Morgunblaðið - 20.10.1987, Side 59

Morgunblaðið - 20.10.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Þessir hringdu ... Um vörumerking- ar og dagstimpla Neytandi hringdi: „Að undanförnu hefur skapast nokkur umræða um vörumerking- ar og dagstimpa á matvörum. Margt bendir til að þessi mál séu í nokkrum ólestri. Til dæmis er mér mjög til efs að merkingar á eggjum standist í sumum tilfell- um. Svo virðist sem eggin séu oft geymd lengi á hænsnabúunum og framleiðsludagurinn miðist við daginn sem þau eru afhent versl- unum. Ég hef sjálf lent í því að kaupa egg sem samkvæmt dagst- impli voru ný en samt voru þau svo staðin að rauðumar höfðu sig- ið niður. Hér er ekki við kaupmenn að sakast heldur framleiðendur eggjanna. Gera þarf átak í þessum málum." Stöðviö fjáraustur- inn í landbúnaðinn Sigurður hringdi: „Mér óar við því hve illa ríkisstjónin ætlar að verja því fé sem nú er verið að kría út úr almenningi með hækkuðum söluskatti, bifreiða- gjöldum og fleiru. Þúsundir millj- óna eiga að fara í beina styrki til landbúnaðarins og virðist ekki sjá fyrir endan á þessari vitleysu. Var ekki búið að ákveða að afnema útflutningsbætur í áföngum á , sínum tíma? Ég er ekkert á móti því að al- menningur leggi fram sinn skerf til að greiða niður fjárhagshalla ríkissjóðs en þeir háu herrar sem þar stjóma verða þá að hætta að spreða peningunum í svo vonlaust fyrirtæki sem taumlaus offram- leiðsla á landbúnaðarafurðum er. Nú er næg atvinna og bændur hafa enga afsökun fyrir að lifa á ríkisstyrkjum, þeir geta fengið vinnu við fískvinnslu til dæmis. Og svo er annað. Óskaplegt bákn virðist hafa byggst upp í kring um landbúnaðinn og rennur mikið fé til að halda því gangandi. Þrátt fyrir hið mikla tap Iandbúnaðarins blómstra kerfiskarlamir í þessu bákni og kreijast sífellt meiri ríkisstyrkja. Þetta bákn ætti að leysa upp og leggja niður. Þannig myndu sparast ófáar milljónir. Stöðvið fjárausturinn í þessa hít.“ Verður Bessa- staðakirkju breytt til fyrra horfs? Jóhanna hringdi: „Mikið rask er nú vegna fom- leifarannsókna á Bessastöðum og hefur Bessastaðakirkja ekki farið varhluta af því. Fyrir nokkrum árum var ráðist í að endurnýja kirkjuna að innan og var henni þá breytt verulega. Nú langar mig til að spyija hvort í ráði sé að breyta kirkjunni til fyrra horfs á á ný.“ Óþarfar breyting- ar á strætisvagna- leiðum Arni Steingrímur Sigurðs- son - hringdi: „Ég vil mótmæla þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið á leiðum 13 og 14 sem fela í sér að strætisvagnarnir fara ekki lengur um Listabraut. Þar með fara engvir strætisvagnar framhjá verslunarskólanum lengur sem að fara upp í Breiðholt. Þetta er mjög óheppilegt og verður verra í vetur þegar veður og færð spill- ast.“ Grábröndótt læða Tapast hefur grábröndótt læða frá Baldursgötu 12 en hún sást síðast við Þórsgötu 7 mánudaginn 5. október. Hún gegnir nafninu Táta og var með gula hálsól og merkt þegar hún hvarf. Upplýs- ingar í símum 25859 eða 29300. Fundarlaun. Svart veski Svart seðlaveski fannst fyrir skömmu og getur eignandi þess hringt í síma 21024. Frábær Amster- damferð með Arnarflugi Ejja Þorleifsdóttir hringdi: „Ég fór ásamt tveimur dætrum mínu til Amsterdam með Amar- flugi 18. til 21. september. Við þökkum frábæra þjónustu, elsku- legt viðmót flugfreyja og mjög góðan mat. Bestu kveðjur til þeirra." Leikið lög með Guð- rúnu Á. Símonar Ólöf hringdi: „Ég sakna þess hve sjaldan söngur Guðrúnar Á. Sfmonar heyrist núorðið. Hún er einhver mesta söngkona sem við höfum átt. Mér fínnst hún í einu orði sagt stórkostleg manneskja. Ég legg til að sönglög með henni verið leikin reglulega í útvarpi.“ Fressköttur Fressköttur hefur verið á þvæl- ingi að Birkigrund í Kópavogi að undanfömu. Hann er hvítur með bröndótta flekki. Eigandinn getur vitjað hans að Birkigrund 20 eða hringt í síma 41192. Pottþéttir íþróttaþættir íþróttaáhugamaður hringdi: „íþróttaþætti Bjama Felixsonar í sjónvarpinu eru alveg pottþéttir. Bjami hefur alveg réttu stefnuna í efnisvali sínu og veit ég um marga sem eru sammála mér um það. Áfram Bjami!" .feíömiV'J iXmt Hljóðeinangrandi loftplötur til límingar í loft. ÍSLENZKA VERZLUMARFELAQIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Bildshöfða 16, sími 687550. MIÐSTÓÐVARHITARAR °g NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins Avallt TIL A LAGER. Gamall still • • • sem fer vel í nýja húsinu þínu. GÓÐAR ÓDÝ LANDSSMIDJAN HF. r SÓLVHÓLSGÓTU 13-101 REYKJAVÍK SlMÍ (VI) 20680 VERSLUN: ARMÚLA 23. BÍLAPERUR ÓDÝR GÆÐAVARA MIKIÐ URVAL Allar bilaperur fra RING bera merklö E , sem bYÖIr aö Þær uppfylia ytrustu gæðakrofur E.B.E, HEILDSALA SMÁSALA FULNINGA- HURÐIR Aðeins kr. 9.618,- gluggalausar 11.193,- fyrir gler Húsasmiðjan hf. s. 687700 Þar sem úrvalið er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.