Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiDecember 1987Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Samkór Kópavogs. Tónleikar Selkórs og Samkórs Kópavogs SELKÓRINN á Seltjamarnesi og Samkór Kópavogs halda jóla- tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 13. desember kl. 20.30. Á efnisskrá kóranna verða göm- ul og ný jólalög ásamt negrasálm- um. Á tónleikunum syngja einsöng Hulda Guðrún Geirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Undirleik annast Oddný Þorsteinsdóttir á orgel og Kristín Guðmundsdóttir og Petrea Sveinsdóttir á þverflaut- ur. Kóramir standa á tímamótum um þessar mundir. Samkór Kópa- vogs varð 20 ára á síðastliðnu starfsári og Selkórinn nær sama aldri á þessu ári. Stjómandi Samkórs Kópavogs er Stefán Guðmundsson og stjóm- andi Selkórsins Friðrik Vignir Stefánsson. Selkórinn. SH setur upp skrif- stofu í Frakklandi SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihú- sanna hefur ákveðið að setja upp sérstaka söluskrifstofu i nám- unda við Boulogne í Norður- Frakklandi. Þetta er gert í kjölfar aukinnar sölu á frystum fiski á Frakklandsmarkaði að undanfömu og til að auka þjón- ustu við viðskiptavini SH í Frakklandi. Ólafur Guðmundsson, sem lætur af störfum sem forstjóri dótturfyr- irtækis SH í Grimsby um áramótin, hefur failizt á að hrinda þessu aukna markaðsstarfi úr vör, segir í frétt frá SH. Þar segir ennfremur að Ólafur hafi sinnt sölu á frystum fiski tii Frakklands frá Grimsby undanfarin ár og sé vel kunnugur markaðnum. Mikil aukning sé fyr- irsjáanleg á sölu á frystum matvælum í Frakklandi, ekki hvað sízt á fiski og gefi það góðar vonir um árangur. Ólafur Guðmundsson Seljakirkja vígð á sunnudag SELJAKIRKJ A i Reykjavík verð- ur vígð á þríðja sunnudegi i aðventu, 13. desember. Athöfnin hefst klukkan 16 en frá klukkan 15.30 verður Ieikin tónlist við kirkjudyr. Sigurður Guðmunds- son settur biskup vigir kirkjuna. Að lokinnni vígslu verður guðs- þjónusta sem sóknarprestur Seljasóknar, séra Valgeir Ástr- áðsson, annast. Við guðsþjónustuna mun kór Seljasóknar, undir stjóm Kjartans Sigutjónssonar, flytja Laudate dominum eftir Mozart og Syng Drottni eftir Heinrieh Schultz, við texta eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka, unninn sérstaklega af þessu tilefni. Að lokinni athöfninni býður kvenféiag sóknarinnar gestum og safnaðarfólki upp á kaffiveitingar í sölum kirkjunnar. Söngsveitin Boney M. Háskólabíó: Boney M ásamt íslenskum hljóm- listarmönnum á jólatónleikum JÓLATÓNLEIKAR verða haldn- ir í Háskólabíói sunnudaginn 13. desember n.k., klukkan 15, þar sem söngsveitin Boney M og á þriðja tug islenskra tónlistar- mannii munu syngja jólalög. Meðal þeirra er fram koma á tónleikunum eru Laddi, Bjartmar Guðlaugsson, Eiríkur Hauksson, Stuðkompaníið, Hljómsveit Magn- úsar Kjartanssonar, Sniglabandið, Hörður Torfason, Eyjólfur Kristj- ánsson og Helga Möller. Veitinga- húsið Evrópa og hljómplötuútgáfan Steinar hf. standa fyrir tónleikun- um. Forsala aðgöngumiða er í Há- skólabíói og í hljómplötuverslunum Steina hf. Austurstræti 22, Rauð- arárstíg 16, Glæsibæ og við Strandgötu í Hafnarfirði. Morgunblaðió/RAX Nokkrír af aðstandendum Fuglahandbókarínnar. Sitjandi á myndinni eru (f.v.): Jóhann Óli Hilmarsson, Þorsteinn Einarsson, höfundur bókarínnar, og Krístinn Haukur Skarphéðinsson. Fyrsta greiningarbókin um íslenska fugla komin út ÖRN OG Örlygur hefur gefið út Fuglahandbókina - Greiningarbók um íslenska fugla, eftir Þorstein Einarsson, en hún er þríðja bókin í ritsafninu íslensk náttúra. Bókin er hin fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út á íslandi, en hún hefur að geyma litmyndir af öllum islenskum varpfuglum, far- og vetrargestum, og algengustu flækingsfugium, auk skýríngar- mynda og teikninga þar sem helstu greiningareinkenni eru dregin fram. Alls er fjallað um 110 tegundir fugla í bókinni, og í megintexta er útliti viðkomandi fugls lýst, auk bú- svæðis hans, varpi, rödd og sérstæð- um lifnaðarháttum. Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi iþróttafuil- trúi, er höfundur texta, en honum til aðstoðar voru Kristinn Haukur Skarphéðinsson, líffræðingur, sem las yfir handrit og veitti fræðilega ráðgjöf, og Jóhann Óli Hilmarsson, fugiaáhugamaður, sem var höfundi til aðstoðar við alla þætti verksins. Auk litmyndanna eru smækkaðar- myndir af fúglunum þar sem bent er með tólusettum örvum á helstu greiningareinkenni sem eru útskýrð f stuttum texta. Þá eru hátt í tvö- Morgunblaðið/Ámi Sœberg Kirkjumiðstöð Seljasóknar. Sjálf kirkjan, sem vigð verður á sunnu- dag, er fremst á myndinni. Kápumynd Fuglahandbókarinn- ar er af þúfutittlingi á flugi, en hana tók Sigurgeir Jónasson. hundruð skýringarteikningar, eink- um af fuglum á flugi, sem Sigurður Valur Sigurðsson hefur teiknað. í átta tilvikum var ekki hægt að fá nógu góðar ljósmyndir af viðkomandi fuglategundum, og málaði Brian Piikington myndir af þeim. Alls eiga 35 aðilar ljósmyndir í bókinni, en flestar eiga þeir Grétar Eiríksson, Sigurgeir Jónasson, og Jóhann Óli Hilmarsson. Auk textans og myndanna við teg- undagreiningamar er að finna í bókinni yfirlitskort af helstu fugla- björgum landsins ásamt tegunda- samsetningu þeirra, umfjöllun um fuglafriðun, og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

282. tölublað (11.12.1987)

Iliuutsit: