Morgunblaðið - 24.12.1987, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
Skírn og rétt-
lætíug fyrir trú
Opið bréf til R. J. Cooper
eftirEinar
Sigurbjörnsson
Kæri Raymond John Cooper.
Þú skrifar grein í Mbl. þann 17.
desember sl. í tilefni af grein minni
um skímarskilning íslensku þjóð-
kirkjunnar. Virðist þú halda, að sá
skímarskilningur sé í mótsögn við
kenninguna um réttlætingu af trú
og því engu líkara en þú álítir, að
íslenska þjóðkirkjan hafí vikið af
leið Lúthers og siðbótarinnar með
skfmarskilningi sínum.
Nú er það svo, að það sem ég
tók til í grein minni um skímarskiln-
ing íslensku þjóðkirkjunnar var
einmitt að stómm hluta sótt til
Lúthers. Það blandast engum hugur
um, að Lúther er höfundur Fræð-
anna minni, sem eru meðal trúar-
játninga íslensku þjóðkirkjunnar.
Þar standa þau orð um skímina,
sem ég tók til og skýrði. Og Lúther
taldi sig vel að merkja aðeins vera
að útskýra það ssem Biblían hefur
um skímina að segja. 0g íslenska
þjóðkirkjan telur Fræðin rétta út-
leggingu Biblíunnar og af þeim
sökum játningarrit.
Jafnframt því, að Lúther kenndi
það um skímina sem hann gerir í
Fræðunum minni, var hann ákafur
talsmaður réttlætingar fýrir trú,
eins og þú veist jafn vel og ég.
Honum fannst engin mótsögn milli
þess, sem hann hélt fram um
skímina í Fræðunum minni — og
raunar mikiu víðar — og þess sem
hann hélt fram um réttlætingu fýr-
ir trú.
Hvemig má það vera?
Ég leyfi mér enn að svara þeirri
spumingu út frá Fræðum Lúthers,
þar eð ég álít enn sem fyrr, að þar
sé að fínna rétta útleggingu á orði
Guðs. Set ég svarið fram í eftirfar-
andi fjórum liðum:
1. Réttlæting fyrir trú
Að réttlætast merkir að komast
í samband við Guð. Að réttlætast
fyrir trú merkir að treysta því, að
Guð hafí gert það sem þarf, til þess
að maðurinn komist í samband við
hann.
2. Verk Guðs
Hvað er það sem Guð hefur gert?
Hann sendi son sinn sem mann
í þennan heim til þesg að greiða
það gjald, sem hver maður skuldar
eilífð hans. Þess vegna á hver mað-
ur sakir Krists von um fyrirgefn-
ingu syndanna, frelsun frá dauða
og djöfli og eilífa sáluhjálp og getur
öðlast uppfyllingu þeirrar vonar
fyrir trúna. Og ti) þess að vekja
trúna þarf að miðla verki Guðs.
3. Náðarmeðul
Hvemig er verki Guðs miðlað?
Verki Guðs er miðlað gegnum
náðarmeðulin, sem eru orð Guðs
og sakramenti. í gegnum náðar-
meðulin veitist það sem miðlað er:
Fyrirgefning syndanna, frelsun og
sáluhjálp öllum, sem trúa því.
4. Skirn
Sem náðarmeðal, sakramenti,
miðlar skímin þessu, ekki fyrir það
að vera vatnsaustur, heldur fyrir
það, að Guð hefur bundið ákveðin
fyrirheit við vatnið. Því segir Lúth-
er á þessa leið í fræðum sínum og
leyfí ég mér að vitna í þau aftur:
„Hvemig fær vatn gert svo mikið?
Svar: Vatn gerir það sannarlega
ekki, heldur orð Guðs, sem er með
og hjá vatninu, og trúin, sem treyst-
ir slíku orði Guðs í vatninu. Því að
án orðs Guðs er vatnið venjulegt
vatn og engin skím, en með orði
Guðs er það skírn, það er náðarríkt
vatn lífsins og laug nýrrar fæðingar
í Heilögum anda svo sem Páll post-
uli segir í bréfinu til Títusar 3.
kapítula: „Guð frelsaði oss, ekki
vegna réttlætisverkanna, sem vér
höfðum unnið, heldur samkvæmt
miskunn sinni í þeirri laug, þar sem
vér endurfæðumst og heilagur andi
gjörir oss nýja. Hann úthellti anda
sínum yfír oss ríkulega fyrir Jesú
Krist, frelsara vom, til þess að vér,
réttlættir fyrir náð hans, yrðum í
voninni erfíngjar eilífs lífs. Það orð
er satt.“ (Tít. 3.5—8).“
Allt tal þitt um að hér sé „ruglað
saman orði og vatni" eða „vatn
verði hlaðið krafti til hjálpræðis“
eða verði „að töfravatni" fyrir bæn
eða jafnvel krossmark prests og
önnur viðlíka ummæli, er algerlega
út í hött, hreinn útúrsnúningur
raunar. Og þú bætir ekkert um
fyrir þér, þó að þú reynir að sýna
fram á, að ýmislegt í Biblíunni hafi
táknræna merkingu. Það eru engin
tíðindi, en merkir ekki, að við höfum
leyfi til að setja eitthvað annað í
stað þess sem stendur með því að
skjóta okkur á bak við táknræna
merkingu orða. Ég segi enn með
áherslu, að íslenska þjóðkirkjan
skilur málið svo, að í skírninni
miðlar Guð hjálpræði sínu, af því
að hann hefur sjálfur gefið fyrir-
heit þar um. Og fyrirheit hans
er það orð, sem gerir vatnið í
fontinum að skírn.
Skímin stendur hins vegar ekki
ein frekar en fæðingin sé hinn eini
atburður mannsævinnar. Á það
lagði ég líka áherslu í grein minni.
Fæðingunni — líka endurfæðing-
unni — fylgir líf, vöxtur, þroski
miðað við þau skilyrði, sem lífínu
eru sett. Skiiyrðin fyrir vexti og
þroska í trúarlífinu á söfnuðurinn
að skapa.
Skírn til fyrir-
gefningar syndanna
Þá skorar þú á mig „að sýna út
frá Biblíunni svart á hvítu, að trú
annarra geti Ieitt til þess, að maður
fái fyrirgefningu fyrir syndir sínar“.
Það er mjög auðvelt fyrir mig
Einar Sigurbjörson
„Hvað þýðir annars
„skírn til fyrirgefning-
ar syndanna?“ Þýðir
það, að í skírninni öðlist
menn fyrirgefningu
fyrir drýgðar syndir?
Ef svo er, þá þyrfti
hver og einn að skírast
svo oft sem hann syndg-
ar eða geyma það að
skírast, uns hann er
orðinn viss um að
syndga ekki framar!“
að vitna í frásögu Markúsarguð-
spjalls af því, er Jesús læknaði lama
manninn, en þar segir: „Þá er Jesús
sér trú þeirra segir hann við
lama manninn: „Barnið mitt,
syndir þínar eru fyrirgefnar.““
(Mark 2.5) Á sama hátt og lami
maðurinn Var ósjálfbjarga borinn
til Jesú, er hver og einn í skírninni
borinn til hans og hann mælir þetta
yfír hverjum og einum: Barnið mitt,
syndir þínar eru fyrirgefnar. Og
gildir einu á hvaða aldri maður er
skírður. Hann stendur ætíð frammi
fyrir Guði sem barn, er þarf á fyrir-
gefningu syndanna, hreinsun, að
halda.
Hvað þýðir annars „skírn til fyr-
irgefningar syndanna?" Þýðir það,
að í skírninni öðlist menn fyrirgefn-
ingu fyrir drýgðar syndir? Ef svo
er, þá þyrfti hver og einn að skírast
svo oft sem hann syndgar eða
geyma það að skírast, uns hann er
orðinn viss um að syndga ekki fram-
ar!
Getur skírn til fyrirgefningar
syndanna þýtt eitthvað annað? Get-
ur kannske skírn til fyrirgefningar
syndanna þýtt, að í skírninni sé
mönnum veittur aðgangur að fyrir-
gefningu syndanna fyrir samfélagið
við Krist? Ég held, að það sé nær
sanni. Skírnin markarí öllum tilfell-
um upphaf lífs með Kristi. í þeirri
merkingu er rétt að tala um skírn
sem inngönguathöfn í kirkjuna, að
hún veitir hlutdeild í þeim gæðum,
sem kirkjan býr yfir og er fyrirgefn-
ing syndanna, líf og sáluhjálp eins
og segir í orðunum, sem höfð eni
við skím í þjóðkirkjunni: „Almátt-
ugur Guð, faðir Drottins vors Jesú
Krists, sem nú hefur endurfætt þig
fyrir vath og heilagan anda, tekið
þig í ríki síns elskaða sonar, þar
sem er fyrirgefning syndanna,
líf og sáluhjálp, — hann styrki þig
með náð sinni til eilífs líf. Friður
sé með þér.“
Læt ég þar með lokið bréfi mínu
og óska þér af hjarta gleðilegra jóla.
Þinn einlægur,
Einar Sigurbjörnsson.
Höfundur er prófesspr við guð-
fræðideild Háskóla íslands.
Nýr bátur í flota Flateyringa
Flateyri.
NÝR bátur bættist í flota Flat-
eyringa 18. desember sl. Bátur-
inn heitir Benni Vagn ÍS-96.
Eigandi bátsins er útgerðarfé-
Iagið Eyri hf.
Benni Vagn ÍS-96 er 66 tonna
vélbátur, sem keyptur var frá
Stykkishólmi og hét áður Ársæll
SH-88. Skipstjóri á bátnum er
Hjálmar Sigurðsson.
Báturinn verður gerður út á línu
frá áramótum og leggur upp hjá
Snæfelli hf. en Snæfell hf. ásamt 4
öðrum aðilum eru eigendur útgerð-
arfélagsins Eyrar hf. Uppistaða
aflans fer í frystingu.
Hjá báðum fyrirtækjunum vinna
um 30 manns. Framkvæmdastjóri
er Magnús Benediktsson.
— Magnea
Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir
Eigendur Benna Vagns ÍS-96, talið frá vinstri: Guðmundur Thorodds-
en, Magnús Benediktsson, Hjálmar Sigurðsson og Guðjón Guðmunds-
son.
Með ósk um gæfu
og góðar ferðir á komandi ári
og þökk fyrir samleiðina
á liðnum árum.
FLUGLEIÐIR
-fyrirþíg-
Ps. Hlýðið á ljúfa jóladagskrá Flugleiða á Ljósvakanum aðfangadag.