Morgunblaðið - 24.12.1987, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
HALLDÓRA PÉTURSDÓTTIR,
Höfðakoti, Skagaströnd,
andaðist f Héraðshælinu, Blönduósi, 23. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Steingrímur Jónsson og börn.
t
Móöir okkar og amma,
SIGURLÍN JÓNSDÓTTIR,
Kirkjubraut 7,
Akranesi,
lóst 22. desember.
Sigurlaug Sigurðardóttir,
Benedikt Sigurðsson,
Helgi Sigurðsson,
Sigrún Rafnsdóttir.
t
Faðir okkar,
HREGGVIÐUR JÓNSSON,
lést 22. desember.
Tómas Hreggviðsson,
Eyvindur Hreggviðsson.
t
Móðir okkar,
VILFRÍÐUR Þ. BJARNADÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, þriöjudaginn 23. desember.
Fyrir hönd vandamanna,
Péturog Haukur Andréssynir.
t
GUÐMUNDSÍNA SIGURRÓS SIGURGEIRSDÓTTIR
frá Hellissandi,
lést mánudaginn 21. þessa mánaðar.
Börnin.
t
Sambýliskona min, móðir okkar og tengdamóðir,
HEIÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
Kleppsveg 72,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 16. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Magnús Ólafsson,
Sólveig B. Jakobsdóttir, Maren A. Jakobsdóttir,
Flosi Þ. Jakobsson, Þóra Pétursdóttir,
Ómar S. Jakobsson, Elísabet Magnúsdóttir,
.'var B. Jakobsson, Hallbera Bjarnadóttir,
K. Elvar Jakobsson.
t
Fóstursystir mín,
GUÐNÝ LÝÐSDÓTTIR,
Ásenda 13,
andaöist 6. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ingibjörg Stefánsdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi
GUNNAR EINARSSON
frá Herastöðum, Kjós,
sem andaðist í Landakotsspítala 16. desember sl. verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju. mánudaginn 28. desember kl. 1.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Aðalheiður I. Jónsdóttir,
Bergmann Gunnarsson,
Jón Gunnarsson,
Björg Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Gróa Gunnarsdóttir,
Ragnar P. Gunnarsson,
Sveinn Gunnarsson,
Sign'ður Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Hallbera Gunnarsdóttir,
Sigþrúður E. Jóhannesdóttir,
Stella E. Gunnarsdóttir,
Bjarni Gunnarsson,
Ragnar Halldórsson,
Helga D. Sæmundsdóttir,
Hólmfríður Friðsteinsdóttir,
Þorsteinn Gíslason,
Pétur Sigurðsson,
Kristinn Skúlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Snorri Þorsteins
son, Selfossi
Fæddur 23. ágúst 1923
Dáinn 7. desember 1987
Traustur maður, góður eigin-
maður og rómaður heimilisfaðir er
fallinn frá. Það gerðist mjög snöggt.
Hann vann sitt verk mánudags-
morguninn 7. desember, en fór til
læknis um hádegisbil og í fram-
haldi af því gekkst hann undir
aðgerð um kvöldið, en það tókst
ekki að bjarga honum. Hann hafði
að vísu ekki gengið alveg heill til
skógar að undanfömu, en Snorri
var ekki að vfla hlutina fyrir sér.
Kannski hefur hann ætlað að bíða
fram yfir áramót því þá stóð til að
Póstþjónustan yfirtæki starf það
sem hann hafði stundað undanfarin
14 ár. En enginn ræður sínum
næturstað. Það er skarð fyrir skildi.
Traustur var hann umfram allt, það
mátti segja um Snorra og klukkuna
að hvorugt brást. Það var næstum
sama á hveiju gekk á leiðinni milli
Selfoss og Reykjavíkur, það var
eitthvað meiriháttar ef Snorri skil-
aði sér ekki á réttum tíma. Ekki
svo að skilja að leiðin sé að jafnaði
torsótt en Snorri fór oftast fyrstur
yfir heiðina áður en tækin komu
ef þeirra þurfti með. Þannig hafði
þetta gengið flesta morgna eins og
áður sagði undanfarin 14 ár.
Snorri Þór Þorsteinsson var
fæddur þann 23. ágúst 1923 á Sel-
árbakka á Arskógsströnd. Foreldr-
ar hans voru hjónin Þorsteinn
Jóhannsson og Helga Soffía Einars-
dóttir, þau áttu þijú böm. Þegar
Snorri er 4 ára flyst fjölskyldan að
bænum Götu í sömu sveit og þar
ólst hann upp fram að tvítugu og
vann hin hefðbundu sveitastörf og
stundaði einnig sjósókn. Haustið
1943 leggur Snorri land undir fót
og fer á Héraðsskólann á Laugar-
vatni og stundar þar nám í 2 vetur.
A þessum tíma kynnist Snorri ungri
stúlku úr Grindavík, Ólöfu Bene-
diktsdóttur, sem stundaði vinnu á
Selfossi. Þann 21. júní 1947 gengu
Ólöf og Snorri í hjónaband og hófu
búskap á Selfossi og bjuggu þar
alla tíð síðan. Þau eignuðust 4 böm
sem em: Ólafur, Helga, Snorri og
Hulda. Þau búa öll á Selfossi ásamt
sínum fjölskyldum og em bama-
bömin orðin 12 og 1 barnabama-
bam.
Snorri hóf störf hjá Kaupfélagi
Ámesinga sem bflstjóri á mjólk-
urbílum og áætlunarbflum og
tengdist reyndar áætluninni mest.
Við á Selfossi munum varla eftir
okkur öðmvísi en Snorri væri á
rútunni, þannig var hann einn af
þessum föstu punktum í tilvemnni
sem við munum eftir, bílstjóri fram
í fmgurgóma, rólegur, gætinn og
traustur. Þeir em orðnir margir
kílómetramir sem Snorri hefur ekið
síðastliðin 40 ár. Hann skráði akst-
ur sinn á hveiju einasta kvöldi og
hversu marga km hann ók og auð-
vitað við hinar ólíkustu aðstæður.
Það gæti orðið fróðlegt heimildarrit
síðar meir. Einu gamlárskvöldi
sagði hann mér frá þegar hann var
sendur austur í sveitir að ná í mjólk-
urbílstjóra því að þar vom bílar
þeirra fastir og sumir brotnir, veðr-
ið með versta móti, hann sagðist
hafa verið á mjög duglegum bíl og
heim hafí þeir komið á nýjárdags-
morgun. Hann sagði líka að það
væri ekki gott að bera þáverandi
aðstæður við það sem nú tíðkaðist;
öll þau hjálpartæki sem til væm
nú á tímum. Snorri var um tíma
formaður Ökuþórs, félags bflstjóra.
Árin 1959 til 1965 rak Snorri
eigin vömbifreið, en að þeim tíma
liðnum ræðst hann aftur til KA á
rúturnar. Þegar KÁ hætti rekstri
sérleyfisins kaupa Snorri og Jón
Halldórsson það og reka það í 8
ár. Árið 1976 selja þeir sérleyfið,
en áður hafði Snorri hætt akstri
þar af heilsufarsástæðum. Þá hóf
hann akstur á pósti í sveitum Árnes-
sýslu. Þegar ég réðst til þessa
aksturs kom það í hans hlut að
kenna mér, það var eftirminnilegur
Minning:
Helga Jóhannesdótt■
ir Dalgeirsstöðum
Fædd 26. nóvember 1898
Dáin 9. desember 1987
Mig langar til að minnast ömmu
minnar nokkmm orðum, en hún
lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga
9. desember sl. Þessi góða og hlý-
lega kona, alltaf var gott að koma
til hennar, ég man hvað við spjölluð-
um saman á kvöldin yfir kaffibolla,
þegar ég fór norður á sumrin. í vor
um páskana skrapp ég norður að
heimsækja afa og ömmu en þá var
amma alveg lögst í rúmiðj en tók
á móti mér brosandi eins og hún
var vön. Þá sagði ég henni að ég
væri að kaupa mér nýtt húsnæði
og hún sagði; „Ef ég kæmist nú
suður að sjá það.“ En svo rétt á
eftir veiktist amma og var flutt á
spítalann. Þegar ég fór norður í
sumar og sá hana á sjúkrahúsinu
brá mér, hvað henni hafði farið
aftur, hún þekkti mig ekki fyrst og
ég veit varla hvort hún þekkti mig
nokkuð almennilega.
En ég á góðar minningar frá því
í gamla daga, þegar ég var stelpa
og var að fara í sveitina eftir skól-
ann, hvað ég hlakkaði til. Eg hafði
mjög gott af því að vera í sveitinni
og umgangast dýrin, alltaf ber ég
nú einhveijar taugar heim i dalinn.
Aldrei gat ég látið eitt einasta sum-
ar fara fram hjá án þess að fara
norður.
Ég minnist þess þegar ég fór
norður einu sinni um jólin fyrir
mörgum árum og hjálpaði ömmu,
amma var alltaf hlýleg, það var
notalegt að vera í návist hennar.
t
Bróðir okkar,
KRISTJÁN BENEDIKTSSON
frá Haganesi,
siðast til heimilis að Hrafnistu Reykjavik,
sem andaðist 18. þ.m. veröur jarðsunginn þriðjudaginn 29. des-
ember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju.
Kristbjörg Benediktsdóttir, Hákon Benediktsson,
Maria Benediktsdóttir, Valey Benediktsdóttir,
Sigurbergur Benediktsson
og aðrir vandamenn.
dagur í desember 1973. Veður mjög
vont og ferðin sóttist seint og mér
leist ekki á blikuna, en Snorra brá
hvergi. Hann var hinn rólegasti og
taldi í mig kjark og sagði að gott
væri að kynnast svona veðri í upp-
hafi, oftast væri það miklu betra.
Þegar ekki sá fram fyrir vélarhlíf
dró Snorri upp spil og sagði að
betra væri að spila heldur en að
reyna að aka. Snorri sagði mér
margt frá fyrri árum á rútunum
og mér varð ljóst að þessi uppákoma
var barnaleikur miðað við mikið af
því sem hann hafði lent í um dag-
ana, einmitt fyrir þessar aðstæður,
og heim skilaði hann okkur um
kvöldið, að vísu í seinna lagi.
Snorri Þór var farsæll maður
bæði í störfum sínum og einkalífi,
þau hjón voru mjög hamingjusöm
og samiýmd svo af bar. Heimakær
var hann mjög og var sjaldan af
bæ nema við störf sín.
Þessi fáu kveðjuorð verða ekki
öllu fleiri enda veit ég að Snorra
var ekki um orðagjálfur gefið. Hann
hafði lagt svo fyrir að útför hans
yrði gerð í kyrrþey.
Hann er kvaddur í virðingu og
þökk fyrir allt sem hann starfaði
af meðfæddri trúmennsku, fyrir
allt sem hann var þeim sem hann
unni. Ég votta öllu fólkinu hans
samúð mína og veit ég það geymir
bjarta minningu um góðan og
traustan mann.
Gissur Geirsson, Selfossi.
Ég man þegar ég fékk að baka hjá
henni allar sortir, aldrei fann hún
að neinu hjá manni, þvert á móti.
Amma hafði aldrei mörg orð um
það sem var henni á móti. skapi.
Alltaf var hún með sitt jafnaðar-
geð, ekki voru lætin og hávaðinn í
henni. Ég minnist þess þegar ég lét
skíra dóttur mína fyrir norðan
heima svo þau gætu verið með.
Ég þakka ömmu fyrir allar sam-
verustundimar. Megi algóður Guð
taka vel á móti henni.
Héðan burt vér göngum glaðir
Guð úr þínu húsi nú
allt vér þökkum, elsku faðir
enn er hér oss veittir þú
lífsins orða Ijósið bjarta
læknismeðal sjúku hjarta
endumæring, hressing, hlíf,
huggun, svölun, kraft og líf.
(V. Briem.)
Helga Björnsdóttir