Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 22

Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Nú getur þú ferðast á ódýran og þægilegan hátt með áætlunarflugi SAS milli íslands og Kaupmannahafnar Þann 8. apríl hefst beint áætlunarflug SAS milli íslands og Kaupmannahafnar. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir þá sem vilja ferðast ódýrt. Að auki er SAS þekkt um heim allan fyrir frábæra þjónustu við farþega sína. Og frá Kaupmannahöfn kemstu örugglega til endanlegs ákvörðunarstaðar því þaðan liggur stöðugur straumur flugvéla heims- horna á milli. Vegir SAS liggja til allra átta. I tilefni þessara merku tímamóta býður SAS fyrst um sinn sérstakt kynningarverð, 15.610 kr.*f á flugi til og frá Kaupmannahöfn. | Á föstudagskvöldi í hverri viku lendir SAS I vél frá Kaupmannahöfn á íslandi og fer á laug- I ardagsmorgni aftur til Kaupmannahafnar. * (Flugvallarskattur.kr. 750, ekki innifalinn) Ef þú ert í viðskiptaerindum geturðu notað vikuna til að sinna erindi þínu og verið kominn heim fyrir helgi. Fyrir ferðamenn er þetta einnig mjög hagstætt. Fríið hefst snemma á laugardagsmorgni og frá Kaupmannahöfn kemstu til hvaða áfanga- staðar sem er. Innifalið í lágum fargjöldum SAS er þjón- usta, sem er rómuð um allan heim. Markmiðið er að þér og þínum liði sem best um borð hjá okkur. Nánari upplýsingar veita SAS og ferðaskrifstofurnar. M/SAf Laugavegi 3, símar 21199 / 22299 Rót mótmælir upptöku RÚV á fréttapotti ÚTVARPSSTJÓRI Útvarps Rót- ar hefur sent útvarpsráði Ríkisútvarpsins bréf þar sem mótmælt er upptöku fréttastofu hljóðvarps á „fréttapotti Rótar“ siðastliðinn sunnudag, þar sem rætt var við Steingrím Her- mannsson utanrikisráðherra, og „heimildarlausri endurútsend- ingu“ efnisins hjá Ríkisútvarp- inu. Erindi útvarpsstjóra Rótar var rætt á útvarpsráðsfundi á þriðju- dag. Inga Jóna Þórðardóttir for- maður útvarpsráðs sagði að upplýs- ingar um hvaða heimildir fréttastof- an hefði haft til upptökunnar stöng- uðust á og því hefði verið óskað eftir nánari upplýsingum. Málið yrði rætt aftur á fundi næstkom- andi föstudag. í bréfi sínu til útvarpsráðs segir Þóroddur Bjamason, útvarpsstjóri Rótar m.a.: „Rétthöfum þáttarins er ekkert kappsmál að klekkja á þeirri merku stofnun sem Ríkisút- varpið er, en þeir krefjast þess, að þeim og Útvarpi Rót sé sýnd til- hlýðileg virðing. í trausti þess að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafí vilja til að bæta fyrir frumhlaup þetta, fell ég hér með fyrir hönd allra rétthafa frá hvers kyns laga- legum kröfum til miskabóta og fel yður sjálfdæmi til að ákvarða end- urgjald fyrir þessar útsending- ar . . .“ Blómaval gef- ur út vorlista BLÓMAVAL hefur gefið út ár- legan vorlista sinn fyrir árið 1988. í þessum mynda- og pönt- unarlista er að finna úrval af vorlaukum, rósastilkum og fræi. í listanum geta menn lesið sig til um aðferðir og handtök við rækt- un og ætti hann því að höfða jafnt til gamalreyndra blómavina og þeirra sem byijendur eru, segir í fréttatilkjmningu frá Blómavali. Vorlistinn er gefínn út í 30.000 eintökum og dreift ókeypis til blómavina um land allt. í tengslum við þennan vorlista hefur Lára Jónsdóttir, einn af garð- yrkjufræðingum Blómavals, tekið saman frælista með nálægt 300 frætegundum ásamt leiðbeiningum um sáningu og ræktun miðað við íslenskar aðstæður. Viltu sola út? Ef þú ert í Arnarflugsklúbbnum þarftu ekki að skila hótelherberginu fyrr en undir kvöld, daginn sem þú ferð. AKi\ARFL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.