Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 61 Minning: Pétur Hafsteins- son bóndi Fæddur 13. mars 1924 Dáinn 11. október 1987 Sumarið er liðið, óvenju fagurt víða um land. Ég brá mér norður seint í ágústmánuði síðastliðnum og fór upp á Laxárdal til að sjá enn á ný æskustöðvamar. Þá kom ég við á Hólabæ að venju og fékk alúð- arviðtökur hjá hjónunum, þeim Pétri Hafsteinssyni og Gerði Aðal- bjömsdóttur. Ekki óraði mig þá fyrir því, að þetta kynni að verða síðasti fundur okkar jafnaldranna. Hann virtist vera hress. Hafði að vísu verið mjög þungt haldinn fyrir nokkmm ámm og gengist undir uppskurð. Hann var ekki enn ýkja aldraður maður. En dauða ber stundum óvænt að. Pétur var fæddur á Fremstagili í Langadal, en ólst upp á Gunn- steinsstöðum, í dalnum nokkru framar. Foreldrar hans vom þau Hafsteinn Pétursson bóndi og stúd- ent (1906) og Guðrún Ingibjörg Bjömsdóttir, kona hans. Bjuggu þau allan sinn búskap á Gunnsteins- stöðum. Hafsteinn lést árið 1961, 75 ára, og Guðrún árið 1974, 73 ára. Pétur tók við búskapnum ung- ur, en hann reisti nýbýli síðar í Hólabæ, sem er næsti bær við Gunnsteinsstaði. Búskapur varð ævistarf Péturs, þó að hann byggi sig undir verslunarstörf með því að stunda nám í Samvinnuskólanum, en þaðan lauk hann prófi árið 1945, 21 árs að aldri. Ég, sem þessar línur rita, kveð hér gamlan æskuvin og félaga. Ég kynntist Pétri er ég var vor- og sumarmaður á Gunnsteinsstöðum, 17 ára að aldri. Þá var Pétur orðinn fullorðinn maður og vann öll þau störf í sveit, sem hugsast gat. Þá fór öll vélavinna í sveit fram með hestverkfærum. Og mér fannst mikið til um lagni og dugnað Pét- urs á Gunnsteinsstöðum við þau verk. Þama sá ég í fyrsta sinn unnið með vélum við landbúnað, en á Laxárdal var allt unnið með hand- verkfærum. Pétur var stilltur maður og gætinn, fastur fyrir og fylginn sér þegar því var að skipta. Svo vildi til að við Pétur urðum nágrannar, ef svo má að orði kom- ast. Við áttum lönd sitt hvom megin við Laxá uppi á Laxárdal. Ég Refs- staði, austan við ána, en hann Kárahlíð og Grundarkot, vestan við ána. Oft kom ég að Gunnsteinsstöð- um og að Hólabæ, og var ætíð vel tekið. Pétur kvæntist árið 1952 heima- sætunni í Hvammi, utar í dalnum, henni Gerði Aðalbjömsdóttur. Böm eignuðust þau fimm; eru fjögur á Bbmastofa Fnðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavik. Sími 31099 Oplð öll kvöld til kl. 22,- éinnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. ■ Gjafavörur. lífí, öll uppkomin. Pétur gegndi mörgum opinberum störfum, sem annar mun gera skil. Ég kveð æsku- vin með klökkri lund og geymi minningu um hann til æviloka. Við hjónin sendum aðstandendum hans samúðarkveðjur. Auðunn Bragi Sveinsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megini’egla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eidra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t G. Eric Björnsson, 321 Moorgate, Blvd., Winnipeg, Manitoba, Canada, R3J 2L4, lést á heimili sinu 3. september. Margrót Björnsson. t Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KATARÍNUSSON, verður jarðsunginn mónudaginn 19. október kl. 15.00 frá Foss- vogskapellu. Karólína Sigurbergsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Þórir Óskarsson, Guðmundur Jónsson, Lárétta Bjarnadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðni Sigfússon, Blrgir Jónsson, Sigurveig Gunnarsdóttir og barnabörn. t Ástkær mágkona mín og föðursystir okkar, JÓNA SIGURBJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR, verður jarðsungin í Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Kristniboössambandlð. Camilla Sandholt, Jenný Guðlaugsdóttir Gröttem, Katrin Þ. Guðlaugsdóttir, Hildur Björg Guðlaugsdóttir, Pótur Guðlaugsson. t Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA J. HALLDÓRSSONAR, fyrrverandi kennara við Stýrimannaskólann í Reykjavík fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Ari Arnalds, Guðný Helgadóttir, Þorbjörg Helgadóttlr, Áslaug Helgadóttir, Jorgen H. Jorgensen, Nicholas J. G. Hall og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR BRYNJÓLFSSON, andaðist fimmtudaginn 1. október í Borgarspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum læknum og hjúkrunarliði Borgarspítalans fyrir góða umönnun. Rannveig Bjarnadóttir, Rannveig Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Jónasson, Brimar Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Ólafur Sigurjónsson og börn þeirra. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og systir, HULDA MARKÚSDÓTTIR frá Borgareyrum, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 21. október nk. kl. 10.30. Ólafur Jónsson Pétur Árnason, Hörður Jón Árnason, Smári Árnason, Markús Jónsson, Hrefna Markúsdóttir, Eygló Markúsdóttir, Grímur Bjarni Markússon, Þorsteinn Ólafur Markússon, Guðrún Einarsdóttir, Lára Tómasdóttir, Inga Ólafsdóttir, Sigrföur Magnúsdóttir, Magnús Sigurður Markússon, Erla Markúsdóttir Ester Markúsdóttir, Erna Markúsdóttir. Faðir okkar, stjúpfaðir og tengdafaðir, MARTEiNN JÓNASSON fyrrum skipstjóri og framkvæmdastjóri, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. október kl. 15.00. Agla Marta Marteinsdóttir, Stefán Gunnarsson, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Smári Hitmarsson, Hafdís Magnúsdóttir, Elín Guðnadóttir. T t Útför systur okkar og fóstursystur, GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Suðureyri, Tálknafirði, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 20. október kl. 13.30. Margrót J. Möller, Marta Jónsdóttir, Þórður Jónsson, Steinunn Jónsdóttir, Einar Jónsson, Steinunn Finnbogadóttir. E—. T Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST JAKOB ORMSSON, Kleppsvegi 44, frá Kletti, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 20. október kl. 15.00. Hjalti Ben Ágústsson, Særún Ágústsdóttir, Matthfas Sveinsson, Kristinn Þór Ágústsson, Lilja Kristinsdóttir. t Þökkum innilega hlýhug og samúö við andlát og útför eiginkonu minnar, móðurokkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, RÓSINKRÖNSU JÓNSDÓTTUR frá Bolungarvík. Magnús V. Guðbrandsson, Hörður Magnússon, Hjördfs Elinorsdóttir, Oddný E. Magnúsdóttir, Vincent P. Cerisano, Grótar I. Magnússon, Gróta Ágústsdóttir, Dagbjört J. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t tnnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andiát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSBJÖRNS GUÐJÓNSSONAR, Kleppsvegi 36, Reykjavfk. Svava Ásbjörnsdóttir, Gústaf Bergmann, Hrafnhildur Ásbjörnsdóttir, Ólafur Ágústsson, Gunnar Ásbjörnsson, Guðbjörg Jóna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.