Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 Lögmálið og lostínn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Isaac Bashevis Singer: ÞRÆLL- INN. Hjörtur Pálsson þýddi. Setberg 1987. Gyðingaofsóknir á sautjándu öld gera Jakob, söguhetju Singers, að ánauðugum manni. Hann verður þræll í pólsku þorpi, fyrirlitinn og smáður af öllum nema stúlkunni Wöndu sem elskar hann. En gyð- ingdómurinn veldur því að Jakob á í harðri baráttu við sjálfan sig. Hann lifir í óvissu um afdrif konu sinnar og barna og virðir lögmálið mikils eins og sönnum .gyðingi ber, en svo fer að hann stenst ekki stúlkuna og lætur eftir gimd- um sínum. Eins og svo oft áður hjá Singer er það ástríðan sem ræður ferðinni. Þrællinn má segja-að sé hugleið- ing um frelsi og réttlæti, synd og sekt. Skáldsagan er skrifuð frá sjónarhóli gyðinga og á sér ekki síst það hlutverk að skýra trúarlíf þeirra og trúarþörf, í stuttu máli sérkenni þeirra meðal annarra þjóða. Þetta er ekki beinlínis gert í þeim tilgangi að réttlæta og verja gyðinga sem löngum hafa orðið að líða fyrir trú sína, lögmál sitt. En ekki er ijarri því að stundum gerist Singer of margorður um þessi efni á kostnað söguþráðar- ins. Eftir lestur helgirita gyðinga hvarfla að Jakobi eftirfarandi þankar: „Jafnvel fyrir syndara voru það forréttindi að vera til, Hjörtur Pálsson með alla heimana, vagnana, öflin og drottnarana allt í kringum sig. Eftir að hafa lesið Lífsmeiðinn mundi Jakob að hið illa sem var í rauninni hið sama og tómleikinn einber varð einungis til af því að Guð hafði látið sig skreppa saman og hulið ásjónu sína. Iðrun breytti syndum í frómleik, réttlæti í mis- kunn. Lögmálsbrot gat meira að segja stöku sinnum orðið til góðs. Þannig hafði hann, Jakob, syndgað þegar hann girntist Wöndu, en nú var Wanda orðin Sara, dóttir Abra- hams, og með því að ala barn var hún að því komin að kalla sál gyð- KVEÐJA TIL OG FRÁ AKUREYRI Isaac Bashevis Singer ings til jarðar frá Hástóli Dýrðar- innar“. Hvernig pólska stúlkan Wanda varð Sara óg hvernig fór fyrir Jak- obi að lokum eftir enn einar ofsóknimar og fleiri freistingar er sú saga sem Singer segir. Eins og lesendur Singers þekkja er hann meistari litríkra frásagna þar sem mannlegur breyskleiki ræður oft ríkjum, en er ekki endilega af hinu illa hvað sem lögmálum líður. Það er alltaf gaman að eiga þess kost að fylgja Singer eftir, jafnvel þótt hann endurtaki sig stundum svo- lítið. Hjörtur Pálsson hefur þýtt sex bækur eftir Singer og hefur sjaldan þýtt af meiri lipurð en einmitt nú. Békmenntir Guðmundur H. Frímannsson Richardt Ryel: Kveðja frá Akur- eyri. Prentverk Odds Björnsson- ar, 1987. 103 bls. Það er til veiki, sem nefnist Akur- eyrarveikin, og lýsir sér í hóflausri aðdáun á Akureyri og öllu, sem akureyrskt er, viðþolslítilli löngun til að dvelja allar sínar stundir á þeim góða stað og stórri eftirsjá ef maður þarf að dvelja langdvölum Qarri honum. Staðurinn stendur ágætlega undir þessum tilfínning- um, sem til hans eru bomar, og launar þeim vel, sem ræktar við hann tryggð og trúsemi. Ég er hald- inn þessari veiki og mér sýnist, að Richardt Ryel sé það líka, enda hefur hann samið litla, hugljúfa bók, þar sem hann minnist æsku sinnar og fyrri hluta ævinnar á Akureyri. Ryel var fæddur á Akureyri snemma á öldinni og stundaði þar verzlun og viðskipti framan af ævi. Á þeim tíma er Ákureyri lítill bær, milli 3 og 4 þúsund manns, og því kynntist hann flestum, sem þar bjuggu. Hann segir frá minningum sínum af nokkrum nafnkunnum bæjarbúum og að hann ólst upp við verzlun föður síns og tók til við svipuð störf, þegar hann hafði aldur til. Hann hneigðist ekki til mennta, en þó hugsaði hann alvarlega um lífsgátuna og segir frá því, þegar honum ungum lukust upp þau sann- indi, að engin verðmæti væru algild, og hann fór að grúska í sálfræði og heimspeki. Ég hygg, að merkasti hluti þess- ara minninga séu frá stríðsárunum síðari. Ryel á töluverð samskipti við brezku hermennina, sem hér voru, seldi þeim margvíslegan vaming og eignaðist nokkra þeirra að vinum. Það er ekki ofmælt, að þær breyt- ingar, sem verða á mannlífi á íslandi á árum seinni heimsstyijald- arinnar, séu einhver róttækasta breyting á íslensku þjóðlífi á þess- ari öld að minnsta kosti. Þá er eins og hið hefðgróna samfélag leysist endanlega upp og við tekur nýr tími. Ryel lýsir því, hver breyting verður með komu bandarísku hermann- anna og hvemig þeir lögðu peninga- legt mat á alla hluti. Sjálfsagt gerir hann full mikið úr þeim mun, sem var á brezkum og bandarískum hermönnum, en það er aukaatriði. Þegar peningar voru annars vegar viku venjur og siðir. Þetta kom meðal annars fram í samskiptum hermannanna við hermennina og þó Ryel vilji ekki segja það beinlín- is, þá er alveg ljóst af frásögninni, að hér verður til nokkur hópur vændiskvenna, sem tóku fé fyrir blíðu sína. Það, sem er svo merki- legt, er, að þessi hópur virðist ekki hafa skapað langvarandi félagsleg- an vanda í landinu eftir styijöldina, eins og hefði mátt búast við. í þessari bók er mikið af mynd- um, sem margar hveijar em gagnmerkar og gefa henni mikið gildi, og textinn er lipurlegur og læsilegur. ffgnars Ragnarsbakarí IÐAVÖLLUM 8 KEFLAVÍK SÍMI 92-12120 Hátíðarbrauð og kökur! Kcflavík! \V_. í Konditori Ragnars Hríngbraut 92 cr að finna ótrúlega glæsilegt úrval af tertum — og nýlagað cjj kaffi á könnunni. vmsæltt! Aðventukrans úr gljáðu krínglubrauði. ur, eins og fínu frúnnar baka sjálfar!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.