Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 46

Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 JP ÞÓRUNN S. ÞORGRÍMSDÓTTIR Það er spennandi að hafa stóran og breytílegan myndflöt tíl umráða Þónum S Þorgrímsdóttir, leikmyndateiknari (Morgunbiaflií/Þorkeii) Hluti af leikmynd Brúðarmyndarinnar hefur verið settur upp og aðstandendur virða hana fyrir sér ÞEGAR talað er um leik- myndagerð vill það oft vefjast fyrir manni hvort um er að ræða, smíðar, málningavinnu, logsuðu, eða einhverja aðra iðngrein, eða hvort verið er að tala um myndlist. Leik- myndir eru margar og mismunandi, stundum eins og stofa á venjulegu heimili, eld- hús, garður eða hverfi. Áhorfandanum dettur ekkert frekar myndlist i hug, kannski vegna þess hve samofin leik- myndin er leiksýningunni sjálfri, þar sem leikarinn með sinn texta er miðdepillinn. Þórunn S Þorgrímsdóttir, leikmyndateiknari, hefur I nokkrar vikur unnið að leik- mynd og búningum fyrir leikrit Guðmundar Steinsson- ar, „Brúðarmyndina," sem verður frumsýnt nú seinni hluta októbermánaðar. Leik- ritið gerist I stofu hjá „venju- Iegu“ fólki, en ekki verður sagt að stofan sé ýlga venju- leg. Háir segldúksveggir í sterkum litum og fatnaður í æpandi litum sem við sjáum hvergi nálægt hinni svokölluðu hausttisku og þá ekki á „venju- legu“ fólki úti á götu. En hversvegna er leiksviðið ekki eðlilegra og nær okkur, ásamt fatnaðinum? Um hvað er leik- myndateiknarinn að hugsa og út frá hveiju gengur hann? Hvaða kröfur eru gerðar til leikmyndateiknara? Um þetta vildi ég forvitnast hjá Þór- nnni, en þó fyrst, hvaða menntun eða starfsreynslu þarf leikmyndateiknari að hafa? „Eftir stúdentspróf fór ég til Vínar og stundaði þar nám í leik- myndagerð í einn vetur," segir Þórunn. „Síðan kom ég heim og var í Myndlista og handíðaskólan- um í hálft ár, en hélt þá til Berlínar og stundaði þar nám í leikmynda- teiknun i fjögur og hálft ár við „Hochschule der Kiinste." Þetta er listaháskóli og nám í leikmynda- teiknun þar er hluti af almennu myndlistamámi. En í þessum skóla eru einnig kenndar aðrar listgrein- ar, eins og tónlist og leiklist. Allt undir einum hatti. I skólanum er nýtt leikhús til sameiginlegra af- nota fyrir þá sem eru í leikmynda- teiknun, leiklist, ópersöng og hljóðfæraleik. Námið hjá mér var fyrst og fremst myndlistamám með sérs- takri áherslu á leikhúsrými og rými yfírleitt. Fólk vinnur til að byija með bara eitt og sér, síðan byijar smátt og smátt samvinna við hinar deildimar, sem gengur allavega, stundum vel og stundum illa“ Eru efnismeðferð og tækni- legar lausnir hluti af af náminu? „Efnið kemur inn em sjálfsagð- ur hluti. Þú getur notað hvað sem er í leikhúsi. Okkur var fyrst og fremst kennt að vinna okkar eigin hugmyndir og aðaláherslan lögð á að þær væru réttar fyrir okkur og verkið. Síðan áttum við að geta bjargað okkur sjálf með tæknihlið- ina þegar við væmm byijuð að vinna. I Vín var mikil áhersla lögð á leiklistarsögu og tækniteikning- ar, en í Berlín var núið og við tókum við þátt í listalífínu eins og hver annar.“ Hvernig gekk þér svo að fá vinnu þegar þú komst heim? Ég fékk fyrsta stóra verkefni mitt fljótlega. Það voru leikmynd og búningar í „Stundarfriði" eftir Guðmund Steinsson. Reyndar hef ég alltaf gert bæði leikmynd og búninga í þeim sýningum sem ég hef unnið. Síðan hef ég meðal annars unnið „Garðveislu," einnig eftir Guðmund og nú „Brúðar- myndina" hans. Onnur verkefni hafa verið „Sumargestir" eftir Gorkí og „Hvað sögðu englamir" eftir Nínu Björk Ámadóttur. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur, í Iðnó, vann ég leikmynd og búninga í „Sölku Völku,“ „Bam í garðinu" eftir Sam Shepaiíd og nú síðast í „Degi vonar" eftir Birgi Sigurðs- son. Flest eru þetta ný íslensk verk. Eina eldra verkið sem ég hef feng- ist við er „Sumargestir." Jafn- framt þessu hef ég verið að vinna að mjmdlist, tekið þátt í samsýn- ingum og er að hugsa um að halda mína fyrstu einkasýningu í nóvem- ber í Nýlistasafninu." Hvers konar verk ætlarðu að sýna þar? „Áður hef ég verið að vinna með rýmií myndlist, en núna ætla ég að sýna venjulegar myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Leikhúsið hefur áhrif á myndirnar og myndimar á leik- húsið." Hvers vegna valdirðu leik- myndagerð fram yfir annað myndlistamám? Ég býst við að mér hafí þótt þetta eitthvað spennandi. Ég hafði að vísu mjög lítið unnið í leikhúsi áður. Mér fínnst þetta enn spenn- andi.“ Hvað er svona spennandi? „Auðvitað er margt af þessu hundleiðinlegt, en það sem er spennandi er að hafa svona stóran og breytilegan myndflöt til um- ráða. Það er margt sem þú ákveður fyrirfram þegar vinna á leikmynd og margt sem kemur á óvart og verður til í vinnunni. Það er líka gaman að vinna með þess- ar tilviljanir. En svo held ég að flestum myndlistarmönnum sem vinna í leikhúsi, fínnist að þeir fái aldrei að ráða nógu miklu. Mér fínnst að aðrir sem vinna í leik- húsi gleymi því oft að þeir em hluti af mynd. Leikhús er auðvitað samvinna og sú samvinna getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Ég held að allir upplifí það þannig. Þetta er mjög erfítt starf. Það sem er erfítt, held ég, eru þessi praktísku vandamál. Ef maður gæti bara setið úti í sal og verið hugmyndabanki væri þetta alveg yndislegt starf. En það eru þessi praktísku vandamál, eins og að leita að giasinu sem þú vilt hafa, láta vita að kjóllinn er of stuttur, fínna réttu skóna, ermasídd á erf- iðum leikkonum og fleira svoleið- is.“ Nú höfum við leikmynd eftir þig fyrir framan okkur. Hvern- ig hugsarðu hana og á hveiju byijarðu þegar þú vinnur svona leikmynd? „Ég byija á því lesa verkið. greina það og fínna hug—mynd út frá því. Ég teikna heil lifandis býsn á meðan og þá verður oft til bæði lými og búningar. Allt geng- ur út frá því rými sem mér fínnst verkið þurfa. Það er grunnurinn, því leikstjóri og leikarar geta ekki byijað að vinna fyrr en þeir vita hvaða rými þeir hafa. Litavalið kemur um leið og alll er þetta unnið út frá verkinu. En auðvitað er ekkert sem maður gerir heilagur sannleikur. Einver annar leikmyndateiknari myndi gera þetta allt öðruvísi. Annar teiknari með annað myndskyn og aðra persónu. Inn í leikmyndagerðina koma auk lita og búninga, lýsing og staðsetningar. Um leið og maður setur skáp hér, ákveður maður að hér komi leikarinn til með að standa og hér verði lýsing á hon- um. Þetta er allt ein heild. Sumar lausnir felast stundum í lýsingar- hugmyndum. Leikmyndateiknari er svona „altmulig mand“ sem skiptir sér af öllu.“ I leikmynd „Brúðarmyndar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.