Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 28

Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 28
28 MORGl’NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 Tvenns konar sjónarmið um vísinda- veiðiáætlun Japana: Aætlunin að mörgu leyti athyglisverð - segir Jóhann Siguijónsson sjávarlíffræðingnr TVENNS konar sjónarmið komu fram í vísindanefnd Alþjóða hval- veiðiráðsins, sem fjallaði um breytta visindaveiðiáætlun Japana í siðustu viku. Hluti nefndarmanna taldi að fyrirhugaðar veiðar Jap- ana á 300 hrefnum þjónuðu litlum vísindalegnm tilgangi en aðrir, þar á meðal islensku fulltrúarnir í nefndinni, töldu að þessi áætlun ætti fullan rétt á sér. Nefndin varð þó sammála að þessi veiði kæmi ekki til með að skaða hrefnustofnana. Japanir ætluðu að hefja veiðar á 825 hrefnum og 50 búrhvölum í vísindaskyni í október sl. en eftir viðræður við Bandaríkjamenn end- urskoðuðu þeir áætlun sína og féllust á að leggja hana fyrir vísindanefnd hvalveiðiráðsins. Jó- hann Sigurjónsson sjávarlíffræð- ingur, sem sat nefndarfundinn ásamt Kjartani Magnússyni stærð- fræðingi og Þorvaldi Gunnlaugssyni töfræðingi, sagði það hafa verið skoðun Islendinganna að áætlun Japana væri að mörgu leyti vel út- hugsuð og athyglisverð. Jóhann sagði að farið hefði verið yfír áætlun Japana með hliðsjón af viðmiðunum sem nefndin og hval- veiðiráðið hafa sett. Engin endanleg niðurstaða varð af fundinum þar sem mismunandi skoðanir voru uppi í nefndinni. Það er síðan japanskra stjórnvalda að meta hvort þau halda sig við þessa áætlun, með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem sett voru fram í vísindanefndinni. Að loknum fundi vísindanefndar- innar ræddu fulltrúar þeirra þjóða, sem ásamt íslendingum stóðu að víðtækri hvalatalningu á Atlants- hafi sl. sumar, um hvernig staðið yrði að úrvinnslu gagna sem aflað var. Jóhann- sagði það vera tíma- frekt verk en reynt yrði að hafa bráðabirgðaniðurstöður tilbúnar fyrir fund vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins í vor. Samlag skreiðarframleiðanda: Rekstrinum haldið áfram Stjórn SÍF vildi ekki taka við skreiðarsölunni STJÓRN Samlags skreiðarframleiðenda hefur ákveðið að halda rekstri Samlagsins áfram, að minnsta kosti næsta ár, en með lág- marks tilkostnaði. Vegna þess að framleiðsla skreiðar fyrir Nígeríu- markað er nú nánast engin hafði stjórn Samlagsins áður leitað eftir því, að Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda tæki yfir skreiðar- sölu Samlagsins, en SIF hafnaði Stjórn Samlags skreiðarframleið- enda hefur vegna þessa ritað framleiðendum á sínum vegum bréf, þar sem þessi ákvörðun og staða mála er kynnt. Þar segir að Taflfélag Seltjarn- arness 10 ára TAFLFÉLAG Seltjarnarness varð 10 ára 5. nóvember sl. í til- efni þess gaf félagið út afmælis- rit og stóð fyrir skákmóti. Keppendur voru 22 talsins og varð Gunnar Gunnarsson sigurveg- ari með sjö og hálfan vinning af níu mögulegum. í öðru sæti varð Ogmundur Kristinsson með sjö vinninga og í þriðja Ingvar Ás- mundsson með sex og hálfan vinning. Á hausthraðskákmóti fé- lagsins varð Jón Þorvaldsson sigurvegari með 14 vinninga af 15 mögulegum, í öðru sæti varð Þráinn Vigfússon með 12 vinninga og í þriðja Erlingur Þorsteinsson með 11 vinninga. þvi. nokkur óvissa hafi ríkt um það hvernig starfsemi Samlagsins yrði háttað í framtíðinni vegna þeirra aðstæðna, sem skapazt hafi við að skreiðarframleiðsla fyrir Nígeríu- markað hafi lagzt niður og ekki sé útlit fyrir að hún verði að neinu marki um næstu framtíð og fyrst um sinn nær engin. Vegna þess hafi verið leitað til SÍF um yfirtöku á sölu skreiðar félagsmanna, en stjórn þess hafi ekki treyst sér til að blanda sér í skreiðarsöluna. { bréfinu segir svo orðrétt: „Eftir ítarlegar umræður urðu allir stjórn- armenn sammála um að halda starfseminni áfram með lágmarks tilkostnaði. Menn töldu það þjóna bezt hagsmunum framleiðenda, þar sem það liggur fyrir að ekki verður komizt hjá nokkurri starfsemi með- an verið er að fá botn í kröfur, sem Samlagið á útistandandi í Nígeríu og fleiri mál. Reiknað er með að hausar verði þurrkaðir í verulegum mæli og óhætt mun að gera ráð fyrir verðhækkun á þeim frá því, sem nú er og því meiri sem sam- staða útflytjenda er betri og traust- ari.“ Hluti af leikurum Og söngvurum í Gullárunum. Ljósmynd: Magnús Hjörleifsson. Söngleikur á Hótel íslandi: Gullárin með KK í innlend- um og erlendum hljómum SÖNGLEIKURINN Gullárin með KK hefur verið æfður af miklum krafti undanfarnar vikur, en söngleikurinn verð- ur frumsýndur í Hótel íslandi á nýárskvöld. Morgunblaðs- menn litu inn á æfingu söngleiksins og ræddu við Sigríði Þorvaldsdóttur leik- stjóra. Gullárin segja sögu Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarsljóra KK í stór- um dráttum sem tónlistar- manns frá bernsku og fram úr og ýmsir aðrir kunnir íslenskir tónlistarmenn koma við sögu. Má þar nefna Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason og fleiri en þau Ellý og Raggi syngja í Gullárunum. Höfundur er Gísli Rúnar Jóns- son og Olafur Gaukur, en Olafur er jafnframt hljómsveitarstjóri Gulláranna. Dansahöfundur er Nanna Olafsdóttir, Gerla gerði búninga og Björn Björnsson leik- mynd. Leikmyndagerð er í höndum Sigurðar Sigurðssonar, Sigurður Bjóla annast hljóðstjórn, Magnús Sigurðsson er Ijósameist- ari og Kristinn Karlsson sýningar- stjóri. Söguþráður Gulláranna spann- ar allvítt tónlistarsvið, allt frá Ljósmynd: Magnús Hjörieifsson. Þau koma við sögu: Ragnar Bjarnason, Ellý Vilhjálms, Ólafur Gaukur og Kristján Kristjánsson. gömlú spretthlaupaböllunum þar sem konur sátu öðrumegin í saln- um og karlar hinumegin uns blússið kom og til rokkáranna sem hefur teygst verulega úr. Sigríður sagði að Gullárin væru léttur og leikandi söngleikur með söguívafi. Leikarar eru Bessi Bjarnason, Júlíus Bijánsson, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Árni Pétur Guðjóns- son, Lísa Pálsdóttir, Þórdís Arnljótsdóttir, Eiríkur Guðmunds- son, Stefán Sturla Sigurjónsson, Guðjón Sigvaldason og Jónþór Jónsson. Dansarar eru Sigurður Gunn- arsson, Björgvin Sigurðsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Anna María Pitt, María Dís Cilia, Rúna íris Ólafsdóttir, Guðrún Edda Þór- hannesdóttir, Viðar Maggason, Axel Guðmundsson, Haukur Clausen og Helena Jónsdóttir. Fjórtán manna stórhljómsveit leikur ásamt söngvurunum Ellý Vilhjálms, Ragnari Bjarnasyni, Helgu Möller, Jóhanxii Helgasyni, Eddu Borg og Þór Ásgeirssyni. Takk fyrir hjálpina Viö höfum fundiö mikinn meöbyr og velviljo á þessu ári. ■ Þaö hefur veriö okkur ómefonlegf í boráffunni. ' arnarflug

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.