Morgunblaðið

Dato
  • forrige måneddecember 1987næste måned
    mationtofr
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.1987, Side 24

Morgunblaðið - 11.12.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 eeM* I LEIÐTOGAFUNDURINN I WASHINGTON opinbera veislu þá er Sovétleið- toginn bauð til í fyrrakvöld. Börnin, eitt handleggjalaust, annað skaðbrennt og tvö fóta- laus, höltruðu því að steinsteypu- garði nokkra metra frá sendiráðsbyggingunni, lögðu blómin á jörðina og fóru við svo búið. Nokkrum mínútum síðar komu forsetahjón Bandaríkjanna, þau Ronald og Nancy Reagan, til máls- verðarins, þar sem þau sátu til borðs með Míkhaíl Gorbatsjov og konu hans Raísu. Bömin, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, ” komu til Banda- ríkjanna fyrir nokkrum dögum til þess að leita sér læknishjálpar, að sögn Charles Brockunier, talsmanni Friðarhóps afganskra bama, sem er góðgerðarstofnun í Boston. Yusaf Kahn, 14 ára gamall drengur sem missti báða handlegg- ina í sprengjuárás Sovétmanna á heimaþorp • sitt, hafði blómvöndinn skorðaðan í vesti sínu. í fyrstu kom sovéskur sendiráðs- starfsmaður út og sagði Brockunier að hann myndi skýra viðkomandi stjómarerindreka frá málaleitan hópsins. Um hálftíma síðar kom bandarískur lögregluþjónn að máli við Brockunier og sagði honum að sendiráðið hefði haft samband við lögregluna og sagt að allir starfs- menn þess væru of önnum kafnir til þess að geta hitt bömin eða tek- ið við blómvöndunum. „Þeir sögðu að þeir gætu ekki tekið á móti okk- ur vegna þess að allir væm of uppteknir við að undirbúa hinn op- inbera málsverð. Við höfðum vonað að þeir myndu hitta okkur í anda détente-stefnunnar. “ Reuter Raísa Gorbatsjova veifar til blaðamanna við Hvita húsið, er hún kom þangað í heimsókn til Nancy Reagan. Karlarnír urðu dús en konumar þérast enn Washington, frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunblaðsins. RAÍSA Gorbatsjova komst ekki í búðir og sá lítið af Bandaríkjun- um dagana sem hún var í Washington, en hún hitti þó nokkurn fjölda af áhugaverðu fólki. Pamela Harriman, ekkjan Averells Harriman, sem var sendiherra í Sovétríkjunum á stríðsárunum, bauð henni til sín í gærmorgun og þar voru nokkrar af áhrifa- mestu konum Bandaríkjanna. Frú Harriman er eftirsóttur gestgjafi í höfuðborginni og Anat- olíj Dóbrínin, fyrrverandi sendi- herra Sovétríkjanna í Washington, fór fram á að hún byði Raísu í heimsókn. Hún féllst á það og bauð Söndru Day O’Connor, hæstaréttardómara, Nancy Kasse- Reuter Þar til við hittumst í Moskvu í veislu, sem Gorbatsjov Sovétleiðtogi hélt Reagan Bandaríkja- forseta til heiðurs á miðvikudagskvöld bar margt á góma, en áður en veislunni lauk skálaði Gorbatsjov fyrir forsetanum og óskaði honum góðrar heilsu og lífshamingju. Minnti hann Reag- an síðan á að þeir myndu hittast að nýju, lyfti glasi sínu og mælti: „Þar til við hittumst í Moskvu. baum, öldungadeildarþingmanni, Katharine Graham, útgefanda Washington Post og Honnuh Hol- bom Gray, rektor Chicago- háskóla, meðal annarra í heimsókn með leiðtogafrúnni. Raísa tók á móti armenskum Ameríkönum í sovéska sendiráðinu áður en hún fór til Harriman. Þeir færðu henni gjafir og þökkuðu Sovétmönnum aðstoðina í barátt- unni við Tyrki 1915-1919. Frú Gorbatsjova leggur áherslu á það, að hún sé menntuð kona og sagði blaðamönnum að hún hefði doktorsgráðu í heimspeki og sýndi áhuga á myndlist og banda- rískri sögu, þegar hún skoðaði Listasafn ríkisins og Hvíta húsið. Hún óskaði sérstaklega eftir að fá að skoða embættisbústað forsetans áður en hún kom til landsins og Nancy Reagan Ieiddi hana um húsið áður en þær drukku kaffi saman I ró og næði á miðvikudags- morgun. Raísa spurði Nancy í þaula um sögu hússins og muni í því. For- setafrúin kunni ekki svör við þeim öllum og aðstoðarkona hennar varð að hlaupa í skarðið. Blaðamenn fylgdu þeim í skoðunarferðinni. Raísa var vingjamleg og vildi gjaman spjalla við þá, en Nancy var ekki á því og togaði stöllu sína eitt sinn í burtu frá fréttamönnun- um. Henni gafst þó tækifæri til að segja að henni þætti Hvíta hús- ið helst til formlegt. „Fólk vill búa í venjulegu húsnæði," sagði eigin- kona leiðtoga Sovétríkjanna. „Þetta er safn. Það er mjög al- mennilegt af frú Reagan að segja mér sögu hússins." Nancy sýndi henni ekki einkahíbyli forsetahjón- anna á efri hæð hússins. Það hefur mikið verið skrifað um samkeppni á milli kvennanna undanfama daga en báðar segja að það sé kjánalegt að tala um slíkt. Það dróst á langinn að Nancy fengi svar um hvort Raísa kærði sig um að drekka með henni kaffi á meðna eiginmenn þeirra ræddu heimsmálin í Washington og hún þurfti að reka á eftir svari, en frú Gorbatsjova þáði boðið að lokum og þær ræddu m. a. eiturlyf þegar þær hittust. Raísa sagði að alkóhól væri helsti fíknilyfjavandi Sov- étríkjanna, en benti Nancy þó á rússneska bók um eiturlyfjavand- ann. Forsetafrúin sagðist hafa áhuga á að kynna sér hana. Gorbatsjov-hjónin virtust skemmta sér konunglega í kvöld- verðarboði Reagan-hjónanna á þriðjudagskvöld. Þau tóku undir með Van Clibum, píanóleikara, þegar hann lék sovéska söngva og voru lengur í veislunni en vænst var. Karlamir urðu dús og kalla nú hvor annan Ron og Míkhaíl en konumar þérast enn. Gorbatsjov í Washington: Frægt fólk á námskeiði í „glasnost“ Washington, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov tókst hið ómögulega á þriðjudagskvöld. Hann hélt námskeið í glasnost fyrir hundrað fræga Bandarikja- menn. Færri komust að en vildu í sov- éska sendiráðinu í Washington þegar sovétleiðtoginn útlistaði stefnu sína. Meðal viðstaddra voru Henry Kissinger, Yoko Ono, Paul Newman, Billy Graham, Cyrus Vance, Robert DeNiro, Norman Mailer, Robert McNamara, Carl Sagan og John Kenneth Galbraith. Eftir fyrirlesturinn fengu viðstaddir að spyrja Gorbatsjov spuminga. Sagði Kissinger fyrrverandi ut- anríkisráðherra að fyrirlesturinn hefði verið „mun gáfulegri en spumingarnar". Náttúruverndarsamtök í Bandaríkjunum: Hvetja Sov- étmenn til að fordæma hvalveiðar BAK við tjöldin í Washington þrýsta dýravemdunarsamtök á Sovétmenn um að fordæma hval- veiðar en þeir hættu slíkum veiðum nú í vor. „Sovétmenn myndu snúa al- menningsáliti heimsins sér í vil ef þeir fordæmdu hvalveiðar opinber- lega,“ sagði David McTaggart formaður Greenpeace Intemational. Samkvæmt uppplýsingum við- skiptaráðuneytis Bandaríkjanna er líklegt að William Verity viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna taki málið upp á fundi nú f vikunni með full- trúa úr sovéska viðskiptaráðuneyt- • inu að beiðni 30 náttúruvemdar- samtaka. Stríðsfötluð afgönsk börn: Fengu ekki að skilja eftir blóm handa Gorbatsjov Wáshington, Reuter. SOVÉSKIR stjórnarerindrekar neituðu í fyrradag fjóram böm- um, sem fötluð eru eftir heraað Rauða hersins í Afganistan, að skilja eftir blóm til Míkhaíls Gor- batsjovs í sendiráði Sovétríkj- anna í Washington. Ástæðuna sögðu þeir vera þá, að þeir væru of önnum kafnir við að undirbúa Fulltrúi Islands var við undir- ritunina LEIÐTOGAR risaveldanna, þeir Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti og Míkhaíl Gor- batsjov Sovétleiðtogi, undirrit- uðu sem kunnugt er sáttmála um upprætingu skamm- og meðaldrægar kjarnorkuflaug- ar á þriðjudag. Fór undirritun- in fram í Hvita húsinu og var fulltrúi íslands, Hörður Bjarna- son, sendiráðunautur, þar í fjarveru Ingva S. Ingvarssonar, sendiherra, sem nú er að af- henda trúnaðarbréf í Suður- Ameríku. Morgunblaðið hafði samband við Hörð og spurði hvemig athöfnin hefði fram farið. Sagði Hörður að í sjálfu sér væri litlu að bæta við það, sem sést hefði sjónvarpsút- sendingu um heim allan. Leið- togamir hefðu gengið í salinn, flutt stutt ávörp, skrifað undir og síðan haldið á braut til þess að flytja sjón- varpsræður sínar. Við undirritunina voru staddir allir helstu embættismenn ríkis- stjómar Reagan, fyrirliðar samn- inganefnda ríkjanna, leiðtogar Bandaríkjaþings, stjómarerindrek- ar Atlantshafsbandalagsríkja, auk ýmissa gesta annarra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

282. tölublað (11.12.1987)

Handlinger: