Morgunblaðið - 14.02.1988, Blaðsíða 40
- 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988
Frá vinstrí: Tom Waits, Jack Nicholson og James Dukas i myndinni „Ironweed'
Þeir sem lesið hafa skáldsögu
bandaríska rithöfundarins
William Kennedys, og þeir
þurfa ekki endilega að vera
margir, hljóta að bíða með
«*nokkurri eftirvæntingu eftir
samnefndri mynd, sem gerð
hefur verið eftir henni. Þeir
sem ekki hafa lesið söguna
geta alveg eins beðið í
spenningi því aðalleikaramir
í myndinni eru Jack
Nicholson og Meryl Streep,
leikstjóri er Hector Babenco,
frægur fyrir „Koss
kóngulóarkonunnar“ og
myndin hefur fengið mjög
[ ^lofsamlega dóma í
bandarísku pressunni.
■
» •
1
1
:
I
illiam Kennedy
hlaut Pulitzer-
verðlaunin fyrir
bóksínaárið 1983.
Hún er númer tvö
- í trflógíu sem hófst með sögunni
„Billy Pheian’s Greatest Game“ og
endar með „Quinn’s Book" en hún
kemur út í vor. Sögumar segja frá
þremur kynslóðum írsk-amerískrar
fjölskyldu í Albany í New York og
tvær fyrstu bækurnar a.m.k. gerast
árið 1938. „Ironweed" er um Franc-
is Phelan, foður Billys, sem hefur
ekki komið heim til fjölskyldu
sinnar í 22 ár þegar bókin hefst.
Meryl Streep í hlutverki Helenar.
Hann gekk út af heimili sínu fullur
sektarkenndar eftir að hafa misst
nýfæddan son sinn óvart í gólfið
og drepið og flækist í öll þessi ár
um Bandaríkin og hittir Helen, sem
er róni líka, en Streep leikur hana
f myndinni. Þau lifa bæði í fortíð-
inni og draugar hennar elta þau á
röndum. Bókin segir frá degi í lífi
þeirra eða svo þegar þau hittast í
Albany eftir viðskilnað og Francis
ákveður að heimsækja fjölskyldu
sfna.
William Kennedy, sem sjálfur
gerði kvikmyndahandritið eftir bók
sinni, skrifaði grein í nýjasta hefti
American Film um tilurð og gerð
myndarinnar frá sínum bæjardyr-
um séð. „Ironweed" var fyrsta
bókin sem argentíski ieikstjórinn
Babenco las á ensku frá upphafi til
enda hefur Kennedy eftir leikstjór-
anum og hún hvarf ekki úr huga
hans, angist og sársauki persón-
ar.na, samúðin með þeim, og hann
ákvað að láta til skarar skríða.
Framleiðendumir Gene Kirkwood
og Joe Kanter höfðu tryggt sér
kvikmyndaréttinn og Babenco hitti
Kirkwood að máli. í ljós kom að
annar leikstjóri vildi kvikmynda
söguna en gat ekki byrjað fyrr en
eftir eitt ár. „Ég vildi ekki fá neit-
un,“ sagði Babenco í samtali. „Þetta
var tilfinningaleg ákvörðun en ekki
skynsemis og ég barðist eins og
ljón.“
Hann hitti Kirkwood margoft.
Og einn daginn kom Babenco að
máli við mig, skrifar Kennedy. Við
mæltum okkur mót í New York og
ræddum saman í þijár stundir. Ég
vissi ekkert um verk hans svo hann
bauð mér á sýningu á sinni fjórðu
og síðustu mynd, „Koss kóngulóar-
konunnar", sem frumsýna átti í
New York eftir tvo daga. Mér
fannst hún frábærlega ígrunduð
mynd og bygging hennar á mörkum
draums og veruleika vel heppnuð;
hvom tveggja var grundvallaratriði
í þeirri mynd sem gerð yrði eftir
„Ironweed". Við snæddum svo há-
degisverð og í honum miðjum
hringdi ég í Kirkwood og sagði
honum að við gætum hugsanlega
gert góða mynd með Babenco núna,
en ekki eftir ár. Hann var sammála
og ég settist aftur við borðið, tók
í hendina á Babenco og svo var það
búið. Um kvöldið birtust dómamir
lofsamlegu um „Koss kóngulóar-
konunnar" í New York-blöðunum
og Babenco fékk tilboð í aðrar
myndir. En hánn var bókaður.
Kvikmyndin er miðill leikstjór-
ans, skrifar Kennedy seinna og
segir svo: Já já. Austur er austur.
Rós er rós. Hver efast um það? Nú,
framleiðendumir stundum, hand-
ritshöfundamir stundum, leikaram-
ir stundum, líka gagnrýnendur,
stjómarmenn og allir þeir sem telja
sig geta gert betur. . . . Kvik-
myndin er miðill Babenco og ég sit
í fremstu röð og klappa. Ég krefst
ekki fullkominnar yfirfærslu bókar-
innar á filmu. Þegar höfundur tekur
að sér að gera handrit eftir eigin
bók má líkja því við sjálfgerða af-
limun. Um síðir stendur þú fyrir
framan spegilinn án vinstra ejn-ans,
hægri þumals, part af mjöðminni
skorinn af, vinstri löppina af við
ökklann og þá finnst þér þú tilbúinn
fyrir frumsýningu. Snyrtu þig að-
eins, greiddu, vertu með hanska og
í víðum buxum og notaði háhælaða
skó og hver tekur þá eftir breyting-
unni. Kannski byijar þú nýja tísku.
Kennedy tekur Ingmar Bergman
sem dæmi og síðustu myndina hans,
„Fanny og Alexander". „Þama lá
allt hans líf fyrir framan hann sem
hann varð að stytta í fimm klukku-
stundir. Fimmtíu stunda mjmd hefði
ekki dugað en hann valdi kafla,
skar niður hér og skar niður þar;
og gerði úr meistaraverk. Hann
fann samhljóma í lífi sínu sem féllu
að kvikmyndinni og ég vona að
Babenco og ég höfum fundið það
sama þegar við gerðum okkar
mynd. Þannig leit ég á í byijun í
öllu falli; höfundurinn trúir því að
hann skipti máli í mótun myndar-
innar. Og það gerir hann. En ferlið
er rétt að byija. Svo koma tökur
og klippingin og loks sýningamar.
Hejrrið hvað Raymond Chandler,
frægur bókmenntajaxl, sagði er
hann talaði fyrir hönd handrits-
höfunda í Holfywood:
„Ef þú gagnrýnir reiðast þeir
andstöðu þinni. Ef þú ert ekki í
andstöðu við þá segja þeir að þú
sért ekki heiðarlegur. Það sem
Hollywood virðist vilja er höfundur
sem tilbúinn er að fremja sjálfs-
morð á hvetjum fundi. Það sem
Hollywood fær er maður sem orgar
eins og graðhestur í ham og sker
sig svo & háls með banana. Orgið
sýnir hinn listræna hreinleika sálar-
innar, og svo getur hann borðað
bananann á meðan einhver svarar
í símann og talar um einhverja aðra
mynd. ““
Chandler kvaddi Holljrwood með
þessum orðum og talaði mikið um
hinn valdalausa undirmálsmann
handritshöfundinn, skrifar
Kennedy. „Hér kem ég mörgum
ámm seinna, ekki á vegum risaver-
anna heldur óháðs framleiðanda
. . . með samning upp á vasann
sem veitir höfundi meiri völd en
lögfræðingur minn hefur nokk-
umtíma samið um eða séð.“
Síðan segir Kennedy frá því þeg-
ar stórleikarar biðluðu til Babenco
um að fá að leika Francis en þeir
Kennedy og Babenco höfðu alltaf
hugsað sér Jack Nicholson í hlut-
verkið. Þeim þótti hann fullkomlega
írsklegur harðjaxl fyrir hlutverkið.
Það mundi enginn eftir því að hafa
séð Nicholson lýsa þeirri næmni eða
viðkvæmni sem nauðsynleg var
persónu Francis en hafði nokkurt
hlutverk reynt á þá hæfileika? Bab-
enco heimsótti Nicholson, komst að
því að hann hafði lesið bókina og
hafði áhuga á að fara með hlutverk-
ið. Hann las svo kvikmjmdahandri-
tið og líkaði það vel og þar með
hófst leitin að peningum til að borga
honum laun. „Ég hitti Nicholson á
bar í New York kvöld eitt þegar
var að slitna uppúr samningavið-
ræðum,“ skrifar Kennedy. „Eg vil