Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 50

Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 Selspik og svaðilfarir KAFLIÚR BÓKINNIUM JÓN PÁL, STERKASTA MANN HEIMS ÚT er komin bókin Jón Páll, sterkasti maður heims, skráð af Jóni Óskari Sólnes. Bókin er 135 blaðsíður, prýdd fjölda mynda. í bókinni er lýst uppvexti Jóns Páls og sagt frá afl- raunamótum, sem hann hefur tekið þátt í. — Hér fer á eftir kafli um uppvöxt Jóns og heitir kaflinn Selspik og svaðilfarir: ón Páll Sigmarsson er fæddur 28. apríl 1960, á Sólvangi í Hafnar- fírði, frumburður Sigmars Jónssonar og Dóru Jónsdóttur. Föð- urætt sína rekur hann til Skagafjarðar, en móðurættin er úr Kjósinni og er hann kominn af heljarmennum, bæði í karllegg og kvenlegg. Jón Páll er íslendingur, afkomandi hraustra bláeygra víkinga, hirð- skálda og sigursælla konunga! Foreldrar Jóns Páls slitu snemma samvistir, Dóra giftist Sveini Guð- mundssyni byggingameistara og glímukappa. Steig Jón Páll fyrstu sporin í Hafharfírði en Qölskyldan fíuttist vestur í Stykkishólm þegar hann var tveggja ára. — í Stykkishólmi var ég mikið viðloðandi sjó og alltaf niðri á bryggju í æsku að veiða marhnúta og þyrsklinga. Ég man glöggt eftir árunum í Stykkishólmi. Túrar með grásleppukörlum eru sérstaklega minnisstæðir. Þeir voru yfírleitt ein- ir á litlum skektum og þá vantaði iðulega strák til að stýra þegar þeir vitjuðu um netin. Maður gerði ýmis lítil viðvik um borð og hjálp- aði við að tína fískinn úr netunum. Ég var smá ormur, sex eða sjö ára, og gerði mig óskaplega ánægðan með minn hlut sem var kannski ein grásleppa eða rauðmagi. Ég veit ekki hvort þýddi að bjóða krökkum þetta nú til dags. í æsku var Jón Páll að sögn móður sinnar kappsmikill ærsla- belgur sem aldrei gaf sinn hlut eftir. Hann var býsna iðinn við að detta og fá göt á höfuðið. Hafði mjög gaman af því að fljúgast á og tusl rtSt við jafnaldra sína sem margir hverjir voru tregir til. Hann beitti alls kyns brögðum til að plata þá í vægan slag. Algengast var að hann leyfði andstæðingnum að byija ofan á sér liggjandi. — Ég gat yfírleitt tuskað flesta jafnaldra mína til og í snjókasti var ég sérlega leikinn, sakir skotfími og hörku. Ég plataði gjaman ein- hvem jafnaldra minna í snjókast á þessum ámm. Bardaginn fór fram með þeim hætti að fyrst hlóðu menn snjóvirki og síðan var safnað miklum snjókúlubirgðum og þá gat slagurinn hafíst. Eitt sinn fór ég í snjókast við dreng eftir miklar for- tölur. Hann vildi ekki meiða sig og var því haft býsna langt á milli virkjanna, sem varð þess valdandi að hann dreif varla til mín. Strax í öðm skoti hitti ég kappann þétt- ingsfast og hann hljóp strax heim skælandi. Ég hafði undirbúið mig undir langa og skemmtilega rimmu og varð því fyrir miklum vonbrigð- um þegar ég sá á eftir honum. Það hljóp kapp í mig þegar hann skemmdi svona leikinn svo að ég elti hann uppi og tuskaði hann til! Þó að maður hafí verið ljóshærður með englakrullur þá var maður ekki a}ltaf englabam! — Á fyrstu skólaárunum var ég mjög kappsamur við námið. Við fengum reikningsbækur sem við Jón Páll á fermingardaginn. máttum reikna í að vild og ég ham- aðist við að ljúka fyrstur við bókina. Það fór á sömu lund með skrift- arbækumar: Ég reyndi að fá sem flestar stjömumar. Svona varð of- urkappið í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. — Eftir því sem iþróttaáhuginn jókst urðu bækumar útundan eins og gengur. Maður tók þá að lafa í meðalmennskunni í náminu. Þó lifði það með mér alla skólagöngu mína að ef mér líkaði vel við einhvem kennarann lagði ég mikla heima- vinnu á mig til að gera honum til geðs. Jafnframt gat ég verið fjand- anum forhertari í þeirri afstöðu minni að læra nánast ekki neitt ef kennarinn fór í taugamar á mér fyrir einhveijar sakir. Það má segja að ég hafí staðið mig nokkuð vel í skólanum í Stykkishólmi. — Ungur fór ég að fást við ýmiss konar smíðar. Eitt sinn smíðaði ég tvær flugvélar svo stórar og þungar að maður gat setið í þeim. Eina fyrir mig og aðra fyrir Svein bróður sem er tveimur 'áram yngri en ég. Klambraði ég þeim saman í hús- byggingu alllangt frá heimili okkar í Hólminum og ætlaði síðan með þær heim. En Sveinki nennti ekki að bera sína, fannst hún of þung og henti henni út í skurð. Ég drösl- aði báðum flugvélaskröttunum heim í þijósku minni þótt ég væri alveg að drepast undan byrðinni. Ég vildi ekki láta henda þessari meistarasmið! — Annars var Sveinki bróðir svolítið sér á parti, hann átti það til að fara upp í beinaverksmiðju, ná þar í gamlan úldinn þorsk, binda band í sporðinn og draga síðan hræ- ið um allan bæ eins og aðrir strákar gerðu með bfla. Sveinn Guðmundsson var slipp- stjóri í Stykkishólmi og í Flatey býr bróðir hans, Hafsteinn Guðmunds- son stórbóndi. Þeir era synir Guðmundar Guðmundssonar og Júlíönu Sveinsdóttur sem bjuggu í Skáleyjum á Breiðafírði. Jón Páll byijaði að fara í eyjamar á Breiða- fírði með foreldrum sínum aðeins tveggja ára. — I Skáleyjum komst ég í kynni við hið heilnæma og hressandi eyja- líf og byijaði náttúralega að troða í mig selkjöti. Nú, einnig var maður látinn borða egg og súrmat ýmsan, til að mynda súrsaða hreifa. Hreif- amir vora skomir af selnum, síðan sviðnir og soðnir, og að lokum sett- ir í súra mysu. Þetta þótti mér ljúffengur matur. Maður var látinn borða ýmislegt sem ekki þýðir að bjóða venjulegu fólki nútildags, til. dæmis blóðgraut. En hann er þann- ig matreiddur að selblóðið er sett í pott og hitað undir þangað til suðan er komin upp, en þá er kannski einhveiju bætt út í, til að mynda örlitlu hveiti, og einhveiju kryddi. Þetta var borðað eins og hver ann- ar búðingur með mjólk út á, belju- mjólk. Og maður snæddi þetta með bestu lyst, enda var ekkert annað að hafa. Svenni var nokkuð harður á matarvenjur, maður komst ekki upp með annað en að borða matinn sinn. — Ég fór snemma á seiveiðar með Svenna, þetta ijögurra ára snáði. Ég var lítill stubbur og þegar vel veiddist varð ég þreyttur á þess- um hamagangi og var þá lagður til svefns ofan á kópana, enda bátur- inn ekki stór. Þegar báturinn kom til lands var hann kjaftfullur af dauðum kópum og ég lá sofandi ofan á. — Út í eyjarnar var farið á hveiju ári í lok maí og var ég alltaf út júni. Maður borðaði vel og stækk- aði mikið á sumrin, maturinn var góður og maður var sísvangur. Laumaðist ég oft og iðulega í búrið til að fá mér aukabita. Vinnan var erfíð fyrir svona krakka og ég á ákaflega erfítt með að ímynda mér krakka nú vinna á þennan hátt. Bera þurfti allt vatn að bænum og það var dágóður spölur fyrir stutta fætur. Maður var með fötur á grind svo þær slægjust ekki í fætuma. Það þurfti að teygja sig yfír brann- inn og vara sig til að detta ekki ofan í og toga upp fullar tunnur af vatni sem sigu í fyrir svona snáða. Þetta var gert ekki sjaldnar en tvisvar á dag. Eg var mjög iðinn við vatnsburðinn og hef sjálfsagt fengið góðan greipastyrk af þeim sökum. Einnig aðstoðaði maður við alla aðdrætti, en það þurfti að bera allt að húsinu. Sveitabærinn var að sjálfsögðu kyntur með olíu, sem var flutt að eyjunni á bátum. Olíutunn- unum var velt í sjóinn og þær tryggilega reyrðar með köðlum. Síðan vora þær togaðar að landi eða þeim stjakað áleiðis. Þegar þær vora komnar í fjörana var beðið eftir að fjaraði undan þeim. Því næst var þeim velt upp urðina og upp á grasbala og þaðan var nokk- uð bratt að bænum. Þá þurftum við að nota bönd á tunnumar sem einhver togaði í, svo ýttum við bræðumir á eftir. Á þennan hátt vora margar tunnur teknar upp í einu lagi. Þetta er ekki ósvipað því að keppa á kraftamóti. — Ég byijaði ungur að vinna við selveiðamar og lærði snemma að leggja net upp í bátinn með sér- stöku lagi, eins og á grásleppu. Við notuðum aldrei blýsökkur, einungis steina í lykkjum. Netunum var rað- að upp í bátinn og sérstök aðgát höfð svo að þau flæktust ekki. Netin með þungum kópum í vora síðan handtoguð. Styrktist maður í greipum af því. Og þegar bátsvél- amar biluðu þurfti að róa í land og maður sveikst ekki um að taka vel á róðrinum! Síðan var aflanum skellt á kerra og farið með hann í aðgerðarhúsið sem var gamall torf- kofi. Ég vildi hins vegar alltaf vera að taka á því svo ég bar einn og einn sel, en fljótlega varð mér mik- ið kappsmál að ná tveimur kópum í taki; maður tók í hreifana og dratt- aðist með byrðina að kofanum. Ég var eiginlega í þessu frá því ég man eftir mér. Þó náði ég ekki tveggja kópa taki fyrr en ég var svona átta ára. Það var nokkuð erfítt að halda kópum á hreifunum, en sjaldnast vora þetta fullorðnir selir því þeir eldri höfðu lag á því að varast net- in. Ungir brimlar álpuðust stundum í þau og vora þeir býsna þungir. Þeim var skutlað upp á bryggju og síðan var báturinn færður fram eins og það er kallað og beðið eftir að fjaraði út. Þá var gengið undir steinbryggjuna og brimlunum velt fram á bryggjusporðinn á herðar burðarmanna. Ég tók þátt í brimla- burði frá fermingaraldri og þurfti að taka nokkuð vel á því þetta var eins og að taka stöng í hnébeygju og ganga með hana! Það var hins vegar aðeins ég sem remdist við brimlaburð, en það var ekki venju- leg vinnuaðferð. — Ég man að ég varð fljótt góð- ur að toga þunga hluti að mér. Maður var alltaf að toga netin upp úr sjó, en einnig þurfti maður iðu- lega að draga báta að landi. Bátamir vora geymdir úti á sjó við akkerisfestar og hnýtt í þá úr landi. Þeir vora festir nokkram metram frá landi og stokkið upp í flörana. Og þegar slakað var á reipinu skaust báturinn nokkra metra frá ef akkerið hélt vel við. Morguninn eftir var kannski flóð og hafði bát- urinn hækkað sig sem því nemur, en þá var býsna strembið að toga hann að landi. Einhveiju sinni vora menn við þessa iðju og gekk erfíð- lega. Ég grenjaði þá vel á reipið og tókst mér loks að rífa upp akker- ið. Þetta þótti nokkuð hraustlega gert hjá mér á þessum tíma. En maður stæltist við svona vinnulag. Ég var reyndar alltaf með stærstu og þreknustu piltunum í skólaár- göngum mínum, en samt ekkert tröll. — í sveitinni var jafnan farið í eggjatöku og tínt vel í matinn. Eggin voru misbrothætt, en kríu- eggin vora sýnu verst og oftar en ekki sprakk skurnin á þeim. Þá var okkur krökkunum skipað að drekka úr þeim svo þau færa ekki til spill- is og maður stóð oft á blístri þegar heim var komið, en þetta kvað gefa óskaplegan kraft! Maðu gekkst stundum upp í því að vera harður af sér og stundum átti ég það til að sýnast meðal krakkanna, en við voram býsna mörg á stundum. Ég hafði gaman af að fljúgast á við strákana og slóst stundum einn gegn öllum. — Oft var ég settur í að gera að kópunum með Svenna. Hann fláði, sem var vandasamt verk, en ég tók af þeim spikkápuna og var henni yfírleitt hent. Síðan var kjöt- ið hlutað í sundur og nýtt. Ég hafði gaman að því að skera spikið utan af selnum og þótti það fullorðinsleg vinna, en jafnaldrar mínir og litlu krakkanir komu oft til að fylgjast með aðgerðinni. Þá átti maður það til að skera spikræmu af og stinga upp í sig og halda síðan áfram við verkið, meðan allir viðstaddir „ojj- uðu“. Stundum færði maður sig upp á skaftið og skar sneið af lifrinni og tuggði svipbrigðalaust meðan maður gerði að. Sannleikurinn er sá að þetta er nokkum veginn bragðlaust. Að endingu skar maður bita af hjörtum og tuggði, en fyrir það var maður álitinn alveg óskap- lega harður, snæðandi bráðina meðan maður var að vinna að henni. Ég hafði einhvem tímann lesið að Tarzan þætti krafturinn koma best til skila úr hráu kjöti og að hann væri lítið fyrir það gefinn að steikja það. En það var reynt að nýta sem mest af kjötinu og var það saltað og sent til ættingja og vina sem vildu borða selkjöt. Ég geri hins vegar ekki ráð fyrir því að markaður fyrir selkjöt sé stór. Borgar- og bæjarbúar hafa ekki komist upp á lag með að borða það. Reyndar var ég aldrei óskap- lega hrifínn af því, en þetta var í matinn og maður borðaði það. Mér fannst fullmikið lýsisbragð af kjöt- inu en það er mjúkt og feitt. Matarvenjur vora í nokkuð föstum skorðum í sveitinni og alltaf tvær aðalmáltíðir á dag. í hádeginu var einatt heitur matur, en á kvöldin var matur fjölbreyttari, borðaður súrmatur, slátur og egg, rúgbrauð, kæfa og hafragrautur. Mér þótti mikill lúxus að borða mikið af eggj- um því þau vora nokkuð dýr í bænum og á mínu heimili vora ekki peningar til að kaupa munaðarvöra. Spæld egg vora algert lostæti. í sveitinni byijaði ég að elda sjálfur á unga aldri, en þá gerði ég mér ferðir í búrið og fékk mér gæsaegg og matreiddi eggjaköku sem var hreinasti lúxus. Svo kom náttúru- lega oft fyrir að eggin vora farin að stropa en þá þótti mér þau ekki fysileg fæða og var ég ekki harður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.