Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 35 LkO nuu c* Stj órnarkreppan á ftalíu: Oþægileg yfirlýs- ing sósíalista gef- ur De Mita von Mílanó. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. CIRIACO De Mita, aðalritari Kristilega demókrataflokksins, lýkur í dag annarri umferð viðræðna sinna við oddvita stjórnmálaflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fundar þeirra Bettinos Craxis er beðið með mestri eftirvæntingu. í upphafi stjórnarkreppunnar leit út fyrir, að Craxi hygðist tefla refskák við kristilega demókrata og hefði engu að tapa, en eftir óþægilegar yfirlýsingar helsta ráðgjafa Craxis gætu vopnin hafa snúist í höndum hans. Reuter Strax eftir að Francois Mitterrand tilkjTinti að hann sæktist eftir endurkjöri við forsetakosningamar í Frakklandi hengdu stuðningsmenn hans áróðursmyndir upp S París. A myndinni eni stuðningsmenn Mitterrands að líma myndir af forsetanum yfir veggspjöld Jacques Chiracs, helzta keppinautar hans. Frakkland: Spænska dagblaðið E1 Pais birti á mánudag viðtal við Gennaro Aquaviva, öldungardeildarþingmann og helsta ráðgjafa Craxis. Þar lýsti Aquaviva yfir, að sósíalistar mundu koma í veg fyrir, að De Mita tækist að mynda ríkisstjóm. Þeir styddu Giulio Andreotti, fyrrverandi ut- Chirac segir yfirlýsingar Mitterrands ofstækisfullar París. Reuter. FRANSKIR hægrimenn gagnrýndu harðlega yfirlýsingar, sem Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, gaf er hann tilkynnti í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld að hann gæfi kost á sér til endur- kjörs við forsetakosningarnar í vor. Jacques Chirac, forsætisráð- herra, helzti keppinautur Mitterrands, sagði yfirlýsingar forsetans hafa verið ofstækisfullar. Mitterrand hét því að betjast gegn því sem hann nefndi óþolin- mæði og sundurþykkju hægri- manna. Málgögn hægrimanna tóku yfirlýsingar forsetans óstinnt upp. „Ogrun“ sagði í risastórri fyrirsögn yfir þvera forsíðu hins íhaldssama blaðs Quotidien de Paris og yfír- skrift forsíðu France-Soir var: „Mitterrand lýsir yfir stríði“. Mitterrand sagði að yrði hann ekki endurkjörinn mætti búast við upplausn í landinu, efnahagslegu óréttlæti, sundrungu, flokkadrátt- um og hagsmunapoti. Chirac sak- aði forsetann um hroka og ofstæki og Alain Juppe, talsmaður Chiracs, sagði Mitterrand beijast við vind- myllur. Mitterrand gaf til kynna að hann hefði ekki ætlað að sækjast eftir endurkjöri. Aðstæður í þjóðfélaginu hefðu hins vegar hagað því svo að hann hefði orðið að gefa kost á sér. Hann er 71 árs og nái hann kjöri verður hann 78 ára þegar kjörtímabilinu lýkur. Forsetinn forðaðist að nefna nokkur nöfn í viðtalinu og hvaða hópar það væru, sem samfélaginu stæði ógnun af ef hann næði ekki kjöri. „Ef sérhagsmunir og sjálfs- hyggja verða allsráðandi í landinu er vegið að þjóðfélagsgerðinni og komið í veg fyrir samheldni þjóðar- innar. Ég vil að þjóðin standi sam- an sem einn maður. Sú verður ekki raunin ef óþolinmæði og flokkar, sem vilja allt á einu bretti, ná yfir- höndinni," sagði Mitterrand. Fréttaskýrendur sögðu hann greinilega eiga við Chirac og hægriöflin. Raymond Barre, fyirum forsæt- isráðherra, sem einnig sækist eftir kjöri, vildi ekki tjá sig um yfirlýs- ingar Mitterrands í gærmorgun en sagðist myndu efna til blaða- mannafundar síðar. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið að undan- fömu, er Mitterrand langlíklegast- ur til þess að ná kjöri. Kosningam- ar fara fram 24. apríl og 8. maí. í síðari umferðinni verður kosið milli þeirra tveggja, sem efstir verða í fyrri umferðinni. anríkisráðherra, í það embætti, en hann væri mun „meðfærilegri". Taldi Aqua Viva, að sósíalistar hefðu lykil- inn að stjómarmyndun í hendi sér. Ef De Mita leitaði til kommúnista, fómaði hann formennsku sinni, minnst þriðjungi atkvæða kristilegra demókrata og stuðningi Páfaríkisins. Sósíalistar sæju þann kost við stjóm- arþátttöku að geta dregið tennumar úr kommúnistum og innheimt mest- an hluta fylgis þeirra í þingkosning- unum árið 1990. Stjómmálaskýrendur gripu yfír- lýsingar Aqua Viva á lofti, enda stað- festa þær getgátur þeirra um afstöðu sósíalista í stjómarmyndunarviðræð- unum. Sama dag og viðtalið birtist var Aqua Viva gert að draga um- mæli sín til baka, og blaðafulltrúi Sósíalistaflokksins birti harða yfir- lýsingu í hans garð, sern mun vera mnnin undan rifjum Craxis. Hvort sem orð Aqua Viva vom rétt eftir honum höfð eða ekki, valda þau Craxi nokkmm vandræðum, þegar hann sest að fundarborði með De Mita. De Mita hefur þegar stuðn- ing repúblikana og fijálslyndra innan stjóraarflokkanna fimm, sem myn- dað hafa ríkisstjóm allan þennan áratug. Þessa þijá flokka greinir ekki á við sósíalista og sósíaldemó- krata um annað en kjamorkuverið í Mont Alto. Demita virðist staðráðinn í að láta ekki bijóta á því máli. Þarf hann aðeins að finna þægilega leið til að hnekkja ákvörðun Giovannis Goria, fráfarandi forsætisráðherra, að ljúka framkvæmdum við orkuve- rið. Skrifstofa PLO í New York: Bandaríkja- menn for- dæmdir Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna (Sþ) fordæmdi í gær þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að loka skrifstofu sendinefndar Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO) í New York. Tillaga þar að lútandi var samþykkt með 148 atkvæðum gegn tveimur. Aðeins fulltrúar Bandaríkjanna og ísraels greiddu atkvæði gegn tillög- unni. í henni voru Bandaríkjamenn sakaðir um að hafa ekki staðið við heit sem þeir hefðu gefið með undir- ritun samkomulagsins um höfuð- stöðvar Sþ í New York. Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sþ, sagði ákvörðun Bandaríkjamanna bijóta í bága við samkomulagið. Herbert Okun, fulltrúi Banda- ríkjanna í Allsheijarþinginu, sagði ákvörðunina um lokun skrifstofunnar byggða á lögum um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. Hún hefði ver- ið tekin gegn vilja helztu ráðherra í stjóm Ronalds Reagans, forseta. Edwin Meese, dómsmálaráðherra, stefndi sendinefnd PLO í gær fyrir rétt til þess að flýta fyrir lokun skrif- stofunnar. Samkvæmt réttarvenju hefur nefndin 20 daga til að svara stefnunni, sem þýðir að hún getur haldið skrifstofunni opinni fram i miðjan næsta mánuð. sU* NEOLT teikniborö, hirslcir og t:eikrii\/élar /XI It: fyrir teiknistofuna. Teikniborð -frá kr. 6.400. “FeiknÍN/élar trá kr. 10.900. Hallarmúla 2 Sími 83211 1 ‘J < LV.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.