Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 HEIMSMEISTARAKEPPNIN í RALLI / RAC-KEPPNIN í ENGLANDI Meistaraakstur Kankkunen kollkeyrði Alen þrívegis Taugarnar brustu hjá Finnan- um Marrku Alen, þegar hann áttist við landa sinn Juha Kankkunen í RAC-railinu f Eng- landi í lok nóvember. Heims- meistaratitillinn var f húfi þegar þeir lögðu af stað í keppnina, sem var sú síðasta sem gilti til heimsmeistaratit- ils, báðir óku fjórhjóladrifnum Lancia Delta HF. Alen þótti mjög taugastrekktur á meðan Kankkunen lék við hvern sinn fingur og gantaðist við viðmœl- endur sína. Alen þoldi ekki álagið á meðan Kannkunen sýndi meistaraakstur og yfir- vegun. Þrfvegis endaði Lancia Alen á hvolfi f keppninni, sem hlýtur að vera met í rallkeppni, en Kankkunen sigraði keppn- ina örugglega og tryggði sér heimsmeistaratitilinn, annað árið í röð. RAC-rallið er ein stærsta keppn- in, sem gildir til heimsmeistara og Qöldi þátttakenda er takmarkað- ur við 160 keppnisbíla, færri komast að en vilja. í fyrsta skipti tóku íslendingar þátt í keppninni, Hjörleif- ur Hilmarsson og Sigurður Jensson óku Peugeot-205 GTi, en Hafsteinn Aðalsteinsson og Witek Bogdanski Mazda 323 4x4. Það voru margar stjömur í keppn- inni, flestir bestu rallökumenn heims mættu á svæðið. sem öku- menn eða áhorfendur. Italinn Miki Biasion hjá Lancia fylgdist með keppninni, en hann hafði forystu að stigum til heimsmeistaratitils. En hann var búinn að aka í þeim sjö mótum sem Lancia ætlaði hon- um á árinu, á meðan bæði Alen og Kankkunen áttu síðustu keppnina til góða. Til að skáka Biasion urðu þeir hinsvegar að vinna eða ná öðru sæti og það setti mikla pressu á báða kappana. Nóg var af andstæð- ingunum, þó fjórhjóladrifnir bílar þeirra þættu sigurstranglegir fyrir keppni. McRae og Blomqvist áttu . ií halda uppl heiðri Ford-verksmiðjunnar Bretlandsmeistarinn Jimmy McRae og Svíinn Stig Blomqvist áttu að Gunnlaugur Rögnvaldsson skrífar halda uppi heiðri Ford-verksmiðj- unnar ensku á Sierra RS Cosworth, 300 hestafla afturdrifsbíl, Svíinn Per Eklund mætti með eigin Audi Quope Quattro án verksmiðjustuðn- ings og samskonar bíl ók David Llevellin frá Bretlandi. Af þessu var ljóst að baráttan yrði mikil. Þama var líka mættur Finninn Mikael Ericsson á Lancia Delta, hann hafði árið áður leitt keppnina að mestu áður en forþjappa bilaði á loka- sprettinum. Hann ætlaði sér því stóra hluti undir merki Lancia-liðs- ins. Stig Blomqvist náði forystu á fyrstu sérleið rallsins, en síðan ekki sög- una meir. Kankkunen, Alen og Eriksson allir á Lancia höfðu tögl og hagldir í keppninni fyrsta dag- inn, þegar ekið var á kappaksturs- brautum og í skemmtigörðum víðsvegar um England. Aksturinn gekk þó ekki áfallalaust hjá Alen, hann velti í krappri beygju, en tap- Svfinn Stig Blomqvlst ók grimmt Lancia. Mikill áhorfendafjöldi fylgdist á Ford Sierra RS Cosworth og varð annar þó bfll hans ætti við fjórhjóladrifsbfla með keppni víðsvegar um Bretland. „Það var aldrei tími til neins á viðgerðarsvæðum," sagði Witek Bogdanski, sem ók með Hafsteini Aðalsteinssyni. Hér er allt á toppsnúningi á viðgerðarsvæði, en allt kom fyrir ekki, þeir félagar komust ekki í endamark. aði aðeins hálfri mínútu og hélt öðru sætinu á eftir Kankkunen, sínum aðalkeppinaut. Daginn eftir tókust keppendur á við snjólagðar leiðir í Wales, Alen var með rásnúm- er eitt og ruddi leiðina og tapaði talsverðum tíma á því og féll á tíma- bili niður í fímmta sæti. Fyrrum Bretlandsmeistari, Mark Lovell, á ford Sierra RS réði ekki við hálkuna og fór útaf og skemmdi framfjöðr- unina. Á meðan blómstraði Louise Aitken Walker undir stýri á Peug- eot 205 GTi, framdrifnum keppn- isbfl. Áður en yfír lauk degi síðar var hún kominn í sjöunda sæti, en Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Flnninn Marrfcu Alon kollkeyrði sig þrfvegis f RAC-ralIinu, þegar hann barðist um heimsmeistaratitilinn í rallakstri við landa sinn Juha Kankkunen. Alen tapaði. lenti þá útaf og varð að hætta vegna skemmda á bflnum. Eriksson velti Lancia-bfl sínum Eriksson á Lancia-bflnum gekk ekki sem best. Hann velti, en var ekki eins lánsamur og Alen og tapaði 11 mínútum og hrapaði úr þriðja sætinu. Nafni hans Keneth Eriks- son á Volkswagen Golf átti í vandræðum með öxla og gírskipt- ingu, en hann hafði fyrir keppnina verið krýndur besti eindrifsökumað- ur heims. í lok annars dags hafði Svíinn Per Eklund fært sig upp á skaftið í akstri og ógnaði verðlauna- sætunum, með djörfum akstri. Enn klúðraði Álen akstrinum í keppninni við Kankkunen. Hann velti í skógum Yorkshire á þriðja degi og bfllinn fór illa, þó hann héldi áfram en taugarnar virtust vera að bresta undan álaginu. Á meðan sigldi Blomqvist áfram af harðfylgi á Sierra-bílnum, með Ek- lund á Audi-bflnum í kjölfarið. Alen hékk í fjórða sæti og virtust allar brýr bannaðar, hvorki gekk né rak. Kankkunen var nánast orðinn ör- uggur um sigur þó einn dagur væri eftir. Það kom líka á daginn, keppn- in reyndist Alen ofviða, hann fór illilega útaf í skógum Skotlands og tapaði miklum tíma. Þrátt fyrir hörkuakstur seinasta dag keppn- innar náði hann ekki nema fímmta sæti, bægslagangurinn hafði verið og mikill. Hart barist um annaö sœtið á síöustu leiðinni Eklund og Blomqvist börðust grimmt um annað sætið, sem Alen hafði gefið þeim tækifæri á. Fyrir síðustu leiðina hafði Blomqvist naumt forskot á Eklund, en sá síðamefndi lét hendur standa fram úr ermum og varð um hálfri mínútu á undan að aka sérleiðina og komst þar með upp fyrir landa sinn. Eftir keppni var Eklund hinsvegar kærð- ur fyrir að vera með ólöglega vél, þ.e. loftinntök voru talin of víð. Eklund áfrýjaði hinsvegar málinu og verður dæmt I því síðar. En á meðan er Blomqvist talinn vera í öðru sæti, Skotinn Jimmy McRae í þriðja á Sierra. Ericsson á Lancia komst síðan við illan leik, en góðan akstur, í fjórða sætið á undan Alen, sem sjálfsagt nagar sig í handar- bökin. Annað árið í röð varð hann að sætta sig við að verða eftirbátur Kankkunen í heimsmeistarakeppn- Lokastaðan í RAC-ralIinu Refsing { klukkustundum 1. Juha Kankkunen/Juha Piironen Lancia Delta HF 4WD 2. Per Eklund/Dave Whitock Audi Qoupe Quattro 3. Stig Blomqvist/Bruno Berglund Ford Sierra RS Cosworth 4. Jimmy McRae/Ian Grindrod Ford Sierra RS Cosworth 5. Mikael Ericsson/Claes Billstam Lancia Delta HF 4WD 6. Marrku Alen/Illka Kivimaki Lancia Delta HF 4 WD 5.26.36 5.29.48 5.30.16 5.33.15 5.35.26 Sigurður Jensson fyrir framan rásmarkið með íslenska fánann blakt- andi í fyrsta skipti. Sigurður ók ásamt Hjörleifí Hilmarssyni í keppninni. Tókst þeim ekki að ljúka keppni, „það dó bara á bílnum,M sagði Sigurður. 7. David Llewellin/Philip Short Audi Quope Quattro 5.45.41 8. Mats Jonsson/Lars Baeckman Opel Kadett GSi 5.48.36 9. Carlos Sainz/Antonio Boto Ford Sierra RS Cosworth 5.49.16 10. Keneth Eriksson/Pieter Diekman Volkswagen Golf GTi 5.51.21 Af 161 keppanda sem lagði af stað komust 85 í endamark. Leiðin var 2.500 km löng, þar af 520 km á sérleiðum, og stóð í Qóra daga. Lokastaðan í heimsmeistara- keppni ökumanna Stig 1. Juha Kankkunen, Finnlandi 100 2. Miki Biasion, Ítalíu 94 3. Marrku Alen, Finnlandi 88 4. Kenneth Eriksson, Svíþjóð 70 5. Jean Ragnotti, Frakklandi 51 Lokastaðan í keppni framleiðenda 1. Lancia 140 2. Audi 82 3. Renault 71 4. Volkswagen 64 5. Ford 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.