Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 19

Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 19 Stykkishólmur: Færðin þyngist vegna snjóa o g skafla Stykkishólmi. EFTIR hinn ágætasta vetur hing- að til, lítið af frosti og enn minna af snjó, gerði nú mikla snjókomu og þar á eftir hvassviðri sem setti snjóinn í skafla og það svo stóra sumstaðar að menn urðu að moka sig út úr húsunum og stór snjógöng voru á einum eða tveim stöðum í bænum. En vélamar voru í gangi seint og snemma og ruddu götumar og varð það til þess að upp á stéttam- ar gengu gusumar og þótti sumum þröngt fyrir dyrum. Rútan lét þetta samt ekki aftra ferðum og þeim þar datt ekki í hug að hrófla við sum- aráætluninni. Fjallið er mokað tvisvar í viku og hina dagana brýst rútan gegn um skaflana enda heflr hún trausta bflstjóra við stýri. Rút- an hefír í allan vetur haldið sinni áætlun og Hólmarar fengið blöð sín og póst daglega. Morgunblaðið hefír flesta kaup- endur hér í bænum og þarf harð- duglegt lið til að koma því til skila, enda mestur þungi í því af blöðun- um. Það liggur við að blaðberum sé vorkennt að rogast af stað með töskuna, en það er bótin að húsin eru nokkuð þétt og fljótur að létt- ast burðurinn. Afli báta sem róa héðan hefur verið sáratregur og jafnvel þótt lengra sé róið er eins og sé „dauð- ur“ sjór, eins og einn skipstjórinn orðaði það við fréttaritara, en hér eru allir bátar á netum. En bráðum lagast þetta, menn em að frétta af loðnunni á leiðinni og það segir góða sögu. Morgunblaðið/Árni Helgason Eftir góðan vetur snjóaði mikið í Stykkishólmi og færð spilltist og skaflar mynduðust. BELDRÁIV STIGARNIR ERU LETTIR OG EGIR Efþú þarft að flýja mús eða setja upp Ijós. w Stendur Beldray stiginn stöðugur fyrir þig. TRÖPPm OG STl Láttuekki sparifé þitt enda sem verðlausa minjagripi Veðdeild Útvegsbankans býður þér 10% vexti af skuldabréfum umfram verðbólgu. Það er engin hætta á að sparifé þitt rýrni í verðbólgunni ef þú fjárfestir í skuldabréfum okkar. Ávöxtun á eins og tveggja ára bréfum er nú 10% en 9,7% á þriggja og fjögurra ára bréfum. Hvert skuldabréf er með einum gjalddaga. Nafnverð bréfa eru: Kr. 5.000.-, kr. 25.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000.- og kr. 250.000.-. VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. ER HÆGT AÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS. Þau eru einnig til sölu hjá Kaupþingi hf.f Fjárfestingarfélaginu, Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. og verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans. 0o ^ op Utvegsbanki Islandshf HHBHHBBBBHHBHHMHBHBIMBHHHBKHHHB8BlHBWMH|BBMBHMHMBMlMnBHBBHHBHHBBHBHHHBBBPjHpBBBHfBHBBHBf Austurstræti 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.