Morgunblaðið

Date
  • previous monthDecember 1987next month
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.1987, Page 52

Morgunblaðið - 11.12.1987, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Stýrir Otto II Werder Bremen til sigurs? - eða verður hann að sætta sig við annað sætið í Bundesligunni enn eitt árið „Werder Bremen hefur komið skemmtilega á óvart - það reiknuðu fáir með því að félag- ið yrði á toppinum þegar vetrarfríið hæfist. Það er hreint ótrúlegt hvað Otto Rahhagel nær miklu út úr leik Bremen- liðsins," sagði Ásgeir Sigur- vinsson, fyrirliði Stuttgart, þegar hann var spurður um gengi Bremen, sem hefur ör- ugga forustu í Bundesligunni - nú þegar keppnin er rúmlega hálfnuð og félögin farin í vetr- arfrí. Það bendir allt til að Bremen og Bayern Munchen komi til með að berjast um V-Þýska- landsmeistaratitilinn í ár, eins og undanfarin ár. Við skulum til gamans og fróðleiks renna yfir árangur liðanna og spá í spilin. Otto Rehhagel, þjálfari Werder. Bremen, hefur enn einu sinni sýnt það hvað hann er snjall þjálf- ari — undir hans stjóm hefur Bremen-liðið náð frábærum árangri frá 1981. Það áttu ekki margir von á því að Bremen yrði með í toppbaráttunni í vetur. Félag- ið hafði misst Rudi Völler til Roma á Ítalíu, Sidka til Tennis Borussia Berlín og Austurríkismaðurinn Frá Jóhannilnga Gunnarssyni i V-Þýskaiandi Bmno Pezzey og markvörðurinn Dieter Burdenski vom hættir að leika. Otto II, eins og hann er svo oft nefndur vegna þess hvað Bremen Plarre Littberskl hefur leikið mjög vel með Köln. ADIDAS LASER kominn aftur í nýjum litum. Dökkblár - svartur - kóngablár og hvítur jakki með dökkbláum buxum. Stæröir: 150-198. Verðkr. 6.950,- Póstsendum samdægun SPORTVÖRUVERSLUNIN semm LAUGAVEGI 49 SIMI 12024 hefur oft lent í öðm sæti undir hans stjóm - 1983, 1985 og 1986, lét ekki bugast. Hann hefur sýnt það að hann er mjög snjall að móta unga leikmenn. Margir ungir leik- menn hafa leikið mjög vel með Bremen í vetur, eins og Frank Od- enewitz, sem hefur skorað 9 mörk og Karl-Heinz Riedle, sem hefur skorað flögur mörk. Þá hefur gamla kempan Manfred Burgsmiiller sýnt að hann hefur engu gleymt. Það var sterkur leikur hjá Ottó að kaupa Ulrich Borowka frá Gladbach. Hann hefur styrkt vöm Bremen mikið. Það er erfítt að eiga við leikmenn Bremen á heimavelli. Það er víst að Ottó hefur mikinn hug á að velta Bayem Munchen úr sessi. Spum- ingin er hvort að hinn snjalli þjálfari verði kallaður Otto I þegar upp verður staðið. FCKöln FC Littlattek, eins og gámngarnir kalla nú liðið, hefur komið mikið á óvart. Udo Lattek, sem kom til Kölnar frá Bayern, gjörbreytti hugsunarhætti forráðamanna fé- iagsins, leikmanna og þjálfarans Christoph Daum. Lettek, sem tók við framkvæmdastjórninni, kom með nýar hugmyndir og þá keypti hann nýja leikmenn. Það höfðu ekki margir trú á því að Pierre Litt- barski, fyrmm leikmaður félagsins, myndi gera miklar rósir þegar hann kom aftur frá Racing Club París. Hann myndi ekki fylla það skarð sem Klaus Allofs skildi eftir sig þegar hann fór til Marseille í Frakklandi. Þeir menn vom fljótir að breyta um skoðun. Littbarski kom með nýtt blóð og hefur leikið geysilega vel. Þá var það klókt hjá Lattek að kaupa varnarleikmanninn og lands- liðsmanninn Júrgen Kohler frá Mannheim. Þessi snjalli leikmaður hefur náð að þétta vöm liðsins - hefur stjórnað vamarleiknum af festu og öryggi. Daninn Morten Olsen, 38 ára, hefur leikið vel sem leikstjómandi og einnig hefur landi hans Flemming Poulsen verið góður - skorað sjö mörk. Spumingin er nú, hvort að leikmenn Kölnarliðsins takist að halda flug- inu út keppnistímabilið. Bayem Múnchen Eins og alltaf er mikil pressa á þjálf- ara Bayern Múnchen, ríkasta og þekktasta félagsliði Evrópu. Bayern byijaði keppnistímabilið mjög vel, en síðan kom erfiður tími - þijú töp á útivelli í röð. Upp á síðkastið hafa komið upp háværar raddir um að reka Jupp Heynckes, þjálfara Bayern. Stuðningsmönnum Bayern, sem heimta sigur í öllum leikjum, voru ekki ánægðir eftir að Bayern tapaði fyrir Dortmund í Múnchen. Bayern stóð sig mjög vel sl. keppn- istímabil - tapaði þá ekki leik í Bundesligunni og tryggði sér meist- aratitilinn. Einnig vann Bayern sigur í Super Cup og lék til úrslita í Evrópukeppninni gegn Porto, þar sem félagið’ tapaði óvænt.. Ekkert er til sparað til þess að Bayern nái árangri. Forráðamenn félagsins láta Uli Honess, fram- kvæmdastjóra, fá eins mikið af peningum og haun þarf til kaupa nýja leikmenn til að styrkja Bay- Ásgelr Slgurvinsson, fyrirliði Stuttgart, er einn besti miðvallarspilari V- Þýskalands. em-liðið. Þess vegna heimta þeir að Bayern sé á toppnum - þeir vilja fá sigra og aftur sigra fyrir pening- ana. Mark Hughes hom með nýtt blóð til Bayern, sem er talið að eiga svo marga snjalla leikmenn, að það getur stillt upp tveimur jafnsterkum liðum. Þess vegna er það spuming- in - dugað það Bayern í vetur, eða verða gerðar miklar breytingar hjá félaginu eftir þetta keppnistímabil. Mönchengladbach Leikmenn Mönchengladbach, eða Gladbach eins og félagið er kallað í daglegu tali, léku frábærlega vel seinni hluta sl. keppnistímabil og þeir byrjuðu með látum á þessu keppnistímabili. Það var þá ekki annað að sjá að koma Wolf Werner í stað Jupp Heynckes, sem fór til Bayern, hafi skipt máli. Þegar líða tók á - dalaði Gladbach. Lykilmenn eins og Uwe Rahn og Hans-Gúnter Bruns léku ekki eins vel og áður. Hollenska félagið Eindhoven sýndi áhuga á að fá Rahn, sem var kjör- inn leikmaður ársins í V-Þýskalandi 1987. Nú er það komið svo-, að allt bendir til að Rhan verði seldur. Fjár- hagserfiðleikar Gladbach eru mikl- ir. Ég hef trú á að það verði erfitt fyrir Gladbach að halda fjórða sæt- inu. Hef ekki trú á að félagið náði UEFA-sæti þegar upp verður stað- ið. Númberg Spútnikliðið Núrnberg, sem er efni- legasta liðið í Bundesligunni og lið framtíðarinnar í V-Þýskalandi - þ.e.a.s. ef stóri bróðir, Bayem Múnchen, kaupi ekki einu sinni sem oftar alla efnilegustu leikmenn fé- lagsins. Númberg lék vel undir lokin og vann sex leiki í röð. Mikil gleði hefur verið í Núrnberg vegna framgöngu leikmanna liðsins, sem hafa stöðugt verið í sókn. Félagið var síðast V-Þýskalandsmeistari 1967 - þá undir stjórn Max Mer- ker. Með félaginu leika efnilegir leikmenn eins og Dieter Eckstein, Stefán Reuter, Manfred Schwabl og Rudi Stenzel, sem allir hafa komið við sögu í landsliðshópi V- Þýskalands. Félagið á með sama áframhaldi að vera með í baráttu um UEFA-sæti. Stuttgart Arie Haan hefur komið, séð og sigr- að hér í V-Þýskalandi - Hollending- urinn fljúgandi, eins og hann er oft kallaður, kom frá Anderlecht til Stuttgart og hann hefur svo sannar- lega gert góða hluti þar. Haan hefur gjörbreytt andrúmsloftinu hjá Stuttgart - í staðin fyrir að skamm- ast stöðugt í leikmönnum eins og fyrrum þjálfari Stuttgart, hefur hann náð einstöku lagi að ná því besta fram hjá hveijum leikmanni HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig W. BREMEN 18 8 1 0 19: 3 5 3 1 12: 6 31: 9 30 1. FCKÖLN 19 8 1 0 21: 3 3 5 2 11: 11 32: 14 28 BAYERN 19 10 0 1 33: 14 3 1 4 11: 13 44: 27 27 GLADBACH 19 8 2 0 25: 9 4 0 5 16: 19 41: 28 26 NURNBERG 19 4 5 1 17: 9 5 1 3 13: 7 30: 16 24 STUTTGART 19 6 1 2 24: 7 2 4 4 17: 21 41: 28 21 LEVERKUSEN 19 5 3 2 14: 10 1 4 4 13: 17 27: 27 19 HSV 19 4 4 1 23: 15 2 2 6 11: 27 34: 42 18 FRANKFURT 19 5 1 4 17: 9 2 2 5 13: 20 30: 29 17 MANNHEIM 19 4 4 2 13: 12 1 3 5 9: 18 22: 30 17 KARLSRUHER 19 4 3 2 12: 9 2 1 7 11: 28 23: 37 16 HANNOVER 96 19 4 1 3 14: 10 2 2 7 13: 24 27: 34 15 KAISERSL. 19 5 3 2 20: 12 1 0 8 10: 26 30: 38 15 DORTMUND 18 3 2 5 16: 17 1 3 4 7: 13 23: 30 13 BOCHUM 18 3 2 4 16: 16 1 3 5 7: 16 23: 32 13 UERDINGEN 19 4 1 4 16: 16 1 2 7 9: 19 25: 35 13 HOMBURG 19 3 5 2 18: 19 0 2 7 7: 20 25: 39 13 SCHALKE 04 18 4 2 2 15: 10 1 1 8 10: 30 25: 40 13

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55696
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.08.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

282. tölublað (11.12.1987)

Actions: