Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 V estur-Þýskaland: Margt bendir til að Barschel hafi verið myrtur Vestur-Þýsk sjónvarpsstöð seg-ist hafa áður óbirt gögn undir höndum Bonn, Reuter. SAMKVÆMT nýjum uppiýsingum sem vestur-þýska ríkissjónvarps- stöðin ZDF segist hafa undir höndum féll Uwe Barschel fyrrum forsætisráðherra Slésvíkur-Holtsetalands fyrir morðingjahendi. Lög- regluyfirvöld i Sviss höfðu áður greint frá því að Barschel hefði þann 11. október framið sjálfsmorð á hótelherbergi í Genf eftir að uppvíst varð um pólitískt hneyksli sem Barschel tengdist. I fréttatíma ZDF á þriðjudag var starfa fyrir rétti: „Við höfum fundið frá því greint að fréttamenn stöðvar- innar hefðu komist yfir krufningar- skýrsluna og gætu upplýsingar í henni hnekkt sjálfsmorðskenningu svissneskra yfirvalda. Samkvæmt skýrslunni lést Barschel af eitri sem kom inn í líkama hans eftir að hann var orðinn magnvana af völdum svefnlyfja. Því gæti hann ekki hafa tekið inn eitrið af sjálfsdáðum. Einn- ig fundust á líkinu merki eftir nýlegt högg á gagnauga. Sjónvarpsstöðin vitnaði í ummæli Hans Brandenbergers forseta al- þjóðasamtaka eiturefnafræðinga sem Reuter mjög sterkar vísbendingar um það að efnin pyrithyldion, perazin og dip- henhydramin hafi komist inn í líkama Barschel á undan cyrlobarbital ,efn- inu sem varð honum að bana.“ í maga Barschels fundust einungis merki um síðasttalda efnið en svefn- lyfm voru þegar komin út í blóð og þvag hins íátna. Barschel sagði af sér embætti for- sætisráðherra í Slésvfk-Holtsetalandi í september síðastliðnum eftir að tímaritið Der Spiegel hafði uppljóstr- að að hann hefði beitt í meira lagi vafasömum aðferðum í kosningabar- áttunni. Lögreglumenn skoða bifreið Harshas Abeywardene, sem myrtur var í gær ásamt þremur aðstoðarmönn- um sínum í Colmbo, höfuðborg Sri Lanka. Sri Lanka: Formaður stj ómarflokks- ins veginn úr launsátri Marxistar taldir ábyrgir fyrir ódæðinu Colombo, Reuter. FORMAÐUR stjórnarflokksins á Sri Lanka og þrír aðstoðarmenn Yfirlýsing Sjö-ríkjahópsins um efnahagsmál: FaU dollarans verði stöðvað Viðbrögðin í fjármálalífinu einkennast af efasemdum London, Waahington. Reuter. SJÖ-rikjahópurinn svokallaði hvatti í gær til, að komið yrði í veg fyrir frekara gengisfall dollarans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um nauðsyn þess að örva efnahagslifið um heim allan og koma meira jafnvægi á milliríkjaviðskipti. Varð þessi áskorun til að styrkja nokk- uð doliarann í Evrópu en þar og í Asíu hefur henni samt verið tekið fremur fálega. Finnst flestum of seint i rassinn gripið og efast um, að hún komi að neinu haldi. „í öldurótinu í október og desemb- er biðu allir eftir þessu, einarðri yfirlýsingu frá Sjö-ríkjahópnum. Það olli okkur vonbrigðum, að hún skyldi ekki koma þá en nú er það orðið um seinan og okkur stendur á sama,“ sagði franskur gjaldeyriskaupmaður en í káuphöllinni í París lækkuðu hlutabréf heldur í verði þrátt fyrir yfirlýsinguna. Að henni stóðu stjóm* völd í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Vestur-Þýskalandi, Frakk- landi, Ítalíu og Kanada. Í London varð örlítil hækkun aftur á móti og framan af degi var dollaragengið dálítið hærra eh í gær. Nigel Lawson, íjármálaráðherra Bretlands, sagði í gær, að hann teldi dollarann vanmetinn um þessar mundir og bætti því við, að mikið væri undir því komið, að Bandaríkja- stjóm gerði allt, sem hún gæti, til að stuðla að jafnvægi í gjaldeyrismál- unum. hans voru myrtir í Colombo, höf- uðborg eyjarinnar, í gær. Talið er að tilræðismennirnir séu félag- ar í ólöglegum marxískum stjórn- málasamtökum sem nefnast „Alþýðufylkingin" og lýst hafa sig andvig samkomulagi stjórn- valda á Sri Lanka og Indlandi um leiðir til að binda enda á borg- arastyrjöldina á Sri Lanka. Að sögn lögreglu skutu tilræðis- mennimir, sem voru tveir, á bifreið Harshas Abeywardene auk þess sem þeir beittu handsprengjum. Abeyw- ardene, lífvörður hans, ökumaður og ERLENT þjónn féllu í árásinni. Vígamennimir komust undan á reiðhjóli. „Alþýðufylkingin" samanstendur einkum af ungum mönnum af kyn- þætti singhalesa, sem andvígir em sáttmála stjómvalda á Indlandi og Sri Lanka um að binda enda á vopn- aða baráttu tamíla, sem eru minni- hlutahópur á Sri Lanka, fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á eyjunni. Lögreglu- yfirvöld telja að félagar í samtökun- um hafi myrt 265 embættismenn og fylgismenn stjómarflokksins, „Sam- einaða þjóðemisflokksins, frá því að samkomulagið var undirritað í júlí- mánuði. Harsha Abeywardene var endur- kjörinn formaður flokksins á ársþingi hans sem lauk á laugardag. Junius Jayewardene, forseti Sri Lanka og leiðtogi flokksins, sagði í ræðu á þinginu að yfirvöld teldu sig hafa fullgildar sannanir fyrir því að félag- ar úr „Alþýðufylkingunni“ hefðu staðið að baki sprengjutilræði í þing- húsinu í ágústmánuði. Tveir menn týndu lífi í tilræðinu, sex ráðherrar særðust en forsetinn slapp naum- lega. Hét forsetinn því að samtökin yrðu upprætt með öllu á næstu tveimur vikum. Jólatré Sparisjóður vélstjóra og sjómannafélögin í Reykjavík halda jólatrésfagnað í Broadway laugardaginn 26. desember kl. 15-18. Jólasveinar koma í heimsókn og margt fleira verður til skemmtunar. Miðasala við innganginn. SKIPSTJORA- OG STÝRIMANNAFELAGID ALDAN SKIPSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS' -JL. •'J'. M SMRISJÓÐUR VÉLSTJÓRA t; it n\ STÝRIMANNAFÉLAG ISLANDS Sj ómannajéla g Reykjtvvikur Félog fslenskra loftskeytamanno Svíþjóð: Pólveiji rek- inn úr landi fyrir njósnir Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA stjórnin hefur vísað úr landi vararæðismanni Pól- veija i Málmhaugum og er honum gefið að sök að hafa stundað njósnir. Verður hann að vera farinn úr landi innan tíu daga. Pólska stjórnin hefur ekk- ert um brottreksturinn sagt né brugðist við honum með öðrum hætti. Pólski vararæðismaðurinn Zbigniew Lasota er sakaður um njósnir en sænska leyniþjónustan og utanríkisráðuneytið vilja ekkert meira um það segja. Lasota hefur verið í Svíþjóð í tvö ár og er talið, að brottvísun hans tengist þeirri ákvörðun stjómarinnar að fallast ekki á skipun annars Pólveija sem ræðismanns í Málmhaugum. Lasota átti að réttu lagi að gegna starfi sínu fram á næsta sumar en sendiherra Pólveija í Stokkhólmi var skýrt frá því, að framferði hans bryti í bága við sænsk lög og rétt- indi hans í landinu. Var þetta tilkynnt daginn eftir 70 áráafmæli KGB, sovésku leyniþjónustunnar, en hún stjómar pólsku leyniþjón- ustunni að meira eða minna leyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.