Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í RALLI / RAC-KEPPNIN í ENGLANDI
Meistaraakstur Kankkunen
kollkeyrði Alen þrívegis
Taugarnar brustu hjá Finnan-
um Marrku Alen, þegar hann
áttist við landa sinn Juha
Kankkunen í RAC-railinu f Eng-
landi í lok nóvember. Heims-
meistaratitillinn var f húfi
þegar þeir lögðu af stað í
keppnina, sem var sú síðasta
sem gilti til heimsmeistaratit-
ils, báðir óku fjórhjóladrifnum
Lancia Delta HF. Alen þótti
mjög taugastrekktur á meðan
Kankkunen lék við hvern sinn
fingur og gantaðist við viðmœl-
endur sína. Alen þoldi ekki
álagið á meðan Kannkunen
sýndi meistaraakstur og yfir-
vegun. Þrfvegis endaði Lancia
Alen á hvolfi f keppninni, sem
hlýtur að vera met í rallkeppni,
en Kankkunen sigraði keppn-
ina örugglega og tryggði sér
heimsmeistaratitilinn, annað
árið í röð.
RAC-rallið er ein stærsta keppn-
in, sem gildir til heimsmeistara
og Qöldi þátttakenda er takmarkað-
ur við 160 keppnisbíla, færri
komast að en vilja.
í fyrsta skipti tóku
íslendingar þátt í
keppninni, Hjörleif-
ur Hilmarsson og
Sigurður Jensson óku Peugeot-205
GTi, en Hafsteinn Aðalsteinsson og
Witek Bogdanski Mazda 323 4x4.
Það voru margar stjömur í keppn-
inni, flestir bestu rallökumenn
heims mættu á svæðið. sem öku-
menn eða áhorfendur. Italinn Miki
Biasion hjá Lancia fylgdist með
keppninni, en hann hafði forystu
að stigum til heimsmeistaratitils.
En hann var búinn að aka í þeim
sjö mótum sem Lancia ætlaði hon-
um á árinu, á meðan bæði Alen og
Kankkunen áttu síðustu keppnina
til góða. Til að skáka Biasion urðu
þeir hinsvegar að vinna eða ná öðru
sæti og það setti mikla pressu á
báða kappana. Nóg var af andstæð-
ingunum, þó fjórhjóladrifnir bílar
þeirra þættu sigurstranglegir fyrir
keppni.
McRae og Blomqvist áttu
. ií halda uppl heiðri
Ford-verksmiðjunnar
Bretlandsmeistarinn Jimmy McRae
og Svíinn Stig Blomqvist áttu að
Gunnlaugur
Rögnvaldsson
skrífar
halda uppi heiðri Ford-verksmiðj-
unnar ensku á Sierra RS Cosworth,
300 hestafla afturdrifsbíl, Svíinn
Per Eklund mætti með eigin Audi
Quope Quattro án verksmiðjustuðn-
ings og samskonar bíl ók David
Llevellin frá Bretlandi. Af þessu var
ljóst að baráttan yrði mikil. Þama
var líka mættur Finninn Mikael
Ericsson á Lancia Delta, hann hafði
árið áður leitt keppnina að mestu
áður en forþjappa bilaði á loka-
sprettinum. Hann ætlaði sér því
stóra hluti undir merki Lancia-liðs-
ins.
Stig Blomqvist náði forystu á fyrstu
sérleið rallsins, en síðan ekki sög-
una meir. Kankkunen, Alen og
Eriksson allir á Lancia höfðu tögl
og hagldir í keppninni fyrsta dag-
inn, þegar ekið var á kappaksturs-
brautum og í skemmtigörðum
víðsvegar um England. Aksturinn
gekk þó ekki áfallalaust hjá Alen,
hann velti í krappri beygju, en tap-
Svfinn Stig Blomqvlst ók grimmt
Lancia. Mikill áhorfendafjöldi fylgdist
á Ford Sierra RS Cosworth og varð annar þó bfll hans ætti við fjórhjóladrifsbfla
með keppni víðsvegar um Bretland.
„Það var aldrei tími til neins á viðgerðarsvæðum," sagði Witek Bogdanski, sem
ók með Hafsteini Aðalsteinssyni. Hér er allt á toppsnúningi á viðgerðarsvæði,
en allt kom fyrir ekki, þeir félagar komust ekki í endamark.
aði aðeins hálfri mínútu og hélt
öðru sætinu á eftir Kankkunen,
sínum aðalkeppinaut. Daginn eftir
tókust keppendur á við snjólagðar
leiðir í Wales, Alen var með rásnúm-
er eitt og ruddi leiðina og tapaði
talsverðum tíma á því og féll á tíma-
bili niður í fímmta sæti. Fyrrum
Bretlandsmeistari, Mark Lovell, á
ford Sierra RS réði ekki við hálkuna
og fór útaf og skemmdi framfjöðr-
unina. Á meðan blómstraði Louise
Aitken Walker undir stýri á Peug-
eot 205 GTi, framdrifnum keppn-
isbfl. Áður en yfír lauk degi síðar
var hún kominn í sjöunda sæti, en
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Flnninn Marrfcu Alon kollkeyrði sig þrfvegis f RAC-ralIinu, þegar hann barðist um heimsmeistaratitilinn í rallakstri
við landa sinn Juha Kankkunen. Alen tapaði.
lenti þá útaf og varð að hætta vegna
skemmda á bflnum.
Eriksson velti Lancia-bfl sínum
Eriksson á Lancia-bflnum gekk ekki
sem best. Hann velti, en var ekki
eins lánsamur og Alen og tapaði
11 mínútum og hrapaði úr þriðja
sætinu. Nafni hans Keneth Eriks-
son á Volkswagen Golf átti í
vandræðum með öxla og gírskipt-
ingu, en hann hafði fyrir keppnina
verið krýndur besti eindrifsökumað-
ur heims. í lok annars dags hafði
Svíinn Per Eklund fært sig upp á
skaftið í akstri og ógnaði verðlauna-
sætunum, með djörfum akstri.
Enn klúðraði Álen akstrinum í
keppninni við Kankkunen. Hann
velti í skógum Yorkshire á þriðja
degi og bfllinn fór illa, þó hann
héldi áfram en taugarnar virtust
vera að bresta undan álaginu. Á
meðan sigldi Blomqvist áfram af
harðfylgi á Sierra-bílnum, með Ek-
lund á Audi-bflnum í kjölfarið. Alen
hékk í fjórða sæti og virtust allar
brýr bannaðar, hvorki gekk né rak.
Kankkunen var nánast orðinn ör-
uggur um sigur þó einn dagur væri
eftir. Það kom líka á daginn, keppn-
in reyndist Alen ofviða, hann fór
illilega útaf í skógum Skotlands og
tapaði miklum tíma. Þrátt fyrir
hörkuakstur seinasta dag keppn-
innar náði hann ekki nema fímmta
sæti, bægslagangurinn hafði verið
og mikill.
Hart barist um annaö sœtið
á síöustu leiðinni
Eklund og Blomqvist börðust
grimmt um annað sætið, sem Alen
hafði gefið þeim tækifæri á. Fyrir
síðustu leiðina hafði Blomqvist
naumt forskot á Eklund, en sá
síðamefndi lét hendur standa fram
úr ermum og varð um hálfri mínútu
á undan að aka sérleiðina og komst
þar með upp fyrir landa sinn. Eftir
keppni var Eklund hinsvegar kærð-
ur fyrir að vera með ólöglega vél,
þ.e. loftinntök voru talin of víð.
Eklund áfrýjaði hinsvegar málinu
og verður dæmt I því síðar. En á
meðan er Blomqvist talinn vera í
öðru sæti, Skotinn Jimmy McRae í
þriðja á Sierra. Ericsson á Lancia
komst síðan við illan leik, en góðan
akstur, í fjórða sætið á undan Alen,
sem sjálfsagt nagar sig í handar-
bökin. Annað árið í röð varð hann
að sætta sig við að verða eftirbátur
Kankkunen í heimsmeistarakeppn-
Lokastaðan í RAC-ralIinu
Refsing { klukkustundum
1. Juha Kankkunen/Juha Piironen
Lancia Delta HF 4WD
2. Per Eklund/Dave Whitock
Audi Qoupe Quattro
3. Stig Blomqvist/Bruno Berglund
Ford Sierra RS Cosworth
4. Jimmy McRae/Ian Grindrod
Ford Sierra RS Cosworth
5. Mikael Ericsson/Claes Billstam
Lancia Delta HF 4WD
6. Marrku Alen/Illka Kivimaki
Lancia Delta HF 4 WD
5.26.36
5.29.48
5.30.16
5.33.15
5.35.26
Sigurður Jensson fyrir framan
rásmarkið með íslenska fánann blakt-
andi í fyrsta skipti. Sigurður ók ásamt
Hjörleifí Hilmarssyni í keppninni.
Tókst þeim ekki að ljúka keppni, „það
dó bara á bílnum,M sagði Sigurður.
7. David Llewellin/Philip Short
Audi Quope Quattro 5.45.41
8. Mats Jonsson/Lars Baeckman
Opel Kadett GSi 5.48.36
9. Carlos Sainz/Antonio Boto
Ford Sierra RS Cosworth 5.49.16
10. Keneth Eriksson/Pieter Diekman
Volkswagen Golf GTi 5.51.21
Af 161 keppanda sem lagði af stað komust 85
í endamark. Leiðin var 2.500 km löng,
þar af 520 km á sérleiðum, og stóð í Qóra
daga.
Lokastaðan í heimsmeistara-
keppni ökumanna Stig
1. Juha Kankkunen, Finnlandi 100
2. Miki Biasion, Ítalíu 94
3. Marrku Alen, Finnlandi 88
4. Kenneth Eriksson, Svíþjóð 70
5. Jean Ragnotti, Frakklandi 51
Lokastaðan í keppni framleiðenda
1. Lancia 140
2. Audi 82
3. Renault 71
4. Volkswagen 64
5. Ford 62