Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 38

Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 Minningarorð um Guð- mund I. Guðmundsson Útgáfustyrk- ir hækkaðir ALÞINGI minntist látins alþingis- manns, Guðmundar t. Guðmunds- sonar, við upphaf fundar sameinaðs þings sl. mánudag. Við það tækifæri flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sam- einaðs þings, eftirfarandi minn- ingarorð um Guðmund í. Guðmundsson: Guðmundur í. Guðmundsson, fyrr- verandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra, andaðist á heimili sínu hér í borg aðfaranótt laugardags, 19. desember, 78 ára að aldri. Guðmundur í. Guðmundsson var fæddur í Hafnarfirði 17. júlí 1909. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur skipstjóri Magnússon, sjómanns í Hafnarfirði, Auðunssonar og Margrét Guðmundsdóttir útvegs- bónda á Brunnastöðum á Vatns- ieysuströnd ívarssonar. Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1930 og lögfræði- prófi í Háskóla íslands vorið 1934. Að prófi loknu varð hann fulltrúi í málflutningsskrifstofu Stefáns Jó- hanns Stefánssonar og Asgeirs Guðmundssonar og hálfu öðru ári síðar meðeigandi Stefáns Jóhanns að skrifstofunni, stundaði málflutn- ing og önnur lögfræðistörf á vegum hennar fram á árið 1945, varð hæsta- réttarlögmaður 1939. 1. júní 1945 var hann skipaður sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæjarfóg- eti í Hafnarfirði og gegndi því embætti þar til hann varð utanríkis- ráðherra í ráðuneyti Hermanns Jónassonar í júlí 1956. Ráðherra var hann síðan hátt í áratug, varð ut- anríkis- og fjármálaráðherra á Þorláksmessu 1958 í ráðuneyti Em- ils Jónssonar, en aftur einungis utanríkisráðherra frá 20. nóvember 1959 til ágústloka 1965 í ráðuneyt- um Olafs Thors og sí$ar Bjama Benediktssonar. Síðustu fjórtán árin fram að sjötugu var hann sendiherra íslands víða um lönd. Á árunum 1965—1971 var hann sendiherra í Bretlandi og jafnframt í Hollandi, Portúgal og Spáni og í lokin einnig í Nígeríu. Arin 1971—1973 var hann sendiherra í Bandaríkjunum og jafn- framt í Argentínu, Brasilfu, Kanada, og Mexíkó og á Kúbu. Árin 1973—1977 var hann sendiherra í Svíþjóð og jafnframt í Finnlandi og Austurríki. Loks var hann árin 1977—1979 sendiherra í Belgíu og Lúxemborg og fastafulltrúi Islands hjá Atlantshafsbapdalaginu. Guðmundur í. Guðmundsson gegndi ýmsum trúnaðarstörfum jafn- framt aðalstarfi sínu. Árið 1936 var hann skipaður í nefnd til að gera tillögur um vinnulöggjöf Og var form- aður hennar. Hann var því í forustu við samningu frumvarps um stéttar- félög og vinnudeilur, sem árið 1938 varð að lögum sem gilda enn harla lítið breytt. Árin 1938—1946 var hann stjómarformaður Sjúkrasam- lags Reykjavíkur. 1939—1949 var hann formaður Byggingarfélags verkamanna í Reykjayík. Hann var kosinn í milliþinganefnd til að athuga og gera tillögur um launakjör al- þingismanna 1942 og í milliþinga- nefnd í skattamálum 1943. Arið 1947 var hann kosinn í flugráð og sat í því til 1956. Sama ár, 1947, var hann skipaður í néfnd til að end- urskoða skatta- og útsvarslöggjöf- ina. í vamarmálanefnd var hann 1952—1953, og 1954 var hann kos- inn í milliþinganefnd um brunamál utan Reykjavíkur. Árið 1957 var hann kosinn í bankaráð Útvegsbanka íslands og sat í því til 1965, var formaður þess frá 1961. Guðmundur í. Guðmundsson var í miðstjóm Alþýðuflokksins frá 1940, varaformaður ilokksins 1954—1965. Hann var í kjöri fyrir flokkinn við alþingiskosningamar í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1942—1959 og í Reykjaneskjördæmi 1959 og 1963. Hann hlaut sæti á Alþingi haustið 1942 og sat á þingi til 1949. Við kosningamar það ár varð hann landskjörinn varaþingmaður og tók sæti á þremur næstu þingum í tíma- bundnum fjarvistum aðalmanna. Haustið 1952 hlaut hann fast sæti á Alþingi eftir að aðalmaður afsalaði sér þingmennsku. Var hann síðan landskjörinn alþingismaður til 1965, er hann sagði af sér þingmennsku og varð sendiherra. Alls átti hann sæti á 25 þingum. Guðmundur í. Guðmundsson lagði sig fram við nám og störf sem hann fékkst við. Hann lauk lögfræðiprófi með hárri einkunn og gat sér góðan orðstír við málflutning og önnur lög- fræðistörf. Hann naut alla tíð trausts fylgis í kjördæmi sínu og vann flokki sínum margt til þarfa. Honum var laginn málflutningur á sviði þjóð- mála og utanríkismála jafnt sem í dómsölum, stundum í hörðum deil- Guðmundur í. Guðmundsson um. Á þriðja áratug sinnti hann utanríkismálum sem ráðherra og síðar sendiherra á tímum merkra ákvarðana í öryggismálum í hafrétt- armálum og kom hann þar víða við. Síðustu árin átti hann rólega ævi- daga hér heima. Eg vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast Guðmundar I. Guð- mundssonar með því að rísa úr sætum. í frumvarpi um tekju- og eignar- skatt einstaklinga sem varð að lögum á Alþingi á þriðjudag er persónuafsláttur einstaklings 14.797 krónur. Þetta er nokkur VIÐ ÞRIÐJU umræðu fjárlaga í sameinuðu þingi á þriðjudag lögðu formenn þingflokka fram breytingartillögnr sem fela í sér hækkun á svokölluðum blaða- styrk og styrkjum vegna útgáfu- starfsemi þingflokka. Þau Páll Pétursson (F/Nv), Jú- líus Sólnes (B/Rn), Ólafur G. Einarsson (S/Rn), Eiður Guðnason (A/Vl), Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) og Danfríður Skarphéð- insdóttir (Kvl/Vl) leggja til að liðurinn „sérfræðileg aðstoð við þingflokka" hækki úr 9.390 m.kr. í 11.408 m.kr. og liðurinn „til útg- áfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka" verði hækkaður úr 13.520 m.kr. í 15.876 m.kr. Páll, Júlíus, Eiður og Steingrímur J. Sigfússon leggja síðan til að styrk- ur „til blaðanna", sem nefnd þingflokkanna gerir tillögur um ráðstöfun á, verði hækkaður úr 26.140 m.kr. í 29.484 m.kr. Samtals nemur því hækkunin á styrkjum til pólitískrar útgáfu- starfsemi 7.718 mkr. hækkun á persónuafslættinum en hann hafði áður verið ákveð- inn 13.607 krónur. Þetta þýðir að skattleysismörk einstaklings eru nú 42.000 krónur. Persónuaf sláttur: Hækkun um 1190 kr. NEÐAN JARÐAR OG OFAN Um íslensku, fram- sækið rokk og Goð Svart Hvítur draumur er í hópi lífseigari hljómsveita hér- lendra en samt sem áftur er hljómsveitin ekki í hópi þeirra þekktari. Þar kemur margt til; þá fyrst að hljómsveitarmenn leika rokktónlist sem er í þyngri kantinum og þvf ekki Ifkleg til vinsælda. Vísast kæra sveitarmenn sig kollótta þó svo þeir séu ekki á vir sældalistum útvarpsstöðv- anna, eða vesældarlistum og væntanleg er frá hljómsveitinni platan Goð, sem á eru lög sem ekki eru líkleg til vinsælda. ( til- efni af útkomu plötunnar þótti umsjónarmanni Rokksíðunnar við hæfi að spyrja sveitarmenn um stimpilinn „neðanjarðar- hljómsveit" og hvort þeir væru sáttir við þann stimpil. Er S/H draumur neðanjarðar- hljómsveit? Nei, ekki meövitað af okkar hálfu. Því skyldum við ekki vilja vera vinsælir og dáðir og leika í Pepsí auglýsingum? Hin sorg- lega staðreynd er bara sú að íslensk rokktónlist er ekki leikin á íslensku sápukúluútvarps- stöðvunum vegna hræðslu við auglýsingamissi sem veldur því að „hinn almenni borgari“ verður að kafa dýpra, þ.e.a.s fara neð- anjarðar til að kynna sér tónlist okkar. Hvað er það sem gerir það að verkum að S/H draumur er neðanjarðarhljómsveit annaft en það að tónlist hennar er ekki leikin í útvarpi? Aðalatriðið er þó líklegast tón- listin sem er allt önnur en það sem hæst ber. Við erum þó að reyna að gægjast upp á yfirborö- ið á nýju plötunni án þess svo að fara að syngja modelsöngva. Langar ykkur að komast upp á yfirborðið? Já, okkur langar óhemju að komast á íslenska listann, þenn- an sem auglýstur er í smáauglýs- ingum DV. Ykkur hefur ekki dottið í hug að leita til einhvers af þessum stóru við að gefa plötuna út? Nei, en ætli við hefðum þá ekki byrjað í Gramminu. Við feng- um svo góðan samning við breska fyrirtækið Lakeland sem gefur plötuna út ytra að slíkan samning fengjum við líklegast ekki hér. Hann gefur okkur líka möguleika á að komast inn á annan markað þó í smáum stil sé. Við gerum ekkert í því að reyna að koma okkur á framfæri þar; allir textar eru á íslensku og nafn hljómsveitarinnar er hið sama ytra og hér, S/H draumur. Ég veit að það stóð til að þið færuð ytra með Sykurmolunum fyrir skemmstu, en ekkert varð úr þvf. Mynduð þið ekki gera neitt til að koma til móts við enska áheyrendur ef þið færuð út til Bretlands? Jú, við myndum kynna lögin á ensku. Er S/H draumur hljómsveit efta bara einn maður með undir- leikurum? Við erum auðvitað hljómsveit, heild, og það ieggur hver sitt af mörkum í að vinna lögin þó að hugmyndirnar komi frá Gunna. Gunnar, nú semur þú alla texta. Er mikið lagt f þá? Engan veginn. Rím í popptext- um er yfirleitt til skammar;. það dregur gildi textans niður. Sjá Gaua, t.d. Hann heldur að hann sé einhver voðalegur textasmið- ur og gefur út yfirlýsingar um það en svo er þetta bara rusl, rímaö rusl, sem hann er með. Þegar menn eru að elta rímið út í æsar þa kemur að því að þeir geta ekki lengur komið frá sér heilli hugsun. Þegar menn eru með hús, þá verða þeir að breyta text- anum þannig að mús komist fyrir. Ég er þó ekki með þessu að upphefja sjálfan mig eins og einhverjir bjánar i plötubransan- um gætu haldið. Ég er sjaldan ánægður með eigin texta. Það má svo koma hér fram að ég er á móti íslenskri tungu. Allt þetta væl um verndun tung- unnar er bara suð í mínum eyrum. Hana má skera af mín vegna. En þú notar fslenska tungu til að koma hugsunum þínum á framfæri og þú hugsar á fslensku. Ég geri það náttúrulega en ég er ekki ekki fasískur í því. Ég er á móti öllu væli. Samanber setn- ingu á fyrstu plötunni okkar: Pleisið stínkar bensíni. Þetta er líka íslenska. Þá er orðfð stutt f að yrkja á ensku þegar þú ert farinn að yrkja á enskuskotinni íslenskri mállýsku. Það væri of auðvelt að fara að yrkja á ensku, því það er of auðvelt að bulla á því máli. Þess vegna reyni ég að yrkja á íslensku, (áví þegar ég er farinn að yrkja á ensku þá er ég búinn með allar mínar hugmyndir. Þú færð sem sé ekki flúið uppruna þinn? Nei, en ég var líka mjög slapp- ur í stafsetningu. Hvað með tónlistina. Eruð þið undir einhverjum sérstökum áhrifum? Við erum undir áhrifum af öllu góðu sem er að gerast í tónlist- inni í dag og hefur verið að gerast undanfarin þrjátíu ár. S/H draumur hefur verið starfandi f yfir fimm ár og útg- áfufyrirtækið Erðanúmúsfk, sem tengist sveitinni, hefur undanfarið gefið út kassettur með tónlist mun yngri og smærri neðanjarðarsveita. Er S/H draumur orðin verndari smáfuglanna? Nei, en málið er að það er svo lítið' mál að gera safnkassettur eins og Snarlspólurnar að það er furðulegt að það skuli enginn hafa gert það á undan okkur. Þær hafa reyndar selst svo vel að það er kominn tími til að fara að at- huga með hljómplötur. Þó má búst við því að Erðanúmúsík fari að gera meira fyrir S/H draum eins og að leggja til dæmis pen- inga í utanför fyrir okkur. Hvernig er með tónlistalffið hér á landi? Finnið þið hljóm- grunn? Já, það er alltaf ákveðinn hóp- ur áheyrenda sem kemur til að hlusta á sveitina. Við höfum okk- ar hóp sem hefur stækkað hin seinni ár, línuritið á veggnum hjá Eröanúmúsík hækkar stöðugt. Hvað með tónleikstaði? Það er í raun bara einn staður sem hægt er að notast við í dag, Duus, en þó staðurinn sé lítill þá næst þar upp góð stemmning. Annar mega hljómsveitir vel við una að fá á tónleika 100 áheyr- endur og selja 500 plötur. Það eru ekki allir Bubbar og selja 20.000 plötur. Það er auðvitað draumurinn að geta leikið sína tónlist og geta lifað á því en það lifir enginn á tónlist eins og við erum að leika hér. Við höldum þó áfram á meðan gaman er að því. Það má líta á þetta sem risa- stórt áhugamál. Texti: Ámi Matthfasson Einn S/H draumur Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.