Morgunblaðið - 14.02.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.02.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 9 HUGVEKJA Skilurþú þjáninguna? eftír sr. HALLDÓR GUNNARSSON Þessi spurning er sett fram við þig núna þegar langafastan hefst. Þessar sjö vikur sem eru til páska voru hér áður ætlaðar til íhugunar um þjáningu Jesú og hvemig hans þjáningarganga tengist okkur. Á hverju kveldi hljóma passíusáhnar sr. Hallgríms Péturssonar sem reyna að skýra fyrir okkur þján- inguna sem ég held að enginn geti skilið, nema með því að reyna hana sjálfur. í sínum fyrsta sálmi og fyrsta versi segý- sr. Hallgrím- ur: Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með. Hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. Ég hygg að þeir séu að verða æ færri, sem hlusta á passíusálm- ana, hvað þá þeir sem læra þá alla utan að, eins og margur gerði við húslestra forðum. Spumingin um þjáninguna er jafngömul mannkyni. Hinir fornu Hebrear, Gyðingar og hin ýmsu trúarbrögð vilja halda því fram að þjánjngin sé afleiðing syndar sem áður hafi verið drýgð. Jafn- vel er sagt að synd og afbrot for- feðra komi niður á afkomendum. Sá sem fyrstur tekst á við spuminguna er spámaðurinn Job, sem var uppi fyrir um 2800 árum. Hann mætti allri þeirri þyngstu þjáningu sem hægt var að hugsa sér og reyndi að skilja tilgang þjáningarinnar. Biblian geymir glímu hans og vangaveltur, en í lokin segir hann: „Eg þekkti þig af afspum, en nú hefur auga mitt litið þig. Fyrir því tek ég orð mín aftur og iðrast. ..“ Boðskap- ur hans var, að áður hafi hann þekkt Guð af því sem aðrir sögðu, lýstu og reyndu að útskýra, en í þjáningunni hafi hann litið Guð, fundið nálægð hans, skilið blessun hans og tekið á móti honum. Sama boðskap flytur sr. Hall- grímur í passíusálmum sínum, hann sem reyndi þjáninguna með líkum hætti og Job og síðast með því að lifa holdsveikur. Samt var lofgjörðin efst og síðast í huga hans: Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst, vizka, makt, speki og lofgjörð stærst sé þér ó Jesú, herra hár og heiður klár. Amen, amen, um eilíf ár. Þetta sama viðhorf kemur fram svo víða í frásögnum sem við les- um, leikritum sem við sjáum og sem mest er um vert: í fari ein- staklinga sem við kynnumst. Þú ■ Sunnudagur ijostuinngangi Lk. 18; 31.-34. ferð til vinar, sem hefur mætt hinni mestu þjáningu og reynir að styrkja hann og hugga. Fer það ekki svo oft á þann veg, að það ert þú sem ert styrktur og huggaður, að það ert þú sem fínn- ur þig- fátækari í skilningi þínum gagnvart þjáningunni og ert því ekki fær um að hugga? í dag er okkur sögð þjáningar- saga Jesú Krists í örfáum setning- um: „Hann mun verða framseldur heiðingjum: „Hann mun verða framseldur heiðingjum, og hann mun verða hæddur, og honum mun verða rnisþyrmt, og það mun verða hrækt á hann; og þeir munu húðstrýkja hann og deyða, og á þriðja degi mun hann upp rísa. — og þeir skildu ekkert af þessu.“ Lærisveinar hans skildu ekkert. Þeir skildu ekki þessa þjáningar- leið, sem hann varð að ganga, frekar en við enn í dag. Þeir skildú ekki lögmál þjáningarinnar og því síður að „Kristur, sonur hins lif- andi Guðs" yrði í sakleysi sínu að mæta misþyrmingu. Skilur þú þjáninguna nokkuð frekar? Ég veit ekki þitt svar, en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þjáninguna. Ég trúi því og er sannfærður um það, að hún er ekki fyrirfram ákveðin eða refs- ing fyrir eigið brot eða fyrir brot forfeðra. Hún er fyrir hendi og hefur fylgt okkur frá upphafi. Innri barátta mannsins hefiir allt- af verið hörðust háð gagnvart henni. Þessi barátta skiptir ein- staklinginn mestu, sem þjáningin mætir og þar getur enginn annar verið til svars eða útskýringar, nema hann sjálfur. Kristin trú sem fjallar um þján- inguna á föstunni með því að fylgja Jesú Kristi á leið hans til Golgata, er ekki skoðun manna, heldur líf Jesú Krists, fæðing hans, boðskapur, kraftaverk, þjáning, krossfesting og upprisa. Ekkert er þar undanskilið, ekki heldur þjáningin í sinni hræðileg- ustu mynd. í kristinni trú mætum við því sem Guð gerir í Jesú Kristi, en ekki vangaveltum okkar manna um orsakir og afleiðingar. Þjáningin hefur ekkert breytzt frá því Job var uppi og því eru 2800 ára gömul orð hans enn í gildi og passíusálmar sr. Hallgríms flytja enn fagnaðarboð- skap um hina mestu þjáningu, þegar hann var framseldur, hædd- ur, húðstrýktur og deyddur á krossi. Hvemig getur þessi þján- ing flutt til okkar fagnaðarboð- skap? Passíusálmamir svara því. Job gerði það einnig. Vinur þinn sem þjáist og bíður dauðans með svo miklum styrk og hugarró svarar því. VORN GEGN VERÐBOIGU u, s KJARABREF - Ávöxtun : 12 - 14% umfram verðbólgu TCKJUBRÉF - Ávöxtun: 12 - 14% umfram verðbólgu MARKBRÉF - Ávöxtun: 13 - 16% umfram verðbólgu BANKABRÉF - Ávöxtun: 9-10% umfram verðbólgu SPARISKÍRTEINI - Ávöxtun: 7,2 - 8,5% umfram verðbólgu VAXTAKJORIN IDAC Hér að ofan geturðu séð hvernig vaxtakjörin eru í dag. Þess ber þó að gætá að tölurnar eru birtar án tillits til sölulauna eða innlausnargjalds. Fjárfestingarfélagið er alltaf reiðubúið til þess að veita þér upplýsingar um bestu kosti verðbréfamarkaðsins hverju sinni. TALAÐU VIÐ OKKUR Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins eru alltaf til viðtals í Kringlunni og í Hafnarstræti 7. Þeir veita þér góð ráð um ávöxtun peninganna þinna, innlausn spari- skírteina, kaup og sölu verðbréfa, gengi verðbréfa, aðstoð við fjárfestingar og annað sem þú þarft að vita.-í dag er nauðsynlegt að nýta sér aðstoð þeirra sem þekkja markaðinn. Símsvarinn okkar er í vinnu allan sólar- hringinn. Hann veitir þér upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa. SÍMANÚMER SÍMSVARANS ER 28506 Tólf ár í fararbroddi! (£> FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S (91) 689700 GENG112. FEBRÚAR ' KJARABRÉF 2.648 TEKJUBRÉF 1.355 MARKBRÉF 1.368 FJÖLÞJÓÐABRÉF 1.268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.