Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiDecember 1987Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 11.12.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 55 KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM Morgunblaöia/Steinþór Guðbjartsson íslenska landsllðlð, sem lék gegn Sovétmðnnum í Evrópukeppninni í lok október, en það var sfðasti landsleikur liðsins. Á morgun verður Ijóst hvaða mótheija liðið fær i undankeppni HM. Dregið í riðla undan- keppni HM á moraun Islenska landsliðið í fjórða styrkleikaflokki Á morgun verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu, en úrslitin fara fram á Italíu árið 1990. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, og Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, fara til Zurich í Sviss í dag og verða við- staddir athöfnina á morgun í aðaistöðvum FIFA, alþjóðaknatt- spymusambandsins. Siegfried Held, landsliðsþjálfari, verður einn- ig á staðnum. 112 þjóðir í öllum heimsálfum taka þátt í undankeppninni og beinist athyglin fyrst og fremst að Evrópu- riðlunum. Liðin eru flokkuð í fimm hópa eftir árangri í síðustu HM og Evrópukeppninni. Dregið veiður í fjóra riðla með fimm liðum, þar sem tvö efstu liðin í hveijum riðli kom- ast áfram í úrslitin, og þijá með fjórum liðum, þar sem efsta lið hvers riðils tryggir sér þátttöku í úrslitakeppninni. Þá eru eftir tvö sæti og falla þau f skaut þeirra tveggja liða, sem hafna í 2. sæti í fjögurra liða riðlunum og eru með flest stigin (ef þau era jöfn að stig- um giidir markahlutfall og siðan §öldi skoraðra marka). 13 Evrópu- þjóðir taka þátt í úrslitunum auk gestgjafa Ítalíu. Islensku fulltrúamir munu ræða við fulltrúa þeirra þjóða, sem verða í sama riðli, en samið verður um leik- daga síðar. Fyrstu leikir í undan- keppninni fara sennilega ekki fram fyrr en eftir Ólympíuleikana f Seoul næsta haust, en þó getur verið að þjóðir, sem hvoiki eru í úrslita- keppni Eyrópukeppni landsliða í vor eða á ÓL semji um leikdaga fyrr. Evrópuliðin eru í eftirfarandi hóp- um (lið í sama hópi lenda ekki saman í riðli); Hópur 1 Vestur-þýskaland, Spánn, England, Sovétríkin, Danmörk, Belgía og Frakkland. Hópur 2 Búlgaría, Holland, Pólland, Aust- ur-Þýskaland, Ungveijaland, Skot- land og Portúgal. Hópur 3 Rúmenía, Svíþjóð, Wales, Norður- írland, Tékkóslóvakía, Austurríki og Júgóslavía. Hópur 4 írland, Grikkland, Sviss, Finnland, ísland, Noregur og Albanía. Hópur 5 Tyrkland, Malta, Kýpur og Lúxem- borg. GETRAUNIR Hmm milljónir króna í pottinum um helgina - verður hæsti vinningur í sögu Getrauna greiddur út? „ÞAÐ ótrúlega hefur geret að fyreti vinningur hefur ekki gengið út síðustu þrjár vikur, en vonandi verður breyting á um heigina. Fari svo verður hœsti vinningur greiddur í sögu Getrauna, en aatla má að potturinn verði að minnsta kosti fimm miiljónir," sagði Hákon Gunnarsson, fram- kvœmdastjóri íslenskra Getrauna, við Morgunblaðið fgasr. Getraunasalan hefur aukist mikið í hverri viku að und- anfömu og þurfti að prenta fleiri seðla í byijun þessarar viku. Bæði er að fleiri hafa bæst í hópinn og þegar hærri vinningur er í boði stækka menn kerfin. Þá hefur sfmaþjónustan óspart verið nýtt, einkum af sjómönnum og fólki úti á landi. „Eiginlega skapaðist vandræðaástand á laugardaginn, því eins og oft vill verða, er fólk að hringja á sfðustu stundu. Þess vegna vil ég hvetja þá sem nota símaþjónustuna að hringja fyrr en seinna, svo þeir nái öruggiega sambandi," sagði Hákon. Sem fyrr sagði hefur potturinn aldrei verið hærri, en hæsti vinn- ingur á þessu starfeári var eftir fjórðu viku, um 1.1 milljón. Þá var einn með tólf rétta og auk þess var hann með fiesta seðlana, sem vom með 11 réttum. f 12. viku f fyrra vora tæplega fimm mflljónir f pottinum, en um helgina verður það met öragglega slegið. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND Sigurður í 3. sæti yfir markahæstu menn Sigurður Sveinsson hefur gert 74 mörk fyrir Lemgo f Bun- desligunni f handknattleik og er þriðji markahæsti leimaður deildar- innar eftir 10 umferðir. Alfreð er í 6. sæti með 63 mörk. Jerzy Klempel, Göppingen, er markahæstur eftir 10 umferðir með 92 mörk. Martin Schwalb hjá Grosswallstadt er f öðra sæti með 78 mörk og Sigurður í þriðja eins og áður segir. Alfreð er markahæsti leikmaður Essen og hefur aldrei skorað eins mikið fyrir liðið og í vetur. Krisiján Arason hefur gert 47 mörk og er í 15. sæti, en hefur leikið 9 leiki. KNATTSPYRNA Landsliðsmál rædd í Sviss SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari í knattspymu, hittir fulltrúa KSÍ, þá Ellart B. Schram og Sigurð Hannesson, i Ziirich í Sviss á morgun og munu þeir m. a. fara yfir kom- andi landsliðsverkefni og leggja drög að endurráðningu þjálfarans. Bæði þjálfarinn og sljóm KSÍ vilja halda samstarfinu áfram, en endanlega verður gengið frá þeim málum eftir að Ellert og Sig- urður koma aftur heim. Ólympíuliðið á fræðilega möguleika á að komast á Ólympíuleikana og stendur til að undirbúa það vel fyr- ir landsleikina f vor. Rætt hefur verið um að fá liðið saman fljótlega eftir áramót og æfa reglulega und- ir sijóm landsliðsþjálfarans auk þess sem vináttuleikir era á dag- skrá. Einnig verða athugaðir möguleikar*^" á að fá vináttuleiki fyrir a-liðið, en undirbúningur þess miðast að sjálf- sögðu við undankeppni HM. JfornðalaJfornleifö Hberftógötu 84 auglpðir kaupum og seuum atittque HÚSGÖGN, SKARTGRIPIOG ALLT ÞAR ÁMILLI - SÍMINNER19130 ^ —... -J LAUGAVEQ 7D-S-24930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

282. tölublað (11.12.1987)

Iliuutsit: