Morgunblaðið - 14.02.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1988
37
Hof gyðjunnar Göngu í Gangotri.
Ljósm./Helgi Benediktsson.
„Hefðbundin mynd“ af indverskum slöngutemjara, sagði Helgi fararstjóri. „Annars eru þessi kvikindi
heyrnarlaus og stóra kyrkislangan var undir annarlegum áhrifum eiturlylja. Vegfarendum stóð meiri
stuggur af þeirri minni við hliðina." Myndin til hægri: Götumynd frá Mussorie.
Nú ert þú kunnari af
fjallaklifri og þess hátt-
ar svaðilförum heldur
en af gönguferðum.
Hverslags ferðalag, var
þetta eiginlega sem þú stóðst fyrir?
„Það er heldur mikið sagt að ég
hafi staðið fyrir þessari ferð. Ég var
að vísu fararstjóri en ferðin var á
vegum Úrvals. Þetta var nokkurs
konar „prufuferð" en ætlunin er að
hafa fleiri svona ferðir. Ferðin var
eiginlega „blöndpð ferð“. Við skoð-
uðum fyrst Delhí (einn dag en ókum
svo um Norður-Indland upp í Hi-
malaya-Qöllin og þar gengum við
að upptökum Ganges við Bhagirat-
hi-fjöllin, skammt frá landamærun-
um að Tíbet. Við fórum upp í fímm
þúsund metra hæð.“
Fimm þúsund metrar, var þetta
ferð fyrir „fjallageitur"?
„Alls ekki, þetta var ferð fyrir
alla sem voru sæmiléga ganghressir.
Á ensku kallast svona ferðalag
„trekking". Það má kannski kalla
þetta „röskleikagöngu við frekar
frumstæð skilyrði". Við fórum á
slóðir sem Vesturlandabúar eru ekki
vanir að fara. Því er ekki að leyna
að fólk þarf að vera frískt og um-
fram allt vera með opinn huga og
reiðubúið til að prófa eitthvað nýtt.
Menn mega ekki setja það fyrir sig
þó að það þurfí stundum að sæta
lagi með komast í bað og gistingin
væri stundum frumstæð.“
Varla voru þó eðlur og önnur
kvikindi í hótelherbergum?
„Menn ættu ekki að forsmá eðl-
urnar. Mér var sagt frá manni sem
kvartaði þegar vantaði eðlurnar (
herbergið; því þær eru meinlausar
en éta önnur kvikindi sem eru miklu
skaðlegri. Að öllu gríni slepptu, í
byijun og enda ferðar vorum við á
lúxushótelum en annars staðar verð-
ur að slá aðeins af kröfunum.“
Fulltrúa Morgunblaðsins þótti það
affarasælast að Helgi útlistaði
ferðaáætlunina öllu nánar.
Þetta ferðalag _tók átján daga.
Helgi og sjö aðrir íslendingar lentu
í Delht í endaðan október. Einum
degi var varið til þess að skoða
Dehli. Eftir það var haldið til Ris-
hikesh sem er helgistaður hindúa
og leita þeir þar til sinna lærifeðra
eða gúrúa. Þess má geta, að ekki
ófrægari menn en Bítlamir leituðu
þarna eftir andlegri leiðsögn. Svo
var keyrt til Gangotri sem er í þrjú
þúsund og fimmtíu metra hæð og
þar lauk bdaferðalaginu; vegurinn
náði ekki lengra. I Gangotri við ána
Ganges er hof gyðjunnar Göngu
(nf. Ganga) og hafa hindúar mikla
helgi á gyðju þessari. Ekki er áin
Ganges mikil um sig svo hátt upp í
fjöllum en ferðalöngunum þótti hún
þarna ólíkt hreinlegri heldur en niðri
á sléttunni. Og þá var loksins á sjö-
unda degi ferðafinnar komið að því
að leggja land undir fót. Næstu sjö
daga var gengið ásamt einum ind-
verskum leiðsögumanni, einum
matreiðslumanni, aðstoðarmanni
hans, burðarmenn voru sjö. Gist var
í göngutjöldum.
Af ofangreindu má ljóst vera að
ferðamennirnir þurftu ekki að hafa
miklar áhyggjur af mat eða far-
angri. Reyndar voru Islendingarnir
með litla bakpoka. Helgi Benediks-
son lét svo ummælt: „Fimm til sex
kíló ættu ekki að ofgera neinum.“
Og hann kvaðst hafa þurft að hafa
með því nokkurt eftirlit að mat-
reiðslumennirnir krydduðu matinn
ekki um of en þeir sögðu fara best
á því að maturinn væri „very hot“.
íslensku ferðalangarnir voru
vaktir af matreiðslumanni með heitu
tei klukkan sjö um morguninn og
morgunverður snædduf. Þessu næst
var lagt af stað og gengið í um það
bil þrjá til fjóra tíma. Eftir þetta
skoðuðu menn sig um eða sleiktu
sólskinið. „Tveir tímar í Himalaya-
sól eru jafngildir tveimur dögum á
sólarströnd," sagði Helgi fararstjóri.
Ennfremur sagði hann þetta ferða-
lag ekki vera alveg jafn auðvelt og
það virtist við fyrstu sýn; menn
væru ávallt nokkurn tíma að aðlag-
ast hæðarbreytingunni og þunna
loftinu.
Eftir að lagt var af stað frá Gan-
gotri komu leiðangursmenn á öðrum
degi til Gaumukh þar sem áin Gang-
es kemur fram undan skriðjökli í
3.900 metra hæð. Á næsta degi var
gengið upp að Tapovan í 4.500
metra hæð. Helgi kvað það vera
mál manna að tjaldstæðið í Tapovan
væri eitt það fegursta sem um gæti.
Frá þessum búðum hefja fjallagarp-
ar klifrið uppá hina rómuðu fjallst-
inda Kedarnath, Meru og Shivling
sem oft er nefndur „Matterhorn Hi-
malaya". Hinir íslensku göngumenn
sinntu þó ekki neinu fjallaklifri. „{
þetta sinn,“ sagði Helgi fararstjóri.
Menn létu nægja að skoða nánasta
umhverfí og dást að fjallasýninni og
spjalla við íbúann, en þessi staður er
í byggð. Þ.e.a.s. einn enskumælandi
hindúamunkur eða jógi hafði tekið
sér þarna bólfestu. Að sögn Helga
Benediktssonar var þetta velmennt-
aður maður frá Bombay sem ákvað
að breyta um lífsstíl og hverfa frá
heimsins skarkala. Munkur þessi
mun hafa sest þarna að síðastliðið
vor til að vera sem næst guðdómn-
um. Aðspurður kvaðst hann draga
fram lífið „á því sem guð gæfí“.
íslendingunum virtist hindúamunk-
urinn ekki gera sér fyllilega grein
fyrir því hveijar „guðsgjafirnar"
yrðu yfír háveturinn.
Eftir að hafa dvalið þarna í einn
og hálfan dag í nálægðinni við guð-
dóminn og skoðað sig um lá nú leiðin
til baka, niður á við. Ferðin niður
tók tvo daga en upp í mót hafði hún
tekið þijá.
Þegar komið var til baka í Gan-
gotri var sest uppí rútu og næstu
þijá daga var ekið um neðri hlíðar
liimalayafjalla. Meðal annars var
litið á Mussorie sem var sumardval-
arstaður breskra nýlenduherra.
Einnig var gengið á fjállstind og
hindúahofið Surkhanda Devi skoðað.
Einum degi var varið til þess að
ferðast frá fjöllunum til Delhí.
Síðasta daginn í Indlandi var hægt
að nota til þess að fara í skoðunar-
ferð til Taj Mahal eða versla í Delhí.
Að sögn Helga voru íslendingarnir,
þegar hér var komið sögu, hvað
áhugasamastir um að notfæra sér
þau þægindi og þjónustu sem nútím-
legt hótelið í Delhí bauð uppá. Helgi
tjáði skrifara Morgunblaðsins að
ekki mætti forsmá heimsins gæði
þótt fjallalífið tæki flestu fram.
U M O K K U R
Velgengni veldur
veikindum
Við vitum að þegar á móti
blæs og erfiðleikar hrannast
upp getur streitan náð tökum
á okkur. En það getur hún einn-
ig gert í meðbyr, til dæmis ef
batnandi lífskjör leiða til
skyndilegra breytinga á dag-
legu lífi okkar.
Bandaríski sálfræðingurinn
Richard Grossmann segir í bók
sinni „Choosing and Changing"
(Að velja og breyta til) að ánægju-
leg tíðindi geti valdið streitu ekki
síður en áfoll. Sem dæmi tekur
hann gifta konu sem vinnur hluta-
starf utan heimilis og fær í laun
það sem vantar upp á laun eigin-
mannsins til að þau hjónin og
bömin tvö geti lifað áhyggjulausu
lífi. Hún er hinsvegar ekki ánægð
með starfíð — það er tilbreytinga-
laust, og hún á erfitt með að
sætta sig við það.
Svo er hún svo heppin að fá
tilboð um ábyrgðarstöðu hjá öðru
fyrirtæki — hún hefur tilskilda
menntun, en hefur til þessa ekki
viljað vinna fulla vinnu við kre-
fjandi störf. Nú finnst henni samt
að það ætti að geta gengið. Um
svipað leyti fær eiginmaðurinn
stöðuhækkun í fyrirtækinu sem
hann hefur starfað hjá um margra
ára skeið. Starfinu fylgir aukin
vinna og meiri ábyrgð. En fjöl-
skyldan er ákaflega ánægð og
hlakkar til að fá að láta til sín
taka. Svo flytur fjölskyldan í nýtt
hús, sem er örlítið stærra og nær
vinnustað hennar. Bömin skipta
um skóla, og séð er um að þau
fái umönnun í frístundum. Fjöl-
skyldufundir em haldnir þar sem
ákveðið er hver eigi að gera hvað
á heimilinu eftir að báðir foreldrar
þurfa að vera að' heiman allan
daginn. Allir erú staðráðnir í að
gera sitt bezta við þessar nýju
aðstæður. Og í upphafi gengur
allt að óskum, en smátt og smátt t-
fara kvillar að hrella bæði móður
og föður. Hún fær slæma maga-,
böfuð- og bakverki. Hann verður
kvefsækinn, sem endar með bráðu
lungnakvefi. Bæði neyðast þau til
að vanrækja vinnuna, og að lokum
em þau sannfærð um að sjúkleik- ,
inn stafí af því að þau ráði ekki
við nýju störfín.
Richard Grossmann segir að
þama hafí mistökin verið þau að
hjónin hafí ætlað að umtuma öllu
( l(fí sínu á svipstundu. Engum
sé fært að gera allt í einu, taka
upp nýja lífshætti, og skipta um
bæði starf og húsnæði. Þetta hljóti
að valda streitu. Og með strei-
tunni dafni oft þeir veikleikar sem c.
fyrir vom í líkamanum. Hjónin
sem Grossmann skrifar um í bók
sinni komust yfír erfiðloikana
vegna þess að þau nutu góðra
ráðlegginga bæði frá heimilis-
lækni sínum og frá kunningja sem .
var sálfræðingur. En því miður
em þeir margir sem fara illa á
því að ætla að breyta of miklu á
of skömmum tíma. Það þarf næg-
an ttma til að venja sig við allar
breytingar, bæði til góðs og ills.
Ella er hætt við að sálin hafí ekki
undan.
BAÐHUÐUn h/f
Selbrekka 16 - 200 Kópauogur
fis
Endurhúðum hreinlætistæki.
Qerum gamla baðsettið sem nýtt
Sími
42673 - 44316