Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Tveir Sogblettir. Ljósmynd/BS Þaö hefur ekki verið lognmolla kringum Sverri Stormsker frá því hann sendi frá sér sfna fyrstu plötu fram að þvf að hann sigraði f Söngvakeppni Sjónvarpsins með fáheyrðum yfrirburðum sl. mánudag. Plötur Sverris eru nú orðnar fimm og enn er hann aö, nú í samvinnu við Stefán Hilmarsson. Rokksíðan leitaði til Sverris á þriðjudag til að fá uppúr honum eitthvað um væntanlega plötu sem út kemur síðar á árinu. Sverrir, fyrst ein spurning sem tengist Söngvakeppninni: Ertu orðinn frægur á íslandi eftir að hafa verið frægur að endemum fram að þessu? Eg veit það ekki, ég hef svo serg lítið orðið var við þetta, þar sem ég fer yfirleitt litið út úr húsi og ef ég fer þá fer ég í leigubíl, þannig að ég veit ekki hvort menn eru unnvörpum að snúa sig úr hálsiiðnum. Það var einu sinni óskaplegt keppikefli að verða frægur á klakanum, en um þessar mundir væri ég til í að vera bara maður ofan í skurði. Samt ekki að vinna, heldur bara liggja ofan í skurðin- um, bara í leti meö kampavínsflösku. Ég er þó ekki að segja að ég sjái eftir neinu, ég er ekkert aö barma mér, en eins og þetta hefur verið í dag þá væri gott að fá smá frí. Snúum okkur frá Söngvakeppninni, hvernig stendur plata ykkar Stefáns? Ég byrja á henni á laugardaginn. Ég er búinn að velja á hana tíu lög og þarf líklegast að velja tíu lög til viðbótar til að hafa úr nógu að moða. Hvað leggur Stefán til? Hann verður með puttana í útsetningunum og hefur visst neitunarvald. Ekki þó ef þetta er allt voðalega jákvætt. Hvað með tónlistina? Þetta á að vera svona létt grípandi popp með sæmilegum textum. Maður reynir allavega að gera sitt besta. Morgunblaðið/BAR Sverrir og Stefán skála fyrir farseðlinum. Gott að fá smá f rí Sverrir Stormsker og endemafrægð Það er ekki langt sfðan þú sendir frá þér tvöfalda plötu, reyndar urðu plöturnar þrjár á sfðasta ári. Semurðu mjög hratt? Það má tala um það í þátíð, því ég er hættur að nenna að setjast við píanóið og semja lög. Áður samdi ég lög kannski á svipuðum tíma og það tók að leika þau, þrem til fjórum mínútum, og vel má vera að einhverjum finnist lögin bera þess merki. Ég efast samt um að lög verði nokk- uð betri þó maöur eyði sex mánuðum í að setja þau saman. Textarnir eru aftur á móti hræðilegt basl. Það er hræðilegt hlutskipti í raun að vera textahöfundur. Það er svo margt sem spilar inn í textagerð sem ég held að fólk átti sig ekki á. Ljóðstafir er eitt, bragfræði, fólk veit ekki lengur hvað það er, sem er kannski til góðs, en ég not- ast við þetta af einhverri ástæðu sem ég kann ekki skýringu á. Kannski vegna þess að það var skafið úr brageyranu á mér í gagnfræðaskóla og ég kom þaðan uppfullur af leiðinlegri gamaldags lýrík og þá um leið bragfræði. Nú eru það textarnir sem öðru fremur hafa tryggt endemafrægð þfna, hefur þú f hyggju að taka upp aðra háttu f textagerð, eða lætur þú jóssið ekki hafa nein áhrif á þig? Á meðan ég veit það sjálfur að ég er að semja góða texta þá er mér sama um það hvað fólk út í bæ er aö segja, það kemst aldrei neitt inn vegna þess að maður veit að almannarómur lýgur, nema í Söngvakeppninni að þessu sinni. Heldur þú að velgengni þfn f Söngvakeppn- inni muni gera það að verkum að fólk muni frek- ar leggja við hlustimar þegar næsta plata þfn kemur út en hingað tll? Ég ætla að vona það, annars hefur fólk gert það hingað til, alla vega yngra fólk, ég veit ekki með þessar kerlingar í Vesturbænum, en ég ætla ekki að fara að hugsa upp einhverja form- úlu til að veröa vinsæll hjá þeim þó þær séu ágætar. Þetta verður billeg plata, einföld mel- ódísk poppplata. Það má vel vera að maður troði inn einhverjum strengjum, en hún verður ekki í neinum Claydermanstíl. Sennilega verður hún skemmtilegust af þessum plötum sem maður hefur gert og á líklegast eftir að hljóma meira en þær sem þegar eru komnar. Ljósmynd/BS Lost i Duus Fyrstu tónleikar sunnan heiða Akureyrska rokksveitin Lost heldur sfna fyrstu tónleika á Stór-Reykjavfkursvæðinu f Duus f kvöld. Með sveitinni koma fram Reykjavfkursveitlmar Ham og Yesminis pestis. Lost hélt tónleika í Borgarbíói á Akureyri fyrir skemmstu og þóttu þeir tónleikar takast vel. För sveit- arinnar til Reykjavíkur að þessu sinni er til komin vegna plötugerð- ar, en á mánudag byrjar sveitin að taka upp sína fyrstu plötu sem væntanleg er með vorinu. Fyrir ókunnuga má geta þess að Lost er að stofninum til sveitin Parror sem á lög á Snarlspólu hinni síðari, en sveitin gaf einnig út spól- una Stórkostlega brenglaður an- arkískur hugsunarháttur stuttu fyr- ir jól. Ham og Yesminis pestis eru reykvískar og hefur Yesminis pest- is víða spilað síðustu vikur. Ham hefur aftur minna sést; kom fyrst fram á tónleikum með E-X í Lækj- artungli 10. mars sl. Eins og áður sagði verða tón- leikarnir í Duus í Fischerssundi og hefjast kl. 22.00. Tónleikatíð Framundan er mikil tónleikatfð erlendra rokksveita, svo mikil reyndar að menn muna vart ann- að eins. Fyrstu stórtónleikar á þeirri vertíð sem framundan er verða í Laugardalshöil 9. apríl, en þá held- ur Boy George með stórsveit sinni. Þar á eftir kemur Lloyd Cole með sveit sína og heldur tónleika í Hót- el íslandi 21. og 22. apríl. Næsta heimsókn verður í maí, en þá kem- ur breska sveitin The Woodentops og í júní halda tónleika The Blow Monkeys og The Christians með fleiri sveitum sem ekki er búið að fastsetja. Aörar sveitir sem eftir á að staðfesta eru Sonic Youth, söngvararnir Sting og Robert Plant, hvor með sína sveit, regga- flokkurinn Misty in Roots, söng- konan Sinead O'Connor, súdanski tónlistarsnillingurinn Abdel Aziz El Mubarak og Prefab Sprout. Blettir og Bastar í frásögn af tónleikum Sykur- molanna f Hótel fslandi fór Iftið fyrir þeim hljómsveitum sem hit- uðu upp fyrir Molana, Bleiku böstunum og Sogblettum. I Það er þó ómaklegt, því báðar sveitirnar stóðu sig vel og voru þar aö auki báðar að koma fram eftir nokkuð hlé og Sogblettir með nýj- an söngvara. Bastarnir voru fyrstir á svið og léku lög sem ekki höfðu áður heyrst með tvö gömul í bland. Út í myrkrið og Palli. Nýju lögin, en eitt þeirra hafði heyrst í Lækjar- tungli á feikna tónleikum Bastanna þar í enduðum janúar, hljómuðu vel, en þó vantaði í þau ferskleik- ann sem gerði Bastana að einni af bestu tónleikasveitum síðasta árs. Það mátti líka heyra þegar sveitin lét gömlu lögin tvö, sem reyndar eru ekki svo gömul, Palli átta mánaða og Út í myrkrið sex mánaða, þá var hún sem vel smurð vél, en hökti á nýrri lögunum. Bast- arnir standa frammi fyrir því að reyna að missa ekki ferð eftir að hafa fengið fljúgandi start og þeir verða að gæta sín að fórna ekki hráu yfirbragði sveitarinnar og fá ekkert f staðinn. Sogblettir komu á svið eftir millikafla klæðskiptinga, þ. á m. Sigtryggs trommuleikara Molanna sem sýndi að hann er ekki síðri Svanhildur Jakobsdóttir en hver annar. Blettirnir breyttu um ásýnd þegar Nonni, góður söngvari þeirra, sagði skilið við sveitina um áramótin og hafa staðið í ströngu við að æfa inn nýjan söngvara. Tónlistin hefur ekki breyst að ráði þrátt fyrir mannabreytingarnar, nema hvað hún er orðin þyngri og var þó ekki léttmeti fyrir. Það er Ijóst að Sogblettir höfða ekki til stórs hóps áheyrenda og svo verð- ur áfram, en það breytir því ekki að sveitin er enn í hópi fremstu rokksveita landsins þó ekki sé hún allra. Ljósmynd/BS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.