Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
41
J«LA-
skákþrautir
Kynmng á málefnum fatlaðra
Félagsmálaráðuneytið hefur á
þessu ári beitt sér fyrir útgáfu
á ýmis konar efni til kynningar
á málefnum fatlaðra.
Gefinn hefur verið út fjöldi bækl-
inga og skýrslna um alls konar
málefni sem lúta að réttindum fatl-
aðra, svo sem um námstyrki og
námslán, styrki og lán til verkfæra-
og tækjakaupa, fjárhagsaðstoð við
framfærendur, stuðningsfjölskyld-
ur, starfsendurhæfingu og fleira.
Einnig hefur ráðuneytið látið gera
myndband um fimm sambýli fatl-
aðra sem öll hafa tekið til starfa
hérlendis á síðustu fimm árum.
Kynningarefni um málefni fatl-
aðra er fáanlegt í félagsmálaráðu-
neytinu fyrir þá sem þess óska. I
fréttatilkynningu frá ráðuneytinu
segir að það muni beita sér fyrir
áframhaldandi útgáfu á slíku kynn-
ingarefni enda sé útgáfan í
samræmi við lög um málefni fatl-
aðra.
Skák
Margeir Pétursson
• Höf. Kubbel 1922.
Hvítur leikur og heldur jafntefli.
Jafnvel einföldustu peðsenda-
töfl geta verið býsna snúin,. en
flestir ættu þó að get'a leyst þetta
dæmi.
Hvítur leikur og vinnur
í þessu endatafli hótar svartur
að koma riddara til cö og búa til
óvinnandi vígi. Hvernig hindrar
hvítur þetta?
5» Höf. A. Kuznetsov 1963
Hvítur mátar í fjórða leik
Nú fer fyrst að braka verulega
í kvömunum. Ef einhver hefur
ofmetnast við að geta leyst fyrstu
fjögur dæmin ætti þetta að koma
viðkomandi niður á jörðina.
• Höf. I. Kantorovich 1952.
Hvítur leikur og vinnur
Þessi er mjög auðveld, sérstak-
lega þegar búið er að sjá lausnina.
4. Höf. A. Dombrovskis 1972
Hvítur mátar í öðrum leik.
Dæmigert tvíleiksdæmi þar
sem mennirnir standa í einum
graut.
6.
Höf. A Kuznetsov 1980.
Hvítur mátar í sjöunda leik
Menn ættu ekki að láta leikja-
fjöldann hræða. sig. Þetta dæmi
er líklega léttara en það næsta á
undan. Höfundurinn er sá sami.
GLEÐILEG JÓL
Níræðisafmæli
Margrét Eggertsdóttir
Margrét Eggertsdóttir verður
90 ára mánudaginn 28. des. nk.
Margrét fæddist í Bolungarvík 28.
des. 1897, en flutti þaðan að Kleif-
um í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp
og ólst þar upp. Eftir að hún stofn-
aði heimili, bjó hún um skeið á
Þingeyri og síðán að Læk í Dýra-
firði, en flutti þaðan til Flateyrar
við Onundarfjörð og bjó þar í yfir
tuttugu ár. Hún flutti 1948 í Kópa-
vog og hefur búið þar síðan.
Eiginmaður hennar var Tryggvi
Jónsson frá Fjallaskaga, en hann
lést í nóvember 1971.
Margrét dvelst nú á sambýli
aldraðra á Skjólbraut la í Kópa-
vogi. Á afmælisdaginn tekur hún
á móti gestum á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar á Álfhóls-
vegi 22, Kópavogi. yinir
Reykjavík:
Garðabær:
Skátabúöin, Snorrabraut 60.
Fordhúsið Framtíö, viö Faxafen.
Sýningarsalur Bifreiöa og
Landbúnaöarvéla,
Suðurlandsbraut 12.
Verslunarmiðstöðin í Mjódd, Breiðholti.
Seglagerðin Ægir, örfirisey.
Bílaborgarhúsið, Fosshálsi 1.
Við Kringluna.
Á Háskólavellinum.
Við Miklagarð.
Akureyri:
Stór-flugeldamarkaðir í Lundi og í
sýningarsal Bílvirkjans á Fjölnisgötu.
Söluskúrar við Hagkaup og
Iþróttavöllinn.
Egilsstaðir:
Hús verslunarinnar Eyco,
Tjarnarbraut 19.
ísafjörður:
Skátaheimilið.
Vestmannaeyjar:
Skátaheimilið við Faxastíg.
Barðaströnd:
Hjálparsveitin Lómfell.
Blönduós:
Hjálparsveitarhús við Efstubraut.
Dalvík:
Flugeldamarkaður
áGunnarsbraut4-6.
Hjálparsveitarhús við Bæjarbraut.
Gamlapósthúsið.
Við Garðatorg.
(Iðnbúð.
Kópavogur:
Toyota, Nýbýlavegi 4.
Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7.
Kaupgarður, v/Engihjalla.
Aðaldalur:
Hjálparsveit skáta, Aðaldal.
Flúðir:
Hjálparsveitin Snækollur.
Saurbæjarhreppur, Eyjafiréi:
Hjálparsveitin Dalbjörg.
Hveragerði:
Hjálparsveitarhúsið.
Njarðvík:
Söluskúr við Sparisjóðinn.
Iþróttavallarhúsið.
Grímsnes-Grafningur-
Selfoss:
Hjálparsveitin Tintron
Þingvallasveit.
Söluskúr við verslunina
G.Á. Böðvarsson.
Hjálparsveitarbíll við Verslun M.M.
Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós
SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR
OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM
FLUGELDAMARKAÐIR
HJÁLPARSVEITA SKÁTA