Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiDecember 1987Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 9 ^ HERRASKYRTUR Vorum aö -taka upp glæsilegt úrval af enskum herraskyrtum, peysum og náttfötum. GEtfSiB H SVAVA JAKOBSDÓTTIR áritar bók sína GUNNLAÐAR SAGA íverslunokkar ídag kl. 16-18. Sendum áritaöar bækurí póstkröfu. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Starfshættir Alþingis Starfshættir Alþingis hafa lítið breytzt á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Það er fyrst nú síðustu misseri, sem sjá má merki þess, að breyting er að verða á vinnuskipulagi þingsins. Nú fyrir nokkrum vikum var t.d. byrjað að halda þingfundi að hluta fyrir hádegi, sem er auðvitað sjálfsagt, m.a. til þess að greiða fyrir því, að fjölmiðlar geti betur komið því sem gerist í þinginu til skila til almennings. En þrátt fyrir þær umbætur, sem gerðar hafa verið á starfsháttum þingsins, er mikið starf óunn- ið. Oddur Ólafsson, aðstoðarritstjóri Tímans, fjallar um þetta mál í pistli í blaði sínu í gær. í Staksteinum í dag er vitnað til þeirra skrifa. Tímaþröng á Alþingi Oddur Ólafsson segir m-a. í Tímannm i gser um vinnubrögð á Alþingi nú og vísar þar m.a. til um- ræðna um byggingu á nýju húsi fyrir skrifstof- ur þingmanna og aðra starfsemi: „Það er góðra gjalda vert og sjálfsagt að búa vel að Alþingi og ðllu því starfl, sem þar fer fram. En hitt er ann- að mál, hvort starfs- hættir þingsins þarfnist síður endurbóta en sú umgjörð, sem byggingar- listin setur starfseminni. Nú, um miðbik jólaföstu, er ólokið afgreiðslu allra mikilsverðustu mála, sem tekin verða fyrir á þing- inu í vetur. Þau eru venju fremur mörg og flókin að þessu sinni, enda stendur nú fyrsta þing eftir kosningar og allt önnur ríkisstjóm er við völd en sú, sem réði lög- um og lofum á siðasta kjörtimabili. Miklar breytingar standa fyrir dyrum á þýðingarmikl- um lagabálkum og er verið að ræða þá alla samtímis og ætlast er til að afgreiðslu verði lokið fyrir jól. Er sýnilegt, að tímaþröngin, sem háir Alþingi, er mun verri en húsnæðisþrengslin." Fast haldið í gamlar hefðir Síðan segir Oddur Ól- afsson: „Starfstími Alþingis er enn miðaður við bændasamfélag og þá samgönguerfiðleika, sem við var að glima, þegar það var og hét. Svo fast er haldið í gamlar hefðir að aldrei kemur til mála að kalla þingið sainan utan þess tíma sem vorverk, heyannir og göngur og slátrun standa yfír i sveitínni. Sl. vor var kosið samkvæmt nýjum kosningalögum og þingmönnum var fjölgað. Umboðslaus stjóm starf- aði fram á mitt sumar, þegar ný ríkisstjóm var mynduð. Alþingi sem slíkt kom þar hvergi nærri. Þingflokkamir vom kallaðir saman aft- ur og aftur tíl skrafs og ráðagerða um stjómar- myndun. Þegar hún var komin á laggimar fóm þingmenn heim án þess, að Alþingi hafl staðfest, að ný ríkisstjóm væri tekin við völdum. Sam- þykki meirihluta þings- ins fólst í samþykktum þingflokkanna." Fát o g írafár Loks segir Oddur Ól- afsson: „Það er ekkert nýtt í þingsögunni að hespa verður af málum fyrir jól og siðan þing- lausnir. En þeir, sem verkum stjóma, ættu að vera famir að átta sig á, að ef fjárlög og aðrir stórbálkar eiga að öðlast lagagildi um áramót er nauðsynlegt, að þingið- taki til starfa fyrr á haustin svo að afgreiðsl- an lendi ekki öll i fátí og írafári i miðjum jólaönn- um. Hjá öðrum stofnun- um eða fyrirtælqum þættu svona vinnubrögð slóðaskapur. FYRSTA OG FJÓRÐA HEILRÆÐIFRÁ VERÐBRÉFAMARKAÐIIÐNAÐARBANKANS TIL PEIRRA SEM ERU AÐ BYRJA AÐ SPARA: 1 Leggiö fyrir fasta fjárhæð við hverja út- borgun. Það er meira virði að halda þessá reglu en hversu há fjárhæðin er. 4 Haldið lausafé í lágmarki og á sem hæstum vöxtum. Þegar vextir eru háir er dýrt að liggja með fé sem ekki ávaxtast. ... OG ÞAÐ ER EKKERT ERFTTT AÐ STÍGA FYRSnTU SKREFIN! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla7, 108 Reykjavík. Sími68 1530

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55696
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.08.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

282. tölublað (11.12.1987)

Iliuutsit: