Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 1987næsti mánaðurin
    mifrlesu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 11.12.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 31 KicJiimtl Kyd MiMV /•* **•>»*•' * Matthías A.Mathiesen: Akureyri: „Friðar“-sýning í Möðruvallakjallara FJÓRÐI bekkur félagsfræði- deildar Menntaskólans á Akur- eyri stendur nú fyrir sýningu í Möðruvallakjallara á eigin verk- um — veggspjöldum, sem nemendurnir hafa unnið að í vetur. Sýningin ber yfirskriftina „Friður". Verkefnin tengjast öll friði í heiminum og vill svo skemmtilega til að sýningin er tilbúin nú þegar leiðtogar risa- veldanna tveggja eru i miðjum klíðum við að finna leiðir til fækkunar kjarnorkuvopna, segir meðal annars í riti sem einnig hefur verið gefið út af nemend- unum. Auk veggspjalda fékk hver hópur sérstakt efni til að skrifa um. í rit- inu, sem hlotið hefur heitið „Spjót og spekt“ má finna ritgerðir um aðskilnaðarstefnuna, sambúðina á Norður- írlandi, Afvopnun og geim- vamir, Vopnaðan frið, Hemaðar- bandalög, Friðarhreyfíngar, Klukkumar í Nagasaki og fleira. í ritstjómarpistli segir að sl. haust hefði „aðall og ijómi MA“ ákveðið að gefa út blað. Skyldi blað- ið ijalla um meginviðfangsefni söguáfanga bekkjarins, frið. Til þess að unnt hefði verið að gera friðarmálum skil var einnig nauð- synlegt að leita inn í myrkur ófriðarins. Bragi Guðmundsson cand. mag. var leiðbeinandi í verk- efninu. Alls unnu að verkefnunum 23 nemendur félagsfræðideildar og eru verkefnin jafnframt próf þeirra í mannkynssögu. Sýningin var opnuð á fimmtu- dagskvöld og fengu nemendumir þá tvo fyrirlesara til að ræða um efni tengd friði, þá Pétur Péturs- son, lækni á Akureyri, og Pétur Einarsson, leikhússtjóra, en Leik- félag Akureyrar hefur einmitt lokið sýningum á leikritinu Lokaæfingu ogtengist efni þess mjög kjamorku- styijöld. Sýningin verður opin í dag, laugardag, og sunnudag frá kl. 14 til 18. Vikið að sérstöðu okkar Islendinga vegna fiskafurða á fundi forsætisráðherra og samstarfsmanna Norðurlanda „Á þessum fundum öllum vék ég að sérstöðu okkar íslendinga, sérstáklega vegna fiskafurða okkar, og lagði áherslu á stuðn- ing annarra Norðurlanda á vettvangi EFTA, fríverslunar- samtaka Evrópu, en þar höfum FÍB: við góðan stuðning, bæði í ráð- herranefnd og þingmannasam- tökum,“ sagði Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra sem sat fundi forsætisráðherra Norðurlanda og samstarfsráð- herra í Osló á miðvikudaginn. Sagði Matthías að þessum orðum hefði verið vel tekið á fundunum og Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra Noregs til dæmis vikið sérstaklega að þessu í inngangsorð- um á fundi forsætisráðherranna og forsætisnefndarinnar. Matthías er samstarfsráðherra Norðurlandanna og sat hann fund forsætisráðherr- anna sem fulltrúi Þorsteins Pálsson- Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lenti í gær á flugvellinum á Rifi og tók eldsneyti í fyrsta sinn úr 12 þúsund litra tanki, sem Skeljungur hf. hefur sett þar upp. Þyrlueldsneyti á Rifi: Bætir mjög aðstöðu Landhelgisgæsluimar - segir Páll Halldórsson, flugstjóri „ÞAÐ breytir mjög miklti fyrir Landhelgisgæsluna að geta nú sett eldsneyti á þyrluna á Rifi á Snæfellsnesi, því áður var hvergi hægt að nálgast eldneyti frá Reykjavík til Isafjarðar," sagði Páll Halldórsson, fiugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Nú hefur Skeljungur sett upp 12 þúsund lítra eldsneytistank á flugvellin- um á Rifi og fór þyrla Gæslunn- ar, TF-SIF, sína fyrstu ferð þangað i gær. Landhelgisgæslan hefur aðgang að eldsneytinu hvenær sólarhrings sem er, en starfsmaður flugmálastjórnar á fiugvellinum hefur umsjón með tankinum. Páll sagði að það hefði lengi ver- ið draumur þeirra Landhelgisgæslu- manna að eldsneytisaðstöðu yrði komið upp á Snæfellsnesi. „Þetta þéttir verulega net okkar á landinu, því áður var hvergi hægt að nálg- ast eldsneyti frá Reykjavík til Isafjarðar," sagði hann. „Þá er oft á tíðum illmögulegt að lenda á ísafírði í slæmu veðri, en á Rifí eru aðstæður betri. Það er mjög mikil hagræðing að þessu og ég get nefnt sem dæmi að þyrla Landhelgis- gæslunnar hefur oft tekið þátt í leit við BreiðaQörð. Þá hefur hún ekki nýst sem skyldi, því það hefur alltaf þurft að fljúga aftur til 't- Reykjavíkur eða til Isaijarðar til að ná í eldsneyti. Nú getum við hins vegar flogið í 150 mflur út frá Rifí.“ Nú er eldsneyti fyrir þyrlu Land- helgisgæslunnar á níu stöðum á landinu. Þeir staðir eru Reykjavík, Rif, ísafjörður, Sauðárkrókur, Ak- ureyri, Vopnaíjörður, Egilsstaðir, Hornafjörður og Keflavík. „Það sem vantar núna, til að loka hringnum, er aðstaða í Vestmannaeyjum,“ sagði Páll. „Við vinnum að því nú að svo verði, en ekkert hefur verið ákveðið enn varðandi það.“ Mótmælir innflutn- mgi „flóðabílanna“ FÉLAG íslenskra bifreiðaeig- enda sendi dómsmálaráðherra og Bifreiðaetirliti ríkisins bréf í gær, þar sem félagið mótmælir innflutningi bifreiða sem lentu í flóðunum i Drammen í Noregi í október sl. Félagið telur sérstak- lega alvarlegt að skrá og markaðssetja bifreiðir sem fram- leiðandi virðist ekki telja sölu- hæfa vöru. Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri FÍB, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þar Afmæli í DAG, 11. desember er sextugur, Friðgeir Kristjánsscn, húsasmiður í Heiðmörk 55, Hveragerði og fyrr- um bóndi að Hvoli í Ölfusi. Kona hans er Jórunn G. Gottskálksdóttir og eiga þau fímm uppkomin börn. Hann fæddist í Kollsvík sunnan Patreksfjarðar. sé átt við Subarubifreiðir þær sem lentu i flóðunum og íslensk- ir aðilar hafa keypt. Félagið sé þó einnig að mótmæla innflutn- ingi á Mitsubishibifreiðum þeim sem lentu i flóðunum og Hekla hf. keypti. Fulltrúar félagsins ætla hins vegar að vera viðstadd- ir skoðun Bifreiðaeftirlitsins á nokkrum af Mitsubishibifreiðun- um n.k. laugardag. í bréfínu til Bifreiðaeftirlitsins segir m.a. að skemmdir bifreiðanna muni erfítt að meta með neinni vissu. Félagið telur því óhæft að flytja slíkar bifreiðir til landsins og skrá þær hér. í bréfinu segir einn- ig: „Sérstaklega telur félagið alvarlegt að skrá og markaðssetja bifreiðir sem framleiðandi virðist ekki telja söluhæfa vöru. Jafnframt vekjum við athygli á þeirri auknu slysahættu sem mikill fjöldi bifreiða með leynda galla getur valdið í umferðinni hér á landi um ókomin ár.“ I bréfínu til dómsmálráðherra segir m.a. að hér á landi sé engin skoðunarstöð sem gengið geti úr skugga um raunverulegt ástand bifreiðanna. í bréfínu segir einnig: „FÍB telur því algera óhæfu að markaðssetja hér á landi bifreiðir sem ekki eru taldar söluhæfar í nágrannalöndunum. Því leggur FÍB til að þeir bflar, sem lentu í sjóflóð- um í Drammen, verði ekki skráðir hér á landi... FÍB telur brynt að nú þegar verði settar nákvæmar reglur um skráningu bifreiða, þann- ig að auðvelt verði að hefta markaðssetningu bifreiða, jafnvel eftir að þær hafa verið fluttar til landsins." ar. Fundarhöldin hófust með fundi samstarfsráðherranna en hann er haldinn til að undirbúa Norðurland- aráðsþingið sem verður í marsmán- uði. Matthías sagði að auk venjubundinna- mála hefðu verið rædd þau frumvörp sem ráðherr- amir myndu leggja fyrir þingið, þar á meðal samstarf um líftækni, framtíðarverkefni Norræna útflutn- ingssjóðsins, norræna iðnaðarmið- stöð í Osló, samvinnu í þágu þróunarlandanna og fleira. Síðar um morguninn var sameiginlegur fundur samstarfsráðherranna og forsætisnefndar Norðurlandaráðs. í hádeginu var fundur forsætis- ráðherranna og að honum loknum sameiginlegur fundur forsætisráð- herranna og forsætisnefndar Norðurlandaráðs. Matthías sagði að þar hefði sérstaklega verið rætt um með hvaða Kætti væri best hægt að haga viðræðum við Evr- ópubandalagið í ljósi þess að stefnt væri að sameiginlegum markaði bandalagsríkjanna fyrir árslok 1992. Þá hafi verið fjallað um samningaviðræður EB og EFTA eftir Lúxemborgaryfirlýsinguna árið 1984. Sagði Matthías að sá vettvangur sýndist vera bestur. BOKBFORLBGSBðK / *y, VINDMYLLUR GUÐANNA eftir Sidney Sheldon „ .. . Vindmyliur guðanna er agætis afþreyingarbok, og þótt eg sé ekki sérfræðingur i Sheldon er hún skemmtilegust þeirra bóka hans, sem ég hef gluggað i. ... Þetta er sem sagt spennandi bók, vel sögð og söguþráðurinn ekki of æsikenndur." - Jobanna Kristjonsdóttir, „ Mbl. 15.9. 'a?. Verð kr. 1.875,00. ÍÍÍmforuigsbhiuÉ

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55696
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
31.08.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

282. tölublað (11.12.1987)

Gongd: