Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 33 Hvalreki á Ströndum: 18 metra lang- ur búrhvalur á fjörum í Eyvindarfirði Ami Johnsen blaðamaður stökk á bak hvalsins og má hér sjá að hvalurinn er engin smásmið. FULLVAXIÐ búrhveli fannst dautt og strandað norður í Eyvindarfirði á Ströndum í gær. Það voru sjómenn sem urðu varir við dýrið í fjör- unni, en ekki reyndist unnt að komast að því frá sjó vegna brims og boða. Morgunblaðsmenn fóru í þyrlu norður í Eyvindarfjörð í gær til þess að skoða hvalinn og mynda hann. Búrhvalurinn er um 17 til 18 metra langur, en stærri gerast búrhvalir ekki. Búrhvalir eru stærstir tann- hvala og eru all algengir hér við land, en hafa verið alfriðaðir síðan 1983. Þeir búrhvalir sem eru hér við land eru kynþroska tarfar sem fara frá hjörðunum í suðurhöfum og sækja í æti norður í höf. Talið er að tarf- amir hér við land séu yfirleitt verðandi forystudýr. Búrhvalur- inn er talinn óvenjulega lítið fé- lagslega þroskaður af hvölum að vera, en búrhvalir geta orðið allt að 88 ára gamlir. Auðséð var á Eyvindarfjarð- arhvalnum að þar er gamalt dýr en óvíst er hvort það hefur drep- ist úr elli eða farið sér að voða með því að gleypa trossur eða aðra hluti af manna völdum í sjónum. Hvalafræðingar óttast mjög slíka aðskotahluti í lífríki hvalanna. í aldanna rás hafa hvalveiði- menn aðallega sóst eftir lýsinu Búrhvalurinn i Eyvindarfirði er mikið ferlíki, 18 metra lang- ur og þungur eftir því. Búr- hvalir geta orðið 88 ára. Morgunblaðið/'RAX í hvalnum, búrlýsinu sem fýllir hausinn og þykir frábær olía til notkunar í fíngerðum vélum. Búrhvalurinn er hægsyndur og fardýr eins og fyrr getur. Yfir- leitt koma karldýrin hingað til lands í maí. Búrhvalurinn kafar allra hvala dýpst allt niður á 2,5 km dýpi og aðal fæða er smokk- fískur. Þó étur búrhvalurinn töluvert meira magn af fiski hér við land en þekkist annars stað- ar. Það vár auðséð á búrhvalnum í Eyvindarfirði í gær að skammt er síðan dýrið rak enda var eng- inn fugl sestur á hræið. Þetta mikla ferlíki veltist í fjöruborð- inu undan brimboðum. Búrhval- urinn hefur aldrei verið talin góður mathvalur til þess er hann of seigur undir tönn, en nokkur tonn af búrlýsi geta verið í hausnum. ' - a.j. Kjarvalsstaðir Kjarvalsstaðir, listamiðstöð Reykjavíkurborgar, á 15 ára afmæli í dag, 24. mars. Fyrstu skóflustunguna tók Jóhannes Sveinsson Kjarval á 180 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1966 og húsið var formlega opnað 24. mars 1973. Listráðunautur listasafna Reykjavíkurborgar, Gunnar Kvaran, sagði að fátt yrði gert til hátíðabrigða á afmælisdaginn en nokkurra breytinga á starfsem- inni gætti á þessu og næsta ári. Þar mætti nefna aukna samvinnu við söfn erlendis og að útleiga sýningaraðstöðu drægist saman. 15 ár eru liðin frá opnun Kjarvalsstaða í dag. Er Gunnar var inntur eftir því hvaða þætti hann teldi mest áber- andi í starfseminni á undanfömum 15 árum sagði hann myndlistina óneitanlega skipa stærstan sess. Stefna safnsins réðist þó mest af þeim mönnum sem réðust til starfa við_ safnið. í sumar verður sýning á verkum Kjarvals sem standa mun í 2 mán- uði en að sögn Gunnars hafa verk hans ekki verið sýnd sem skyldi. Hann sagði það standa til bóta þar sem ætlunin væri að byggja sérstakt Kjarvalssafn á Miklatúni. „Maðurinn í forgrunni" nefnist yfirlitssýning á fígúratívri mynd- list sem verður á Listahátíð í sum- ar. í nóvember verður stór sýning á þýskri samtímalist frá Ludwig- safninu í Köln, þar sem meðal annars verða sýnd verk eftir Base- litz, Buttner og Fetting. Ollum umsóknum um sýninga- hald er nú safnað saman og þær afgreiddar eitt ár fram í tímann. Nýlega voru afgreiddar umsóknir fyrir árið 1989 og er efst á baugi að efla eigið sýningarstarf á því 15ára ári. Haldin verður stór yfírlitssýn- ing á verkum SÚM-hreyfingarinn- ar og mun hún standa á annan mánuð. Ennfremur verður nokkrum listamönnum boðið að sýna á Kjarvalsstöðum á vegum hússins. Á næsta ári verða það Kristján Guðmundsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson og Erró. Farið verður með sýningar Helga og Kristjáns í sýn- ingarferð erlendis, m.a. Finnlands og Noregs. Á móti koma sýningar frá þeim stöðum sem sýnt verður á. Þá kemur stór erlend sýning, að öllum líkindum frá Dússeldorf og á móti fer sýning héðan. Árið 1989 verður aðeins leigt út til 20 einstaklinga og eru það mun færri listamenn en venjulega. Sýningarýmið verður nýtt meira til eigin nota. Taldi Gunnar að með þessu móti fengjust betri sýn- ingar. Einnig verða sýnigar mynd- listarhópa svo sem Septem, FÍM og Listmálarafélagsins. Mikil breyting var gerð þegar listaverkaeign borgarinnar, Ás- mundarsafn og Kjarvalssafn voru sameinuð. í framtíðinni verður reynt að samræma sýningarskipu- lag frekar en verið hefur. Þá hefur safnvörðum verið fjölgað til efling- ar starfseminni og til að auðvelda vinnu við sýningar. Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfír sýning Sigurðar Örlygssonar ) myndlistarmanns og sýning á textílverkum eftir norræna lista- menn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.