Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 1

Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 1
72 SÍÐUR B 238. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Wall Street: Verðbréfavísitalan hækkaði um 100 stíg New York, Reuter. Verðbréfamarkaðurinn í Wall Street rétti aðeins úr kútnum i gœr eftir verðfallið á mánudag þegar Dow Jones-verðbréfavísi- talan féll um 508 stig. Þegar markaðnum var lokað hafði Dow Jones-vísitalan hœkkað um 102,6 stig og stóð hún í 1.834,01 stigi. Vísitalan hefur aldrei áður hækk- að um meira en 100 stig á einum degi. Við hækkunina náðust aftur 20 prósent þess fjár sem tapaðist á mánudag. Um tíma var Dow Jon- es-vísitalan 190 stigum hærri en þegar viðskipti hófust. Stjómir ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Qárfestingafyrirtækisins Merrill Lynch, kváðust ætla að kaupa hlutabréf í eigin fyrirtækjum. Við það hækkaði verðbréfavísitalan. Einnig hafði áhrif að hætt var að notast við tölvuforrit í viðskiptum á helstu flármálamörkuðum í Banda- ríkjunum. Sérfræðingar hafa sagt að hluta af hruninu á mánudag megi skrifa á reikning tölvustýrðra viðskipta. Gengi Bandaríkjadollara hækkaði mikið í gær og verð á gulli lækk- aði. Dollarinn hækkaði upp í 1,82 vestur-þýsk mörk eftir að tveir bandarískir bankar, Chemical Bank í New York og Marine Midland, ákváðu að láta ekki verða af vaxta- hækkun, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Únsan af gulli kostaði 461,50 dollara þegar viðskiptum lauk í London í gær og hafði lækkað um 20 dollara frá því á mánudag. Um 648 milljarðar dollara (um 26.000 milljarðar ísl.kr.) hafa tapast á verðbréfamarkaðnum í Wall Street síðan á miðvikudag. Á verðbréfa- mörkuðum um heim allan hafa 1.400 milljarðar dollara (um 56.000 millj- arðar ísl.kr.) tapast síðan á miðviku- dag. Hér fer listi yfir tap í dollurum á helstu verðbréfamörkuðum síðan á miðvikiidag: Svíþjóð: Yfirmaður fangelsismála segir af sér Stokkhólmi, Ritzau. YFIRMAÐUR fangelsismála í Svíþjóð, Ulf Larsson, sagði í gær af sér vegna flótta Sovétnjósnarans Stigs Bergl- ings. Larsson, sem var einn nán- asti samstarfsmaður Olofs Palme forsætisráðherra, til- kynnti afsögn sfna eftir tveggja klukkustunda fund með Önnu- Grétu Leijon, dómsmálaráð- herra. Leijon tók við embætti dómsmálaráðherra af Sten Wickbom, sem sagði af sér á mánudag. Tókíó Hong Kong Singapore Ziirich FYankfurt London 480 8 15 60 40 154 milljarðar milljarðar milljarðar milljarðar milljarðar milljarðar Reuter Orrustuþota hrapar á hótel Orrustuþota bandaríska flughersins hrapaði í gær niður á banka í borginni Indianapolis í Bandaríkjun- um og hafnaði í anddyri sjö hæða gistihúss. Þotan sprakk í loft upp og kviknaði mikill eldur. Sögðu yfírvöld að níu manns hefðu látið lífið, en ekki væri vitað hve margir hefðu slasast. Á myndinni sjást sjúkraliðar bera slasaðan mann af slysstað. Flugmaðurinn varpaði sér út í fallhlíf áður en þotan hrapaði. Sendi hann út neyðarkall og sagði að þotuhreyflamir hefðu drepið á sér. Tvær klukku- stundir tók að ráða niðurlögum eldsins. Þotan var af gerðinni A-7 Corsair. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti: Ekki ástæða til örvæntingar vegna hrunsins í Wall Street Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti sagði í gær að Banda- ríkjamenn þyrftu ekki að örvænta vegna hrunsins á verð- bréfamarkaðnum í Wall Street á mánudag. „Undirstaða efna- hagslífs er jafn traust i þessu landi og hún hefur verið og bandarískir borgarar þurfa ekki að örvænta," sagði Reagan við blaðamenn. Reagan kvaðst ánægður vegna þess að Dow Jones-verðbréfavísital- an hækkaði um rúm 100 stig f viðskiptum í gær og tveir bankar hefðu ákveðið að lækka vexti. Marl- in Fitzwater, talsmaður forsetans, sagði að ekki væri ráðgert að Bandaríkjastjóm hefði afskipti af verðbréfamarkaðnum, en Reagan lofaði þá yfirlýsingu Alans Green- span seðlabankastjóra að bankinn myndi auka peningamagn í umferð til þess að veita efnahags- og við- skiptalífi stuðning. Gerhard Stoltenberg fjármáía- ráðherra Vestur-Þýskalands sagði á blaðamannafundi í Bonn í gær að á fundi með James Baker flár- málaráðherra Bandaríkjanna á þriðjudag hefði verið ákveðið að ríkin hefðu samvinnu um að stuðla að því að gengi vestur-þýska marksins og Bandaríkjadollara héldist stöðugt. Baker sakaði Vest- ur-Þjóðveija í sfðustu viku um að grafa undan svokölluðu Louvre- samkomulagi, sem gert var í París í febrúar, með því að hækka vexti heima fyrir. Stoltenberg sagði að frekari lækkun dollara gæti leitt til þess að tilraunir bandarískra stjómvalda til að draga úr viðskiptahalla við útlönd rynnu út í sandinn. Iranar hóta hefnd- um á næstu dögum ÍRANAR sögðu í gær að árásar Bandaríkjamanna á tvo olfupalla á mánudag yrði hefnt grinuni- lega „á næstu dögum“. Banda- ríkjamenn kváðust ekki vi(ja frekari átök, en þeir væru við- búnir hefndarárásum írana. Ifyrstu viðbrögð yfírvalda 1 Kuwait við árásinni á borpallana vom að kreQast þess að þjóðir heims legðu meira af mörkum til að binda enda á styqöldina milli írana og íraka. Árás Bandarílqa- manna sigldi í kjölfarið á því að íranar skutu flugskeyti á olíuflutn- ingaskip frá Kuwait, sem sigldi undir bandarískum fána. Sovétmenn sögðu að Bandaríkja- menn hefðu brotið alþjóðalög og gerst sekir um siðferðisbrot. Aftur á móti var haft eftir ýmsum stjóm- arerindrekum við Persaflóa að Bandaríkjamenn hefðu ekki bmgð- ist við árás írana á olíuskipið af nægri hörku til að koma í veg fyrir frekari árásir á olfuskip. Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, helsti talsmaður íranskra stjóm- valda um styijöldina og forseti þingsins í Teheran, sagði að hefnt yrði grimmilega fyrir árásir Banda- ríkjamanna: „Ef Guð leyfir munum við gera skyldu okkar á komandi dögum. Þeir munu sjá eftir gerðum sfnum," sagði Rafsanjani í þing- ræðu, sem var útvarpað. íranar sögðu að olíupallamir hefðu enn staðið f ljósum logum sólarhring eftir árásina. Að þeirra sögn nemur ijónið á pöllunum 500 milljónum dollara (um 20 milljörð- um ísl. kr.). Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, var spurður hvort Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að he§a styijöld við írana: „Við emm viðbúnir öllu því sem kann að sigla f kjölfarið á undangengnum atburðum en ég myndi ekki nefna það styijöld." Haft var eftir vestrænum herfor- ingjum að arabaríki hefðu hvatt Bandaríkjamenn til að bregðast við af hörku, en Sovétmenn hefðu lagt hart að þeim að halda aftur af sér. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði að í Kreml væri litið á árás Bandaríkjamanna sem brot gegn ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Persaflóa. Reuter Reyk leggur frá frönskum olíu- paÚi eftír ár&s Bandarflqamanna. Reagan lýsti yfir því í gær að hann væri reiðubúinn til þess að taka hugmyndir þingmanna demó- krata um vaxtahækkanir til þess að draga úr fjárlagahalla til athug- unar. Sjá forystugrein á miðopnu og umfjöllun á bls. 30, 31 og 41. Kasparov jafnar metín Sevilla, Reuter. ANATOLY Karpov gaf í gær fjórðu skákina f heimsmeistara- einvfginu gegn Garry Kasparov heimsmeistara. Skákin fór í bið á mánudag og tilkynnti Karpov að hann hefði gef- ið áður en þeir settust að tafli að nýju. Leikar standa nú jafnir í ein- víginu í Sevilla á Spáni. Hafa báðir tvo vinninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.