Morgunblaðið - 21.10.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 21.10.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 51 Minning: Þorvaldur Brynjólfs- son, yfirverkstjóri Fæddur 15. ágúst 1907 Dáinn 12. október 1987 Þorvaldur Brynjólfsson lést 12. október 1987 og verður til moldar borinn í dag. Þorvaldur var fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1907, var því nýlega orð- inn áttræður. Foreldrar hans dóu bæði úr Spönsku veikinni 1918 með eins dags millibili frá sex bömum, sem þá fóru sitt í hveija áttina. Það varð hlutskipti Þorvaldar að fara í fóstur til móðursystur sinnar, Sveinbjargar Þorvaldsdóttur að Stóradal í Húnavatnssýslu og manns hennar Jóns alþingismanns Jónssonar. Þar ólst Þorvaldur upp til 18 ára aldurs með bömum þeirra hjóna á góðu heimili við góðan kost og gott atlæti, sem hann minntist jafnan með hlýjum hug. 1925 hleypti Þorvaldur heim- draganum og hélt til Reykjavíkur til að stunda jámsmíðanám í vél- smiðjunni Hamri og lauk því námi 1929. Ári seinna réðst hann til Landsmiðjunnar þegar hún var stofnuð og þar flengdist hann og starfaði í fjömtíu og sjö ár eða allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síðustu þijátíu árin var hann þar yfírverkstjóri. Þorvaldur tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum og var ágætur ræðumaður. Hann mælti venjulega af munni fram, var létt um það og gat verið bæði skemmtilegur og rökfastur. Hann var einn af stofn- endum Félags jámsmíðanema og gekk síðan í Félag jámiðnaðar- manna, þar sem hann var í stjóm og formaður þess 1937—42. Eftir að hann var orðinn verkstjóri gekk hann í Verkstjórafélagið Þór, sem gerði hann að heiðursfélaga. í Al- þýðuflokkinn gekk Þorvaldur strax árið 1925 og fylgdi þeim flokki að málum alla tíð. Hann gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum, var í framboði fyrir flokkinn og í stjóm ASÍ. Það er fyrst eftir að Þorvaldur gekk í Oddfellow-regluna 1946 að leiðir okkar lágu saman. Hann gekk í stúkuna Ingólf fyrst en varð svo með í stofnun stúkunnar Þorkels mána árið 1952. Hann gegndi þar ýmsum ábyrgðarstörfum, sem fóm honum prýðilega úr hendi en verða ekki rakin frekar hér. Árið 1931 gekk Þorvaldur að eiga Sigurást Guðvarðsdóttur, _sem venjulega gekk undir nafninu Ásta. Böm þeirra em: Ingiberg rafvirki, fæddur 1932, giftur Ingu Valdísi Pálsdóttur; Guðlín húsmóðir, fædd 1935, gift Hans Linnet, og Kolbrún húsmóðir, fædd 1941, gift Guð- mundi Gíslasyni skipstjóra. Auk þess ólu þau upp dótturdóttur sína, Ástu, sem jafhframt er kjördóttir þeirra. Hún er gift Halldóri Waag- fjörð vélstjóra. Nú em bamabömin orðin 12, bamabamabömin 8. Ástu konu sína missti Þorvaldur árið 1978. Það var honum mikill og sár missir eftir giftusamlegt og ástríkt hjónaband alla tíð enda telja þeir sem best þekktu til að það hafí mjög svo fengið á .hann. Þau hjónin Þorvaldur og Ásta vom miklir vinir okkar Jóhönnu konu minnar, og áttum við ótaldar góðar stundir með þeim sem við viljum gjama þakka nú þegar þau bæði em horfín héðan. Jafnframt viljum við færa fjölskyldum bama þeirra hluttekningu okkar þegar Þorvaldur er nú kvaddur í hinsta sinn. Nú hef ég rakið sögu hans nokk- uð og af því má sjá að Þorvaldur hefur tekið mikinn þátt í félagsmál- um enda var honum lagið að umgangast fólk bæði í starfí og að leik. Hann hafði þannig framkomu að hann eignaðist ekki óvini heldur var honum lagið að eiga gott sam- starf bæði á vinnustað og í þeim félögum sem hann lagði lið sitt. Slíkt verður varla sagt um aðra en þá sem við teljum drengi góða og Þorvaldur var vissulega einn þeirra. Blessuð sé minning hans. Garðar Þorsteinsson MANHLEÚj PATTURINN 2.11. FYRIRTAKINU VEGNAR BETUR, NÝTI STARFSMENN SAMSKIPTAHÆFNI SÍNA TIL FULLS. ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐ FYRIR EINSTAKLINGA OG STARFSMANNAHÓPA. Magnað námskeið afnýju tegundinni og því erætlað að skila árangri strax. Þetta er námskeiðið sem Flugleiðir sendu allt sitt starfsfólk á. NÁMSKEIÐIÐ Á: • Að auka þátttöku og áhuga starfsfólks á starfsemi fyrirtækisins • Að auka skilning allra á mikiivægi þess að uppfylla þarfir viðskiþtavinarins • Að kynna raunhæfar aðferðir til samskiþta innan fyrirtækis og utan • Að taka breytingum með jákvæðum hætti • Að bæta starfsandann • Að skapa skilning á því að þjónustan innan fyrirtækisins hefur mikil áhrif á þjónustuna út á við LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TÍMI OG STAÐUR: 2.-3. nóvember kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. Grautur með °g w g mt Kj® ímr J GRfiUTUP Stjómunarfélag Islands I Ánanaustum 15 ■ Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.