Morgunblaðið - 14.02.1988, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö.
Tvöfeldni
á norðurslóðum
Síðan Míkhaíl Gorbatsjov,
aðalritari sovéska komm-
únistaflokksins, fiutti ræðu í
Múrmansk í október og hreyfði
þar hugmyndum 'um samvinnu
ríkja á norðurslóðum, hafa Sov-
étmenn verið að færa sig upp á
skaftið í þessu efni. Nikolaj
Ryzhkov, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, fór í síðasta mánuði
til Stokkhólms og Ósló og lagði
fram sérgreindari tillögur en
Gorbatsjov um takmörkun víg-
búnaðar á norðurhöfum. Og nú
hafa tveir úr hópi áhrifamestu
manna Sovétríkjanna í utanrík-
ismálum, þeir Jegor Lígatsjov,
er gengur- næstur Gorbatsjóv
að völdum í kommúnistaflokkn-
um, og Anatólíj Dóbríjnín, að-
alráðgjafí um utanríkismál,
kynnt tillögur í Æðsta ráðinu,
þingi Sovétríkjanna, er miða að
viðræðum milli utanríkismála-
nefnda þjóðþinga á Norðurlönd-
unum, í Bandaríkjunum og
Kanada annars vegar og Sovét-
ríkjanna hins vegar vegna „nei-
kvæðrar þróunar" vígbúnaðar-
mála á norðurslóðum, eins og
það er orðað í sovéska ávarp-
inu. Var það afhent Eyjólfi
Konráð Jónssyni, formanni ut-
anríkismálanefndar Alþingis, á
föstudag. Samkvæmt frétt Tass
vilja Sovétmenn efna til funda,
ráðstefna og sjónvarpssamtala
um gervihnetti í því skyni að
þingmenn í þessum löndum geti
ráðið ráðum sínum um þessi
mál.
í stuttu máli má segja, að
þessi nýjasta hugmynd Sovét-
manna um þingmannaviðræður
af þessu tagi gangi á svig við
venjuleg vinnubrögð í samskipt-
um ríkja. Á að skilja hana sem
svo, að sovéskir valdhafar van-
treysti utanríkisráðherrum við-
komandi rílg'a til að hafa for-
ræði viðræðna um þau málefni,
sem hér eru á döfinni? Telja
Sovétmenn, að þeim verði meira
ágengt með því að efna til póli-
tískra viðræðna af þessu tagi
en að setjast að samningum við
embættismenn og sérfræðinga?
Athyglisvert er, að það eru að
sjálfsögðu sovéskir kerfiskarlar
og embættismenn, sem leggja
tillöguna fyrir Æðsta ráðið. í
Moskvu eru þeir LÍgatsjov og
Dóbríjnín líklega titlaðir sem
þingmenn, þegar það þykir
henta, en að öllum jafnaði koma
þeir fram sem talsmenn fram-
kvæmdavaldsins, enda felst það
í þeirri skiptingu valdsins, sem
starfað er eftir í lýðræðisríkjun-
um, að framkvæmdavaldshafar
gera samninga um alþjóðamál.
Carrington lávarður sem hér
var í vikunni lét í ljós álit sitt
á hugmyndum Sovétmanna um
norðurslóðir í samtali við Morg-
unblaðið. Hann minnti á þá
óumdeildu staðreynd, að ekkert
lát hefur verið á hemaðarum-
svifum Sovétmanna á norður-
slóðum. Þvert á móti vinna þeir
stöðugt að því að auka vígbúnað
sinn. Carrington benti réttilega
á að í tillögum Sovétmanna
kann að felast viðleitni til að
auka traust milli þjóða. Uppræt-
ing tortryggni er fyrsta skilyrði
fyrir útrýmingu vopna. Á hinn
bóginn sagði Carrington, að í
hemaðarlegum þætti tillagn-
anna fælist tæplega nokkuð
nýtt og ástæða væri til að efast
um, að þær væm settar fram í
alvöru.
Frá Noregi hafa að undan-
fömu borist næsta ískyggilegaf
fréttir um vígbúnað Sovét-
manna á Kólaskaga. Síðast í
gær birtust hér í blaðinu lýsing-
ar á risavöxnu sovésku kaf-
bátalægi, sem er álíka langt frá
norsku landamærunum og
Keflavík frá Reykjavík. Þá hafa
Norðmenn vakið athygli á því,
að Sovétmenn eru að endumýja
gamla eldflaugakafbáta og búa
þá stýriflaugum, sem að nokkm
sýnast koma í stað meðal-
drægra eldflauga, er Sovét-
menn hafa haft á landi en eiga
nú að fjarlægja. Er ljóst, að
Sovétmenn sýna ekki í verki,
að þeir hafi áhyggjur af „nei-
kvæðri þróun“ vígbúnaðarmála
á norðurhöfum. Nema hug-
myndir þeirra um takmörkun
vígbúnaðar þar eigi rætur að
rekja til þess, að lýðræðisríkin
hafa sýnt með gagnaðgerðum
sínum, að þau ætla ekki að þola
sovéska yfírburði á þessum
stað. Hér eins og endranær á
það við, sem sannaðist í deil-
unni um Evrópueldflaugamar,
að Sovétmenn sýna því aðeins
vilja til samninga, að þeim sé
mætt af festu og styrk.
Norðmenn hafa lengi deilt við
Sovétmenn um yfírráð í Bar-
entshafí. Bundu þeir vonir við
að sú deila kynni að leysast,
þegar Ryzhkov kom til Ósló.
Það gerðist ekki. Sovétmenn
hundsuðu óskir Norðmanna óg
olli þetta miklum vonbrigðum í
Noregi en staðfesti jafhframt
þá skoðun margra, að í öllu
tali Sovétmanna um þessi mál
ríkir mikil tvöfeldni. Lausn deilu
Norðmanna og Sovétmanna um
yfírráð í Barentshafí ætti að
verða prófsteinn á hvort Sovét-
mönnum er alvara á norðurslóð-
um.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 13. febrúar
Fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar var afgreidd á
fundi borgarstjómar fyrir
rúmri viku. Umræðurnar
um áætlunina einkennd-
ust af sterkri fjárhags-
stöðu borgarinnar eða
eins og Davíð Oddsson,
borgarstjóri, sagði í ræðu sinni á borgar-
stjómarftmdinum:
„Það vakti vissulega athygli mína við
þær umræður sem urðu við framlagningu
fíárhagsáætlunar borgarinnar nú um miðj-
an janúar síðastliðinn, að talsmenn stjóm-
arandstöðunnar í borgarstjóminni höfðu.
mörg orð um það, hve borgin væri vel
stæð, rík og sterk. Þetta hefur síðan endur-
speglast í umræðum manna á meðal, bæði
innan borgarmarkanna og ekki síður utan
þeirra. Þær umræður urðu til þess, að það
rifjaðist upp í huga mér, að þegar hér sat
vinstristjóm í borginni 1978-82, þá hófust
flestar umræður um fjárhagsáætlun borg-
arinnar á miklum barlómi um hina bágu
fjárhagslegu stöðu hennar og þeim barlómi
var síðan fylgt eftir við hveija einustu fjár-
hagsáætlun, sem sá meirihluti stóð fyrir,
með því að tiltekin gjöld og skattar voru
hækkuð. Nú er það ekki svo, að hin góða
fiárhagsstaða borgarinnar stafí af því, að
Reykjavíkurborg hafí hækkað skatta á
borgarbúa í tíð núverandi meirihluta,
hvorki á þessu kjörtímabili né kjörtímabil-
. inu frá 1982 til 1986. Þvert á móti, þá
hafa gjöld verið lækkuð stig af stigi. Eg'
get vissulega ekki neitað því að staða
borgarinnar hefur verið sterk og er mjög
sterk, en ástæðuna til þess styrkleika er
alls ekki að rekja til aukinnar skatt-
heimtu, þvert á móti. Þá er fróðlegt að
athuga, hvemig á því stendur, að borgin
er svo mjög betur í stakk búin en önnur
sveitarfélög, sem auðvitað búa öll við sama
árferði og það er skemmst frá því að
segja, að þessi góða staða er bein áfleiðing
af stjómun borgarinnar undanfarin sex
ár.“
Ástæða er til að taka undir þessi orð
Davíðs Oddssonar. Á undanfömum sex
árum hefur Reylqavíkurborg dafnað með
næstum ævintýralegum hætti. Hraðinn í
vexti borgarinnar og umsvifum borgarbúa
er orðinn svo mikill að með ólíkindum er.
Daglega em þeir sem reka erindi í borg-
inni minntir á þetta, þégar þeir bijótast
áfram í umferðarþrönginni. Borgarstjóri
vakti máls á því í ræðu sinni að „gríðarleg
aukning bifreiða og aukin aksturstíðni
hvers bfls“ hefði valdið erfíðleikum í hjarta
borgarinnar og þyrfti að bregðast við þeim
af hörku og djörfung".
I ræðu sinni nefndi borgarstjóri nokkur
dæmi um það, hvemig rétt væri á fjármál-
um Reykjavíkur haldið. í fyrsta lagi minnti
hann á sameiningu Bæjarútgerðarinnar
og ísbjamarins. Á núgildandi verðlagi
sparar sameiningin nálægt 150 milljónum
króna á ári hveiju. „Sá spamaður einn
greiðir kostnað við uppbyggingu Ráð-
hússins, sem mest er nú um fjallað, á lið-
lega sex ámm,“ sagði Davíð Oddsson. í
öðm lagi sagði borgarstjóri, að aldrei fyrr
hefði verið veitt hærri fíármunum að raun-
gildi til skólamála á vegum borgarinnar
en nú. í þriðja lagi hefði aldrei verið varið
hærri fíármunum til heilsugæslumála inn-
an borgarmarkanna en nú. í fjórða lagði
væm framlög til málefna aldraðra með
því allrá hæsta sem þekkst hefur í íjár-
hagsáætlun borgarinnar og dagvistarmál-
um væri sinnt af myndarskap og þeirri
miklu uppbyggingu sem þar hefur verið
væri haldið markvisst áfram.
Þeir sem ráðast gegn Sjálfstæðisflokkn-
um á þeim forsendum, að á síðustu ámm,
ef til vili þeim sex ámm (1982-1988) sem
Davíð Oddsson gerir hér að umtalsefni,
hafí flokkurinn breyst í harðsnúinn og
ómannúðlegan fíjálshyggjuflokk í höndum
nýrra forystumanna, ættu að glöggva sig
á þeim staðrejmdum, sem borgarstjóri
nefiiir í ræðu sinni. Ánnars vegar hefur
Qárhagsbagga verið lyft af Reykjavíkur-
borg með tilurð Granda hf. en hins vegar
hafa útgjöld til skólamála, heilsugæslu og
dagvistunarmála aukist að raungildi. Þetta
hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert, þar sem
hann hefur hreinan meirihluta. Magnús
Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra sveitarfélaga, bendir á það í
Morgunblaðsviðtali laugardaginn 6. febrú-
ar, að af sveitarfélögunum ver Reykjavík-
urborg hæstu hlutfalli tekna sinna til fé-
lagsmála eða „mjúku málanna" svonefndu.
Er þetta til marks um „þessa nýfrjáls-
hyggju sem allt ætlar að troða miskunnar-
laust undir fótum sér“ í Sjálfstæðisflokkn-
um?
Tangen og siðanefndin
Tangen-málið svonefnda snýst um það,
hvort fréttastofa útvarpsins hafí staðið
rétt að verki, þegar hún 9. til 14 nóvem-
ber 1987 birti fréttir upprunnar í Noregi,
þar sem því var haldið fram að Stefán
Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra,
hefði á árunum 1947 til 1949 verið í nán-
um tengslum við bandarísku leyniþjón-
ustuna, CLA. í Reykjavíjcurbréfí sem birt-
ist 29. nóvember sl. var fiallað um þetta
mál. Þar var það kallað skólabókardæmi
um það, hvemig ekki eigi að standa að
fréttamennsku. Og ennfremur sagði: „Út-
varpsráð hefur harðlega átalið vinnubrögð-
in og beint því til útvarpsstjóra, að hann
láti hlutlausan aðila kanna með hvaða
hætti slíkt getur gerst. Er mikilsvert, að
þessi samþykkt ráðsins verði framkvæmd
með trúverðugum hætti. Heiður Ríkisút-
varpsins er í veði.“ Hinn 24. nóvember fór
útvarpsstjóri þess bréflega á leit við siða-
nefnd Blaðamannafélags íslands, að hún
veitti umsögn um fréttaflutning Rikisút-
varpsins af þessu máli og rnæti „hvort og
þá hve alvarlega þau vinnubrögð, sem við-
höfð voru, brjóti í bága við þær siðaregl-
ur, sem nefndin telur blaðamönnum skylt
að virða í starfí sínu“.
Siðanefndin skilaði áliti sínu á mánu-
dag. í nefndinni sitja tveir háskólakennar-
ar þeir sr. Bjami Sigurðsson, formaður,
og Þorsteinn Gylfason, einn fulltrúi útgef-
enda Ólafur Eyjólfsson, og tveir félags-
menn í Blaðamannafélaginu en þeir voru
í þessu tilviki Elías Snæland Jónsson, að-
stoðarritstjóri á DV, og Ágúst Ingi Jóns-
son, fréttastjóri á Morgunblaðinu. Til að
gera langt mál stutt skal þess getið strax
í upphafí, að siðanefndin úrskurðar, að
Ríkisútvarpið „hafí í fréttatímum útvarps
og þætti dægurmáladeildar á rás 2 brotið
3. grein siðareglna, þar sem segin „Blaða-
maður vandar upplýsingaöflun sína svo
sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi
í vandasömum málum.“ Brotið er alvar-
legt,“ segir í úrskurðinum.
Áf umræðum sem urðu vegna frétta-
flutnings Ríkisútvarpsins af „uppljóstrun-
um“ Tangens í Noregi mátti ráða, að
ýmsir félagsmenn í Blaðamannafélagi ís-
lands teldu þá, er höfðu uppi gagnrýni á
vinnubrögðin, gera það af annarlegum
hvötum, ómáleftialegum og í því skyni að
þagga niður umræður um viðkvæm mál.
Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur með
úrskurði sínum tekið af öll tvímæli um að
starfshættir þeirra deilda Ríkisútvarpsins,
sem hún nefnir, hafí verið alvarlega ámæl-
isverðir. Vinnubrögðin voru með öðrum
orðum ófagmannleg. Viðbrögð þeirra sem
úrskurður siðanefndarinnar nær til benda
ekki til að þeim sé annt um þær almennu
reglur, sem eru forsendan fyrir starfí
nefndarinnar.
Á Alþingi bíða menn nú eftir skýrslu
frá menntamálaráðherra um málið. Eftir
að fréttastofa hljóðvarps ríkisins og dæg-
urmáladeild rásar 2 höfðu haldið lífí í
umræðunum um Stefán Jóhann og CLA í
nokkra daga kvaddi Hjörleifur Guttorms-
son, þingmaður Alþýðubandalagsins, sér
hljóðs utan dagskrár til að árétta mikil-
vægi „gagna“ Tangens og taldi Hjörleifur
þau „bera ljós vitni að það sem sagt var
af andstæðingum herstöðvanna á íslandi"
um þá er tóku ákvarðanir um utanríkis-
stefnu íslands 1946, 1949 og 1951 var
ekki orðum aukið. Vilja menn að sjálf-
sögðu ekki láta þessi orð Hjörleifs Gutt-
ormssonar vera hin síðustu um Tangen-
málið í þingtíðindum.
Engin gögn
í úrskurði siðanefndar Blaðamannafé-
lagsins, sem er 17 blaðsíður, kemur fram,
að Dag Tangen hafði engin þau gögn
undir höndum sem kynnt voru í upphafí
hins makalausa fréttaflutnings og Hjörleif-
ur Guttormsson sá ástæðu til að gleðjast
yfír utan dagskrár á Alþingi 12. nóvember
sl.
Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari hljóð-
varps ríkisins í Ósló, segir í greinargerð
til siðanefndarinnar, að mánudaginn 9.
nóvember hafí norsku morgunblöðin skýrt
frá því að Dag Tangen hefði undir höndum
gögn er sönnuðu að Haakon Lie, aðalrit-
ari Verkamannaflokksins 1945-1969,
hefði haft náið samband við menn innan
OSS fyrirrennara CLA. Síðan hafí verið
viðtal við Tangen í hádegisfréttum norska
útvarpsins og þar hafí hann sagst hafa
önnur gögn undir höndum m.a. um ísland.
Segist Jón hafa rætt við Finn Sjue blaða-
mann sem hafí komið sér í samband við
Tangen er hafí hringt í sig síðdegis þenn-
an dag. Sagðist Tangen hafa komist yfír
bréf er sýndi, að náið persónulegt sam-
band hafí verið milli íslenska forsætisráð-
herrans 1947 eða 1948 og bandarískra
sendiráðsmanna, þar á meðal við sendi-
herrann og yfírmann CLA á íslandi. Bauð
Tangen Jóni heim til sín og hittust þeir
þriðjudaginn 10. nóvember. Sá Jón þar tvö
skjöl og var ekki stafkrókur í þeim um
Stefán Jóhann. Spurði Jón þá Tangen um
bréfíð og sagðist hann ekki fínna það en
hann myndi greinilega, að í því væri greint
frá trúnaðarsamtölum forsætisráðherrans
við Bandaríkjamenn. Miðvikudaginn 11.
nóvember ræddi fréttaritari DV við Tang-
en og komst að því að hjá honum fannst
ekkert skjal með nafni Stefáns Jóhanns.
Fimmtudaginn 12. nóvember, sama dag
og Hjörleifur stóð kampakátur í ræðustól
á Alþingi, sat fréttaritari útvarpsins fyrir
Tangen á ritstjómarskrifstofum Klasse-
kampen, blaði marxista/Ieninista í Ósló,
og sagði honum að útvarpið yrði að fá
bréfíð. Taldi Tangen þá, að það gæti verið
hjá Ingibjörgu Hafstað á íslandi. Að fyrir-
mælum fréttastofu útvarpsins fór fréttarit-
arinn nú með segulband til Tangens, sem
sagðist enn á ný hafa séð bréfíð.
I skýrslu sinni segir Jón Einar Guðjóns-
son, að hann sjái ekki, að hann hafí haft
nokkra ástæðu til að véfengja upplýsingar
Tangens á mánudegi og þriðjudegi. „Báða
þá daga lét hann ótvírætt í það skína að
hann hefði bréfíð." En gerði hann það
ekki einnig á fimmtudeginum? Jón Einar
leitast við að auka á heimildagildi Tangens
með því að segja, að norskir fíölmiðlar
hafí látið mikið með upplýsingar frá honum
og auk þess hafí hann verið titlaður „for-
sker og ammanuensis". Á þessum titlum
getur varla verið mikill munur, norska
orðið þýðir orðrétt rannsóknamaður en hið
latneska: aðstoðarmaður við rannsóknir
eða vísindastörf á söfnum eða stofnunum,
það er frekar lágt settur maður í rann-
sóknastofnunum. Tangen er stjómmála-
fræðingur en í fréttum útvarpsins var
hann jafnan kallaður sagnfræðingur, ekki
er rætt um þá missögn í úrskurði siða-
neftidarinnar eða hvaðan hún er sprottin.
Þá kemur fram hjá Jóni Einari Guðjóns-
syni, að Dag Tangen hafí sl. 10 ár starfað
hjá Bedriftsökonomisk Institutt er mennti
viðskiptafræðinga. Ekki er skýrt hvemig
rannsóknastörf þar tengist „uppljóstmn-
um“ um CLA-tengsl jafnaðarmanna á
fímmta tug aldarinnar. En Haakon Lie,
sem þótti einstakur dugnaðarforkur og
fylginn sér og varð áhrifamaður í Verka-
mmannaflokknum eftir hetjulega fram-
göngu í andspymunni gegn nasistum, hef-
ur löngum verið skotspónn norskra vinstri-
sinna, sem hafa aldrei getað sætt sig við
þátttöku þjóðar sinnar í vestrænu sam-
starfí. Þekkjum við starfshætti slíkra
manna vel hér á landi og vitum, að þeir
vfla ekkert fyrir sér, þegar persónur and-
slæðinganna em annars vegar.
Siðanefnd Blaðamannafélags íslands
segist ekki sjá ástæðu til að rengja greinar-
gerð Jóns Einars Guðjónssonar um skipti
þeirra mánudaginn 9. nóvember. Nefndin
bendir á að Tangen verður á endanum
tvísaga í viðtölum, sem tekin em upp á
segulband, um skjal það, sem hann kvaðst
hafa séð og varð upphaflegt tilefni frétta-
flutningsins. Hinn 12. nóvember talar hann
um „eina bréfíð þar sem forsætisráðherr-
ann var nafngreindur". í viðtali viku síðar
segir hann hins vegar: „Ég hef ekki sagst
hafa séð skjöl, sem sýni samband CIA við
Stefán Jóhann Stefánsson ... Skjalið með
nafni Stefánssonar var léttvægt fylgibréf
þar sem segir að hann eigi að vera tengi-
liður við fulltrúa Bandaríkjanna. Annað
hefði verið mjög einkennilegt."
Mat siðanefndarinnar
Eftir að hafa dregið fram þær hliðar
málsins, sem siðanefnd Blaðamannafé-
lagsins leggur til gmndvallar úrskurði
sínum, metur hún einstök atriði og úr-
skurðar síðan. Birtist þessi kafli hér í heild:
„Á fréttastofa að birta frétt eins og
þessa án þess að hafa beinharða skjalfesta
heimild fýrir henni? Siðanefnd telur að á
þessu efni sé ógerlegt að hafa algilda
reglu, en skynsamlegt sé að viðhafa
ýtmstu varúð um viðkvæm málefni, jafn-
vel gagnvart viðurkenndum sérfræðingum.
Á hinn bóginn hafði fréttastofa útvarps
ekki ástæðu til að ætla annað en að um-
rætt skjal bærist henni daginn eftir.
Þriéjudaginn 10. nóvember hefst fyrir
alvöm eltingarleikurinn sem Jón Einar
Guðjónsson rekur í greinargerð sinni. Siða-
nefnd sér enga ástæðu til að rengja þá
frásögn. En eftir því sem lengra líður verða
atburðimir alvarlegri því að Tangen fínnur
ekki skjalið sem máli skiptir. Hér bregðast
fréttaritari og fréttastofa með því að nefna
það ekki einu orði sem virðist einna veiga-
mest á því stigi málsins, nefnilega að
umrætt skjal fyndist ekki þrátt fyrir mikla
leit. Ríkisútvarpið, hljóðvarp, bregst einnig
með því að halda áfram að segja frá efni
skjalsins og leggja út af því eins og það
væri fyrir hendi. Hinn 12. nóvember, 3
dögum eftir upphaflegu fréttina, segir Jón
Einar til að mynda þetta:
„Þetta skjal er að fínna í íslendinga-
möppunum í skjalasafni Tmmans í Inde-
pendence í Missouri, fæðingarbæ Banda-
ríkjaforseta.... í áðumefndu bréfí, þar
sem forsætisráðherrann er nefndur, er
meðal annars skýrt frá því að hann skuli
ákveða hvaða íslendingar hafí samband
við Bandaríkjamenn og hann átti einnig
að ákveða hvaða íslendingar áttu að taka
þátt í baráttunni gegn hugsanlegri bylt-
ingu kommúnista. Þá segir Dag Tangen
að í bréfínu komi fram að vegna þess að
í viðræðunum á milli íslands og Banda-
rílqanna var komið inná viðkvæma hluti,
yrðu Bandaríkjamenn aðeins að hafa sam-
band við forsætisráðherrann sjálfan."
(Kvöldfréttir útvarps 12. nóvember).
Við þetta bætist annar brestur. Elting-
arleikurinn við skjalið hefði átt að verða
tilefni til að hyggja nánar að Dag Tangen
og áreiðanleik hans, þó ekki væri nema
vegna þess að hann nefnir Stefán Jóhann
Stefánsson stundum Jóhann Stefán Jó-
hannsson og man margt annað misvel frá
einu samtali til annars. Athugun hefði þá
meðal annars leitt í ljós að fyrirsögn
Klassekampen á upphaflegu fréttinni sem
höfð var eftir Tangen 9. nóvember var
„Lie samarbeidet med CIA“. Heimildin
fyrir þessari yfírskrift er eitt spjald úr
skrá og á spjaldinu stendur, segir í grein-
inni, „Haakon Lie samarbeider med Arthur
Goldberg og David Shaw“.
CLA kemur þannig við sögu að á styij-
aldarárunum síðari var til bandarísk stofn-
un sem hét Office for Strategic Services
(OSS). Þessi stofnun hafði það verkefni
meðal annarra að veita andspymuhreyf-
ingum í löndum sem hemumin vom af
Þjóðveijum hvers kyns aðstoð, þar á með-
al norsku andspymuhreyfingunni sem þáði
bæði matvæli og vopn frá OSS. Arthur
Goldberg, á þeim tíma lögfræðingur sem
sérhæfði sig í verkalýðsmálum en varð
síðar ráðherra, hæstaréttardómari og
sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, gegndi herbjónustu í OSS. OSS
var lagt niður 1945. Árið 1947 var CLA —
Central Intelligence Agency — sett á lagg-
imar, og þá bar svo við að ýmsir sem starf-
að höfðu hjá OSS tóku til starfa hjá CIA.
Arthur Goldberg var ekki f þeim hópi,
heldur hvarf hann til borgaralegra starfa
fyrir verkalýðshreyfínguna þegar her-
skyldu hans lauk 1945.
Morgunblaðið/RAX
Tangen nefnir líka í Klassekampen 10
til 20 bréf sem farið hafí á milli Goldbergs
og Lies. En hann leggur ekkert þeirra
fram.
í Oslóarblöðunum 10. nóvember — dag-
inn eftir greinina í Klassekampen — gef-
ast margvísleg tilefni til að tortryggja Dag
Tangen og sagnfræði hans, þar á meðal
grein eftir Jens Christian Hauge fymim
landvamarráðherra Noregs. (Dagbladet,
10. nóvember 1987.) Þau skrif er ástæðu-
laust að rekja frekar, en þau virðast bæði
hafa farið fram hjá Jóni Einari og frétta-
stofu útvarpsins.
Fullyrðingar Tangens um Stefán Jóhann
Stefánsson bera nokkum keim af stað-
hæfíngum hans um Haakon Lie, sem
reyndust fánýtar. í máli Lies hefur Tangen
fyrir sér eitt spjald með einni setningu
almennt orðaðri og úr verða fullyrðingar
um náið samband hans við CIA. Kjami
þess sem útvarpið hefur eftir Tangen er,
að hann þykist hafa fyrir sér heimild um
náin persónuleg tengsl Stefáns Jóhanns
við ótilgreinda Bandaríkjamenn, þar á
meðal fulltrúa leyniþjónustunnar. Á þessu
einaátriði er síðan stagast með ýmsu orða-
lagi, talað um reglulega fundi, einlæga
fundi, mjög óvenjulegt samband og mikla
leynd. Skipst er á upplýsingum sem ströng
leynd hvíldi yfír, og það á að vera aug-
Ijóst, að þama var skipst á mikilvægum
upplýsingum.
Þessi klausa er dæmigerð:
„Það kemur fram, að í lok 5.áratugarins
þá ræddi bandaríski sendiherrann og full-
trúi bandarísku leyniþjónustunnar á ís-
landi reglulega við Stefán Jóhann Stefáns-
son forsætisráðherra, og í skýrslunni kem-
ur ekki fram hvað rætt var nákvæmlega,
en augljóst er, að þama var skipst á mikil-
vægum upplýsingum. Dag Tangen bendir
á, að í skýrslunni sé sagt, að þetta séu
einlægir fundir og á máli sérfróðra manna
þá þýðir þetta víst, að yfír þeim upplýsing-
um, sem fari á milli manna, hvíli mikil
leynd. Tangen sagði, þegar ég ræddi við
hann núna í dag, að þetta samband væri
mjög óvenjulegt. Þetta samband á milli
Bandaríkjamanna og Stefáns Jóhanns
Stefánssonar.“ (Rás 2, síðdegis 10. nóv-
ember.) •
Annars er líka að gæta. Ekki verður
séð að fullyrðingar Norðmannsins séu
skoðaðar í sögulegu samhengi. Það virðist
hvorki hafa hvarflað að fréttamanni né
fréttastofu að „tíðir fundir" eða „regluleg-
ir fundir" íslenskra ráðherra og banda-
rískra sendiráðsmanna hafí verið eðlilegir
og jafnvel sjálfsagðir á þeim tímum sem
hér um ræðir. Um þetta má vitna til Þor-
leifs Friðrikssonar í sjónvarpsviðtali sem
fyrr er getið:
„Varðandi tengsl Stefáns Jóhanns við
sendimenn frá bandarísku lejmiþjón-
ustunni á þeim árum sem hann er forsætis-
ráðherra veit ég ekkert. Það er náttúru-
lega ljóst að hann hafði samskipti við
bandariska sendimenn og ekki síst varð-
andi Marshall-aðstoðina ’48 og inngöngu
íslands í NATÓ ’49. Um þetta hef ég rek-
ist á heimildir í erlendum gögnum og hann
greinir frá þessu í einkabréfum sínum til
forsætisráðherra Dana, Hans Hedtoft,
mjög ítarlega. Ég býst nú ekki við að
nokkur leyniþjónustumaður hafí gengið á
fund Stefáns Jóhanns og kynnt sig sem
útsendara bandarísku leyniþjónustunnar.
Þess vegna getur hann hafa talað við hvum
sem var án þess að vita nákvæmlega hvur
þetta var 'sem sé á þeim árum sem hann
er forsætisráðherra." (Sjónvarp 11. nóv-
ember.)
Úrskurður siðanefndar er sá, að Ríkisút-
varpið hafí í fréttatímum útvarps og þætti
dægurmáladeildar á rás 2 brotið 3. grein
siðareglna, þar sem segir: „Blaðamaður
vandar upplýsingaöflun sína svo sem kost-
ur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasöm-
um málum." Brotið er alvarlegt.
Siðanefnd fjallaði um málið á fundum
sínum 15., 22. og 29. desember 1987 og
5., 12., 19., 26. janúar, 2. og 4. febrúar
1988.
Nefndin ræddi tvívegis í síma við Jón
Einar Guðjónsson fréttaritara útvarpsins
í Noregi, auk þess fékk hún þaðan margt
dagblaða frá því málið var nýtt af nálinni
og hefur kannað margvísleg innlend gögn.
Enn fremur komu á fund nefndarinnar
Friðrik Páll Jónsson aðstoðarfréttastjóri,
Már Jónsson fréttamaður og Amþrúður
Karlsdóttir fréttaritari sjónvarpsins í Nor-
egi.“
„Þeir sem ráðast
gegn Sjálfstæðis-
flokknum á þeim
forsendum, að á
síðustu árum, ef
til vill þeim sex
árum (1982-1988)
sem Davíð Odds-
son gerir hér að r
umtalsefni, hafi
f lokkurinn breyst
í harðsnúinn og
ómannúðlegan
fijálshyggjuflokk
í höndum nýrra
forystumanna,
ættu að glöggva
sigáþeimstað-
reyndum, sem
borgarstjóri nefn-
ir í ræðu sinni.
Annarsvegar
hefur fjárhags-
bagga verið lyft
af Reykjavíkur-
borg með tilurð
Granda hf. en
hins vegar hafa
útgjöld til skóla-
mála, heilsugæslu
og dagvistunar-
mála aukist að
raungildi. Þetta
hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn gert,
þar sem hann hef-
ur hreinan meiri-
hluta.“