Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 41

Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 41 ekki krónu meira en Englandsbanki er tilbúinn að borga út á nafn mitt,“ sagði Nicholson og brosti." Ekkert Hollywood-ver var reiðu- búið að svara þeirri kröfu vegna myndar eins og „Ironweed". En þá kynnti Marcia Nasatir, sem átti eftir að verða framleiðandi myndar- innar, Babenco fyrir Keith Barish sem keypti kvikmjmdaréttinn af hinum framleiðendunum og Barish í samvinnu við Taft Entertainment Pictures útvegaði peningana sem Nicholson krafðist. „Einhverntímann á meðan á samningaviðræðunum stóð,“ skrif- ar Kennedy,„ var ég á labbi með Babenco í New York þegar það rann upp fyrir honum að myndin yrði gerð. „Við munum gera þessa rnynd," sagði hann og kreppti hnef- ana og tók undir sig stökk." Hann kom aftur til Jarðar í Alb- any. Kvikmyndafólkið flutti sitt hafurtask þangað, aðdáendur frægðarfólksins þyrptist að í von um áritanir frá Jack og Meryl. Alb- any-blöðin skrifuðu stundum tvær greinar á dag um framvindu mála og urðu sífellt reiðari þögninni sem þau mættu á tökustað. Kvikmynda- liðið var bundið þagnarheiti og blöðin áttu bágt með að skilja að maður talar ekki um bíómynd fyrr en maður er viss um að hafa bíó- mynd til að tala um. Um fimmtánhundruð heimamenn Noregur: Fiskiðnaður- inn vill auka tengsl við EB Ósló. Norinform. STÓR hluti norska fiskiðnað- arins á erfiða tíma fyrir höndum, ef Noregur tengist Evrópubandalaginu ekki nánar en nú er, segir Svein A. Krane, oddviti landssam- taka norskra sjávarútvegs- fyrirtækja. Fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um inn- göngu Noregs í EB 1972 voru þessi samtök harður and- stæðingur aðildar. . Krane segir, að hætta sé á, að norskur fískiðnaður neyðist til að hætta fullvinnslu og snúa sér þess í stað að hráefnissölu vegna strangra viðskiptatak- markana á EB-markaðnum, en slík þróun gangi þvert á mark- mið fyrirtækjanna. Um 90% norskra fískafurða eru flutt úr landi, og þess vegna er fiskiðnaðurinn viðkvæmur fyrir samkeppni. Tilkostnaður er hár í Noregi, en hörð sam- keppni á fiskmarkaðnum og ekki í valdi Norðmanna að ráða neinu um fískverðið. Þegar Krane er spurður um, hvort hann telji, að EB-aðild sé lausnin fyrir norskan fískiðn- að, bendir hann á, að lækkun dollarans hafí styrkt gjaldmiðla Evrópulandanna. Norðmenn hafi hingað til miðað físksölu sína við dollara, en betur borgi sig að komast á EB-markaðinn. Þegar til lengdar lætur, segir Krane, geta Norðmenn ekki staðið í útjaðri aðalmarkaðarins fyrir fiskafurðir sínar nema þeir óski eftir að láta einungis af hendi óunna vöru. SSS5& Rithöfundurinn William Kennedy (til vinstri) ræðir við leikstjórann Hector Babenco en eiginkona Kennedys, Dana, fylgist með. voru ráðnir sem hópleikarar og með tímanum mynduðu sumir þeirra félagsskap sem þeir kölluðu „Weed- ies“. Kennedy og kona hans, Dana, unnu í þijá daga sem aukaleikarar. Það er skemmst frá því að segja að höfundurinn er yfír sig hrifinn af frammistöðu bæði Streep og Nicholson. Tökur hófust 23. febrúar sl. og stóðu til 6. júní. Allan þann tíma vann Kennedy við síðasta hluta nýju skáldsögunnar sem heitir „Quinn’s Book“ og hefur verið í fímm ár í smiðum. Þeir veðjuðu um það hvor yrði fljótari, Kennedy með bókina eða Babenco með mjmdina. Ef Babenco jmni fengi hann kassa af kúbönskum vindlum. Ef Kennedy ynni fengi hann kassa af góðu rauðvíni. Babenco fékk vindlana, en það munaði ekki nema sex dög- um. Stytt og endursagt: — ai. FORD Ford Sierra 1988, Glœsilegur þýskur gœðabíll, vel búinn og traustur. Verð frá kr. 607.300.- Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar lánaðar í allt að 30 mánuði. SVEINN EGILSSON HF. Framtíð við Skeifuna. S. 685100/689633

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.