið að ekki verði krafíst gjalds af bif- reiðum sem teknar verða af skrá fram að næstu mánaðamótum. Af bflum sem skráðir voru eftir mitt ár, þegar skatturinn tók gildi, þarf að greiða hlutfall af fullu gjaldi. Bifreiðagjaldið nemur 2 krón- um á hvert kg af eigin þyngd bifreiða, en getur þó aldrei verið lægra en 1000 krónur eða hærra en 5000 krónur. gamla kerfinu. Fjármálaráð- herra á að ákveða útsvarspró- sentuna fyrir 15. nóvember. Mag^nús Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði við Morgun- blaðið að þótt mun fleiri yrðu undir skattleysismörkum samkvæmt nýja staðgreiðslukerfinu en áður, og greiddu þar af leiðandi ekki útsvar, kæmi á móti að útsvörin væru nú verðtryggð. Auk þess væri gert ráð fyrir að ríkið bæti sveitarfélögum það sérstaklega ef margir íbúar fara undir skattleysismörk. Gert er ráð fyrir að einn milljarður króna verði tekinn frá í þessu skyni. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sigurður Garðarsson, fiskverkandi í Njarðvík, til vinstri og Logi Þormóðsson, fiskverkandi í Sand- gerði, sem eiga sæti i undirbúningsnefnd ásamt Jóhannesi Jóhannessyni, sem er lengst til hægri, en hann vinnur að undirbúningi stofnfundarins. Stofnfundur Eldeyjar hf. í dag: Fimmtíu aðilar höfðu skráð sig fyrir 20 milljónum króna Keflavík. „Suðurnesjabúar hafa mikinn áhuga á þessu fyrirtæki hvort sem þeir eru launþegar eða at- vinnurekendur. Undanfama daga hafa einstaklingar og fyrir- tæki skrifað sig fyrir 20 milljóna króna hlutafé," sagði Sigurður Garðarsson, fiskverkandi í Vog- um, i samtali við Morgunblaðið. Sigurður er í 8 manna undirbún- ingsnefnd að stofnun hins nýja útgerðarfélags á Suðuraesjum, en stofnfundurinn er i dag, sunnudag. Sigurður sagði að félagið ætti að heita Eldey hf. og ætlunin væri að safna 100 milljónum í hlutafé. Einstaka hlutar yrðu 10.000, 50.000, 250.000 og 500.000 krónur og heimilt yrði að greiða hlutafé með árlegum greiðslum á 5 árum. Jóhannes Jóhannesson, sem vinnur að undirbúningi stofnunar félagsins, sagðist hafa orðið var við almennan áhuga á fyrirtækinu hjá fólki. „Við höfum þegar fengið vilja- yfirlýsingu frá 50 aðilum sem hafa skráð sig fyrir þessum 20 milljónum sem þegar hafa safnast. Menn hafa skráð sig fyrir 10.000 krónum og allt upp í 5 milljónir króna,“ sagði Jóhannes. Logi Þormóðsson, fiskverkandi í Sandgerði, sem á sæti í undirbún- ingsnefnd, sagði að ætlunin væri að kaupa fiskveiðiskip til að tryggja vinnslunni hráefni. Menn teldu sig sjá að nokkur „þungaviktarskip í kvóta" yrðu seld burtu af Suður- nesjum á næstunni. „En við viljum halda skipunum áfram á svæðinu og stöðva þessa þróun,“ sagði Logi ennfremur. Stofnfundur félagsins verður í Glaumbergi á sunnudaginn og þar munu alþingismennimir Ólafur G. Einarsson, Jóhann Einvarðsson og Kjartan Jóhannsson flytja ávörp. - BB Bókaútgáfan Örn og Örlygur: íslenskt þjóð- líf í þúsund ár JÞ Islendingar kynna sér fjarskiptatækni á alþjóðlegri sýningu TELECOM '87 nefnist alþjóðleg sýning sem hefst í Genf á þriðjudag, 20. október, og stendur í viku. Á sýning- unni eru kynntar helstu nýjungar í fjarskiptatækni og taka íslendingar þátt í sýningunni nú, í fyrsta sinn. Þetta er í fimmta sinn sem sýn- ing þessi er haldin, en hún er á Qögurra ára fresti. Fyrir fjórum árum fóru fulltrúar Póst- og síma- málastofnunar á sýninguna, en þá aðeins sem gestir. Nú verða Islendingar með eigin deild á sýn- ingarsvæði Norðurlandanna. Um 700 aðilar frá 40 löndum taka þátt í sýningunni, sem er sú stærsta sinnar tegundar. Guðmundur I. Bjömsson, að- stoðarpóst- og símamálastjóri, sagði að á sýningunni væru kynnt- ar allar nýjungar á sviði síma- og íjarskiptamála. „Framleiðendur ýmiss búnaðar kynna vörur og póst- og símastjómir um heim allan kynna starfsemi sína,“ sagði Guðmundur. „Við íslendingar verðum með litla sýningardeild í miðjum Norðurlandabásnum, sem er mjög stór. Þar kynnum við stofnunina og starfsemi hennar og stöndum jafnframt fyrir minni- háttar landkynningu. Meðal þeirra atriða í starfí Pósts og síma, sem við kynnum, er aðferð okkar við að leggja ljósleiðara. Það hefur vakið athygli starfsbræðra okkar erlendis að við plægjum strengi niður í jörðina, en margir hafa talið það ómögulegt við okkar aðstæður. Fyrir skömmu komu nokkrir Norðmenn hingað til að kynna sér þessa aðferð. Við höfum útbúið skemmtilegt myndband, sem lýsir þessu og það verður sýnt á sýningunni í Genf.“ Guðmundur sagði mikinn akk í því fyrir íslendinga að komast á sýninguna Telecom ’87. „Þama er ekki einungis kynnt ýmiss kon- ar starfsemi og búnaður. Daglega halda helstu sérfræðingar heims í fjarskiptatækni fyrirlestra um ýmis mál og sá fróðleikur er ómet- anlegur." Rósafinka sést í Vogum Vogum. Fuglaskoðunarmenn sáu ný- lega rósafinku í trjálundinum í Aragerði í Vogum. Að sögn Erlings Ólafssonar hjá Náttúrufræðistofnun er það í þriðja sinn sem vitað er um að fuglinn sjáist á Reykjanesskaga, en fuglinn sést næstum árlega einhvers staðar á landinu. Rósa- finka er heldur stærri en auðnu- tittlingur og er þekkt sem varpfugl í austanverðri Evrópu. - EG „ÍSLENSKT þjóðlíf í þúsund ár“ nefnist tveggja binda verk eftir Daniel Bruun sem kemur út nú fyrir jólin hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi. í bókunum eru um eitt þúsund teikningar og ljósmyndir eftir höfundinn, en hann ferðaðist um ísland í fjórt- án sumur á árunum 1896-1910 við rannsóknir á íslenskri menn- ingu. „Islenskt þjóðlíf" er í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um, en Þór Magnússon þjóðminja- vörður ritar formála. Samhliða útgáfu bókarinnar verður haldin sýning f Þjóðminjasafninu á mynd- um Daniels Bruun. Að sögn Örlygs Hálfdánarsonar hjá Erni og Örlygi gefur forlagið út um tuttugu bækur fyrir jólin og er það svipað magn og á síðasta ári. Meðal þeirra er annað bindið af fjórum í bókaflokknum „Reykjavík, sögustaður við Sund“, sem Einar Arnalds ritstýrir. Þetta er uppflettirit í svipuðum dúr og „Landið þitt, ísland“ sem áður hef- ur komið út hjá forlaginu. Meðal annarra bóka sem Örn og Örlygur gefa út fyrir jólin nefndi Örtygur bókina „Gullna flugan“ eft- ir Þorleif Friðriksson sagnfræðing, sem er saga átaka í Alþýðuflokkn- um, og viðtalsbók Arna Johnsen, „Fleiri kvistir" sem er sjálfstætt framhald viðtalsbókar hans „Kvistir í lífstrénu“. Áttræðisafmæli í dag, 18. október, er áttræð frú Guðrún Eiríksdóttir frá Sandhaug- um í Bárðardal. Hún hefur verið búsett í Kaupmannahöfn síðastliðin 33 ár. Guðrún er heiðursfélagi í íslendingafélaginu og hefur félagið afmælishátíð í húsi Jóns Sigurðs- sonar í borginni í dag. Heimilisfang Guðrúnar er Ovrögade 22 í Kaup- mannahöfn. Söngsveitin Fflharm- ónía hættir störfum Sinfóníuhljómsveitin sleit samstarfinu SÖNGSVEITIN Fílharmónla er hætt störfum. Eftir að stjóra Sin- fóníuhijómsveitar íslands til- kynnti kórfélögum að ekki væri óskað eftir frekara samstarfi hefur botninn dottið úr starfi söngsveitarinnar, að sögn Emmu Eyþórsdóttur stjóraarformanns. Um 60-70 manns tóku þátt i kór- starfinu síðastliðinn vetur. Söngsveitin var stofnuð árið 1,960 með það markmið að flytja kórverk ásamt stórri hljómsveit. Róbert A. Ottóson stjórnaði sveit- inni frá upphafí til dauðadags, árið 1974. Lengst af var náin samvinna með kómum og Sinfóníuhljómsveit- inni. Sveitimar héldu reglulega tónleika saman og laun kórstjóra söngsveitarinnar voru greidd úr sjóðum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Síðastliðinn vetur var þessu reglulega samstarfi slitið. Kómum voru ekki falin önnur verkefni en að syngja í óperunni Fjalla-Eyvindi og níundu sinfóníu Ludwigs van Beethovens ásamt öðru söngfólki. „Félögum sveitarinnar leist ekki á það að starfa á þessum grund- velli. Það er hefð fyrir þessu samstarfí, við höfum ekki neinn bakhjarl eins og aðrir kórar,“ sagði Emma. „Á aðalfundi í júní ákváðum við að halda ekki uppi kórstarfi í vetur. Það var með miklum trega, en við þessar aðstæður er illfært að halda í söngfólk, fjölbreytni í söngstarfi er orðin það mikil."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.