Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 24

Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Ræktar ferskt krydd á Akranesi Akranesi. Á AKRANESI er hafin ræktun á kryddjurtum og hefur tilrauna- vinnsla staðið yfir í vetur og geng- ið vel. Það er Guðbjöm Oddur Bjamason garðyrlqumaður sem staðið hefur fyrir ræktuninni og er vaxandi áhugi fyrir fersku kryddi hjá matreiðslufólki og öðr- um áhugamönnum um matargerð. Guðbjöm Oddur sagði í samtali við Morgunblaðið að upphaflega hafi matreiðslumaður á veitingahúsi í Reykjavík beðið sig um að athuga hvort hann gæti ræktað þessar jurt- ir. Til þessa hefur þetta verið í litlum mæli en nú er þetta orðið stærra í sniðum. Ég sendi eingöngu frá mér í upphafi afskomar greinar, en nú verður breyting á, þetta er orðið markaðsbæft og hér eftir mun ég selja þetta sem pottaplöntur. Guðbjöm Oddur segist telja að þessi framleiðsla hans sé ágæt búbót við sumarblómaræktina sem hann hefur stundað undanfarin ár. Ég held þetta tvennt geti farið vel sam- an ef vel er að því staðið. Það er greinilega vaxandi áhugi fyrir þess- um kryddjurtum. Nú kaupa tvö veit- ingahús beint af mér og einnig Sölu- félag garðyrkjumanna. Næsta mark- mið mitt er að koma þessu í stór- markaðina. Ég er nú með um 20 tegundir af kryddjurtum og vissulega þarf að kynna þetta vel fyrir fólki. Þessar jurtir em mjög vítamínauðug- ar og ýmis önnur bætiefni em í þeim. Oddur segist ætla að útbúa kynning- arbækling um þessa kryddjurtafram- leiðslu sína til fróðleiks fyrir fólk. Ég er bjartsýnn á framhaldið. Þetta er spennandi tilraun og markmiðið er að geta boðið fólki ferskt krydd árið um kring. Oddur segist hafa fengið sumar af þessum plöntum erlendis frá og yfir þær em ekki til nein íslensk nöfn. Til þess að gefa smá sýnishom af framleiðslunni má nefna jurt með nafninu sveitsermynte sem er blanda af piparmyntu og venjulegri myntu, sítrónutinian, franskt terrakon, rúss- neskt terrakon, dill, steinselju ogsitr- on melissa, sem er vinsælasta teg- undin á veitingahúsum. - JG Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Guðbjöm Oddur Bjamason er hér í gródurhúsi sínu med kryddjurt- irnar. f rr - wm Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson. Sigluvík við bryggju á Siglufirði. Siglufjörður: Fádæma léleg aflabrögð Siglufirði. HÉR HAFA verið fádæma léleg aflabrögð und- anfarna daga. Svo léleg að menn heyrast ræða um að hætta og snúa sér að grásleppuveiðum. Þó er þar ekki um auðugan garð að gresja og til em óseldar í landinu 9-10 þúsund tunnur af hrogn- um frá síðustu vertíð. En eftirtaldir bátar hafa lan- dað hér síðustu daga. Hafborg SK 50, 3780 kíló; Kári SI 173, 840 kíló; Þórir SK 16, 540 kíló; Aldan SI 85, 2540 kíló af þriggja nátta físki; Mávur SI 76, 1100 kíló; Guðrún Jónsdóttir SI 155, 2080 kfló; Víkurberg SK 72, 380 kfló. —Matthias bmbbm m " X ' II. gillS5 Rowi, Lameila, Haro og Bauwerk parket: Eik, Beiki, Birki, Fura, Askur, Berbau, Kambala, Esbea, white Rubea. Flísaúrvalið er einstakt. Veggflísar, gólíiflísar og frost- þolnar útiflísar. Einlitar, mynstraðar, stórar, litlar, ljósar og dökkar. Hjá okkur getur þú fengið spegla í öllum stærðum og gerðum. Mynstur og form sem gefa heimilinu skemmtilegan svip. . gSBj A A A AÁAAA m sb é& Æ xf^p’WW'W T ▼ ▼ ▼ ▼

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.