Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 24.12.1987, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1987 63 Guðmundur Helgason lyftinga- maður úr KR. ■ GUÐMUNDUR Helgason, lyftingamaður úr KR, kemur gagn- gert til íslands frá námi í Banda- ríkjunum, til að reyna við Olympíulágmörk í lyftingum fyrir OL í Seoul. Guðmundur tekur þátt í Reykjavíkurmeistaramótinu í olympískum lyftingum, sem fer fram í íþróttahúsi Vörðuskóla, á sunnudaginn. I MANASKIN Sigga Frænda setti bæði islandsmet félagsliða í keilUj þegar liðið keppti við Lands- Lið Islands í áskorendakeppni í keilu. Siggi Frændi og félagar náðu hæsta skori í leik, 815 og hæstu samtalsskori í seríu, 2.239. Landsliðið vann sigur með því að ná samtals 2.276 stigum í seríu. ■ RABAH Madjer, landsliðs- maður í knattspymu frá Alsír, sem Bayern MUnchen keypti á dögun- um frá Porto í Portugal, hefur verið lánaður út þetta keppnistíma- bil til spánska félagsins Valencia. ■ ÁRNI Stefánsson fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem orðaður hafði verið sem næsti þjálfari Isfirðinga, hefur-ákveðið að vera áfram hjá 4. deildarliðinu Neista frá Hofsósi næsta keppn- istímabil. ■ ANDERS Holmertz sund- maðurinn snjalli frá Svíþjóð er nú talinn besti 200 m skriðsundmaður heims. Hann sigraði í 200 m skrið- sundi á opna bandaríska meistara- mótinu á mánudaginn. Hann synti á 1.49,09 mín og var meira en sek- úndu á undan Bandaríkjamannin- um, Matt Cetlinski. Holmertz varð annar í 400 m skriðsundi á sunnu- daginn er hann synti á 3.50,03 mín og er það sænskt met. Á sama móti setti ung og upprenn- andi bandarísk sundstjarna, Janet Evans, nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi er hún synti á 4.05,45 mínútum. ■ MÓNAKÓ hefur nú þriggja stiga forystu í frönsku deildar- keppninni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Þá vann Mónakó lið Paris St. Germain 2:1. Jean-Marc Ferratge og Fadrice Mege gerðu mörk Mónakó en Michel Bibard minnkaði muninn fyrir Parísarliðið ■ ÁTVR sigraði í fírma- og fé- lagshópakeppni Vals í knattspymu, sem fram fór fyrir skömmu. Bíla- borg hafnaði í öðru sæti og Sól hf fékk bronsverðlaunin. Leikmenn þriggja efstu liða fengu íþróttafatn- að frá Henson í verðlaun, en 36 lið tóku þátt. ■ JÓLAMÓT Selfoss i ftjálsum iþróttum innanhúss verður haldið í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans sunnudaginn 27. desember klukkan 14,00. Keppt verður í langstökki, þrístökki og hástökki án atrennu og með atrennu, auk kúluvarps. Öllum er heimil þátttaka í mótinu. Skráning fer fram á staðnum. HANDKNATTLEIKUR „íslendingar sterkastir" „Við eigum að geta lagt íslendinga að velli á heimavelli,11 segirAnders Dahl-Nielsen. Danirræða um mikiðálag eftiraðeinsfimm landsleiki BOGDAN og strákarnir hans í landsíiðinu í handknattleik verða á ferð og flugi á milli jóla og nýárs. Landsliðið heldur til Danmerkur annan í jólum og tekur þar þátt í fjögurra liða handknattleiksmóti. Strákarn- ir, sem hafa leikið fjórtán landsleiki á rúmum mánuði, mæta þar Dönum, Svisslend- ingum og Frökkum. Já, fjórtán landsleikirog þrírtil viðbótar í sjónmáli. Danir, sem eru eins og Sviss- lendingar og Frakkar, að undirbúa sig fyrir B-keppnina í Frakklandi, tóku þátt í móti í A- Þýskalandi um sl. helgi - léku þar fimm leiki. Þeir leika þijá leiki á milli jóla og nýárs og fjóra um miðj- an janúar. „íslendingar hafa lagt hart að sór“ „Er þetta ekki of mikið af því góða?“ var spurt í dönsku blaði nú í vikunni. „Nei, alls ekki. Við þurf- um á mörgum landsleikjum að halda þannig að strákamir fái reynslu," sagði Anders Dahl-Niels- en, landsliðsþjálfari Dana og vitnaði hann síðan í íslenska landsliðið. „Leikmenn íslands hafa lagt mjög hart að sér til að ná árangri. Þeir hafa lagt miklar fórnir til að ná langt - og hafa tryggt sér farseðil- inn til Seoul. Það er meira en við getum sagt,“ sagði Anders Dahl- Nielsen. Anders Dahl sagði að íslenska landsliðið sé starkast af þeim íjór- um landsliðum sem leika í Dan- mörku. „Þrátt fyrir það er takmarkið hjá mér að vinna sigur í mótinu. Svisslendingar og Frakkar eru svipaðir að styrkleika og við, en við eigum að leggja þá báða að velli. Islendinga ættum við einnig að leggja - á heimavelli-. Það getur vel verið að ég setji pressu á leikmenn mína með því að óska eftir sigri í mótinu. En það er það sem við þurfum - að leika undir pressu. Það er gott farar- nesti til Frakklands," sagði Anders Dahl-Nielsen. Að öllu eðlilegu á Anders Dahl- Nielsen ekki að yerða að ósk sinni. Islenska landsliðið á að vinna sigur í mótinu. Strákamir okkar hafa oft leikið vel í Danmörku - og sýiit Dönum hvar Davíð keypti ölið. Pólverjar sigurvegarar Danir gerðu jafntefli, 23:23, við Spánveija á sex þjóða handknattleiksmóti sem lauk í A-Þýskalandi um sl. helgi. Dan- ir komust yfír, 7:3, og leiddu í leikhléi, 13:10. Spánveijar skor- uðu sex fyrstu mörkin í seinni hálfleik og þegar stutt var til leiksloka, var staðan 23:21 fyrir Spánveija. Rétt fyrir leikslok náði Claus Munkedal að jafna, 23:23. Pólverjar urðu sigurvegarar í mótinu - með 8 stig. Spánveijar fengu 7, A->jóð- verjar og Ungveijar 6, Danir 3 og Norðmenn ekkert. Úrslit í einstökum leikjum urðu þannig; Danmörk - Noregur............. 26:23 A-Þýskaland - Pólland...........25:19 Spánn - Ungveijaland............31:20 Pólland - Danmörk...............23:22 Spánn - A-Þýskaland.............22:19 Ungveijaland - Noregur...........27:20 A-Þýskaland - Danmörk............26:25 Spánn - Noregiir.............. 22:17 Ungveijaland - Pólland...........24:22 Ungverjaland - Danmörk...........24:20 A-Þýskaland - Noregur...........26:21 Pólland - Spánn..................26:21 Danmörk - Spánn................ 23:23 Ungverjaland - A-Þýskaland.......26:25 Pólland - Noregur................28:19 SKÍÐI / ALPAGREINAR Pirmln ZUrbrlggen heimsbikarhafinn frá því í fyrra fagnaði loks sigri. Hann hafði ekki unnið mót ( vetur fyrr en samhliðasvigið á þriðjudaginn. „Þetta var mjög góð jólagjöf," sagði Zurbriggen. SUND / UNGLINGA Fimm unglingamet sett Fimm unglingamet í sundi voru sett á innanfélagsmóti KR sem . fram fór í Sundlaug Vesturbæjar um síðustu helgi. Gunnar Ársælsson, ÍA, setti drengjamet í 50 og 100 metra flug- sundi. Hann synti 50 metrana á 29,2 sekúndum og 100 metrana á 1.03,8 ^mín. Ársæll Bjamason einn- ig úr ÍA setti drengjamet í 50 m skriðsundi og 50 m baksundi. Hann synti 50 m baksund á 30,5 sek og 50 m skriðsund á 26,0 sek. Sveit ÍA setti piltamet í 4 x 50 metra bringusundi er hún synti á 2.02,8 mínútum. Borgnesingurinn Hlynur Þór Auðunsson sveinamet í 50 og 100 metra skriðsundi. Hann synti 50 metrana á 29,6 sek og 100 m á 1.04,10 mínútum. Loks setti meyjasveit KR fjögur í boðsundum. Tvöfaldur sigur lendinga í samhliðasvigi Heimsbikarhafinn, Pirmin Ziirbriggen, og Brigitte Oertli frá Sviss sigruðu í karla og kvennaflokki í samhliðasvigi heimsbikarsins sem fram för í Bormio á Ítalíu á þriðjudaginn. etta var fyrsti sigur þeirra beggja í vetur. Þessi keppni gefur ekki stig til einstaklinga í heimsbikamum heldur aðeins í keppni þjóðanna. Þar hafa Sviss- lendingar nú tekið forystu með 763 stig, Austurríki er í öðm sæti með 721 stig, Vestur-Þýskaland í þriðja með 334 stig og ítalia í fjórða sæti með 299 stig. í karalfokki keppti Ziirbriggen til Bormio á Ítalíu úrslita við landa sinn og félaga Joel Gaspoz og var 0,65 sek á und- an. I kvennaflokki kepptu Oertli og Corinne Schmidhauser til úrslita. Oertli vann með 0,57 sek mun. ítalska „sprengjan" Alberto Tomba, sem unnið hefur fimm heimsbikar- mót, var sleginn út af Roland Pfeiffer frá Austurríki sem hafnaði í fjórða sæti. „Sigurinn mun gefa mér sjálf- straust fyrir átökin eftir áramót. Eg hef aldrei skíðað eins vel í sam- hliða svigi og nú. Þetta var mjög góð jólagjöf," sagði Zurbriggen eft- ir sigurinn. Nú verður gert hlé á heimsbikar- ( mótunum fram yfír áramót. •*'. KÖRFUKNATTLEIKUR Kvennalandsliðið til Luxemborgar Kvennalandsliðið í körfuknatt- leik heldur til Luxemborgar annan í jólum. Þar mun liðið leika tvo vináttuleiki gegn Luxemborgar- mönnum og einn leik gegn sterku félagsliði. Ferð þessi er æfingaferð og liður í undirbúningi landsliðsins fyrir mót ssmáþjóða sem haldið verður i Lux- emborg 1989. íslanska landsliðið er skipað þessum leikmönnum: Anna María Sveinsdóttir, Keflavík, Anna Björg Bjamadóttir, ÍS, Marta Guðmundsdóttir, Grindavík, Svan- hildur Káradóttir, Grindavík, Auður Rafnsdóttir, Keflavík, Helga Frið- riksdóttir, IS, Þórunn Magnúsdótt- ir, Njarðvík, Þóra Gunnargdóttir, ÍR og þær Herdís Gunnarsdóttir og Sólveig Pálsdóttir, Haukum. Þjálfari landsliðsins er Sigurður Hjörleifsson. ^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.